Hlutafé útgáfufélags Morgunblaðsins aukið um 400 milljónir

Tilkynnt verður um aukningu hlutafés Árvakurs á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Eyþór keypti nýverið eignarhlut útgerðarfélaganna Samherja, Vísis og Síldarvinnslunnar í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Eyþór keypti nýverið eignarhlut útgerðarfélaganna Samherja, Vísis og Síldarvinnslunnar í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Auglýsing

Hlutafé í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins verður aukið um 400 millj­ónir króna á næstu vik­um, sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins í dag. Fjöl­miðla­nefnd upp­færði upp­lýs­ingar um eign­ar­hald á útgáfu­fé­lag­inu 18. apríl síð­ast­lið­inn.

Eyþór Arn­alds, fjár­festir og fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Árborg, keypti nýverið 26,62 pró­sent hlut í Þórs­mörk ehf, einka­hluta­fé­lag­inu sem á nær allt hlutafé í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. Engar upp­­lýs­ingar hafa verið gefnar um kaup­verð á hlutn­um, en Eyþór keypti hlut­inn af þremur fyr­ir­tækj­um: Sam­herja, Vísi og Síld­­ar­vinnsl­unni.

Ey­þór varð með kaup­unum stærsti ein­staki eig­andi Árvak­urs. Félög tengd Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­­ar­hlut.

Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­­sent hlut og félagið Hlynur A, í eigu Guð­­bjargar Matt­h­í­a­s­dótt­­ur, aðal­­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,38 pró­­sent hlut. Auk þess á félagið Legalis 12,37 pró­­sent hlut. Eig­endur þess eru m.a. Sig­­ur­­björn Magn­ús­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Árvak­­urs og stjórn­­­ar­­maður í Ísfé­lag­inu, og Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Ísfé­lags­ins. Sam­an­lagður hlutur þess­­arar blokkar í Árvakri er 42,18 pró­­sent. Gunn­laugur Sævar er einnig eig­andi að hlut í Lýsi ehf., sem á 1,97 pró­­sent hlut í Árvakri. Bæði Gunn­laugur Sævar og Sig­­ur­­björn sitja í stjórn þess fyr­ir­tæk­­is.

Aðrir eig­endur eru að mestu aðilar tengdir íslenskum sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Á meðal Þeirra eru Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga, Rammi hf. og Skinn­ey-­­Þinga­­nes.

Auglýsing

Eyþór vildi ekki tjá sig við Mark­að­inn en benti á að for­kaups­réttur ann­arra hlut­hafa á bréfum fyr­ir­tækj­anna þriggja sem hann keypti eign­ar­hlut sinn af væri enn virk­ur. Sam­kvæmt því sem fram kemur í Mark­að­inum þá er hluta­fjár­aukn­ingin vel á veg komin núver­andi eig­endur Árvak­urs taka þátt í henni.

Árvakur hefur tapað 1,5 millj­­arði króna frá því að nýir eig­endur tóku við félag­inu 2009 og fram til loka árs 2015. Á þeim tíma hafa þeir eig­endur sett að minnsta kosti 1,2 millj­­arða króna í rekstur félags­­ins og fengið 4,5 millj­­arða króna afskrif­aða hjá Íslands­­­banka. Tap Árvak­­urs var 164 millj­­ónir króna á árinu 2015.

Árs­­reikn­ingur fyrir árið 2016 hafði ekki verið birtur 18. apríl en Har­aldur Johann­essen, fram­­kvæmda­­stjóri Árvak­­urs og rit­­stjóri Morg­un­­blaðs­ins, sagði í til­­kynn­ingu í fyrra­haust að líkur væru á halla­­rekstri á árinu 2016 líka. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­skráar var hlutafé Árvak­­urs aukið um 7,4 pró­­sent í nóv­­em­ber í fyrra og hækk­­unin öll greidd með pen­ing­­um.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None