Stjórn Festi ætlar að endurskoða starfsreglur

Markmið endurskoðunar starfsreglna stjórnar Festi er m.a. að gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax, samkvæmt tilkynningu frá Festi til Kauphallar.

Festi rekur meðal annars Elko, Krónuna og N1.
Festi rekur meðal annars Elko, Krónuna og N1.
Auglýsing

Það er mat stjórnar Festi að þörf sé að end­ur­skoða starfs­reglur stjórn­ar, að því er fram kemur í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins til Kaup­hallar í dag. Þórður Már Jóhann­es­son óskaði eftir því í síð­ustu viku að láta af störfum sem stjórn­­­ar­­maður í félag­inu og um leið sem stjórn­­­ar­­for­­mað­ur eftir að kona steig fram í við­tali og greindi frá meintu kyn­ferð­is­broti Þórðar Más.

„Í síð­ustu viku birt­ist við­tal í fjöl­miðlum við unga konu sem lýsti meintu kyn­ferð­is­broti gegn sér og var þung­bært að heyra um hennar reynslu. Skýr skila­boð hafa komið frá sam­fé­lag­inu um að fyr­ir­tæki sem tengj­ast slíkum málum bregð­ist fyrr við og taki á málum með skýr­ari og ákveðn­ari hætti.

Umrætt mál var litið mjög alvar­legum augum af stjórn Festi frá því hún heyrði af því fyrst og var það tekið til skoð­unar á vett­vangi hennar í sam­ræmi við þau lög, sam­þykktir og reglur sem henni ber að starfa eft­ir. Frá upp­hafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregð­ast við. Þegar málið varð opin­bert með afger­andi hætti með áður­nefndu við­tali í byrjun jan­úar sagði fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður af sér,“ segir í til­kynn­ingu Festi til Kaup­hall­ar.

Auglýsing

„Að feng­inni þess­ari reynslu er það mat stjórnar Festi að þörf sé á að end­ur­skoða starfs­reglur stjórn­ar. Mark­mið þeirrar end­ur­skoð­unar er að bæta reglur og gera vinnu­lag skýr­ara ef fram koma upp­lýs­ingar sem benda til mögu­legs van­hæfis stjórn­ar­manna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax. Festi er með skýrar reglur fyrir alla stjórn­endur og starfs­menn félags­ins og dótt­ur­fé­laga sem verða lagðar til grund­vallar við end­ur­skoðun á starfs­reglum stjórn­ar. Það er mark­mið og vilji stjórnar Festi að vera ætíð til fyr­ir­myndar um góða stjórn­ar­hætti og mun nið­ur­staða end­ur­skoð­unar á starfs­reglum stjórnar verða kynntar á aðal­fundi 22. mars n.k.

Stjórn Festi for­dæmir allt ofbeldi og telur mik­il­vægt að hlustað sé á þolend­ur. Það er skylda okkar að breyt­ast með sam­fé­lag­inu og í sam­ein­ingu eigum við að búa til örugg­ara umhverfi fyrir okkur öll,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni.

Gekk erf­ið­lega að fá svör frá stjórn Festi

­Málið komst í hámæli í síð­ustu viku þegar Vítalía Laz­­areva fór í við­tal hjá Eddu Falak í hlað­varpi hennar Eigin konum og greindi hún frá reynslu sinni af Þórði Má í sum­ar­bú­staða­ferð árið 2020. Hún nafn­greindi hann ekki í við­tal­inu en hún hafði áður gert það í skiltum á Instagram síð­asta haust.

Kjarn­inn leit­aði svara hjá stjórn Festi strax í nóv­em­ber og spurði hvort vit­neskja væri innan stjórnar varð­andi þetta mál og hvort stjórnin hygð­ist bregð­ast við með ein­hverjum hætti. Eftir margar ítrek­anir svar­aði Guð­jón Reyn­is­son vara­for­maður stjórnar þann 17. des­em­ber. Í svari hans sagði: „Það er rétt að umfjöll­unin sem spurt er um hefur verið til skoð­un­­ar, en við getum ekki tjáð okkur að svo stödd­u.“ Vísar hann þarna í umfjöllun Stund­ar­innar frá 17. nóv­em­ber.

Stjórn Festi hélt stjórn­ar­fund á fimmtu­dag­inn eftir að málið komst í hámæli í fjöl­miðlum og greindi stjórnin frá því sam­dæg­urs að Þórður Már hefði óskað eftir því að láta af störfum sem stjórn­­­ar­­maður í félag­inu og um leið sem stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur. „Stjórn féllst á erind­ið. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum upp á nýtt. Guð­jón Reyn­is­­son var kjör­inn nýr for­­maður stjórnar og Mar­grét Guð­­munds­dóttir vara­­for­­mað­­ur,“ sagði í til­­kynn­ingu frá Festi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent