Auðvitað mega karlmenn reyna við konur

Er #metoo-byltingin að fara „út í öfgar“? Bára Huld Beck veltir fyrir sér viðmiðum um hvað „eðlilegt“ þyki í þessum efnum.

Auglýsing

Í síðastliðinni viku birtust fréttir þess efnis að 100 franskar konur hefðu skrifað undir opið bréf þar sem þær gagnrýna #metoo-byltinguna og kalla hana nýja hrein­trú­ar­stefnu. Í bréfinu tala þær um norna­veiðar sem geti ógnað kyn­ferðis­legu frelsi fólks.

„Nauðgun er glæp­ur,“ segja þær en líta aftur á móti á að það að reyna að tæla ein­hvern, hvort sem það er gert ít­rekað eða ekki, sé ekki glæp­ur.

Franska leik­kon­an Cat­her­ine Deneu­ve er ein þeirra sem skrifaði undir bréfið og hefur hún verið mikið í kastljósinu í kjölfarið. Hún seg­ir sem sagt að karl­ar megi reyna við kon­ur á sama tíma og kyn­ferðis­legt of­beldi sé glæp­ur.

Auglýsing

Kerfisbundið valdaójafnvægi

Eins og það er foráttuheimskulegt að segja kynferðislega áreitni vera viðreynslu þá er nauðsynlegt að ræða allar hliðar og þræða sig í gegnum röksemdafærsluna. Fyrsta skrefið er að lesa frásagnirnar sem um ræðir. Er eitthvað í þeim sem segir okkur að konur séu að gera of mikið úr því sem þær upplifa? Lýsa þessar sögur „eðlilegum“ samskiptum milli kynjanna?

Nærtækast er að skoða sögur íþróttakvenna á Íslandi sem birtust í vikunni. Óþarft er að tilgreina eða taka út einstakar sögur en þess í stað nauðsynlegt fyrir hvern og einn með að kynna sér vel þessar frásagnir.

Þessar frásagnir byggja ekki á saklausum athugasemdum, heldur kerfisbundnu valdaójafnvægi og níðingsskap. Auðvitað eru þær misgrófar en áreitni er einmitt þannig: misgróf.

En er hér verið að tala sama tungumál og frönsku konurnar? Erum við öll með sama viðmið á hvað sé „eðlilegt“ og hvað ekki?

Viðmið ólík milli menningarheima

Viðhorfið sem birtist í bréfi frönsku kvennanna virðist ekki einungis eiga við Frakkland; nokkrar íslenskar konur hafa lýst áhyggjum sínum af því að gengið sé of langt, þó ekki hafi raddir þeirra farið hátt, það er að það sé í góðu lagi að leggja hönd á hné eða stela kossi.

Þó get ég staðfest af persónulegri reynslu að viðmið eru ólík milli menningarheima og fann ég það glögglega þegar ég var tvítug „bionda“ nýkomin til Ítalíu og hafði ekki hugmynd um hvað kynferðisleg áreitni gæti orðið gróft og ömurlegt.

Ég tók strax eftir því að karlmenn hegðuðu sér öðruvísi í litla bænum sem ég bjó í rétt hjá Flórens miðað við það sem ég var vön hér á landi. Ekki þótti tiltökumál þegar þeir blístruðu á eftir konum, gláptu, blikkuðu og í grófari tilfellum klipu í rass eða struku læri. Eftir ákveðið menningarsjokk þá vandist áreitnin óhemju fljótt.

Aldrei upplifði ég þó grófa áreitið sem viðreynslu. Alltaf leið mér bagalega á eftir, ég hristi tilfinninguna af mér og hélt áfram veginn. Ég var ung og hélt að þetta ætti að vera svona.

Blússandi aðlögunarhæfni

Eftir nokkuð marga mánuði var ég komin með góðan skráp fyrir þessu. Ég hunsaði blístrin, köllin og þegar karlar reyndu að fara með höndina undir pilsið hjá mér í vinnunni, þar sem ég starfaði sem gengilbeina, var ég fljót að vippa mér frá, annað hvort láta eins og ekkert hefði í skorist eða hlæja vandræðalega.

Eftir ársdvöl var förinni heitið heim á ný og þar tók við annað menningarsjokk. Enginn blístraði eða kallaði á eftir mér úti á götu og allra fyrstu viðbrögðin voru að pæla í því af hverju svo væri; er ég ekki nógu falleg fyrir þessa gosa til að fá kall eða svo? Aðlögunarhæfnin var svo gríðarleg að þetta áreiti varð mitt norm. Fyrir mér var þetta orðið „eðlilegt“ og þrátt fyrir óþægindin var ég farin að sætta mig við þetta. Konur láta sig hafa það að komið sé fram við þær á ákveðinn hátt til þess að geta funkerað í daglegu lífi.

Þetta tímabil varði í mjög stuttan tíma, því léttirinn tók nánast strax við. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikið þetta reyndi á mig fyrr en ég komst út úr aðstæðunum.

Allir mega reyna við alla

Þrátt fyrir ólíkar birtingarmyndir þá komst ég að því næstu ár að áreitni væri auðvitað líka til staðar á landinu mínu. Það lýsti sér einungis öðruvísi. Ég vann við þjónustustörf í fjölda ára á kaffihúsum og veitingastöðum og þar fann ég dálaglega fyrir áreitninni. Lúmskara var hún en alls ekki betri. 

Þannig að þegar einhver segir að karlar megi nú alveg reyna við konur, að þessi #metoo-bylting sé komin út í öfgar, þá má og á jafnvel að ræða það. Og segja: auðvitað mega karlar reyna við konur. Og konum er líka velkomið að reyna við karla. Og karlar við karla og konur við konur. En viðreynsla mun aldrei gefa þetta óbragð í munni og vanlíðan á sama hátt og áreitnin gerir. Tilfinningin gefur til kynna hvort um áreitni sé að ræða eða saklaust daður og hægt er að treysta þessari tilfinningu.

Hvernig geta það verið nornaveiðar þegar konur lýsa tilfinningum, reynslu og upplifun af ákveðinni hegðun? Er það einmitt ekki klassísk aðferð þeirra sem vilja kenna fórnalömbum um? Allavega er ég sannfærð, eftir að hafa lesið þessar hundruð sagna sem komið hafa fram í síðustu misserum, að áreitnin, ofbeldið og mismununin er raunveruleg en ekki hluti af „eðlilegum“ samskiptum milli kynjanna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiÁlit