Fordæma hatur og rasisma gagnvart Lenyu Rún

„Allt frá kjöri sínu hefur hún þurft að sitja undir rætnum persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu vegna uppruna síns,“ segir í yfirlýsingu þingflokks Pírata, sem sett er fram til stuðnings varaþingmanninum Lenyu Rún Taha Karim.

Lenya Rún Taha Karim tók sæti á Alþingi fyrir Pírata í fyrsta sinn á milli jóla og nýárs.
Lenya Rún Taha Karim tók sæti á Alþingi fyrir Pírata í fyrsta sinn á milli jóla og nýárs.
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata seg­ist for­dæma „það hatur og þann ras­is­ma“ sem Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­maður flokks­ins, hefur orðið fyrir síðan hún hóf feril sinn í stjórn­mál­um. Þing­flokk­ur­inn seg­ist for­dæma hverskyns hat­urs­orð­ræðu í sam­fé­lag­inu.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá þing­flokknum í dag, sem send er út til stuðn­ings Lenyu Rún. Þar segir að allt frá upp­hafi stjórn­mála­fer­ils Lenyu hafi hún „þurft að mæta óvægnum áróðri og ras­isma fyrir það eitt að taka þátt í stjórn­mál­u­m“.

Á und­an­förnum vikum hefur Lenya Rún sjálf birt dæmi um hat­urs­full skila­boð sem henni hafa borist á sam­fé­lags­miðlum eða hafa verið látin falla um hana í opin­berri umræðu á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far þess að hún var kjörin vara­þing­mað­ur.

„Í lýð­ræð­is­ríki er mik­il­vægt að allir þjóð­fé­lags­hópar hafi rödd og að Alþingi end­ur­spegli sem best þver­skurð af sam­fé­lag­inu sem það þjón­ar. Hvers kyns ras­is­mi, hat­urs­orð­ræða og mis­munun gagn­vart fólki með erlendan bak­grunn er til þess fall­inn að grafa undan lýð­ræð­inu og má ekki við­gang­ast átölu­laust,“ segir í yfir­lýs­ingu þing­flokks Pírata.

Auglýsing

Fjöl­miðlar hafi gert sér mat úr hat­ur­fullri umræðu án athuga­semda við ras­isma

Þar segir að Lenya Rún sé rétt­kjör­inn vara­þing­maður á Alþingi og mik­il­væg rödd ungs fólks og fólks með erlendan bak­grunn. „Allt frá kjöri sínu hefur hún þurft að sitja undir rætnum per­són­u­árásum, ras­isma og hat­urs­orð­ræðu vegna upp­runa síns. Sumir fjöl­miðlar hafa jafn­vel gengið svo langt að gera sér mat úr þeirri hat­urs­fullu orð­ræðu sem Lenya Rún hefur orðið fyrir án þess að gera nokkra athuga­semd við ras­is­mann sem í henni fel­st,“ segir í yfir­lýs­ingu þing­flokks­ins, en ekki er til­tekið til hvaða fjöl­miðlaum­fjöll­unar er vís­að.

„Þing­flokkur Pírata hvetur stjórn­mála­hreyf­ingar á Íslandi til þess að for­dæma alla hat­urs­orð­ræðu og ras­isma í póli­tískri umræðu. Þá biðlar þing­flokk­ur­inn til fjöl­miðla að sýna ábyrgð í frétta­flutn­ingi um hat­urs­full ummæli með hlið­sjón af þeim skaða sem gagn­rýn­is­laus dreif­ing slíkra ummæla getur haft í för með sér. Loks lýsir þing­flokk­ur­inn yfir fullum stuðn­ingi við Lenyu Rún og harmar það mis­rétti sem hún hefur þurft að þola á sínum stutta en öfl­uga stjórn­mála­ferli,“ segir í yfir­lýs­ingu þing­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent