Nýr samfélagssáttmáli í fæðingu

Eftir frásagnir milljóna kvenna hefur Ísland ekki farið varhluta af áhrifum metoo-byltingarinnar. Frásögn Steinunnar Valdísar ýtti enn frekar undir þá kröfu að endurskoða þurfi þann samfélagssáttmála sem Íslendingar skrifa upp á.

Auglýsing

Eitt helsta frétta­mál vik­unnar er án efa við­tal Stein­unnar Val­dísar þar sem hún lýsti því ofbeldi sem hún varð fyrir þegar þjóð­þekktur maður hvatti til nauðg­unar á henni. Hún tal­aði einnig um upp­lifun sína af því þegar mót­mæl­endur fylktu liði að heim­ili hennar og sátu fyrir henni og fjöl­skyldu hennar í um fimm vik­ur.

Í kjöl­far við­tals­ins fór ákveðin umræða af stað á sam­fé­lags­miðlum sem kemur svo sem ekki á óvart í svo stóru máli en hún hefur ein­kennst af sam­suð­ungi milli þess­ara tveggja atburða. Ann­ars vegar mót­mæl­anna og hins vegar hót­un­ar­inn­ar. 

Sjá má merki þess að hlut­irnir og við­horf séu að breyt­ast. Það sem áður var við­ur­kennd hegðun er það ekki leng­ur. 

Auglýsing

Hótun um ofbeldi

Sá sam­fé­lags­sátt­máli sem var við­loð­andi á þessum árum og er í raun enn við lýði var þess eðlis að kyn­ferð­is­legt áreiti var ekki litið horn­auga nema um afmörkuð dæmi væri að ræða. 

Hin tíð­rædda færsla Egils „Gillzeneggers" Ein­­ar­s­­sonar frá árinu 2007 þar sem hann hvatti til kyn­­ferð­is­of­beldis á Stein­unni Val­­dísi og fleiri kon­um hefur farið eins og eldur um sinu þar sem hann kallar hana port­konu fyrir að vilja breyta orð­inu ráð­herra í ráð­frú fyrir kon­­ur. „Stein­unn þarf lim og það strax. Á hana Stein­unni Val­­dísi dugar ekk­ert annað en lág­­mark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verk­efni að sér. Frétta­­stofan ákvað að gefa Ásgeiri Kol­beins­­syni frí í þetta skipt­ið, en Frétta­­stofan vill ekki hafa það á sam­visk­unni að Ásgeir finn­ist hang­andi í ljósakrónu í vest­­ur­bæn­um,“ segir hann meðal ann­ars í færsl­unni.

Eg­ill hefur nú beðist afsök­unar á þess­ari til­teknu færslu en eftir standa öll hin skrif­in, blogg­færsl­urnar og bæk­urn­ar, þar sem talað er með vafasömum hætti um kon­ur. Batn­andi mönnum er án efa best að lifa en Egill er ekki meg­in­vanda­málið sem þjóð­fé­lagið þarf að takast á við. Skrif hans eru sjúk­dóms­ein­kenni mun stærra vanda­máls sem nú er verið að reyna að útrýma.

Við sjáum það stans­laust nú um dag­ana hvernig konur þurfa að kljást við ofbeldi og áreiti en sögur þeirra kvenna sem komið hafa fram eru í senn slá­andi og hrylli­leg­ar. Þessar sögur eru nálin sem stingur á þetta risa­stóra kýli.

Þjóð­fé­lags­normið molnar fyrir framan augun á okkur eftir því sem sög­unum fjölgar og keis­ar­inn lítur niður á rauðan kropp­inn. Við vissum þetta öll en flestir sátu aðgerð­ar­lausir hjá. Ef árangur her­ferð­ar­innar #metoo verður eins og allt stefnir í þá verður ekki aftur snúið og fólk mun ekki getað lokað aug­unum að nýju fyrir því áreiti sem konur þurfa að líða og því valda­ó­jafn­vægi sem ríkir milli kynj­anna.

Mót­mæli og mót­mæli

Mót­mælin sem beindust að Stein­unni Val­dísi lýstu sér í því að mót­mæl­endur stóðu fyrir utan heim­ili hennar í fleiri vik­ur. Í við­tal­inu í Silfr­inu lýsti hún því sem ofbeldi. „Það eru núna tæp­­lega átta ár síðan ég lenti í mínu ofbeldi vil ég segja, og ég hugsa stundum til baka og svona kemst að þeirri nið­­ur­­stöðu að kannski hafi ég ekki brugð­ist rétt við á sínum tíma vegna þess að það ofbeldi átti nátt­úru­­lega ekk­ert að líð­ast,“ sagði hún.

Þannig talar hún ekki bara um nauðg­un­ar­hót­un­ina sem ofbeldi, heldur einnig þessa hegðun mót­mæl­enda sem hér um ræð­ir.

Margir í gamla flokknum hennar Sam­fylk­ing­unni og fleiri stjórn­mála­menn hafa stigið fram og for­dæmt mót­mælin og sagst skamm­ast sín fyrir að hafa ekki staðið betur við bakið á henni.

En þá er vert að spyrja hvort mót­mæli af þessu tagi séu í raun ofbeldi. Miðað við frá­sögn Stein­unnar Val­dísar af reynslu sinni og við­brögð fólks eftir á þá má með sanni segja að svo sé. Farið var yfir strik sem afmarkar eitt­hvað sem heitir mót­mæli yfir í áreitni eða aðkast. Stað­setn­ingin skiptir þarna megin máli. Heim­ili fólks er heil­agt og ætti að vera það.

Að því sögðu er nauð­syn­legt að bæta því við að það að mót­mæla gjörðum stjórn­mála­manna ætti að vera leyfi­legt enda nauð­syn­legt aðhald í lýð­ræð­is­legu sam­fé­lagi. Það er aftur á móti til­efni í aðra umræð­u. 

Farið er að hlusta

Frá­sagnir kvenna úti um allan heim eru að breyta sam­fé­lags­sátt­mála okk­ar. Kon­­urnar sem greindu frá reynslu sinni og rufu þagn­­ar­múr­­inn voru valdar per­­sóna árs­ins hjá tíma­­rit­inu TIME í gær en það sýnir að farið er að hlusta.

Í til­­kynn­ingu TIME segir að fólk sem brotið hefur þagn­­ar­múr­­inn varð­andi kyn­­ferð­is­­legt ofbeldi og áreitni sé af öllum kyn­þátt­um, úr öllum stétt­um, sinni ýmiss konar störfum og búi víðs ­vegar í heim­in­­um. Sam­eig­in­­leg reiði þeirra hafi haft í för með sér gríð­­ar­­lega miklar og átak­an­­legar afleið­ing­­ar. Vegna áhrifa þessa fólks á árinu 2017 hafi það því hlotið tit­il­inn mann­eskja árs­ins.

Slíkt hið sama hefur sýnt sig hér á landi, þ.e. að konur úr ýmsum stétt­um, á öllum aldri og hvaðanæva af land­inu segja frá því sem þær hafa lent í. Sög­urnar hlaupa á hund­ruðum og það eru ein­ungis þær sem eru opin­ber­ar. Afleið­ing­arnar eru enn ekki full­kom­lega ljósar en áhrifin eru þegar farin að sjást í almennu breyttu við­horfi til kyn­ferð­is­legs áreitis og ofbeld­is. Það sýna til dæmis við­brögðin við frá­sögn Stein­unnar Val­dísar af reynslu sinni, núna mörgum árum síð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit