Hlutafé útgáfufélags Morgunblaðsins aukið um 400 milljónir

Tilkynnt verður um aukningu hlutafés Árvakurs á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Eyþór keypti nýverið eignarhlut útgerðarfélaganna Samherja, Vísis og Síldarvinnslunnar í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Eyþór keypti nýverið eignarhlut útgerðarfélaganna Samherja, Vísis og Síldarvinnslunnar í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Auglýsing

Hlutafé í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins verður aukið um 400 millj­ónir króna á næstu vik­um, sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins í dag. Fjöl­miðla­nefnd upp­færði upp­lýs­ingar um eign­ar­hald á útgáfu­fé­lag­inu 18. apríl síð­ast­lið­inn.

Eyþór Arn­alds, fjár­festir og fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Árborg, keypti nýverið 26,62 pró­sent hlut í Þórs­mörk ehf, einka­hluta­fé­lag­inu sem á nær allt hlutafé í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. Engar upp­­lýs­ingar hafa verið gefnar um kaup­verð á hlutn­um, en Eyþór keypti hlut­inn af þremur fyr­ir­tækj­um: Sam­herja, Vísi og Síld­­ar­vinnsl­unni.

Ey­þór varð með kaup­unum stærsti ein­staki eig­andi Árvak­urs. Félög tengd Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­­ar­hlut.

Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­­sent hlut og félagið Hlynur A, í eigu Guð­­bjargar Matt­h­í­a­s­dótt­­ur, aðal­­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,38 pró­­sent hlut. Auk þess á félagið Legalis 12,37 pró­­sent hlut. Eig­endur þess eru m.a. Sig­­ur­­björn Magn­ús­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Árvak­­urs og stjórn­­­ar­­maður í Ísfé­lag­inu, og Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Ísfé­lags­ins. Sam­an­lagður hlutur þess­­arar blokkar í Árvakri er 42,18 pró­­sent. Gunn­laugur Sævar er einnig eig­andi að hlut í Lýsi ehf., sem á 1,97 pró­­sent hlut í Árvakri. Bæði Gunn­laugur Sævar og Sig­­ur­­björn sitja í stjórn þess fyr­ir­tæk­­is.

Aðrir eig­endur eru að mestu aðilar tengdir íslenskum sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Á meðal Þeirra eru Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga, Rammi hf. og Skinn­ey-­­Þinga­­nes.

Auglýsing

Eyþór vildi ekki tjá sig við Mark­að­inn en benti á að for­kaups­réttur ann­arra hlut­hafa á bréfum fyr­ir­tækj­anna þriggja sem hann keypti eign­ar­hlut sinn af væri enn virk­ur. Sam­kvæmt því sem fram kemur í Mark­að­inum þá er hluta­fjár­aukn­ingin vel á veg komin núver­andi eig­endur Árvak­urs taka þátt í henni.

Árvakur hefur tapað 1,5 millj­­arði króna frá því að nýir eig­endur tóku við félag­inu 2009 og fram til loka árs 2015. Á þeim tíma hafa þeir eig­endur sett að minnsta kosti 1,2 millj­­arða króna í rekstur félags­­ins og fengið 4,5 millj­­arða króna afskrif­aða hjá Íslands­­­banka. Tap Árvak­­urs var 164 millj­­ónir króna á árinu 2015.

Árs­­reikn­ingur fyrir árið 2016 hafði ekki verið birtur 18. apríl en Har­aldur Johann­essen, fram­­kvæmda­­stjóri Árvak­­urs og rit­­stjóri Morg­un­­blaðs­ins, sagði í til­­kynn­ingu í fyrra­haust að líkur væru á halla­­rekstri á árinu 2016 líka. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­skráar var hlutafé Árvak­­urs aukið um 7,4 pró­­sent í nóv­­em­ber í fyrra og hækk­­unin öll greidd með pen­ing­­um.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None