Auglýsing

Nýr meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur var myndaður í síðustu viku. Á blaðamannafundi var það fyrst og síðast kynnt hvaða embættum meirihlutinn hyggst gegna næstu fjögur árin, hvað þau væru ánægð með þau og síðan var málefnasáttmála dreift. Fyrsti fundur borgarstjórnar fór síðan fram á þriðjudag.

Flokkarnir fjórir sem nú mynda meirihluta voru sammála um margt og ber málefnasáttmálinn þess merki. Samgöngu- og skipulagsstefna allra flokkanna er keimlík, umhverfis- og jafnréttisstefna og önnur mál sem þeir eiga sameiginlega í borgarsýn sinni. Allir myndu þeir flokkast sem tiltölulega frjálslyndir, að minnsta kosti á blaði. Hins vegar er augljóslega um fjóra mismunandi flokka að ræða og margt sem var illa eða bara ekki samrýmanlegt í stefnum þeirra enda spanna þeir nokkuð breitt pólitískt litróf.

Frjálslyndir hægri kjósendur Viðreisnar virðast fljótt á litið fá lítið fyrir sinn snúð. Ekki þannig að það sé ekki hægt að benda á ákveðin loforð sem fá sinn sess í sáttmála flokkanna. Þau eru sannarlega þarna. En hvorugur fulltrúa flokksins sem rataði í borgarstjórn ætlar sér að stýra einhverju málefnaráði eða -nefnd innan borgarinnar.

Auglýsing

Hvorugur þeirra ætlar sér sem sagt að halda utan um málefnin, þar sem stefnan er mótuð og ákvarðanirnar raunverulega undirbúnar og teknar óformlega. Pawel Bartozsek verður forseti borgarstjórnar, sem er eins konar fundarstjórastaða, í þrjú ár og oddvitinn, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, verður formaður borgarráðs, sem er eins konar framkvæmdastjóri. Þrátt fyrir að völd séu vissulega fólgin í þessum embættum er hægt að fullyrða að enginn kjósenda Viðreisnar hafi vonast eftir, þegar flokkurinn ákvað að ganga inn í hlutverk Bjartrar framtíðar í gamla meirihlutanum, að borgarfulltrúarnir tveir fengju fyrst og síðast feit embætti frekar en tækifæri og aðgang að raunverulegum breytingum á því sem kjósendum fannst aflaga hafa farið hjá vinstri meirihlutanum í borginni undanfarin fjögur ár eða lengur.

Samfylkingin hins vegar hefur tögl og hagldir í borgarstjórninni. Hún heldur áfram forræði yfir skólamálunum, en staða þeirra var harðlega gagnrýnd í baráttunni í aðdraganda kosninganna, með sama mann, Skúla Helgason í brúnni. Flokkurinn mun einnig stjórna velferðarmálunum, sem ekki síður hafa hlotið gagnrýni, og með þessu tvennu móta stefnu í tveimur lang útgjaldafrekustu verkefnasviðum borgarinnar. Oddvitinn Dagur B. Eggertsson heldur síðan borgarstjórastólum og verður þar með áfram andlit meirihlutans út á við. Sú seta var reyndar helsta kosningarstefna Samfylkingarinnar í kosningunum, auk þess sem hann gerði út á meira af því sama, sem ljóst er að hugnast mörgum borgarbúum. Og reyndar Miklubraut í stokk sem hvorki sést tangur né tetur af í meirihlutasáttmálanum.

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna á erfitt verk fyrir höndum. Hún var forseti borgarstjórnar á nýliðnu kjörtímabili, hlutverk sem gerði það að verkum að borgarfulltrúinn sást við fá tilefni önnur en við fundarstjórn borgarstjórnarfunda. Það leiddi meðal annars af sér að flokkurinn rétt skreið inn í borgarstjórn með Líf eina sem borgarfulltrúa. Það verður sótt hart að henni af hálfu hins skelegga fulltrúa Sósíalistaflokksins, sem var tilbúin með sjö tillögur um hin ýmsu mál á fyrsta fundi. Ljóst er að hún mun sinna aðhaldshlutverki sínu vel.

Píratar hófu sinn fyrsta fund í fullkominni þversögn við sjálfa sig. Þessi flokkur sem stofnaður er um meira lýðræði og gegn miðstýringu valds hafnaði beiðni minnihlutans um að fá formennsku í nefndum. „Píratar í Reykjavík leggja ríka áherslu á umbætur á sviði stjórnsýslu og lýðræðis,“ segir í stefnumálum flokksins. Minnihlutinn benti á að þrátt fyrir að vera með færri borgarfulltrúa væri hann með meirihluta kjósenda að baki sér. Eðlilegt væri að vægi þeirra í nefndum og ráðum endurspeglaði þá staðreynd að einhverju leyti. Þetta er augljóslega ekki ný hugmynd og er fyrirkomulag sem meiri- og minnihluti Alþingis hefur komið sér saman um og gengið ágætlega. Og þetta þekkja Píratar vel enda gegnir fulltrúi þeirra formennsku í velferðarnefnd Alþingis. En þetta kom ekki til greina í borgarstjórn Pírata.

Það tók minnihlutann innan við klukkustund að setja fyrsta fund borgarstjórnarinnar í uppnám vegna illdeilna við skipan í nefndir á þriðjudag. Þessi forsmekkur sýnir að hart verður sótt að meirihlutanum úr öllum áttum. Frá hægri af hálfu Sjálfstæðis- og Miðflokkanna, frá vinstri af hálfu Sósíalistaflokksins og jafnvel Flokks fólksins, en ekki síður að ofan þar sem sannarlega má finna frjálslyndi í einstökum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og að neðan í sterku íhaldi annarra fulltrúa þess flokks sem og Miðflokksins og Flokki fólksins.

Meirihluti borgarstjórnarinnar á erfitt verk fyrir höndum. Viðreisn, fjórða hjólið undir vagni fallins meirihluta, þarf að bjóða kjósendum sínum upp á meira en 0,05 prósent lækkun á fasteignaskatti atvinnuhúsnæðis og frekari gjaldtöku bílastæða. Skólamálin, stjórnkerfi borgarinnar, aukin tækifæri einkaaðila og húsnæðismálin í borginni verða undir smásjá kjósenda næstu fjögur árin. Ellegar mun flokkurinn eiga það á hættu að lenda í því sama og Vinstri græn gerðu, að hverfa inn í Samfylkinguna hægt og rólega. Vinstri græn munu með sama hætti þurfa að sýna hvað í þeim býr. Þó er hætt við því að harður kjaravetur geti reynst flokknum erfiður, í ljósi þess að afar stór hluti borgarstarfsmanna eru konur, og meirihlutinn lofar að útrýma með öllu kynbundnum launamun. Þá þurfa nýir borgarfulltrúar Pírata að passa upp á að tapa ekki sinni sérstöðu um gagnsæi, lýðræði og ný vinnubrögð.

Þó að samstarf fjögurra flokka í borgarstjórn síðustu fjögur árin hafi gengið vel er ljóst að útkoma þess samstarfs hafði afar ólík áhrif á stöðu þeirra í kosningum. Allir fjórir munu þurfa að berjast fyrir að halda sinni sérstöðu í samstarfinu nú, og passa að nýliðin saga endurtaki sig ekki – að þeir verði allir fjórir einfaldlega einn Flokkur Dags B. Eggertssonar í Reykjavík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari