Stjórn Festi ætlar að endurskoða starfsreglur

Markmið endurskoðunar starfsreglna stjórnar Festi er m.a. að gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax, samkvæmt tilkynningu frá Festi til Kauphallar.

Festi rekur meðal annars Elko, Krónuna og N1.
Festi rekur meðal annars Elko, Krónuna og N1.
Auglýsing

Það er mat stjórnar Festi að þörf sé að end­ur­skoða starfs­reglur stjórn­ar, að því er fram kemur í til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins til Kaup­hallar í dag. Þórður Már Jóhann­es­son óskaði eftir því í síð­ustu viku að láta af störfum sem stjórn­­­ar­­maður í félag­inu og um leið sem stjórn­­­ar­­for­­mað­ur eftir að kona steig fram í við­tali og greindi frá meintu kyn­ferð­is­broti Þórðar Más.

„Í síð­ustu viku birt­ist við­tal í fjöl­miðlum við unga konu sem lýsti meintu kyn­ferð­is­broti gegn sér og var þung­bært að heyra um hennar reynslu. Skýr skila­boð hafa komið frá sam­fé­lag­inu um að fyr­ir­tæki sem tengj­ast slíkum málum bregð­ist fyrr við og taki á málum með skýr­ari og ákveðn­ari hætti.

Umrætt mál var litið mjög alvar­legum augum af stjórn Festi frá því hún heyrði af því fyrst og var það tekið til skoð­unar á vett­vangi hennar í sam­ræmi við þau lög, sam­þykktir og reglur sem henni ber að starfa eft­ir. Frá upp­hafi var ljóst að innan þessa ramma hafði stjórn lítið rými til að bregð­ast við. Þegar málið varð opin­bert með afger­andi hætti með áður­nefndu við­tali í byrjun jan­úar sagði fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður af sér,“ segir í til­kynn­ingu Festi til Kaup­hall­ar.

Auglýsing

„Að feng­inni þess­ari reynslu er það mat stjórnar Festi að þörf sé á að end­ur­skoða starfs­reglur stjórn­ar. Mark­mið þeirrar end­ur­skoð­unar er að bæta reglur og gera vinnu­lag skýr­ara ef fram koma upp­lýs­ingar sem benda til mögu­legs van­hæfis stjórn­ar­manna og hefur stjórn ákveðið að hefja þá vinnu strax. Festi er með skýrar reglur fyrir alla stjórn­endur og starfs­menn félags­ins og dótt­ur­fé­laga sem verða lagðar til grund­vallar við end­ur­skoðun á starfs­reglum stjórn­ar. Það er mark­mið og vilji stjórnar Festi að vera ætíð til fyr­ir­myndar um góða stjórn­ar­hætti og mun nið­ur­staða end­ur­skoð­unar á starfs­reglum stjórnar verða kynntar á aðal­fundi 22. mars n.k.

Stjórn Festi for­dæmir allt ofbeldi og telur mik­il­vægt að hlustað sé á þolend­ur. Það er skylda okkar að breyt­ast með sam­fé­lag­inu og í sam­ein­ingu eigum við að búa til örugg­ara umhverfi fyrir okkur öll,“ segir enn fremur í til­kynn­ing­unni.

Gekk erf­ið­lega að fá svör frá stjórn Festi

­Málið komst í hámæli í síð­ustu viku þegar Vítalía Laz­­areva fór í við­tal hjá Eddu Falak í hlað­varpi hennar Eigin konum og greindi hún frá reynslu sinni af Þórði Má í sum­ar­bú­staða­ferð árið 2020. Hún nafn­greindi hann ekki í við­tal­inu en hún hafði áður gert það í skiltum á Instagram síð­asta haust.

Kjarn­inn leit­aði svara hjá stjórn Festi strax í nóv­em­ber og spurði hvort vit­neskja væri innan stjórnar varð­andi þetta mál og hvort stjórnin hygð­ist bregð­ast við með ein­hverjum hætti. Eftir margar ítrek­anir svar­aði Guð­jón Reyn­is­son vara­for­maður stjórnar þann 17. des­em­ber. Í svari hans sagði: „Það er rétt að umfjöll­unin sem spurt er um hefur verið til skoð­un­­ar, en við getum ekki tjáð okkur að svo stödd­u.“ Vísar hann þarna í umfjöllun Stund­ar­innar frá 17. nóv­em­ber.

Stjórn Festi hélt stjórn­ar­fund á fimmtu­dag­inn eftir að málið komst í hámæli í fjöl­miðlum og greindi stjórnin frá því sam­dæg­urs að Þórður Már hefði óskað eftir því að láta af störfum sem stjórn­­­ar­­maður í félag­inu og um leið sem stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur. „Stjórn féllst á erind­ið. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum upp á nýtt. Guð­jón Reyn­is­­son var kjör­inn nýr for­­maður stjórnar og Mar­grét Guð­­munds­dóttir vara­­for­­mað­­ur,“ sagði í til­­kynn­ingu frá Festi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent