Fordæma hatur og rasisma gagnvart Lenyu Rún

„Allt frá kjöri sínu hefur hún þurft að sitja undir rætnum persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu vegna uppruna síns,“ segir í yfirlýsingu þingflokks Pírata, sem sett er fram til stuðnings varaþingmanninum Lenyu Rún Taha Karim.

Lenya Rún Taha Karim tók sæti á Alþingi fyrir Pírata í fyrsta sinn á milli jóla og nýárs.
Lenya Rún Taha Karim tók sæti á Alþingi fyrir Pírata í fyrsta sinn á milli jóla og nýárs.
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata seg­ist for­dæma „það hatur og þann ras­is­ma“ sem Lenya Rún Taha Karim, vara­þing­maður flokks­ins, hefur orðið fyrir síðan hún hóf feril sinn í stjórn­mál­um. Þing­flokk­ur­inn seg­ist for­dæma hverskyns hat­urs­orð­ræðu í sam­fé­lag­inu.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá þing­flokknum í dag, sem send er út til stuðn­ings Lenyu Rún. Þar segir að allt frá upp­hafi stjórn­mála­fer­ils Lenyu hafi hún „þurft að mæta óvægnum áróðri og ras­isma fyrir það eitt að taka þátt í stjórn­mál­u­m“.

Á und­an­förnum vikum hefur Lenya Rún sjálf birt dæmi um hat­urs­full skila­boð sem henni hafa borist á sam­fé­lags­miðlum eða hafa verið látin falla um hana í opin­berri umræðu á sam­fé­lags­miðlum í kjöl­far þess að hún var kjörin vara­þing­mað­ur.

„Í lýð­ræð­is­ríki er mik­il­vægt að allir þjóð­fé­lags­hópar hafi rödd og að Alþingi end­ur­spegli sem best þver­skurð af sam­fé­lag­inu sem það þjón­ar. Hvers kyns ras­is­mi, hat­urs­orð­ræða og mis­munun gagn­vart fólki með erlendan bak­grunn er til þess fall­inn að grafa undan lýð­ræð­inu og má ekki við­gang­ast átölu­laust,“ segir í yfir­lýs­ingu þing­flokks Pírata.

Auglýsing

Fjöl­miðlar hafi gert sér mat úr hat­ur­fullri umræðu án athuga­semda við ras­isma

Þar segir að Lenya Rún sé rétt­kjör­inn vara­þing­maður á Alþingi og mik­il­væg rödd ungs fólks og fólks með erlendan bak­grunn. „Allt frá kjöri sínu hefur hún þurft að sitja undir rætnum per­són­u­árásum, ras­isma og hat­urs­orð­ræðu vegna upp­runa síns. Sumir fjöl­miðlar hafa jafn­vel gengið svo langt að gera sér mat úr þeirri hat­urs­fullu orð­ræðu sem Lenya Rún hefur orðið fyrir án þess að gera nokkra athuga­semd við ras­is­mann sem í henni fel­st,“ segir í yfir­lýs­ingu þing­flokks­ins, en ekki er til­tekið til hvaða fjöl­miðlaum­fjöll­unar er vís­að.

„Þing­flokkur Pírata hvetur stjórn­mála­hreyf­ingar á Íslandi til þess að for­dæma alla hat­urs­orð­ræðu og ras­isma í póli­tískri umræðu. Þá biðlar þing­flokk­ur­inn til fjöl­miðla að sýna ábyrgð í frétta­flutn­ingi um hat­urs­full ummæli með hlið­sjón af þeim skaða sem gagn­rýn­is­laus dreif­ing slíkra ummæla getur haft í för með sér. Loks lýsir þing­flokk­ur­inn yfir fullum stuðn­ingi við Lenyu Rún og harmar það mis­rétti sem hún hefur þurft að þola á sínum stutta en öfl­uga stjórn­mála­ferli,“ segir í yfir­lýs­ingu þing­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent