Enn önnur netbyltingin skekur heimsbyggðina

Eftir að leikkonur í Hollywood stigu fram og greindu frá kynferðisáreiti af hendi valdamikils framleiðanda þar í bæ hafa samfélagsmiðlar verið undirlagðir af frásögnum kvenna hvaðanæva að undir myllumerkinu #metoo.

Hundruðir þúsunda kvenna hafa skrifað undir myllumerkinu #metoo og lýst kynferðisáreiti eða -ofbeldi af einhverju tagi.
Hundruðir þúsunda kvenna hafa skrifað undir myllumerkinu #metoo og lýst kynferðisáreiti eða -ofbeldi af einhverju tagi.
Auglýsing

Þögg­un­ar­menn­ing og leynd­ar­hyggja eru hug­tök sem hafa verið í deigl­unni síð­ustu mán­uði. Ástæðan er ekki sú að umræða sé þögguð sér­stak­lega mikið niður núna heldur eru hlutir að koma upp á yfir­borðið sem alltaf hafa verið til staðar en fyrst núna er fólk að stíga fram og tala um þá. 

Hreyf­ingar spretta út frá ein­stökum atvikum og sam­ein­ast fólk bak við myllu­merki á sam­fé­lags­miðl­um. Þar má nefna sem dæmi #freethenipp­le, #höf­um­hátt, #metoo, #þögg­un, #éger­ekkitabú og #kæra­Eygló. Allar þessar bylt­ingar eiga það sam­eig­in­legt að ein­angrað til­vik hrindi af stað atburða­rás sem leiðir af sér sam­stöðu þús­unda kvenna og karl­manna. 

Nú pósta konur víðs­vegar um heim sögur af kyn­ferð­is­áreiti og -of­beldi undir myllu­merk­inu #metoo. Flestar konur þekkja það að búa í heimi þar sem áreiti er talið óhjá­kvæmi­legur hluti af til­ver­unni og í gegnum þær þús­undir frá­sagna sem nú ganga á sam­fé­lags­miðlum opin­ber­ast hversu algengt þetta er. 

Auglýsing

Stjórn­málin ná ekki að takast á við þessi vanda­mál því breyt­ing­arnar verða þegar fólk lætur í sér heyra. Í krafti fjöld­ans stíga konur fram undir myllu­merkjum og greina frá reynslu sinni og upp­lif­unum en oft er um að ræða þöggun gegn kyn­ferð­is­brotum eða minni­hluta­hóp­um. 

#metoo á rætur sínar að rekja til árs­ins 2006

Kyn­ferð­is­legt áreiti og kyn­bundið ofbeldi er veru­leiki sem fjöldi kvenna þarf að takast á við. Dóms­kerfið og stjórn­málin hafa ekki náð að vernda þolendur og þau sam­fé­lags­norm sem við­gang­ast ýta undir skömm og þögg­un. 

Eins og fyrr segir er myllu­merkið #metoo mjög áber­andi á sam­fé­lags­miðlum um þessar mund­ir. Ástæðan er fall og brot fram­leið­and­ans Har­vey Wein­stein. Hann hefur verið ásak­aður um að áreita fjölda kvenna en margar leikkonur hafa stigið fram og greint frá sinni reynslu af hon­um. 

Leik­konan Alyssa Mila­no, sem er fræg fyrir leik sinn í þátt­unum Mel­rose Place, Who´s the Boss og Charmed, var áhrifa­valdur þess að #metoo náði slíkri útbreiðslu sem raun ber vitni eftir að hún hvatti á Twitter þann 15. októ­ber síð­ast­lið­inn konur að stíga fram og segja frá reynslu sinn­i. Myllu­merkið á upp­runa sinn í gras­rót­ar­sam­tökum árið 2006 þegar aðgerðasinn­inn Tar­ana Burke bjó það til á sam­fé­lags­miðl­inum MySpace. Hug­myndin var sú að tengja saman svartar konur sem orðið höfðu fyrir kyn­ferð­is­of­beldi og að nota sam­kennd til að styrkja konur og efla þær. 

Mót­mælin gáfu öðrum rödd

Leynd, spill­ing og vald­níðsla eru hug­tök sem ein­kenna orð­ræðu síð­ustu miss­era. Kerfið bregst hvað eftir annað en í krafti fjöld­ans þorir fólk að tjá sig um obeldi eða áreiti sem það hefði ann­ars aldrei gert. 

Fjöldi myllu­merkja sem fá útbreiðslu eykst ár frá ári en að baki þeim eru þús­undir mann­eskja sem tjá sig, mót­mæla og greina frá veru­leika sínum sem áður þótti ekki við­eig­andi að tala um. Þegar fólk stígur fram þá gefur það öðrum rödd og snjó­bolta­á­hrifin sem fylgja í kjöl­farið eru óneit­an­leg.

Gríð­ar­leg fjöl­miðlaum­fjöllun ein­kenndi síð­ast­liðið sumar eftir að upp komst að dæmdur kyn­ferð­is­af­brota­mað­ur, Robert Dow­ney, hefði fengið upp­reist æru á síð­asta ári. Róbert Dow­ney hlaut þriggja ára fang­els­is­dóm árið 2008 fyrir kyn­ferð­is­brot gegn fjórum barn­ungum stúlk­um. 

Eljan skil­aði breyt­ingum

Í kjöl­farið mót­mælti fólk á net­inu undir myllu­merk­inu #höf­um­hátt og létu við­brögðin ekki á sér standa. Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál úrskurð­aði þann 11. sept­em­ber síð­ast­lið­inn að dóms­mála­ráðu­neyt­inu bæri að gefa upp allar þær upp­lýs­ingar sem tengd­ust máli Roberts. Í fram­hald­inu var upp­­lýst að faðir Bjarna Bene­dikts­sonar for­sæt­is­ráð­herra hefði verið einn með­­­mæl­anda fyrir því að Hjalti Sig­­ur­jón Hauks­­son, dæmdur barn­a­­níð­ing­­ur, fengi upp­­reist æru. Sig­ríður And­er­­sen dóms­­mála­ráð­herra við­­ur­­kenndi að hafa upp­­lýst Bjarna um aðkomu föður hans í júlí. Björt fram­tíð sleit rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu í kjöl­farið eins og títt­nefnt er orð­ið. 

En hverju hefur myllu­merkið #höf­um­hátt áork­að? Það sam­ein­aði fólk í mót­mælum sem á end­anum felldi heila rík­is­stjórn eftir að þolendur kyn­ferð­is­of­beldis mót­mæltu þeirri leynd sem fylgdi gögnum varð­andi upp­reist æru. Ljóst þykir að elja þeirra hafði þau áhrif að almenn­ingur vakn­aði og stjórn­sýslan í leið­inn­i. 

Kallað var eftir betra kerfi og enda­lokum þögg­un­ar. Fólk tjáði sig og krafa þess sner­ist um aukna virð­ingu fyrir fólki. Að skila megi skömminni þangað sem hún eigi heima.  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent