Hlutafé útgáfufélags Morgunblaðsins aukið um 400 milljónir

Tilkynnt verður um aukningu hlutafés Árvakurs á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Eyþór keypti nýverið eignarhlut útgerðarfélaganna Samherja, Vísis og Síldarvinnslunnar í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Eyþór keypti nýverið eignarhlut útgerðarfélaganna Samherja, Vísis og Síldarvinnslunnar í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Auglýsing

Hlutafé í útgáfufélagi Morgunblaðsins verður aukið um 400 milljónir króna á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins í dag. Fjölmiðlanefnd uppfærði upplýsingar um eignarhald á útgáfufélaginu 18. apríl síðastliðinn.

Eyþór Arnalds, fjárfestir og fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, keypti nýverið 26,62 prósent hlut í Þórsmörk ehf, einkahlutafélaginu sem á nær allt hlutafé í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Engar upp­lýs­ingar hafa verið gefnar um kaup­verð á hlutn­um, en Eyþór keypti hlutinn af þremur fyrirtækjum: Sam­herja, Vísi og Síld­ar­vinnsl­unni.

Eyþór varð með kaupunum stærsti einstaki eigandi Árvakurs. Félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­ar­hlut.

Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­sent hlut og félagið Hlynur A, í eigu Guð­bjargar Matth­í­as­dótt­ur, aðal­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,38 pró­sent hlut. Auk þess á félagið Legalis 12,37 pró­sent hlut. Eig­endur þess eru m.a. Sig­ur­björn Magn­ús­son, stjórn­ar­for­maður Árvak­urs og stjórn­ar­maður í Ísfé­lag­inu, og Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­son, stjórn­ar­for­maður Ísfé­lags­ins. Sam­an­lagður hlutur þess­arar blokkar í Árvakri er 42,18 pró­sent. Gunn­laugur Sævar er einnig eig­andi að hlut í Lýsi ehf., sem á 1,97 pró­sent hlut í Árvakri. Bæði Gunn­laugur Sævar og Sig­ur­björn sitja í stjórn þess fyr­ir­tæk­is.

Aðrir eig­endur eru að mestu aðilar tengdir íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Á meðal Þeirra eru Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, Rammi hf. og Skinn­ey-­Þinga­nes.

Auglýsing

Eyþór vildi ekki tjá sig við Markaðinn en benti á að forkaupsréttur annarra hluthafa á bréfum fyrirtækjanna þriggja sem hann keypti eignarhlut sinn af væri enn virkur. Samkvæmt því sem fram kemur í Markaðinum þá er hlutafjáraukningin vel á veg komin núverandi eigendur Árvakurs taka þátt í henni.

Árvakur hefur tapað 1,5 millj­arði króna frá því að nýir eig­endur tóku við félag­inu 2009 og fram til loka árs 2015. Á þeim tíma hafa þeir eig­endur sett að minnsta kosti 1,2 millj­arða króna í rekstur félags­ins og fengið 4,5 millj­arða króna afskrif­aða hjá Íslands­banka. Tap Árvak­urs var 164 millj­ónir króna á árinu 2015.

Árs­reikn­ingur fyrir árið 2016 hafði ekki verið birtur 18. apríl en Har­aldur Johann­essen, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs og rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, sagði í til­kynn­ingu í fyrra­haust að líkur væru á halla­rekstri á árinu 2016 líka. Sam­kvæmt til­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­skráar var hlutafé Árvak­urs aukið um 7,4 pró­sent í nóv­em­ber í fyrra og hækk­unin öll greidd með pen­ing­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None