Samsett mynd Tilkynningar um kynferðislega áreitni eða ofbeli hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum
Samsett mynd

71 tilkynning um kynferðislega áreitni og ofbeldi hjá 9 opinberum stofnunum og fyrirtækjum

Á síðustu fjórum árum hafa borist yfir sjötíu tilkynningar um kynferðislega áreitni og ofbeldi til stjórnenda níu opinberra fyrirtækja og stofnana. Langflestar voru þær hjá Háskóla Íslands.

Metoo er ekki lokið ef marka má frétta­flutn­ing síð­ustu mán­aða en all­mörg slík mál hafa ratað á ver­ald­ar­vef­inn að und­an­förnu. Sam­fé­lags­miðlar hafa logað – sér­stak­lega Twitter – þar sem konur á öllum aldri hafa greint frá reynslu sinni af kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi og nú síð­ast byrl­un.

Í fyrstu metoo-­bylgj­unni í lok árs 2017 skrif­uðu tæp­­lega 5.650 kon­ur úr hinum ýmsu starfs­­stéttum sem lifa við margs konar aðstæður undir áskorun þar sem þær settu fram kröfur sínar og deildu með þjóð­inni 815 sög­­um. Hver og ein frá­­­sögn lýsti reynslu konu sem þurft hefur að takast á við áreiti, ofbeldi eða mis­­munun vegna kyns síns. Mikið ákall var í sam­fé­lag­inu að verk­ferlum yrði breytt varð­andi þessi mál í öllum kimum sam­fé­lags­ins og var víða brugð­ist við því ákalli.

Kjarn­inn kann­aði málið og sendi fyr­ir­spurnir meðal ann­ars á opin­berar stofn­anir og fyr­ir­tæki til að kanna hversu margar til­kynn­ingar hefðu borist síðan lok árs 2017 og hverjir verk­ferl­arnir væru í við­kom­andi stofnun eða fyr­ir­tæki. Hér koma svör­in.

Sex málum lauk með starfs­lokum ger­anda

Til­­kynnt hefur verið um sjö til­­vik kyn­­ferð­is­­legrar áreitni eða ofbeldis innan Orku­veitu Reykja­víkur (OR) síð­­­ustu fjögur ár. Í tveimur til­­vikum var ger­and­inn starfs­­maður verk­­taka. Til­­vikin eru á tíma­bil­inu apríl 2018 til apríl 2021 en síðan þá hefur ekk­ert atvik verið til­­kynnt.

Í einu til­­viki lauk mál­inu með skrif­­legri áminn­ingu og sátt þol­anda og ger­anda. Í hinum til­­vik­unum öllum lauk mál­inu með starfs­lokum ger­anda, hvort sem um var að ræða verk­­taka eða starfs­­mann, að því er fram kemur í svar­inu.

Úr safni

Gera vinn­u­­staða­­grein­ingu árlega

„Hjá OR sam­­stæð­unni er í gildi við­bragðs­á­ætlun við ein­elti, ofbeldi, kyn­­ferð­is­­legri eða kyn­bund­inni áreitni. Hún fylgir hér með svar­inu. Við­bragðs­á­ætl­­unin var unnin í sam­­starfi við Líf og sál sál­fræð­i­­þjón­­ustu og í sam­ráði við Vinn­u­eft­ir­lit rík­­is­ins. Hún er end­­ur­­skoðuð reglu­­lega, síð­­­ast á yfir­­stand­andi ári,“ segir enn fremur í svar­inu.

Orku­veitan bendir á í svar­inu að fyr­ir­tækið geri ítar­­lega vinn­u­­stað­­ar­­grein­ingu árlega meðal allra starfs­­manna fyr­ir­tækj­anna í sam­­stæð­unni. Þátt­­taka sé jafnan meiri en 95 pró­­sent. Meðal ann­­ars er spurt hvort starfs­­maður hafi orðið fyrir ein­elti eða kyn­­ferð­is­­legri áreitni. Nið­­ur­­stöð­­urnar eru birtar opin­ber­­lega í árs­skýrslu Orku­veitu Reykja­vík­ur. Fram kemur í nið­­ur­­stöð­unum að 1 pró­­sent starfs­­fólks sagð­ist hafa orðið fyrir ein­elti eða kyn­­ferð­is­­legri áreitni árið 2019 og 0,2 pró­­sent í fyrra.

Birgir Þór Harðarson

Átta málum lokið og eitt í ferli

Níu mál sem skil­­greina má sem kyn­­ferð­is­­lega áreitni eða áreiti hafa farið í for­m­­legt ferli á Land­­spít­­ala á und­an­­förnum fjórum árum. Þeim úrræðum sem almennt er hægt að beita á spít­­al­­anum í svona málum eru til dæmis for­m­­leg við­vör­un, til­­­flutn­ing­­ur/breyt­ing á starfi, áminn­ing eða upp­­­sögn.

Átta málum hefur verið lokið og er eitt mál enn í for­m­­legu ferli og ólok­ið. „Við höfum ekki leyfi til að tala um hvernig ein­­stökum málum er lokað eftir því sem ég best veit. Þetta eru 8 mál – fólk innan spít­­al­ans veit af þeim, og þau eru það fá að þau gætu verið per­­són­u­­grein­an­­leg,“ segir í svari upp­­lýs­inga­­full­­trúa spít­­al­ans.

„Ferlið sem heldur utan um slík til­­vik er skil­­greint sem verk­lags­regla í gæða­hand­­bók spít­­al­ans, fjallað er um það á innri vef spít­­al­ans og það kynnt fyrir starfs­­mönnum í tengslum við sam­­skipta­sátt­­mála,“ segir jafn­­framt í svar­inu.

Sam­­kvæmt skil­­greindum verk­­ferlum fyrir mál af þessu tagi er starfs­­maður sem upp­­lifir áreitni hvattur til að til­­kynna það til næsta stjórn­­anda og/eða mannauðs­­stjóra, að því er fram kemur hjá spít­­al­an­­um.

„Í ákveðnum til­­­fellum tekur stuðn­­ings- og ráð­gjafateymi á skrif­­stofu mannauðs­­mála erindið til skoð­un­­ar. Til­­­gangur þeirrar skoð­unar er að leggja sam­eig­in­­lega mat á það hvort umkvörtun falli undir skil­­grein­ingu á ein­elti, kyn­­ferð­is­­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni eða ofbeldi. Til­­­gang­­ur­inn er einnig að kanna hvaða lausnir séu mög­u­­legar og styðja þol­anda vilji hann leggja fram for­m­­lega kvörtun. Í öllum til­­vikum er lögð áhersla á að trúnað og virð­ingu gagn­vart öllum hlut­að­eig­and­i.“

Landsvirkjun

Ell­efu til­vik hjá Lands­virkjun

Alls hafa 11 til­­vik er varða ásak­­anir um kyn­­ferð­is­­lega áreitni, áreiti eða ofbeldi borist á borð stjórn­­enda Lands­­virkj­unar á síð­­­ustu fjórum árum.

Fram kemur hjá fyr­ir­tæk­inu að Lands­­virkjun sé með skil­­greinda við­bragðs­á­ætlun fyrir grein­ingu og úrvinnslu mála af þessu tagi í sam­ræmi við reglu­­gerð um aðgerðir gegn kyn­­ferð­is­­legri áreitni, kyn­bund­inni áreitni eða ofbeldi. Við­bragðs­á­ætl­­unin sé hluti af stjórn­­un­­ar­­kerfi fyr­ir­tæk­is­ins og end­­ur­­skoðuð með reglu­bundnum hætti. Í starfs­­manna­könn­unum komi enn fremur fram að starfs­­fólk þekki vel til við­bragðs­á­ætl­­un­­ar­inn­­ar.

Þremur málum lauk með starfs­lokum

„Á síð­­­ustu fjórum árum hefur komið til þess að stuðst hefur verið við fram­an­­greint verk­lag við úrlausn mála. Lands­­virkjun er enn fremur í sam­­starfi við ytri sér­­fræð­inga um mála­­flokk­inn við úrvinnslu mála sem falla undir við­bragðs­á­ætl­­un­ina. Stöðugt er unnið að fræðslu og for­vörnum innan fyr­ir­tæk­is­ins varð­andi þennan mála­­flokk, m.a. með vinnu á áhætt­u­mati, reglu­­legri fræðslu um mála­­flokk­inn og öruggri óháðri veit­u/­­leið fyrir starfs­­fólk að leita til ef upp koma mál,“ segir í svar­inu.

Enn fremur kemur fram að á síð­­ast­liðnum fjórum árum hafi verið stuðst við við­bragðs­á­ætl­­un­ina í 11 til­­vik­­um. „Málin sem um ræðir eru af ýmsu tagi og snúa bæði að starfs­­fólki, verk­­tökum og sam­­skiptum starfs­­fólks við ytri aðila. Tveimur málum lauk með sátt, tveimur með munn­­legri áminn­ingu, tveimur með skrif­­legri áminn­ingu, þremur málum lauk með starfs­lokum og tvö mál sem sneru að ytri aðilum voru leyst með öðrum hætt­i.“

Bára Huld Beck

Átta málum lauk með starfs­lokum ger­anda

Ell­efu mál sem snúa að kyn­­ferð­is­­legu áreiti eða kyn­bundnu ofbeldi komu á borð stjórn­­enda Isa­vi­a-­­sam­­stæð­unnar á árunum 2017 til 2020. Þremur málum lauk með sátt og átta málum með starfs­lokum ger­anda.

Isa­via ohf. ann­­ast upp­­­bygg­ingu og rekstur Kefla­vík­­­ur­flug­vall­­ar. Dótt­­ur­­fé­lög þess Isa­via ANS og Isa­via Inn­­a­lands reka ann­­ars vegar flug­­­leið­­sög­u­­þjón­­ustu á einu stærsta flug­­­stjórn­­­ar­­svæði heims og hins vegar net inn­­an­lands­flug­valla á Íslandi. Þessu til við­­bótar rekur dótt­­ur­­fé­lagið Frí­höfnin ehf. fimm versl­­anir í Flug­­­stöð Leifs Eirík­s­­sonar á Kefla­vík­­­ur­flug­velli. Hjá Isa­via og dótt­­ur­­fé­lögum vinnur hópur sem telur um 1.000 manns.

„Of­beldi, ein­elti eða önnur sál­­fé­lags­­leg áreitni, þar með talið kyn­bundin og kyn­­ferð­is­­leg áreitni, er ekki undir neinum kring­um­­stæðum umborin hjá Isa­vi­a,“ segir í svar­inu.

Þegar upp koma mál af þessu tagi er við­bragðs­á­ætlun Isa­via virkj­uð. Sam­­kvæmt fyr­ir­tæk­inu er við­bragðs­á­ætlun sem þessi tekin reglu­bundið til end­­ur­­skoð­unar eins og allar áætl­­­anir hjá Isa­via. „Ein slík end­­ur­­skoðun er í gangi þessar vik­­urnar og er ekki lok­ið,“ segir í svari Isa­via.

Með­­­virkni starfs­­manna for­­dæmd

Fram kemur í við­bragðs­á­ætl­­un­inni að í starfs­­manna­­stefnu Isa­via sé lögð rík áhersla á að bæði lík­­am­­legt og and­­legt heilsu­far starfs­­manna, gagn­­kvæma virð­ingu, umburð­­ar­­lyndi og stuðn­­ing þeirra á með­­al. Við­bragðs­á­ætlun við ein­elti og annarri sál­­fé­lags­­legri áreitni sé frek­­ari útfærsla á því mark­miði og gildir fyrir allar starfs­­stöðvar Isa­via. Það sé stefna Isa­via að starfs­­menn vinni í anda sam­­starfs og sýni þannig sam­­starfs­­fólki sínu alltaf kurt­eisi og virð­ingu í sam­­skipt­­um. Ein­elti og önnur sál­­fé­lags­­leg áreitni, svo sem kyn­bundin og kyn­­ferð­is­­leg áreitni, verður undir engum kring­um­­stæðum umbor­in. Með­­­virkni starfs­­manna í slíkum til­­vikum sé jafn­­framt for­­dæmd.

„Við­bragðs­á­ætlun þessi á við um allar starfs­­stöðvar Isa­via og jafnt um starfs­­menn, stjórn­­endur og verk­­taka sem starfa á vegum fyr­ir­tæk­is­ins. Mun Isa­via bregð­­ast við ábend­ingum um ein­elti, áreitni eða ótil­hlýð­i­­lega hátt­­semi í sam­ræmi við við­bragðs­á­ætlun þessa og í sam­­starfi við atvinn­u­rek­anda utan­­að­kom­andi ein­stak­l­ings sem á í sam­­skiptum við starfs­­menn Isa­via. Við mat á því hvort við­bragðs­á­ætlun sé virkjuð skiptir ekki máli hvort ger­andi sé starfs­­maður eða til dæmis við­­skipta­vin­­ur,“ segir meðal ann­­ars í áætl­­un­inni.

Þegar mál telst nægj­an­­lega upp­­lýst skuli mannauðs­­stjóri taka ákvörð­un, í sam­ráði við aðra stjórn­­endur eða vinn­u­vernd­­ar­­full­­trúa vinn­u­­stað­­ar­ins, til hvaða aðgerða verði gripið í sam­ræmi við alvar­­leika máls hverju sinni.

„Þegar atvik eða hegðun telst vera ein­elti, kyn­­ferð­is­­leg áreitni, kyn­bundin áreitni, ofbeldi eða önnur ótil­hlýð­i­­lega hegðun verður brugð­ist við eftir eðli máls með því að veita ger­anda til­­tal, áminn­ingu, til­­­færslu í starfi eða honum sagt upp störf­­um. Þol­anda og ger­anda verður veitt við­hlít­andi aðstoð. Haldi þol­andi og ger­andi áfram störfum er lögð áhersla á að breyt­ingar verði gerðar á vinn­u­­staðnum eins og kostur er, svo sem breyt­ingar á vinn­u­­skipu­lagi, verk­­ferlum, stað­­setn­ingu innan starfs­­stöðva og svo fram­­veg­is,“ segir enn fremur í við­bragðs­á­ætl­­un­inni.

Birgir Þór Harðarson

Tutt­ugu og fimm til­kynn­ingar til HÍ

Fagráði Háskóla Íslands (HÍ) bár­ust alls 25 til­­kynn­ingar um kyn­­ferð­is­­lega áreitni eða ofbeldi á árunum 2017 til 2020, að því er fram kemur í svari frá skól­­anum við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans.

„Mál geta ýmist varðað starfs­­fólk, nem­endur eða sam­­skipti milli starfs­­fólks og nem­enda, en meiri­hluti þess­­ara mála hefur varðað sam­­skipti milli nem­enda. Í sumum til­­vikum lýkur máli með sátt milli aðila en sum mál hafa rektor eða eftir atvikum aðrir stjórn­­endur tekið til með­­­ferðar í kjöl­far nið­­ur­­stöðu fagráðs­ins,“ segir í svar­inu.

Sam­­kvæmt HÍ er skól­inn með skýra verk­­ferla í málum er varða kyn­­ferð­is­­lega og kyn­bundna áreitni og ofbeldi.

„Há­­skól­inn setti sér verk­lags­­reglur um þennan mála­­flokk árið 2014. Þær voru end­­ur­­skoð­aðar árið 2018, þar á meðal ákvæði um með­­­ferð kvart­ana. Árið 2014 var jafn­­framt sett á fót fagráð Háskóla Íslands sem hefur það hlut­verk að fjalla um mál er varða brot starfs­­fólks og nem­enda Háskóla Íslands. Fagráðið er skipað þremur aðilum og er í verk­lags­­reglum kveðið skýrt á um að for­­maður þess sé aðili með fag­þekk­ingu og reynslu af með­­­ferð mála af þessu tagi og sé ekki í föstu starfi við HÍ.“

Fram kemur í svar­inu að áhersla sé lögð á fræðslu til stjórn­­enda, starfs­­fólks og nem­enda við HÍ um kyn­­ferð­is­­lega og kyn­bundna áreitni og ofbeldi og ekki síst að kynna verk­lags­regl­­urnar og fagráð HÍ svo fólk viti hvert það eigi að leita, komi slík mál upp. Enn fremur sé lögð áhersla á þennan mála­­flokk í jafn­­rétt­is­á­ætlun HÍ.

Landhelgisgæslan

Eitt mál í skoðun

Þrjú mál er varða kyn­­ferð­is­­lega áreitni hafa borist á borð stjórn­­enda Land­helg­is­­gæsl­unnar síð­­ast­liðin 4 ár. Tveimur málum hefur verið lokið með sátt milli aðila og er eitt mál nú í skoð­un.

Unnið er eftir stefnu og við­bragðs­á­ætlun Land­helg­is­­gæslu Íslands gegn ein­elti, ofbeldi og áreitni á vinn­u­­stað, að því er fram kemur í svar­inu.

Í svar­inu kemur jafn­­framt fram að einn af skip­herrum Land­helg­is­­gæsl­unnar sé kom­inn í leyfi á meðan frum­rann­­sókn á sam­­skiptum um borð í varð­­skip­inu Tý fer fram. Ástæða rann­­sókn­­ar­innar séu ábend­ingar sem bár­ust stjórn­­endum Land­helg­is­­gæsl­unnar helg­ina 18. til 19. sept­­em­ber vegna gruns um kyn­­ferð­is­­lega áreitni.

Tveir óháðir aðilar rann­saka málið

Kyn­­ferð­is­­leg áreitni er sam­­kvæmt við­bragðs­á­ætl­­un­inni hvers kyns kyn­­ferð­is­­leg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann til­­­gang eða þau áhrif að mis­­­bjóða virð­ingu við­kom­andi einkum þegar hegð­unin leiðir til ógn­andi, fjand­­sam­­legra, nið­­ur­lægj­andi, auð­­mýkj­andi eða móðg­andi aðstæðna. Hegð­unin getur verið orð­bund­in, tákn­ræn og/eða lík­­am­­leg.

„Land­helg­is­­gæslan lítur málið alvar­­legum augum og brást strax við með því að fá tvo óháða aðila til að ann­­ast rann­­sókn á umræddum atrið­­um. Sú rann­­sókn stendur yfir,“ segir í svar­inu til Kjarn­ans.

Meintir þolendur tvær ungar konur

RÚV greindi frá mál­inu þann 21. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn en í frétt RÚV kemur fram að skip­herra á varð­­skipi Land­helg­is­­gæsl­unnar hefði verið settur í leyfi vegna gruns um kyn­­ferð­is­­lega áreitni. Þá herma heim­ildir frétta­­stofu RÚV að þolend­­urnir í mál­inu sem nú er til rann­­sóknar séu tvær ungar konur í áhöfn varð­­skips­ins.

Mann­líf fjall­aði einnig um málið 18. sept­­em­ber en í frétt mið­ils­ins var því haldið fram að innan sjó­­deildar Land­helg­is­­gæsl­unnar hefði við­­geng­ist ein­elti og kyn­­ferð­is­­leg áreitni gagn­vart kven­kyns starfs­­mönn­­um. Margar hefðu „hrökkl­­ast frá“ Land­helg­is­­gæsl­unni í gegnum tíð­ina eða verið sagt upp.

Bára Huld Beck

Fjórar til­kynn­ingar hjá RÚV

Sam­­kvæmt skrán­ingum RÚV hafa fjórar til­­kynn­ingar um kyn­­ferð­is­­lega áreitni borist á síð­­ast­liðnum fjórum árum. Þetta kemur fram í svari útvarps­­­stjóra við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans.

„Brugð­ist hefur verið við þeim í sam­ræmi við við­bragðs­á­ætlun og leyst úr málum á grunni henn­­ar. Við­bragðs­á­ætl­­unin er end­­ur­­skoðuð reglu­­lega, síð­­­ast í ágúst síð­­ast­liðn­­um,“ segir í svar­inu. Kyn­­ferð­is­­leg áreitni er skil­­greind í við­bragðs­á­ætl­­un­inni sem hvers kyns hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann til­­­gang eða þau áhrif að mis­­­bjóða virð­ingu við­kom­andi einkum þegar hegð­unin leiðir til ógn­andi, fjand­­sam­­legra, nið­­ur­lægj­andi, auð­­mýkj­andi eða móðg­andi aðstæðna. Hegð­unin getur verið orð­bund­in, tákn­ræn og/eða lík­­am­­leg.

Fram kemur hjá RÚV að spurt sé um þessi mál í árlegri vinn­u­­staða­­grein­ingu og fræðsla um þau, við­bragðs­á­ætlun og verk­­ferla sé hluti af fræðslu til starfs­­fólks RÚV. Við­bragðs­á­ætlun RÚV gegn ein­elti, ofbeldi, kyn­­ferð­is­­legri og kyn­bund­inni áreitni er aðgeng­i­­leg á innri og ytri vef RÚV.

Í við­bragðs­á­ætl­­un­inni segir að hver sem telur sig hafa orðið fyrir ein­elti, ofbeldi, kyn­­ferð­is­­legri eða kyn­bund­inni áreitni á vinn­u­­stað, eða hafa rök­studdan grun eða vit­­neskju um slíka hegð­un, skuli upp­­lýsa næsta yfir­­­mann, annan stjórn­­anda, mannauðs­­stjóra eða annan sem við­kom­andi treyst­­ir. Fyllsta trún­­aðar skuli gætt við með­­­ferð slíkra mála og vinnsla þeirra vera í sam­ráði við þann sem til­­kynn­­ir. Gagn­­legt sé að skrá þau atvik sem til­­kynn­ingin bygg­ist á og einnig hverjir séu mög­u­­lega til vitn­­is. Ef við­kom­andi vill fá ráð­­gjöf utan vinn­u­­stað­­ar­ins sé hægt að leita beint til Áfalla- og sál­fræð­i­m­ið­­stöðv­­­ar­innar (ÁSM) og fá tíma hjá sál­fræð­ingi.

Þegar til­­kynnt er um ein­elti, ofbeldi, kyn­­ferð­is­­lega eða kyn­bundna áreitni eru tvær leiðir fær­­ar. Sá sem fer með úrlausn máls­ins ákveður við­brögðin í sam­ráði við þann er til­­kynn­­ir. Far­­vegur máls getur verið for­m­­legur eða ófor­m­­legur og eru þessir kostir kynntir starfs­­manni er til­­kynn­­ir.

Vegagerðin/Bára Huld Beck

Eitt mál er varðar kyn­­ferð­is­­lega áreitni eða ofbeldi hefur borist til stjórn­­enda Vega­­gerð­­ar­innar á síð­­­ustu fjórum árum en engar ásak­­anir um slíkt hafa komið fram hjá Sam­­göng­u­­stofu.

Sam­­kvæmt svari Vega­­gerð­­ar­innar var málið tekið mjög alvar­­lega og var feng­inn utan­­að­kom­andi ráð­gjafi til að vinna úr mál­inu fyrir þau. „Það er fer­ill um við­brögð sem verið að end­­ur­­skoða hann núna, líkt og alla aðra ferla mannauðs- og örygg­is­­deild­­ar,“ segir jafn­­framt í svari Vega­­gerð­­ar­inn­­ar.

Verk­lagið í end­­ur­­skoðun hjá Sam­­göng­u­­stofu

Ekk­ert mál hefur hins vegar borist á borð stjórn­­enda Sam­­göng­u­­stofu, eins og áður seg­­ir. „Hjá Sam­­göng­u­­stofu er fyrir hendi skýrt verk­lag um með­­­ferð mála sem upp kunna að koma, svo sem um ein­elti eða áreitn­i,“ segir í svar­inu. Áætlun Sam­­göng­u­­stofu gegn ein­elti og áreitni hefur verið í gildi frá árinu 2014. End­­ur­­skoðun verk­lags­ins er í ferli „eins og eðli­­legt er að gera með reglu­bundnum hætt­i“, segir í svar­i Sam­göngu­stofu.

Í ein­elt­is­á­ætlun Sam­­göng­u­­stofu kemur fram að mark­mið hennar sé að stuðla að for­vörnum og aðgerðum gegn ein­elti hjá stofn­un­inni og leggi stofn­unin áherslu á að starfs­­menn sýni sam­­starfs­­fólki sínu alltaf kurt­eisi og að komið sé fram við sér­­hvern starfs­­mann af virð­ingu.

„Ein­elti og kyn­­ferð­is­­leg áreitni verður undir engum kring­um­­stæðum umborin á vinn­u­­staðnum og er með­­­virkni starfs­­manna í ein­elti for­­dæmd,“ segir meðal ann­­ars í áætl­­un­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar