Norrænir ráðherrar uggandi yfir þróun á auglýsingamarkaði

Norræn úttekt verður gerð til þess að leita lausna sem miða að tryggu og sjálfbæru starfsumhverfi fjölmiðla á Norðurlöndum.

Auglýsing
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, gat ekki fundað með norrænum kollegum sínum á Svalbarða um fjölmiðla. Staðgengill hans sat fundinn.
Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, gat ekki fundað með norrænum kollegum sínum á Svalbarða um fjölmiðla. Staðgengill hans sat fundinn.

Nor­rænir ráð­herrar fjöl­miðla­mála ætla að ráð­ast í stefnu­mót­andi úttekt þar sem leiðir til þess að tryggja sjálf­bært og fjöl­breytt fjöl­miðla­lands­lag á Norð­ur­lönd­um.

Miklar breyt­ingar hafa orðið á fjöl­miðla­mark­aði á und­an­förnum árum eftir því sem fleiri fjöl­miðlar sækja fram á ver­ald­ar­vefn­um. Vef­miðlar mega sín hins vegar lít­ils í sam­keppni um aug­lýs­ingar þegar sam­keppn­is­að­il­arnir eru hnatt­ræn vef­fyr­ir­tæki á borð við Goog­le, Face­book og YouTu­be. Ráð­herr­arnir ræddu þessar breyt­ingar og mögu­legar lausnir á vax­andi vanda fjöl­miðla­fyr­ir­tækja.

Í frétta­til­kynn­ingu á vef nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar og Norð­ur­landa­ráðs um fund ráð­herrana er fjallað um þetta vanda­mál og bent á að meira en helm­ingur aug­lýs­inga­tekna staf­rænna fjöl­miðla fari til erlendra fyr­ir­tækja. Og vegna þess er „hætt við að mörg fjöl­miðla­fyr­ir­tæki muni leggja upp laupana“. Það geti svo haft mikil áhrif á fjöl­breytni í nor­rænu fjöl­miðla­lands­lagi.

Krist­ján Þór Júl­í­us­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra Íslands, fund­aði ekki með kol­legum sínum á Sval­barða í gær um starfs­skil­yrði fjöl­miðla og breyttar rekstr­ar­for­sendur vegna breyt­inga á aug­lýs­inga­mark­aði, heldur stað­geng­ill hans.

Til­efni umræð­anna var útkoma nýrrar skýrslu um fyrstu heild­ar­grein­ingu á þróun aug­lýs­inga­mark­aðar á Norð­ur­löndum á tíma­bil­inu 2011-2016. Skýrslan heitir „Kampen om rekla­men“ á frum­mál­inu sænsku, og heitir „Bar­áttan um aug­lýs­ing­una“ á íslensku.

Ráð­herr­arnir eða full­trúar þeirra ræddu nið­ur­stöður skýrsl­unnar og þau áhrif sem umrædd þróun mun hafa á nor­rænt fjöl­miðla­lands­lag til fram­tíð­ar. Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu ráð­herrana seg­ir:

„Við viljum tryggja sjálf­bært og fjöl­breytt fjöl­miðla­lands­lag þar sem gott jafn­vægi ríkir milli ljós­vaka­miðla í almanna­þjón­ustu, einka­rek­inna fjöl­miðla, hnatt­rænna vef­miðla og nýj­unga á sviði fjöl­miðl­un­ar. Það er grunn­ur­inn að breiðri og frjálsri lýð­ræð­isum­ræðu á Norð­ur­lönd­um. Við erum því ugg­andi yfir þró­un­inni á aug­lýs­inga­mark­aði og afleið­ingum hennar fyrir fjöl­miðla­lands­lag­ið. Við fylgj­umst náið með gangi mála í lönd­un­um.“

„Við höfum ákveðið að ráð­ast í stefnu­mót­andi úttekt á sam­starf­inu í von um að geta greint betur hvaða aðgerða er hægt að grípa til í sam­ein­ingu. Úttektin á að inni­halda til­lögur og er vænt­an­leg fyrir næsta fund nor­rænu menn­ing­ar­mála­ráð­herr­anna.“

Auglýsing


Nefnd fjallar um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla

Ill­ugi Gunn­ars­son, for­veri Krist­jáns Þórs í emb­ætti mennta­mála­ráð­herra, skip­aði nefnd um rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla í des­em­ber í fyrra. Nefndin á að fjalla um og skila til­lögum um breyt­ingar á lögum eða aðrar nauð­syn­legar aðgerðir til þess að bæta rekstr­ar­um­hverfi og tryggja að á Íslandi fái þrif­ist fjöl­breyttur mark­aður frjálsra fjöl­miðla.

Ill­ugi lagði fram þings­á­­­lykt­un­­­ar­til­lögu þann 3. októ­ber í fyrra um athugun á rekstr­­­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi. Sam­­­kvæmt henni átti hver stjórn­­­­­mála­­­flokkur að skipa einn full­­­trúa í nefnd­ina. Ekki náð­ist að klára afgreiðslu til­­­lög­unnar áður en þingi var slitið fyrir Alþing­is­kosn­­­ing­arnar í haust og þess í stað kynnti Ill­ugi það í rík­­­is­­­stjórn að hann myndi skipa nefnd­ina.

Í grein­­­ar­­­gerð með þings­á­­­lykt­un­­­ar­til­lög­unni kom fram að full­­­trúar einka­rek­inna fjöl­miðla á Íslandi hafi vakið athygli stjórn­­­­­valda á erf­ið­­­leikum sem blasa við í rekstri þeirra og megi rekja til ýmissa utan­­­að­kom­andi aðstæðna.

Þar megi til dæmis telja til að aug­lýs­inga­­­mark­að­­­ur­inn hér­­­­­lendis hafi ekki vaxið sem skyldi þrátt fyrir batn­andi efna­hag þjóð­­­ar­innar og auk þess fari ætið stærri hluti aug­lýs­inga­fjár til erlendra stór­­­fyr­ir­tækja á borð við Google og Face­­­book. Þá hafi staða Rík­­­is­út­­­varps­ins á aug­lýs­inga­­­mark­aði einnig tak­­­­mark­andi áhrif á mög­u­­­leika ann­­­arra fjöl­miðla til að afla aug­lýs­inga­­­tekna.

Vegna þess hefur verið skorað á stjórn­­­völd að gera „nauð­­­syn­­­leg­­­ar, mál­efna­­­legar og tíma­­­bærar breyt­ingar á íslenskri lög­­­­­gjöf til þess að jafna sam­keppn­is­­­stöðu félaga á íslenskum fjöl­miðla­­­mark­að­i“.

Upp­fært: Upp­haf­lega stóð að Krist­ján Þór hefði fundað á Sval­barða, en hann hafði ekki tök á að vera við­stadd­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None