Nú má heita Ármúla

Mannanafnanefnd samþykkti millinafnið Ármúla á fundi sínum á þriðjudag, en nafnið uppfyllti öll þau skilyrði sem millinöfn þurfa lögum samkvæmt að uppfylla til að hljóta samþykki nefndarinnar.

Frá Ármúla í Reykjavík.
Frá Ármúla í Reykjavík.
Auglýsing

Milli­nafnið Ármúla var á meðal þeirra nafna sem sam­þykkt voru af hálfu manna­nafna­nefndar á fundi sem fram fór á þriðju­dag, en erindi þar sem óskað var eftir því að nafnið yrði sam­þykkt barst til nefnd­ar­innar um miðjan sept­em­ber.

Í úrskurði manna­nafna­nefndar segir að milli­nafnið Ármúla upp­fylli þau skil­yrði sem í lögum um manna­nöfn þurfa að vera upp­fyllt til að nöfn fái sam­þykki sem milli­nafn.

Það er dregið af íslenskum orð­stofni, hefur ekki nefni­falls­end­ingu, hefur hvorki unnið sér hefð sem eig­in­nafn karla né kvenna og þykir ekki til þess fallið að verða nafn­bera til ama.

Auglýsing

Nafnið er síðan heldur ekki ætt­ar­nafn og upp­fyllir þannig öll ákvæði laga um manna­nöfn sem manna­nafna­nefnd horfði til.

Á úrskurð­ar­vef stjórn­ar­ráðs­ins hafa í dag birst all­nokkrir úrskurðir manna­nafna­nefndar frá því á þriðju­dag­inn.

Ekki öll nöfn hlutu braut­ar­gengi eins og Ármúla, en til dæmis var beiðnum um mill­i­nöfnin Street og Thund­er­bird báðum hafn­að. Auk þess var umsókn um eig­in­nafnið Hel hafn­að.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Smitum og innlögnum fjölgað í Danmörku
Sjáanleg áhrif afléttinga sóttvarnaaðgerða í nágrannalöndunum eru misjöfn sem helgast m.a. af hlutfalli bólusettra og fjölda sýna sem tekin eru. Í Englandi og Danmörku, sem fyrst riðu á vaðið, eru blikur á lofti.
Kjarninn 19. október 2021
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent