Auglýsing

„Hún­ ­ger­ist æ sterk­ari til­finn­ingin að vegna mann­eklu og fjár­skorts séu við­kom­andi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um ­starf­semi þar sem hver fer fram á eigin for­send­um. Engin stefna, ­mark­mið eða skila­boð og þar með nán­ast eng­inn til­gang­ur, ann­ar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast ­síðan á að grípa gjall­ar­hornið sem fjöl­mið­ill­inn er orð­inn ­fyrir þá og dæla út skoð­unum yfir sam­fé­lag­ið. Ein í dag - önnur á morg­un. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Face­book­síðu og leyfa öllum að skrifa á vegg­inn?“

Þessi orð Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra á Face­book í gær­kvöldi hafa vakið athygli, eðli­lega. Þau sýna algjöra van­virð­ingu gagn­vart íslenskum fjöl­miðl­um, og líka skiln­ings­leysi á eðli þeirra yfir höf­uð. Að fjár­mála­ráð­herra þyki það sér­ ­sæm­andi að ráð­ast með þessum hætti að heilli starfs­stétt, ­sem hefur það hlut­verk að veita honum og öðrum ráða­mönn­um að­hald, er merki­legt. Ekki síst þegar hann bætti um betur í svari við fyr­ir­spurn frá Katrínu Jak­obs­dóttur í dag, og sagði það upp­lifun sína á fjöl­miðlum af þessu tagi að þeir séu ekki mark­verðir og ekki sé mark á þeim tak­and­i. 

Auglýsing

Hlut­verk, ­mark­mið og til­gangur fjöl­miðla

Fjöl­miðl­ar hafa það hlut­verk að veita hvers kyns aðhald og upp­lýsa al­menn­ing. Það er þeirra stefna, það er þeirra mark­mið, og það er þeirra til­gang­ur. Eða þannig á það að minnsta kosti að vera. Fjár­mála­ráð­herra ætti líka að vita að fjöl­miðlum á Íslandi er skylt að skila inn rit­stjórn­ar­stefnum sínum til fjöl­miðla­nefnd­ar, og þær eru aðgengi­legar á vef nefnd­ar­inn­ar. 

Sá ­tími þar sem fjöl­miðlar höfðu ein­hverja ákveðna skoðun er lið­inn, ­reyndar með örfáum und­an­tekn­ing­um. Fjöl­miðlar eiga einmitt heldur að velta upp ýmsum ólíkum skoð­un­um, það þjónar einnig þeim til­gangi að upp­lýsa. Það eru ein­stak­ling­arnir sem vinna á fjöl­miðl­unum sem hafa skoð­an­ir. 

Við lifum á tímum upp­lýs­inga, það hefur aldrei verið auð­veld­ara að nálg­ast eða miðla upp­lýs­ing­um. Við þurfum ekki flokks­blöð með ákveðna skoðun til að segja okkur til eða ákveða hverjir fái að láta skoðun sína heyr­ast. Vissu­lega þýðir upp­lýs­ingin að allir geta komið sínu á fram­færi á Face­book eða öðrum sam­fé­lags­miðl­um, en það þýðir ekki að þeir komi í stað fjöl­miðla. Fjöl­miðlar hafa þvert á móti þurft að aðlaga sitt hlut­verk að þessum breytta veru­leika, vinna með öðrum hætti og stuðla að upp­lýstri umræðu, greina kjarn­ann frá hism­in­u. 

Þessi ummæli Bjarna sýna reyndar vel við­horfið sem hefur verið ráð­andi hjá ýmsum ráð­herrum í rík­is­stjórn­inni sem hann til­heyr­ir, nefni­lega að það dugi að skrifa á Face­book eða taka við­töl við sjálfa sig á sínum eigin vef­síð­um, í stað þess að svara fjöl­miðlum og þar með almenn­ingi í land­in­u. 

Aðhalds­hlut­verk­ið 

Bjarni sagði líka í morgun að það væri hans upp­lifun að fjöl­miðlar væru ekki að rækja aðhalds­hlut­verk sitt í dag. Það eru ekki síður þau ummæli sem fela í sér van­virð­ingu og skiln­ings­leysi. 

Það má nefni­lega auð­veld­lega færa fyrir því rök að fjöl­miðlar hafi á ár­unum eftir hrun sinnt mik­il­væg­ara aðhalds­hlut­verki en nokkru sinni fyrr við það að upp­lýsa um hrunið og það sem átti sér hér stað í að­drag­anda þess, ekki síður en það hvernig spilað var úr eftir hrun. Þetta gerð­ist á meðan fjöl­miðlar börð­ust allir í bökk­um, sögðu upp fólki og lækk­uðu laun. 

Og á þessu kjör­tíma­bili, þar sem Bjarni hef­ur verið annar for­svars­manna rík­is­stjórn­ar­inn­ar, eru fjölda­mörg ­dæmi um stór mál, sem vörð­uðu almanna­hags­muni, sem fjöl­miðlar hafa upp­lýst um. Í fljótu bragði nægir að nefna fjögur mál. Hið fyrsta er ­leka­mál­ið. Númer tvö er Orku Energy-­mál­ið. Númer þrjú er ­Borg­un­ar­málið og númer fjögur er Wintris-­málið og Panama­skjöl­in öll.

Allt voru stór hneyksl­is­mál sem vörð­uðu íslensk stjórn­völd og hefðu aldrei komið upp á yfir­borðið nema fyrir til­stilli ­fjöl­miðla­fólks sem vann vinn­una sína vel. 

Og hvað á að gera í þessu?

Bjarni hafði rétt fyrir sér með eitt. Mann­ekla og fjárskort­ur eru við­var­andi vanda­mál á flestum íslenskum fjöl­miðl­um. Þeir eru reknir af miklum van­efn­um, af of fáu fólki sem fær of lít­ið ­borgað fyrir vinn­una sem það leggur á sig. Tals­verður hlut­i vinn­unnar fer í raun fram í sjálf­boða­vinnu, enda fáir sem borga ­yf­ir­vinnu eða álag, en fjöl­miðla­fólk þarf sífellt að fylgjast ­með til þess að geta rækt sitt starf. Allt hefur þetta svo veru­leg áhrif á það að fáir end­ast mjög lengi í fag­inu. Auð­vitað gerir þetta fjöl­miðlum veru­lega erfitt fyrir að sinna aðhalds­hlut­verki sínu almenni­lega. Þetta hefur öllum sem komið hafa nálægt fjöl­miðlum verið ljóst um langt skeið. En stjórn­mála­menn hafa aldrei sýnt því minnsta áhuga að gera nokkuð til þess að jafna stöð­una eða styrkja rekstr­ar­um­hverf­ið. 

Til dæmis hafði Bjarni Bene­dikts­son þar til í dag ekki talað um stöðu eða rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla í eitt ein­asta skipti á Alþingi frá því í umræðum um breyt­ingar á fjöl­miðla­lögum árið 2005, þegar fjöl­miðla­frum­varpi Da­víðs Odds­sonar hafði verið synjað stað­fest­ingar af Ólafi Ragn­ari Gríms­syni.

Og Bjarni er alls ekk­ert einn um það. Mjög lít­ill áhugi hefur verið meðal stjórn­mála­manna á því að gera breyt­ingar til hins betra, nema á tylli­dögum þegar talað er um hversu  mik­il­vægir fjöl­miðlar séu. 

En það má sann­ar­lega líta á björtu hlið­arnar á þessum ummæl­um, því þau hafa skapað lang­þráða umræðu um fjöl­miðla. Bjarni sagði meira að segja sjálfur í þing­inu í dag  það mætti velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að treysta betur umgjörð fjöl­miðla á land­inu með breyt­ingum á lagaum­hverfi og jafn­vel skattaum­hverfi. Það ætti að vera honum og öðru valda­mesta fólki lands­ins í lófa lagið að byrja þá veg­ferð. 

Til dæmis með því að minnka hlut­deild Rík­is­út­varps­ins á litlum og erf­iðum aug­lýs­inga­mark­aði. Með því að skoða að gera eitt­hvað í lík­ingu við það sem öll Norð­ur­löndin og flest lönd sem við berum okkur saman við gera, og koma á fót ein­hvers konar styrkja­kerfi. Með því að fella niður gjöld eða skatta á litla fjöl­miðla. Og með því að við­hafa raun­veru­legt eft­ir­lit með þeim sem brjóta gegn fjöl­miðla­lögum með því að upp­lýsa ekki um eign­ar­hald eða upp­runa pen­ing­anna sem streyma inn í suma fjöl­miðla. 

Íslenskir fjöl­miðlar eru langt frá því að vera yfir gagn­rýni hafnir eða nálægt því að vera full­komn­ir. Þeir eru hins vegar um margt betri en umgjörðin sem þeim er sett verð­skuld­ar. Ef Bjarni Bene­dikts­son hefur í raun og veru áhyggjur af stöðu fjöl­miðla á Íslandi, þá skora ég á hann að gera eitt­hvað í mál­inu fyrir alvöru. Hann er jú eftir allt saman einn af fáum mönnum á Íslandi sem getur gert tals­vert meira en bara skrifa Face­book-sta­tus um mál­ið.  

Auglýsing


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi
None
Kjarninn 25. september 2021
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None