Yfirlýsing frá #metoo-konum

Metoo
Auglýsing

Að gefnu til­efni viljum við minna á hver til­gangur #metoo-­bylt­ing­ar­innar er. Til­gang­ur­inn er að konur finni kraft­inn í fjöld­anum og geti sam­ein­ast um að afhjúpa alda­gam­alt mis­rétti sem blasir alltof víða við, mis­rétti sem er við­haldið með úreltum við­horf­um, með­virkni með þeim sem mis­nota vald sitt, þolenda­smánun og þögg­un. Öldum saman hafa konur þurft að bera harm sinn í hljóði ef þeim er mis­mun­að, þær beittar ofbeldi eða áreittar á vinnu­stað, almanna­færi eða jafn­vel á heim­ili sínu. Þær hafa verið látnar axla ábyrgð­ina og bera skömm­ina, með þeim skila­boðum að hefðu þær nú bara hegðað sér öðru­vísi/­k­lætt sig á annan hátt/­dregið skýr­ari mörk/­gætt sín bet­ur, þá hefðu þær afstýrt gjörðum ger­and­ans. Þessi hugs­un­ar­háttur leysir ger­endur undan ábyrgð og þaggar niður í þolend­um, en hvort tveggja auð­veldar ofbeld­is­mönnum að kom­ast óáreittir upp með iðju sína.

Þeir brota­þolar sem stigið hafa fram og sagt frá hafa í mörgum til­vikum þurft að gjalda fyrir það dýru verði, með atvinnu­missi, æru­missi og hafa jafn­vel hrak­ist úr heima­byggð sinni. Með til­komu #metoo bylt­ing­ar­innar gátu konur myndað breið­fylk­ingu og vakið athygli á þessu óásætt­an­lega ástandi í krafti fjöld­ans. Þær þurftu ekki lengur að standa einar og ber­skjald­aðar með frá­sagnir sínar og mæta for­dæm­ingu og skömm, heldur gátu þær valið um að segja frá reynslu sinni nafn­laust eða láta nægja að nota fimm stafa myllu­merki, sem sagði allt sem segja þurfti.

Með þátt­töku sinni í #metoo geng­ust þolendur ekki í ábyrgð fyrir mann­orð ger­enda sinna. Þær bera ekki ábyrgð á ákvörð­unum þeirra sem kusu að áreita þær eða beita þær ofbeldi, né til­finn­ingum þeirra eða starfs­frama. Brota­þolum ber engin skylda til að fara fyrir fjöl­miðla eða dóm­stóla, kjósi þeir fremur að leita eins­lega til trún­að­ar­manns eða yfir­manns, séu þær áreittar af sam­starfs­manni. Þær eiga rétt á öruggu starfs­um­hverfi, þar sem mann­rétt­indi þeirra eru virt og þær metnar að verð­leik­um. Að sama skapi þurfa atvinnu­rek­endur að hafa svig­rúm til að bregð­ast við ásök­unum um ofbeldi eða áreitni án þess að fyrir liggi dóm­ur. Fátt myndi ávinn­ast ef sak­fell­ing­ar­dómur væri eina for­senda þess að segja upp starfs­manni sem brýtur gegn sam­starfs­fólki sínu, enda er rétt­ar­kerfið önnur brota­löm þegar ofbeldi gegn konum er ann­ars veg­ar. Auk þess gefur auga leið að sak­fell­ing getur ein­ungis átt sér stað í kjölfar brots og gagn­ast því ekk­ert við að fyr­ir­byggja ofbeldi.

Auglýsing

Þá skorum við á fjöl­miðla­fólk að vanda umfjöllun um þessi mál og birta ekki fréttir sem gera aðför að ein­stökum þolend­um, þar sem þeir eru vændir um lyg­ar. Fjöl­miðlar eiga ekki að vera gjall­ar­horn fyrir þá sem hafa beina hags­muni af því að rýra trú­verð­ug­leika þolenda. Við lýsum yfir stuðn­ingi við þá hug­rökku brota­þola sem rofið hafa þögn­ina og þá atvinnu­rek­endur sem standa við bakið á þeim. Líf, geð­heilsa og starfs­frami kvenna er ekki lengur ásætt­an­legur fórn­ar­kostn­aður á atvinnu­mark­aði sem hefur hylmt yfir með ger­endum frá örófi alda. Þeirri skömm var skilað í #metoo bylt­ing­unni.

Virð­ing­ar­fyllst,

Anna Lind Vign­is­dóttir

Bryn­hildur Heið­ar- og Ómars­dóttir

Drífa Snæ­dal

Edda Ýr Garð­ars­dóttir

Elísa­bet Ýr Atla­dóttir

Elva Hrönn Hjart­ar­dóttir

Erla Hlyns­dóttir

Fríða Rós Valdi­mars­dóttir

Guð­rún Helga Sig­urð­ar­dóttir

Guð­rún Lín­berg Guð­jóns­dóttir

Haf­dís Inga Helgu­dóttir Hin­riks­dóttir

Hall­dóra Jón­as­dóttir

Halla B. Þor­kels­son

Heiða Björg Hilm­is­dóttir

Hlíf Steins­dóttir

Kol­brún Dögg Arn­ar­dóttir

Kol­brún Garð­ars­dóttir

Kristín I. Páls­dóttir

Marta Jóns­dóttir

Myrra Leifs­dottir

Nichole Leigh Mosty

Ólöf Dóra Bar­tels Jóns­dóttir

Ósk Gunn­laugs­dóttir

Sig­rún Jóns­dóttir

Silja Bára Ómars­dóttir

Stef­anía Svav­ars­dóttir

Stein­unn Ýr Ein­ars­dóttir

Þór­dís Elva Þor­valds­dóttir

Þór­laug Ágústs­dóttir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar