#metoo – Eftir hverju er verið að bíða?

Bára Huld Beck fjallar um lífið eftir #metoo-byltinguna og hvert skuli haldið héðan í frá.

Auglýsing

Síðastliðinn vetur verður hafður í minnum fyrir #metoo-byltinguna sem átti sér stað víða um heim. Við Íslendingar fórum svo sannarlega ekki varhluta af áhrifum hennar og skrifuðu þúsundir kvenna undir áskorun þess efnis að áreiti, ofbeldi og valdaníð vegna kyns yrði ekki liðið og hundruðir greindu frá reynslu sinni af slíku áreiti eða ofbeldi. Konur stigu jafnvel fram undir nafni og karlmenn tóku líka þátt í samræðunum.

Margar áhrifamiklar frásagnirnar komu frá konum, ekki síst frá konum af erlendum uppruna og núna síðast stigu konur fram sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. Öllum blöskrar og margir skammast sín fyrir samfélag sem talar ekki skýrt gegn ofbeldinu og lætur það viðgangast. Flestir virðast vera sammála um að breytinga sé þörf.

Svo líður tíminn. Hvað hefur breyst? Jú, maður þykist sjá að hegðun sem áður þótti á einhvern hátt eðlileg sé litin hornauga í dag. Siðareglum alþingismanna var breytt og einstaka karlmenn hafa þurft að takast á við afleiðingar gjörða sinna í kjölfar #metoo. En hvað gerum við raunverulega við allar þessar frásagnir og vitneskju um áreiti og ofbeldi sem á sér stað? Það er erfitt að troða þekkingunni aftur í Pandoru-boxið en samt búum við ekki enn við gagnkvæma virðingu kynjanna.

Það hef ég upplifað af eigin raun síðan #metoo-umræðan hófst og heyrt tvær sögur bara í þessari viku þar sem konur voru settar niður, smættaðar og talað illa um þær einungis út frá kyni þeirra. Það var gert umhugsunarlaust – eins og ekkert væri sjálfsagðara.  

Auglýsing

Í orði en ekki á borði

Vandinn sem við stöndum frammi fyrir, þrátt fyrir allar þessar frásagnir og umræðu, er að konan er enn skotspónninn. Hún er enn drusla og hún tælir og lætur menn haga sér illa. Það er henni að kenna að þeir ráða ekki við sig. Enn er konum kennt um sínar eigin ófarir. Enn nota valdamenn, stjórnmálamenn, peningakarlar og áhrifavaldar yfirburðarstöður sínar til að koma illa fram við konur. Og finnst það eðlilegt.

Orðræðan og hvernig hugsað er um konur – eða fólk sem ekki er hvítur miðaldra karlmaður – á enn langt í land þrátt fyrir alla kven- og mannréttindabaráttuna og jafnvel #metoo-byltinguna. Langflestir vilja gera vel, vilja koma vel fram við samborgara sína en þegar reynir á dregur venjulegasta fólk ályktanir um annað fólk út frá fyrirframgefnum eða innrættum hugmyndum sem það hefur alist upp við eða er vant.

Þolinmæðin á þrotum

Ég geri mér grein fyrir því að #metoo-umfjallanir rísa og hníga eftir því hversu mikið gengur á í samfélaginu. Hvort einhver kona hafi nýlega stigið fram og sagt frá reynslu sinni eða þjóðfélagshópur tekið sig saman og í krafti fjöldans greint frá áreiti eða ofbeldi. En raddirnar – líka þessar hversdagslegu – mega ekki þagna á ný.  

Ég geri mér líka grein fyrir því að þjóðfélagsbreytingar taka tíma. Auðvitað verður gömlum viðhorfum ekki breytt á einum degi eða einum vetri. Eðli málsins samkvæmt eru rótgrónar hugmyndir fastar í vitund samfélagsins og þrátt fyrir nýja vitneskju eða þekkingu þá snúum við þessu skipi ekki við svo glatt. Þrátt fyrir að flestir séu allir af vilja gerðir og gefa til kynna að breytinga sé að vænta, að nýtt samfélag og ný sýn á samskipti kynjanna sé handan við hornið, þá laumast gamli vaninn aftan að okkur.

Ástæðan fyrir því er sá kerfislægi vandi sem frammi fyrir okkur blasir. Hann er innprentaður í reynslu okkar allra, karla og kvenna. Konur eru enn druslur þegar þær sofa hjá mönnum og karlar eru hönk þegar þeir sofa hjá konum. Orðalag á borð við það að konur bíði „í anddyrinu“ eftir fráskildum körlum er enn notað og eru frásagnir kvenna dregnar í efa þegar þær segja frá reynslu sinni. Og það sem verst er: Enn efumst við konur um tilverurétt okkar þegar á okkur er brotið, sama hversu stórt brotið er.

Vissulega hefur kvenréttindabarátta 20. aldarinnar verið að leiða okkur að þessu augnabliki; að jafnrétti, sanngirni og virðing fyrir öðru fólki verði normið. Að nýr samfélagssáttmáli sé við sjóndeildarhringinn og að allir eigi stað við borðið. En þrátt fyrir allt og allt þá erum við ekki komin þangað og ég velti því fyrir mér í fullri einlægni hvernig við komumst þangað hraðar en raun ber vitni. Ég finn fyrir óþolinmæði og mér finnst við ekki hafa eftir neinu að bíða – eftir hverju er samfélagið og allt þetta fólk sem tilheyrir því að bíða? Er það skylda næstu kynslóðar að gera raunverulega betur? Eða kynslóðarinnar þar á eftir?

#metoo – Hvað svo?

Tími þagnarinnar er liðinn en breytingarnar á samfélaginu láta á sér standa. Mér sýnist sem svo að næstu skrefin, sem hvert og eitt okkar þarf að taka, væru að líta í eigin barm, að breyta eigin hegðun og koma fram við aðra af virðingu. Ég er ekkert merkilegri en aðrir vegna þess að ég er hvít, menntuð, millistéttakona og karlmenn eru ekki merkilegri en ég fyrir það eitt að vera karlar. Við getum ekki talað við eða um annað fólk eins og það sé ekki manneskjur.

Ég ætla líka að hætta að skammast mín fyrir tilveru mína enda virðist það koma með aldrinum að maður missir þolinmæðina fyrir vanvirðingu annarra eða verður sama um hana. Ég get bara stjórnað mínum eigin hugsunum og gjörðum og það á við um alla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit