Auglýsing

Í Banda­ríkj­unum er maður for­seti sem sýnir af sér, hið minnsta, fasískar áhersl­ur. Hann aðhyllist ein­angr­un­ar­hyggju, hefur hafið tolla­stríð við helstu við­skipta­lönd Banda­ríkj­anna, ræðst með hætti á helstu banda­menn lands­ins á opin­berum vett­vangi sem áður hefur verið ein­skorðað við óvina­þjóðir í aðdrag­anda stríðs­rekst­urs og mærir ein­ræð­is­herra á borð við Duterte og Kim Jong Un opin­ber­lega. Þá hefur sami for­seti talað m.a. fyrir því að Rúss­landi verði hleypt aftur inn í G7-­ríkja hóp­inn, sem land­inu var sparkað úr fyrir að ráð­ast inn í annað land, Úkra­ínu, og her­taka hluta þess.

Á Íslandi situr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra á rit­stjóra­stóli í boði sér­hags­muna­hópa og þiggur fyrir tæpar sex millj­ónir króna á mán­uði. Hluti þeirra greiðslna koma frá áður­nefndum sér­hags­muna­hóp­um, flestum tengdum sjáv­ar­út­vegi, og restin kemur frá skatt­greið­endum þessa lands, að stærstum hluta vegna eft­ir­launa­laga fyrir elítu sem sam­þykkt voru á meðan að Davíð Odds­son var for­sæt­is­ráð­herra.

Trump­ism, íslenska útgáfan

Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem les rit­stjórn­ar­skrif Morg­un­blaðs­ins að Davíð er mik­ill aðdá­andi Trump, og ver aðgerðir hans ítrekað í leið­ara­skrifum og Reykja­vík­ur­bréf­um. Þar ríkir ánægja með „sterka mann­inn“, sem margir kalla „freka kall­inn“.

Auglýsing

Á sama tíma er Davíð búinn að koma sér vel fyrir á „fals­frétta-vagn­in­um“. Hann tekur ítrekað undir órök­studda gagn­rýni á umfjöllun stórra meg­in­straum­smiðla sem styðj­ast við stað­reyndir í frétta­flutn­ingi og hefur að mörgu leyti yfir­fært þá gagn­rýni sína á fjöl­miðla hér­lend­is, sem bein­ist sér­stak­lega að frétta­stofu RÚV, sem hann setur ætíð innan gæsalappa líkt og um gervi­ein­ingu sé að ræða.

Nú hefur Davíð inn­leitt nýtt stíl­bragð, sem er að setja „frétta­flutn­ing“ innan gæsalappa. Sama má segja um „frétta­skýrend­ur“. Lyk­ill­inn í þess­ari aðferð­ar­fræði er að rök­styðja aldrei mál sitt með vísun í stað­reynd­ir, heldur að tala um skoð­anir sínar eða póli­tískan áróður sem slík­ar. Not­ast við val­kvæðar stað­­reyndir (e. alt­ernative fact­s), sem eru eðli máls­ins sam­kvæmt ekki stað­reyndir heldur skáld­skap­ur. Í grunn­inn snýst aðferð­­ar­fræði þeirra sem aðhyll­­ast val­­kvæðar stað­­reyndir um það að ef þér finnst eitt­hvað, þá er það jafn rétt og jafn­­vel rétt­­ara en það sem hægt er að sýna fram á með gögnum eða ann­­ars konar stað­­reynd­­um. Þessar val­kvæðu stað­reyndir eru síðan not­aðar í árásir á fjöl­miðla sem leggja áherslu á að segja satt og upp­lýsa. Til­gang­ur­inn er vænt­an­lega sá að brjóta niður frjálsa og öfl­uga fjöl­miðlun sem horn­stein lýð­ræð­is­ins, og eft­irláta ger­endum það að segja frá og skýra því sem á sér stað.

Þess­ari aðferð­ar­fræði beitir Davíð og það gerir Trump líka, sem sam­kvæmt stað­reynda­grein­ingu Was­hington Post setti fram 3.251 lygar eða afbak­anir á fyrstu 497 dögum sínum á for­seta­stóli. Það gera 6,5 að með­al­tali á dag.

Að kunna að gúggla

Í dag birt­ist leið­ari í Morg­un­blað­inu þar sem Trump er kom­ið, eins og svo oft áður, til varnar fyrir áherslur sínar og ákvarð­an­ir. Þar er bæði fjallað um ferða­bann­ið, sem bein­ist aðal­lega gegn múslim­um, og nýteknar ákvarð­anir um að aðskilja börn hæl­is­leit­enda frá for­eldum sínum og loka þau sum hver inni í búr­um.

Í leið­ar­anum birtast, að venju, umtals­vert magn af afbök­unum og/eða lyg­um. Þ.e. val­kvæðum stað­reyndum sem rit­stjór­inn raðar upp til að rök­styðja stuðn­ing sinn við Trump.

Það er rangt að Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna hafi kom­ist að þeirri end­an­legu nið­ur­stöðu að Trump hafi ekki farið út fyrir vald­svið sitt með ásetn­ingu ferða­banns­ins í upp­hafi for­seta­tíðar hans, sem beind­ist fyrst og síð­ast gegn múslim­um. Sú útgáfa af ferða­banni Trump sem nú er til umfjöll­unar er þriðja útgáfa þess. Stjórn Trump hefur notað nið­ur­stöður úr dóms­málum vegna fyrstu og ann­arrar útgáfu banns­ins til að sníða af laga­lega van­kanta á þriðju útgáf­unni, sem er sú sem hélt fyrir Hæsta­rétti.

Það er líka rangt að vest­rænir meg­in­straum­smiðl­ar, sem styðj­ast við stað­reyndir í frétta­flutn­ingi þótt að frjáls­lynd við­horf í skoð­ana­skrifum sumra þeirra trufli aft­ur­haldið í Hádeg­is­mó­um, hafi ekki fjallað ítar­lega um þá nið­ur­stöðu sem þegar hefur komið frá Hæsta­rétti Band­arikj­anna í mál­inu. Allir sem kunna að gúggla geta fundið þær ítar­legu fréttir og grein­ing­ar. Og frá byrjun des­em­ber 2017 hefur ferða­bann gagn­vart íbúum átta þjóð­ríkja (þeirra á meðal er nýjasta vina­þjóð Banda­ríkj­anna, Norð­ur­-Kór­ea), verið í gildi. Þús­undum hefur verið meinuð land­vist í Banda­ríkj­unum á grund­velli þess.

Eitt af upp­á­halds­stefum stuðn­ings­manna Trump þegar þeir verja ferða­bann á ákveðin ríki er að full­yrða að for­set­inn sé ein­fald­­lega að fylgja eftir stefnu sem Obama hafi mótað í sinni for­­seta­­tíð. Þann mál­flutn­ing má oft lesa í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins, m.a. í leið­ara dags­ins.

Þetta er rangt. Það sem Obama-­­stjórnin gerði árið 2011 var að kalla eftir end­­ur­­skoðun á því sem kall­­ast „a special immigr­ant Visa“. Þetta voru vega­bréfs­á­­rit­­anir sem hópur Íraka sem hafði hjálpað Banda­­ríkj­unum í Írak­­stríð­inu gat sótt um til að kom­­ast til Banda­­ríkj­anna. Um var að ræða mjög þrönga end­­ur­­skoð­un­­ar­til­­skipun sem hægði á inn­­flæði þeirra flótta­­manna sem sótt­­ust eftir þess­­ari árit­un. End­­ur­­skoð­unin var í gildi í hálft ár. Það má og á að gagn­rýna Obama fyrir inn­flytj­enda­stefnu hans. Hún var að mörgu leyti ekki góð. En þessi end­­ur­­skoðun hans á ekk­ert sam­eig­in­­legt með til­­­skipun Trump.

Geta dóm­stólar stöðvað for­seta?

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins gerir líka litið úr dóm­stólum í Banda­ríkj­un­um, bæði á rík­is- og alrík­is­stigi, í leið­ara dags­ins og segir að nið­ur­stöður þeirra haldi sjaldn­ast fyrir Hæsta­rétti. Ástæðan er auð­vitað sú að þeir hafa úrskurðað að ferða­bann Trump hafi verið ólög­mætt.

Nú skal benda á tvennt, í fyrsta lagi fara örfá mál fyrir Hæsta­rétt og því má ætla að meg­in­þorri allra mála sem dæmd eru i und­ir­dóm­stigum haldi bara sann­ar­lega. Í öðru lagi að flestir úrskurðir und­ir­dóm­stiga gegn ferða­banni Trump snú­ast um þá ákvörðun að láta það líka gilda fyrir fólk sem er með græna kortið eða ann­ars konar gilt land­vist­ar­leyfi.

Fyrir Hæsta­rétti er nú mál sem kall­ast Trump gegn Hawaii. Nið­ur­stöðu er að vænta á næstu dög­um. Þar er tek­ist á um þriðju útgáfu ferða­banns Trump og hvort að múslima­andúð Trump, sem er rök­studd með vísun í ummæli sem hann hefur látið falla á opin­berum vett­vangi, geri það að verkum að Trump sé að mis­muna fólki á grund­velli trú­ar­bragða og þjóð­ern­is.

Það sé í and­stöðu við stjórn­ar­skrána en einnig séu undir lög frá 1965 sem segja að það megi ekki mis­muna komu­fólki á grund­velli m.a þjóð­ern­is, sem er nákvæm­lega það sem ferða­bann Trump ger­ir.

Í ein­földu máli snýst málið um hvort dóm­stólar geti úrskurðað gegn ákvörð­unum for­set­ans, sem fer með fram­kvæmda­vald­ið, ef þau telja þau ólög­leg.

Gagn­rýni á að börn séu sett í búr kölluð „ógeð­fellt áróð­urs­stríð“

Í leið­ara Morg­un­blaðs­ins er líka fjallað um aðskilnað barna þeirra, sem koma til Banda­ríkj­anna til að leita hæl­is, frá for­eldrum sín­um. Þar segir m.a. að „Demókratar vestra sem höfðu misst niður fylg­is­for­skot sitt töldu að þetta mál kynni að bjarga þeim í kosn­ing­unum í nóv­em­ber og að „í augna­blik­inu eru þessi ólánsömu börn notuð í ógeð­felldu áróð­urs­stríð­i“. Davíð kallar síðan eftir að frétta­miðlar sem hann kallar í hæðni „vand­aða“ skrúbbi burt áróð­ur­inn.

Davíð leggur út frá því að stefna Obama um að skilja ekki að for­eldra og börn flótta­manna, heldur að hleypa þeim saman inn í landið á meðan að mál þeirra yrðu til með­ferðar hjá yfir­völd­um, hafi leitt til þess að „flótta­menn komu eftir það flestir með börn“. Hann hendir svo upp full­yrð­ingum um að „lausn“ Obama hafi spurst út til flótta­manna­smygl­ara sem hafi nýtt sér það. Davíð segir líka að „rök­studdur grun­ur“ sé um að þau séu í mörgum til­vikum „seld í kyn­lífs­þjón­ustu eða þaðan af verra“.

Þetta er að mestu leyti rangt. Börnum inn­flytj­enda/hæl­is­leit­enda sem fædd eru í öðru landi en koma til Banda­ríkj­anna fækkað umtals­vert það sem af er öld­inni. Frá 2000 til 2016 fækk­aði þeim um 21 pró­sent. Val­kvæð stað­reynd rit­stjór­ans fellur því um sig sjálfa á fyrstu hindr­un. Obama lét reyndar um tíma halda börnum og for­eldrum þeirra sem komu ólög­lega til Banda­ríkj­anna saman á árinu 2014. Það var harð­lega gagn­rýnt í fjöl­miðlum og á opin­berum vett­vangi og því í kjöl­farið hætt. Hér má svo lesa um það hvort og þá hvernig Obama stjórnin aðskildi fjöl­skyld­ur. Það var aðal­lega gert þegar grunur lék á að barnið til­heyrði ekki þeim sem kom með það, en það voru und­an­tekn­ing­ar­til­vik. Sem sýnir að stað­hæf­ingar rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins um stór­fellda nýt­ingu smygl­ara á börnum stenst ekki nán­ari skoð­un.

Mun­ur­inn á „Zero toler­ance“ stefnu Trump og því sem áður hefur verið við lýði í Banda­ríkj­unum er að nú hafa banda­rísk stjórn­völd ákveðið að lög­sækja alla hæl­is­leit­endur sem koma ólög­lega til lands­ins fyrst sem glæpa­menn í stað þess að þeir fái að sækja um hæli og fái í kjöl­farið eðli­lega máls­með­ferð sem hæl­is­leit­end­ur. Þetta á að skapa fæl­ing­ar­mátt, og hluta af þeim fæl­ing­ar­mætti átti að skapa með því að taka um tvö þús­und börn af for­eldrum sínum við landa­mærin á nokk­urra vikna tíma­bili, loka þau inni í búrum með starfs­fólki sem mátti hvorki hugga þau né taka upp. Þeirri ákvörðun hefur nú verið snúið vegna þess að allt fólk með snefil af mennsku sér að sam­kvæmt henni er verið að brjóta á börnum með ógeð­felldum hætti í póli­tískum leik.

Þegar fas­ism­inn læð­ist aftan að okkur

Við lifum á víð­sjá­ar­verðum tím­um. Það er verið að ráð­ast að rótum þess kerfis sem tryggt hefur frið og for­dæma­lausa vel­megun í hinum vest­ræna heimi frá lokum síð­ari heim­styrj­aldar með því að binda hags­muni þeirra sam­an.

Allt þetta krist­all­ast í Trump en á sér fylg­is­menn víð­ar. Í Ung­verja­landi er búið að banna hjálp­ar­sam­tökum að aðstoða flótta­menn með laga­setn­ingu, í Aust­ur­ríki stjórna öfl sem reka mjög harða inn­flytj­enda­stefnu, á Ítalíu er nýtekin við rík­is­stjórn sem er af sama meiði, and­staða við inn­flytj­endur nýtur vax­andi póli­tísks fylgis í Þýska­landi og í Skand­in­av­íu. Það er líka klár jarð­vegur fyrir þennan mál­flutn­ing á Íslandi, þótt að hreinir kyn­þátta­hyggju­flokkar eins og Íslenska þjóð­fylk­ingin og Frels­is­flokk­ur­inn hafi ekki náð neinum árangri. Það sést m.a. á áherslum sumra flokka sem sitja á þingi, sér­stak­lega Mið­flokks­ins og Flokks fólks­ins, sem báðir leggja áherslu á hert landamæra­eft­ir­lit. Það skal þó sér­stak­lega tekið fram að hvorug stefnan er neitt í lík­ingu við það sem sést í nágranna­löndum okk­ar.

Ísland stendur því á tíma­mótum og mál­efni inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda verða í brennid­epli á næstu árum. Ástæðan er ekki sú að þetta séu vanda­mála­hópar hér­lendis – þvert á móti eru þeir nauð­syn­legir áfram­hald­andi vel­sæld hér­lendis – heldur vegna þess að mál­efnið er auð­velt tól fyrir tæki­fær­is­sinn­aða stjórn­mála­menn til að hræða kjós­endur með strá­mönnum og styrkja vald þeirra í stað þess að dreifa því enn frek­ar. Egill Helga­son benti í nýlegum pistli á hvernig fas­ism­inn læð­ist aftan að okkur. Það má taka undir að sú hræði­lega hug­mynda­fræði virð­ist fest­ast meir og meir í sessi, oft án þess að þeir sem taka undir hana átti sig á því. Og það er vert að benda á að jafn­vel þótt dóm­stólar kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Trump megi gera þetta og hitt, þá breytir það engu um hversu ógeð­felldar aðgerð­irnar eru.

Áfram sömu tök á umræð­unni

Hér­lendis birt­ist stuðn­ingur við þennan mál­flutn­ing mjög skýrt í rit­stjórn­ar­skrifum Morg­un­blaðs­ins, þar sem blak er borið af fyr­ir­ferða­miklum leið­togum þjóða sem boða hug­mynda­fræði sem snýst um sam­sömun ríkis og þjóðar og aðhyll­ast alls kyns tak­mark­anir á per­sónu­frelsi, ein­angr­un­ar­hyggju, mann­fyr­ir­litn­ingu, kyn­þátta­for­dóma, jað­ar­setn­ingu ákveð­inna hópa, ároð­urs og lyga og auk­ins stjórn­lyndis í lýð­ræð­is­ríkj­um. Leið­togum sem takast hart á við aðrar stofn­anir lýð­ræð­is­ins sem eiga að veita þeim aðhald.

Þetta er mik­il­vægt að hafa í huga í ljósi þess að síð­ast­lið­inn tæpan ára­tug hefur Morg­un­blað­inu verið beitt mjög hart, með stuðn­ingi for­ríkra sér­hags­muna­að­ila, til að fá „öðru­vísi tök á umræð­unni“.

Í ljósi þess að rit­stjór­inn til­kynnti nýverið að hann ætli sér að vera mörg ár til við­bótar á rit­stjóra­stóli þá er þessi stuðn­ingur hans við ofan­greinda lík­lega eitt­hvað sem fellur í kramið hjá millj­arða­mær­ing­unum sem borga launin hans.

Og því má búast við að áfram verði spil­aður varn­ar­leikur fyrir aðgerðir sem í fel­ast að taka börn af for­eldrum sínum og geyma þau í búr­um.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
Kjarninn 3. desember 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 28. þáttur: Hlaupið fyrir Búdda
Kjarninn 3. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóra Samherja.
Samherji segir namibísku lögregluna ekki leita sinna manna
Í yfirlýsingu frá Samherja segir að namibísk yfirvöld hafi ekki reynt að hafa afskipti af núverandi né fyrrverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Hvorki fyrrverandi stjórnendur félagsins í Namibíu né aðrir séu á flótta undan réttvísinni.
Kjarninn 3. desember 2020
Halldór Gunnarsson
Mismunun og ranglæti gagnvart lífeyrisþegum
Kjarninn 3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
Kjarninn 3. desember 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Öryrkjabandalagið fagnar hugmynd Brynjars um rannsókn á bótasvikum
Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill láta rannsaka hvor öryrkjar og bótaþegar sigli undir fölsku flaggi. ÖBÍ fagnar þeirri hugmynd en segja rannsókn ekki nauðsynlega til að staðfesta ríkjandi fordóma og andúð gegn fötluðu fólki í samfélaginu.
Kjarninn 3. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Stjórnvöld vona að hjarðónæmi verði náð á fyrsta ársfjórðungi
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að vonir standi til þess að markmiðum bólusetningar verði náð á fyrsta ársfjórðungi. Búið er að ná samkomulagi um bóluefni fyrir 200.000 manns, en ólíklegt er að það komi allt til landsins á sama tíma.
Kjarninn 3. desember 2020
Þórólfur: Ekki hægt að ganga að því vísu að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót
Sóttvarnalæknir hvetur til raunhæfrar bjartsýni þegar kemur að tímasetningu bólusetningar við COVID-19 á Íslandi. Það megi ekki láta jákvæðar fréttir leiða til þess að landsmenn passi sig ekki í sóttvörnum.
Kjarninn 3. desember 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari