Stjórn Festi ætlar að endurskoða starfsreglur

Markmið endurskoðunar starfsreglna stjórnar Festi er m.a. að gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax, samkvæmt tilkynningu frá Festi til Kauphallar.

Festi rekur meðal annars Elko, Krónuna og N1.
Festi rekur meðal annars Elko, Krónuna og N1.
Auglýsing

Það er mat stjórnar Festi að þörf sé að end­ur­skoða starfs­reglur stjórn­ar, að því er fram kemur í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins til Kaup­hallar í dag. Þórður Már Jóhann­es­son óskaði eftir því í síð­ustu viku að láta af störfum sem stjórn­­­ar­­maður í félag­inu og um leið sem stjórn­­­ar­­for­­mað­ur eftir að kona steig fram í við­tali og greindi frá meintu kyn­ferð­is­broti Þórðar Más.

„Í síð­ustu viku birt­ist við­tal í fjöl­miðlum við unga konu sem lýsti meintu kyn­ferð­is­broti gegn sér og var þung­bært að heyra um hennar reynslu. Skýr skila­boð hafa komið frá sam­fé­lag­inu um að fyr­ir­tæki sem tengj­ast slíkum málum bregð­ist fyrr við og taki á málum með skýr­ari og ákveðn­ari hætti.

Umrætt mál var litið mjög alvar­legum augum af stjórn Festi frá því hún heyrði af því fyrst og var það tekið til skoð­unar á vett­vangi hennar í sam­ræmi við þau lög, sam­þykktir og reglur sem henni ber að starfa eft­ir. Frá upp­hafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregð­ast við. Þegar málið varð opin­bert með afger­andi hætti með áður­nefndu við­tali í byrjun jan­úar sagði fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður af sér,“ segir í til­kynn­ingu Festi til Kaup­hall­ar.

Auglýsing

„Að feng­inni þess­ari reynslu er það mat stjórnar Festi að þörf sé á að end­ur­skoða starfs­reglur stjórn­ar. Mark­mið þeirrar end­ur­skoð­unar er að bæta reglur og gera vinnu­lag skýr­ara ef fram koma upp­lýs­ingar sem benda til mögu­legs van­hæfis stjórn­ar­manna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax. Festi er með skýrar reglur fyrir alla stjórn­endur og starfs­menn félags­ins og dótt­ur­fé­laga sem verða lagðar til grund­vallar við end­ur­skoðun á starfs­reglum stjórn­ar. Það er mark­mið og vilji stjórnar Festi að vera ætíð til fyr­ir­myndar um góða stjórn­ar­hætti og mun nið­ur­staða end­ur­skoð­unar á starfs­reglum stjórnar verða kynntar á aðal­fundi 22. mars n.k.

Stjórn Festi for­dæmir allt ofbeldi og telur mik­il­vægt að hlustað sé á þolend­ur. Það er skylda okkar að breyt­ast með sam­fé­lag­inu og í sam­ein­ingu eigum við að búa til örugg­ara umhverfi fyrir okkur öll,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni.

Gekk erf­ið­lega að fá svör frá stjórn Festi

­Málið komst í hámæli í síð­ustu viku þegar Vítalía Laz­­areva fór í við­tal hjá Eddu Falak í hlað­varpi hennar Eigin konum og greindi hún frá reynslu sinni af Þórði Má í sum­ar­bú­staða­ferð árið 2020. Hún nafn­greindi hann ekki í við­tal­inu en hún hafði áður gert það í skiltum á Instagram síð­asta haust.

Kjarn­inn leit­aði svara hjá stjórn Festi strax í nóv­em­ber og spurði hvort vit­neskja væri innan stjórnar varð­andi þetta mál og hvort stjórnin hygð­ist bregð­ast við með ein­hverjum hætti. Eftir margar ítrek­anir svar­aði Guð­jón Reyn­is­son vara­for­maður stjórnar þann 17. des­em­ber. Í svari hans sagði: „Það er rétt að umfjöll­unin sem spurt er um hefur verið til skoð­un­­ar, en við getum ekki tjáð okkur að svo stödd­u.“ Vísar hann þarna í umfjöllun Stund­ar­innar frá 17. nóv­em­ber.

Stjórn Festi hélt stjórn­ar­fund á fimmtu­dag­inn eftir að málið komst í hámæli í fjöl­miðlum og greindi stjórnin frá því sam­dæg­urs að Þórður Már hefði óskað eftir því að láta af störfum sem stjórn­­­ar­­maður í félag­inu og um leið sem stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur. „Stjórn féllst á erind­ið. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum upp á nýtt. Guð­jón Reyn­is­­son var kjör­inn nýr for­­maður stjórnar og Mar­grét Guð­­munds­dóttir vara­­for­­mað­­ur,“ sagði í til­­kynn­ingu frá Festi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent