Enn önnur netbyltingin skekur heimsbyggðina

Eftir að leikkonur í Hollywood stigu fram og greindu frá kynferðisáreiti af hendi valdamikils framleiðanda þar í bæ hafa samfélagsmiðlar verið undirlagðir af frásögnum kvenna hvaðanæva að undir myllumerkinu #metoo.

Hundruðir þúsunda kvenna hafa skrifað undir myllumerkinu #metoo og lýst kynferðisáreiti eða -ofbeldi af einhverju tagi.
Hundruðir þúsunda kvenna hafa skrifað undir myllumerkinu #metoo og lýst kynferðisáreiti eða -ofbeldi af einhverju tagi.
Auglýsing

Þöggunarmenning og leyndarhyggja eru hugtök sem hafa verið í deiglunni síðustu mánuði. Ástæðan er ekki sú að umræða sé þögguð sérstaklega mikið niður núna heldur eru hlutir að koma upp á yfirborðið sem alltaf hafa verið til staðar en fyrst núna er fólk að stíga fram og tala um þá. 

Hreyfingar spretta út frá einstökum atvikum og sameinast fólk bak við myllumerki á samfélagsmiðlum. Þar má nefna sem dæmi #freethenipple, #höfumhátt, #metoo, #þöggun, #égerekkitabú og #kæraEygló. Allar þessar byltingar eiga það sameiginlegt að einangrað tilvik hrindi af stað atburðarás sem leiðir af sér samstöðu þúsunda kvenna og karlmanna. 

Nú pósta konur víðsvegar um heim sögur af kynferðisáreiti og -ofbeldi undir myllumerkinu #metoo. Flestar konur þekkja það að búa í heimi þar sem áreiti er talið óhjákvæmilegur hluti af tilverunni og í gegnum þær þúsundir frásagna sem nú ganga á samfélagsmiðlum opinberast hversu algengt þetta er. 

Auglýsing

Stjórnmálin ná ekki að takast á við þessi vandamál því breytingarnar verða þegar fólk lætur í sér heyra. Í krafti fjöldans stíga konur fram undir myllumerkjum og greina frá reynslu sinni og upplifunum en oft er um að ræða þöggun gegn kynferðisbrotum eða minnihlutahópum. 

#metoo á rætur sínar að rekja til ársins 2006

Kynferðislegt áreiti og kynbundið ofbeldi er veruleiki sem fjöldi kvenna þarf að takast á við. Dómskerfið og stjórnmálin hafa ekki náð að vernda þolendur og þau samfélagsnorm sem viðgangast ýta undir skömm og þöggun. 

Eins og fyrr segir er myllumerkið #metoo mjög áberandi á samfélagsmiðlum um þessar mundir. Ástæðan er fall og brot framleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur verið ásakaður um að áreita fjölda kvenna en margar leikkonur hafa stigið fram og greint frá sinni reynslu af honum. 

Leikkonan Alyssa Milano, sem er fræg fyrir leik sinn í þáttunum Melrose Place, Who´s the Boss og Charmed, var áhrifavaldur þess að #metoo náði slíkri útbreiðslu sem raun ber vitni eftir að hún hvatti á Twitter þann 15. október síðastliðinn konur að stíga fram og segja frá reynslu sinni. 
Myllumerkið á uppruna sinn í grasrótarsamtökum árið 2006 þegar aðgerðasinninn Tarana Burke bjó það til á samfélagsmiðlinum MySpace. Hugmyndin var sú að tengja saman svartar konur sem orðið höfðu fyrir kynferðisofbeldi og að nota samkennd til að styrkja konur og efla þær. 

Mótmælin gáfu öðrum rödd

Leynd, spilling og valdníðsla eru hugtök sem einkenna orðræðu síðustu missera. Kerfið bregst hvað eftir annað en í krafti fjöldans þorir fólk að tjá sig um obeldi eða áreiti sem það hefði annars aldrei gert. 

Fjöldi myllumerkja sem fá útbreiðslu eykst ár frá ári en að baki þeim eru þúsundir manneskja sem tjá sig, mótmæla og greina frá veruleika sínum sem áður þótti ekki viðeigandi að tala um. Þegar fólk stígur fram þá gefur það öðrum rödd og snjóboltaáhrifin sem fylgja í kjölfarið eru óneitanleg.

Gríðarleg fjölmiðlaumfjöllun einkenndi síðastliðið sumar eftir að upp komst að dæmdur kynferðisafbrotamaður, Robert Downey, hefði fengið uppreist æru á síðasta ári. Róbert Downey hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2008 fyrir kynferðisbrot gegn fjórum barnungum stúlkum. 

Eljan skilaði breytingum

Í kjölfarið mótmælti fólk á netinu undir myllumerkinu #höfumhátt og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði þann 11. september síðastliðinn að dómsmálaráðuneytinu bæri að gefa upp allar þær upplýsingar sem tengdust máli Roberts. Í framhaldinu var upp­lýst að faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hefði verið einn með­mæl­anda fyrir því að Hjalti Sig­ur­jón Hauks­son, dæmdur barn­a­níð­ing­ur, fengi upp­reist æru. Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra við­ur­kenndi að hafa upp­lýst Bjarna um aðkomu föður hans í júlí. Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu í kjölfarið eins og títtnefnt er orðið. 

En hverju hefur myllumerkið #höfumhátt áorkað? Það sameinaði fólk í mótmælum sem á endanum felldi heila ríkisstjórn eftir að þolendur kynferðisofbeldis mótmæltu þeirri leynd sem fylgdi gögnum varðandi uppreist æru. Ljóst þykir að elja þeirra hafði þau áhrif að almenningur vaknaði og stjórnsýslan í leiðinni. 

Kallað var eftir betra kerfi og endalokum þöggunar. Fólk tjáði sig og krafa þess snerist um aukna virðingu fyrir fólki. Að skila megi skömminni þangað sem hún eigi heima.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent