Konur í fjölmiðlum birta yfirlýsingu vegna Hjartar

102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna máls Hjartar Hjartarsonar íþróttafréttamanns.

Metoo
Auglýsing

Hópur kvenna í fjölmiðlum hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þær mótmæla því að Hjörtur Hjartason fái að starfa í fjölmiðlum. Í yfirlýsingunni er þess krafist að yfirmenn fylgi eftir fyrirheitum #MeToo byltingarinnar. 

Yfirlýsing kvennanna kemur í kjölfarfrétta um íþróttafréttamanninn Hjört Hjartarson, sem sendur var heim af HM í fótbolta í Rússlandi vegna óæskilegrar hegðunar. Þar átti Hjörtur að hafa áreitt Eddu Sif Pálsdóttur íþróttafréttamann, en Ríkisútvarpið hefur lagt fram kvörtun á hendur Hirti vegna þess.

Hjörtur hefur sjálfur tjáð sig um atvikið, en í samtali við Fréttablaðið sagðist hann hafa hrasað illilega eftir stöðuga baráttu við áfengissjúkdóminn.

Auglýsing

Engar samstarfskonur Hjartar á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis hafa undirritað yfirlýsinguna, en þær segjast ætla að bíða eftir niðurstöðu í málinu áður en þær tjái sig opinberlega.

Hópurinn krefst þess að tekið sé fastar á ofbeldi og áreitni á vinnustöðum og skorar á starfsmenn fjölmiðla, þá sérstaklega yfirmenn Sýnar, að fylgja fögrum fyrirheitum #MeToo byltingarinnar. Það sé gert með því að  láta ofbeldismanninn einan bera ábyrgð á sinni hegðun þegar slík mál koma upp. 

Listinn telur 102 undirskriftir, en yfirlýsinguna  má lesa í heild sinni hér að neðan:

Við undirritaðar, konur í fjölmiðlum, krefjumst þess að yfirmenn fjölmiðla í landinu tryggi öryggi okkar og annarra starfsmanna sinna á vinnustað. Við mótmælum því að í stéttinni starfi maður sem hefur ítrekað áreitt og beitt samstarfsfólk sitt ofbeldi.

Hjörtur Hjartarson, íþróttafréttamaður hjá Sýn, hefur endurtekið orðið uppvís að því að ógna og veitast að samstarfsfólki sínu. Hirti var sagt upp störfum á RÚV árið 2012, eftir að hann beitti samstarfskonu sína ofbeldi sem varð til þess að hún kærði hann fyrir líkamsárás. Hún dró kæruna til baka eftir að hann axlaði ábyrgð og baðst afsökunar. Hjörtur var einnig sendur í leyfi frá störfum sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 eftir að hann réðst á samstarfsmann sinn þar árið 2014. Á dögunum var Hjörtur svo sendur heim eftir að hafa veist á ný að fyrrum samstarfskonu sinni á RÚV þar sem hún var við störf á HM í knattspyrnu í Rússlandi.

Alkóhólismi er alvarlegur sjúkdómur. Hann leiðir þó ekki sjálfkrafa til ofbeldishegðunar. Við, konur í fjölmiðlum, teljum ólíðandi að maður sem ítrekað hefur brotið á samstarfsfólki sínu fái sífellt ný tækifæri í fjölmiðlastétt á þeim forsendum hann sé hættur að drekka. Við höfnum því að vinna við slíkar aðstæður.

Við krefjumst þess að tekið sé fastar á ofbeldi og áreitni á vinnustöðum okkar. Við skorum einnig á starfsmenn fjölmiðla, stéttarfélög fjölmiðlafólks og sérstaklega yfirmenn Sýnar og annarra fjölmiðla að fylgja eftir fögrum fyrirheitum #MeToo og sýna í verki að þegar ofbeldi og ógnandi hegðun er beitt „kastast ekki í kekki” milli fólks, heldur ber ofbeldismaðurinn einn ábyrgð á sinni hegðun.

 • Sigríður Hagalín Björnsdóttir, RÚV
 • Sunna Valgerðardóttir, RÚV
 • Ingibjörg Rósa Björnsdóttir, sjálfstætt starfandi blaðakona
 • Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV
 • Þórhildur Þorkelsdóttir, RÚV
 • Bára Huld Beck, Kjarninn
 • Alma Ómarsdóttir, RÚV
 • Ólöf Ragnarsdóttir, RÚV
 • Margrét Erla Maack, Kjarninn, áður RÚV og 365.
 • María Lilja Þrastardóttir, sjálfstætt starfandi blaðakona
 • María Björk Guðmundsdóttir, RUV
 • Þórgunnur Oddsdóttir, RÚV 
 • Auður Ösp Guðmundsdóttir, DV
 • Lovísa Árnadóttir, fv. íþróttafréttakona á RÚV
 • Milla Ósk Magnúsdóttir, RÚV
 • Eva Björk Ægisdóttir, sjálfstætt starfandi ljósmyndari
 • Ásdís Ólafsdóttir, fyrrum dagskrárgerðarmaður á RÚV
 • Ragnheiður Thorsteinsson, RÚV
 • Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, Víkurfréttir
 • Lilja Katrín Gunnarsdóttir, Mannlíf og sjálfstætt starfandi
 • Viktoría Hermannsdóttir, RÚV
 • Gunnþórunnn Jónsdóttir, Fréttablaðinu
 • Snærós Sindradóttir, RÚV
 • Júlía Margrét Alexandersdóttir, Morgunblaðinu
 • Lára Ómarsdóttir, RÚV
 • Olga Björt Þórðardóttir, ritstjóri Fjarðarpóstsins
 • Ragnhildur Thorlacius, RÚV
 • Erla María Markúsdóttir, mbl.is 
 • Anna Margrét Gunnarsdóttir, fyrrum blaðamaður á Nýju Lífi, Birtíngi
 • Sigríður Pétursdóttir, lausapenni hjá RÚV og fleiri fjölmiðlum
 • Ragnhildur Ásvaldsdóttir, sjálfstætt starfandi við dagskrárgerð
 • Vera Illugadóttir, RÚV
 • Aníta Estíva Harðardóttir, DV
 • Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Mannlífi
 • Kristborg Bóel, Austurglugganum og Austurfrétt 
 • Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar
 • Sara Sjöfn Grettisdóttir, ritstjóri Eyjafrétta
 • Anna Marsibil Clausen, sjálfstætt starfandi 
 • Ragna Gestsdóttir DV 
 • Þorgerður Anna Gunnarsdóttir, mbl.is
 • Erla Hjördís Gunnarsdóttir, Bændablaðið
 • Erla Karlsdóttir, fyrrum blaðakona á DV
 • Brynhildur Björnsdóttir
 • Þórhildur Ólafsdóttir, RÚV
 • Þorgerður E. Sigurðardóttir, RÚV
 • Silja Ástþórsdóttir, fyrrverandi umbrotskona á Stundinni og fyrrum yfirhönnuður Fréttablaðsins 
 • Birna Pétursdóttir
 • Anna Gyða Sigurgísladóttir, RÚV
 • Halla Þórlaug Óskarsdóttir, RÚV
 • Anna Lilja Þórisdóttir, Morgunblaðið
 • Lára Theódóra Kristjánsdóttir
 • Fanney Birna Jónsdóttir, Kjarninn og RÚV
 • Jóhanna Sveinsdóttir
 • Sigríður Elín Ásmundsdóttir
 • Áslaug Guðrúnardóttir, fyrrverandi fréttamaður RÚV
 • Anna Margrét Björnsson, mbl.is
 • Dagný Hulda Erlendsdóttir, RÚV
 • Kolbrún Björnsdóttir
 • Björg Magnúsdóttir, RÚV
 • Sigyn Blöndal, RÚV
 • Áslaug Karen Jóhannsdóttir
 • Ellen Ragnarsdóttir, Morgunblaðið
 • Ásdís Ásgeirsdóttir
 • Lovísa Arnardóttir, Fréttablaðinu
 • Kristborg Bóel - Austurglugganum og Austurfrétt
 • Lára Hanna Einarsdóttir, sjálfstætt starfandi
 • Ástríður Viðarsdóttir, fyrrum blaðamaður mbl.is 
 • Þóra Tómasdóttir
 • Steinunn Stefánsdóttir, fv. aðstoðarritstjóri á Fréttablaðinu 
 • Erla Tryggvadóttir, fyrrv. starfsmaður RÚV 
 • María Erla Kjartansdóttir, Birtíngi 
 • Kolbrún Björnsdóttir 
 • Inga Lind Vigfúsdóttir, RÚV
 • Auður Albertsdóttir, fyrrv. blaðamaður mbl.is
 • Gyða Lóa Ólafsdóttir, fyrrum blaðamaður Fréttablaðinu. 
 • Sigrún Erla Sigurðardóttir
 • Halla Ólafsdóttir, RÚV 
 • Marta Goðadóttir, áður Nýtt líf.
 • Elísabet Indra Ragnarsdóttir, dagskrárgerðarkona
 • Birta Björnsdóttir, RÚV
 • Bergljót Baldursdóttir, fréttamaður RÚV
 • Ásrún Brynja Ingvarsdóttir - RÚV
 • Elín Sveinsdóttir -RÚV
 • Erna Kettler, RÚV
 • Helga Kristjáns, Vikan 
 • Þórdís Arnljótsdóttir, RÚV
 • Jórunn Sigurðardóttir, RÚV
 • Elísabet Hall,  fyrrverandi framleiðandi hjá 365
 • Anna Brynja Baldursdóttir, fyrrum blaðakona Nýs Lífs og Vikunnar
 • Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, fyrrum fjölmiðlakona
 • Guðrún Sóley Gestsdóttir, RÚV
 • Margrét Marteinsdòttir, fyrrverandi fréttakona á RÙV
 • Ingveldur G. Ólafsdóttir, fyrrum starfsmaður RÚV og nú lausastúlka
 • María Sigrún Hilmarsdóttir, RÚV
 • Arnhildur Hálfdánardóttir, RÚV
 • Helga Arnardóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV
 • Rósa Jóhannsdóttir, ljósmyndari
 • Halla Gunnarsdóttir, fyrrum þingfréttaritari Morgunblaðsins
 • Brynja Þorgeirsdóttir, RÚV
 • Arndís Björk Ásgeirsdóttir, RÚV
 • Sjöfn Þórðardóttir, verkefnastjóri
 • Inga Lind Karlsdóttir 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent