Konur í íþróttum segja sögur af kynferðisofbeldi og áreitni

Tæplega fimm hundruð íþróttakonur skrifa undir yfirlýsingu og skora á félögin að bregðast við. Dæmi um að þjálfari hafi fagnað nauðgun.

Mynd: pxhere.com
Auglýsing

Konur í íþróttum hafa sent frá sér yfirlýsingu og samantekt sagna af kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í tengslum við metoo-byltinguna.

Þær segja ljóst að kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun vera vandamál í hinum karllæga íþróttaheimi Íslands líkt og á öðrum stöðum í samfélaginu. Þær segja sjást í frásögnunum að vandann megi finna í framkomu þjálfara, stjórnarmanna, nuddara og sjúkraþjálfara, dómara, sjálfboðaliða, fjölmiðla, sem og hjá öðrum iðkendum.

Ein sagan greinir frá því að eftir að íþróttakonu var nauðgað af þjálfara sínum hafi hún grennst töluvert og átt mjög erfitt með að borða og sofa. Hún hafi síðan greint tveimur landsliðsþjálfurum frá nauðguninni svo þeir vissu hvað hún var að ganga í gegnum. Nokkrum dögum síðar hafi einn aðstoðarlandsliðsþjálfari komið upp að henni og sagt að hún ætti að líta á björtu hliðarnar, kannski var það gott að henni hafi verið nauðgað því nú væri hún svo grönn.

Hægt er að lesa allar sögur íþróttakvenna hér.

„Mikið valdamisræmi er á milli iðkenda annars vegar og þjálfara og annarra sem starfa í kringum íþróttina hins vegar. Vandamálið er sérstaklega viðkvæmt þar sem stór hluti iðkenda eru börn og unglingar. Hvers konar ofbeldi og áreitni grefur undan sjálfstrausti, sjálfsvirðingu og vellíðan og fyllir þann sem fyrir því verður af skömm, sjálfsásökunum og ótta sem svo hefur áhrif á árangur,“ segir í yfirlýsingu frá hópnum.

Auglýsing
Konurnar segja fordæmi fyrir því að konur sem staðið hafa á rétti sínum og látið vita af ofbeldi sem þær hafa verið beittar, fái á sig orð fyrir að vera erfiðar í samstarfi með tilheyrandi útskúfun og óréttlæti, ef það á annað borð er tekið mark á orðum þeirra. Gerendur sem hafa verið reknir á einum stað séu einfaldlega ráðnir annars staðar. Einnig séu dæmi um það að íþróttafélög hafi ekkert gert í málunum þrátt fyrir að brot geranda hafi verið upplýst.

„Stúlkur og konur eiga skilið að fá að iðka íþrótt sína í öruggu umhverfi og vera lausar við kynbundið misrétti og kynferðislega áreitni af öllum toga. Við setjum því fótinn niður og biðjum um leikhlé. Við sættum okkur ekki við mismunun, ofbeldi eða áreitni og köllum eftir breytingum,“ segja konurnar.

Þær krefjast þess að málið sé tekið föstum tökum, að öll íþróttafélög, sérsambönd, þjálfarar og aðrir innan íþróttanna, líti í eign barm og lofi stúlkum og konum breytingum til frambúðar. Þá krefjast þær þess að umhverfi íþróttanna breytist, að konum sé gert kleift að segja frá ofbeldi án þess að það komi niður á framtíðarmöguleikum þeirra innan íþróttarinnar, að á þær sé hlustað, að með þeim sé staðið og að þeim sé trúað. Síðast en ekki síst krefjast þær þess að geta stundað íþróttir án þess að verða fyrir ofbeldi eða áreitni.

Undir yfirlýsinguna skrifa 462 íþróttakonur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent