Stjórn KSÍ mun sitja áfram – en hún segist trúa þolendum og biður þá afsökunar

Stjórn KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana um ofbeldi og áreitni af hendi landsliðsmanna.

Fótbolti
Auglýsing

Vinna mun hefj­ast með utan­að­kom­andi fag­að­ilum um að end­ur­skoða öll við­brögð við kyn­ferð­is­brotum og ofbeldi innan KSÍ og hvernig staðið var og verður að stuðn­ingi við þolend­ur. Fag­hópur verður settur á lagg­irnar og heitir stjórn KSÍ því að taka á þessum málum af alvöru og festu og fylgja ráð­legg­ingum fag­hóps­ins.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá stjórn KSÍ sem hún sendi frá sér rétt í þessu. Hún mun sitja áfram en fyrr í dag greindi Kjarn­inn frá því að Guðni Bergs­son myndi hætta sem for­maður sam­bands­ins.

Stjórnin hefur fundað und­an­farna daga um þær alvar­legu ásak­anir sem beinst hafa að sam­band­inu að und­an­förnu um þöggun kyn­ferð­is­brota. „Við lítum málið afar alvar­legum aug­um,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

„Þar til annað verður ákveðið munu vara­for­menn stjórnar sinna verk­efnum sem eru á hendi for­manns. Allir stjórn­ar­menn hafa íhugað stöðu sína. Til að tryggja órofna starf­semi sam­bands­ins þá er nið­ur­staða stjórnar að skyn­sam­legt sé að hún sitji áfram fram að næsta árs­þingi KSÍ sem haldið verður í febr­úar á næsta ári en þá verður kosið til stjórn­ar,“ segir enn fremur í yfir­lýs­ing­unni.

Hér fyrir neðan má lesa yfir­lýs­ing­una í heild sinni:

Kæru þolend­ur, við í stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands trúum ykkur og biðjum ykkur inni­lega afsök­un­ar. Við vitum að við sem ábyrgð­ar­að­ilar höfum brugð­ist ykkur og við ætlum okkur að gera bet­ur. Stjórnin hefur fundað und­an­farna daga um þær alvar­legu ásak­anir sem beinst hafa að sam­band­inu að und­an­förnu um þöggun kyn­ferð­is­brota. Við lítum málið afar alvar­legum aug­um. Nú þegar hefst vinna með utan­að­kom­andi fag­að­ilum um að end­ur­skoða öll við­brögð við kyn­ferð­is­brotum og ofbeldi innan hreyf­ing­ar­innar og hvernig staðið var og verður að stuðn­ingi við þolend­ur. Fag­hópur verður settur á lagg­irnar og heitir stjórn KSÍ því að taka á þessum málum af alvöru og festu og fylgja ráð­legg­ingum fag­hóps­ins. Við viljum auk þess biðja þolendur eða aðra sem hafa upp­lýs­ingar um alvar­legt ofbeldi innan hreyf­ing­ar­innar að leita til okk­ar. Við munum taka vel á móti ykk­ur, við viljum að málin fari í við­eig­andi far­veg og viljum tryggja að ábyrgð ofbeldis verði sett á réttan stað, á herðar ger­enda en ekki þolenda.

Við ætlum að lag­færa þá hluti sem farið hafa aflaga og skoða frá grunni þá menn­ingu sem við lýði er innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar með það fyrir augum að öll sem að starfi þess koma fái upp­lifað vel­ferð og öryggi, um leið og hlustað er á þolendur og til­lit tekið til þeirra hags­muna.

Vegna yfir­lýs­ingar sem stjórnin sendi frá sér þann 17. ágúst sl. þar sem brugð­ist var við ásök­unum um ofbeldi leik­manna karla­lands­liðs­ins, er rétt að taka fram að yfir­lýs­ingin byggð­ist á tak­mörk­uðum upp­lýs­ingum sem þá lágu fyrir hjá stjórn, en þar vant­aði gögn og frek­ari upp­lýs­ing­ar, sem hafa komið í ljós á síð­ari stig­um. Við biðjum Hönnu Björgu Vil­hjálms­dóttur og aðra sem stóðu í fram­línu þess að benda á ofbeldið innan KSÍ afsök­unar á yfir­lýs­ing­unni sem gerði lítið úr þeirra ásök­unum og var laus við alla ábyrgð og ein­lægni.

Fyrir liggur að for­maður stjórnar KSÍ hefur sagt af sér og þannig geng­ist við ábyrgð á með­ferð þeirra mála sem til umfjöll­unar hafa ver­ið. Þar til annað verður ákveðið munu vara­for­menn stjórnar sinna verk­efnum sem eru á hendi for­manns. Allir stjórn­ar­menn hafa íhugað stöðu sína. Til að tryggja órofna starf­semi sam­bands­ins þá er nið­ur­staða stjórnar að skyn­sam­legt sé að hún sitji áfram fram að næsta árs­þingi KSÍ sem haldið verður í febr­úar á næsta ári en þá verður kosið til stjórn­ar.

Við viljum ítreka að almennt starfs­fólk KSÍ hefur unnið verk sín af alúð og trú­mennsku og ber enga ábyrgð á þeirri atburð­ar­rás sem hefur verið í gangi.

Þessi mikla bylgja sem dunið hefur á síð­ustu vikur hreyfði við okkur öll­um. Sem hluti af stærstu sjálf­boða­liða­hreyf­ingu á Íslandi­skiptir máli hvað KSÍ segir og ger­ir. Við höfum aldrei verið jafn með­vituð um þetta eins og núna og munum leita hjálpar sam­fé­lags­ins til að gera rót­tækar breyt­ing­ar, hlúa að þolendum og vera hluti af lausn­inni. Þetta verk­efni mun taka tíma, en við ætlum að hefj­ast handa strax.

Knatt­spyrnu­hreyf­ingin er hluti af sam­fé­lag­inu, og við þurfum öll sem sam­fé­lag að gera betur í því að taka utan um þolendur og berj­ast gegn kyn­ferð­is­of­beldi.

Stjórn KSÍ: Ásgeir Ásgeirs­son, Bjarni Ólafur Birk­is­son, Björn Frið­þjófs­son, Borg­hildur Sig­urð­ar­dótt­ir, Gísli Gísla­son, Guð­jón Bjarni Hálf­dán­ar­son, Ingi Sig­urðs­son, Jakob Skúla­son, Jóhann Torfa­son, Magnús Gylfa­son, Orri Vignir Hlöðvers­son, Ragn­hildur Skúla­dótt­ir, Tómas Þór­odds­son, Val­geir Sig­urðs­son, Þor­steinn Gunn­ars­son og Þór­oddur Hjalta­lín.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttuð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði ráðin sem aðstoðarmaður ráðherra
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, hefur ráðið tvo aðstoðarmenn. Annar var einu sinni bæjarstjóri og síðar framkvæmdastjóri ASÍ um árabil.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent