Þær sem brutu þagnarmúrinn eru persóna ársins hjá TIME

Tímaritið TIME Magazine hefur valið persónu ársins frá árinu 1927 og þetta árið urðu konurnar sem greindu frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi opinberlega fyrir valinu.

Auglýsing
Time Magazine - 2017

Konurnar sem greindu frá reynslu sinni og rufu þagnarmúrinn hafa verið valdar persóna ársins hjá tímaritinu TIME

Í tilkynningu TIME segir að fólk sem brotið hefur þagnarmúrinn varðandi kynferðislegt ofbeldi og áreitni sé af öllum kynþáttum, í öllum stéttum, sinni ýmiss konar störfum og búi víðsvegar í heiminum. Sameiginleg reiði þeirra hafi haft í för með sér gríðarlega miklar og átakanlegar afleiðingar. Vegna áhrifa þessa fólks á árinu 2017 hafi það því hlotið titilinn manneskja ársins.

Leiddi af sér byltingu

Myllumerkið #metoo hefur verið mjög áberandi á samfélagsmiðlum undanfarið. Ástæðan er fall og brot framleiðandans Harvey Weinstein. Hann hefur verið ásakaður um að áreita fjölda kvenna en margar leikkonur hafa stigið fram og greint frá sinni reynslu af honum. 


Harvey Weinstein er annar stofnenda Miramax framleiðslufyrirtækisins en hann hefur framleitt stórmyndir á borð við Pulp Fiction, Clerks, The Crying Game og Sex, Lies and Videotape. Hann hefur ásamt bróður sínum, Bob Weinstein, rekið framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company frá árinu 2005.

Í The New York Times kom fram að Weinstein hafi á þrjátíu ára ferli greitt skaðabætur í að minnsta kosti átta aðskildum málum vegna margvíslegra brota tengdum kynferðisáreitni.

Auglýsing

Fjöldi brotaþola er gríðarlegur en líklegt þykir að tugir kvenna hafi orðið fyrir barðinu á honum. Meðal þeirra kvenna eru leikkonurnar Ashley Judd og Rose MacGowan, ítölsk fyrirsæta að nafni Ambra Battilana og tvær aðstoðarkonur Weinstein.

Leikkonan Alyssa Milano, sem er fræg fyrir leik sinn í þáttunum Melrose Place, Who´s the Boss og Charmed, var áhrifavaldur þess að #metoo náði slíkri útbreiðslu sem raun ber vitni eftir að hún hvatti á Twitter þann 15. október síðastliðinn konur að stíga fram og segja frá reynslu sinni. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent