Hlutafé útgáfufélags Morgunblaðsins aukið um 400 milljónir

Tilkynnt verður um aukningu hlutafés Árvakurs á næstu vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Eyþór keypti nýverið eignarhlut útgerðarfélaganna Samherja, Vísis og Síldarvinnslunnar í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Eyþór keypti nýverið eignarhlut útgerðarfélaganna Samherja, Vísis og Síldarvinnslunnar í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Auglýsing

Hlutafé í útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins verður aukið um 400 millj­ónir króna á næstu vik­um, sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins í dag. Fjöl­miðla­nefnd upp­færði upp­lýs­ingar um eign­ar­hald á útgáfu­fé­lag­inu 18. apríl síð­ast­lið­inn.

Eyþór Arn­alds, fjár­festir og fyrr­ver­andi bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Árborg, keypti nýverið 26,62 pró­sent hlut í Þórs­mörk ehf, einka­hluta­fé­lag­inu sem á nær allt hlutafé í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins. Engar upp­­lýs­ingar hafa verið gefnar um kaup­verð á hlutn­um, en Eyþór keypti hlut­inn af þremur fyr­ir­tækj­um: Sam­herja, Vísi og Síld­­ar­vinnsl­unni.

Ey­þór varð með kaup­unum stærsti ein­staki eig­andi Árvak­urs. Félög tengd Ísfé­lagi Vest­­manna­eyja eru hins vegar enn með sam­an­lagt stærstan eign­­ar­hlut.

Ísfé­lagið á sjálft 13,43 pró­­sent hlut og félagið Hlynur A, í eigu Guð­­bjargar Matt­h­í­a­s­dótt­­ur, aðal­­eig­anda Ísfé­lags­ins, á 16,38 pró­­sent hlut. Auk þess á félagið Legalis 12,37 pró­­sent hlut. Eig­endur þess eru m.a. Sig­­ur­­björn Magn­ús­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Árvak­­urs og stjórn­­­ar­­maður í Ísfé­lag­inu, og Gunn­laugur Sævar Gunn­laugs­­son, stjórn­­­ar­­for­­maður Ísfé­lags­ins. Sam­an­lagður hlutur þess­­arar blokkar í Árvakri er 42,18 pró­­sent. Gunn­laugur Sævar er einnig eig­andi að hlut í Lýsi ehf., sem á 1,97 pró­­sent hlut í Árvakri. Bæði Gunn­laugur Sævar og Sig­­ur­­björn sitja í stjórn þess fyr­ir­tæk­­is.

Aðrir eig­endur eru að mestu aðilar tengdir íslenskum sjá­v­­­ar­út­­­vegi. Á meðal Þeirra eru Kaup­­fé­lag Skag­­firð­inga, Rammi hf. og Skinn­ey-­­Þinga­­nes.

Auglýsing

Eyþór vildi ekki tjá sig við Mark­að­inn en benti á að for­kaups­réttur ann­arra hlut­hafa á bréfum fyr­ir­tækj­anna þriggja sem hann keypti eign­ar­hlut sinn af væri enn virk­ur. Sam­kvæmt því sem fram kemur í Mark­að­inum þá er hluta­fjár­aukn­ingin vel á veg komin núver­andi eig­endur Árvak­urs taka þátt í henni.

Árvakur hefur tapað 1,5 millj­­arði króna frá því að nýir eig­endur tóku við félag­inu 2009 og fram til loka árs 2015. Á þeim tíma hafa þeir eig­endur sett að minnsta kosti 1,2 millj­­arða króna í rekstur félags­­ins og fengið 4,5 millj­­arða króna afskrif­aða hjá Íslands­­­banka. Tap Árvak­­urs var 164 millj­­ónir króna á árinu 2015.

Árs­­reikn­ingur fyrir árið 2016 hafði ekki verið birtur 18. apríl en Har­aldur Johann­essen, fram­­kvæmda­­stjóri Árvak­­urs og rit­­stjóri Morg­un­­blaðs­ins, sagði í til­­kynn­ingu í fyrra­haust að líkur væru á halla­­rekstri á árinu 2016 líka. Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu til fyr­ir­tækja­­skráar var hlutafé Árvak­­urs aukið um 7,4 pró­­sent í nóv­­em­ber í fyrra og hækk­­unin öll greidd með pen­ing­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu
Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður skoðuðu málið frekar.
Kjarninn 3. júlí 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None