Stjórn KSÍ mun sitja áfram – en hún segist trúa þolendum og biður þá afsökunar

Stjórn KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana um ofbeldi og áreitni af hendi landsliðsmanna.

Fótbolti
Auglýsing

Vinna mun hefj­ast með utan­að­kom­andi fag­að­ilum um að end­ur­skoða öll við­brögð við kyn­ferð­is­brotum og ofbeldi innan KSÍ og hvernig staðið var og verður að stuðn­ingi við þolend­ur. Fag­hópur verður settur á lagg­irnar og heitir stjórn KSÍ því að taka á þessum málum af alvöru og festu og fylgja ráð­legg­ingum fag­hóps­ins.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá stjórn KSÍ sem hún sendi frá sér rétt í þessu. Hún mun sitja áfram en fyrr í dag greindi Kjarn­inn frá því að Guðni Bergs­son myndi hætta sem for­maður sam­bands­ins.

Stjórnin hefur fundað und­an­farna daga um þær alvar­legu ásak­anir sem beinst hafa að sam­band­inu að und­an­förnu um þöggun kyn­ferð­is­brota. „Við lítum málið afar alvar­legum aug­um,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

„Þar til annað verður ákveðið munu vara­for­menn stjórnar sinna verk­efnum sem eru á hendi for­manns. Allir stjórn­ar­menn hafa íhugað stöðu sína. Til að tryggja órofna starf­semi sam­bands­ins þá er nið­ur­staða stjórnar að skyn­sam­legt sé að hún sitji áfram fram að næsta árs­þingi KSÍ sem haldið verður í febr­úar á næsta ári en þá verður kosið til stjórn­ar,“ segir enn fremur í yfir­lýs­ing­unni.

Hér fyrir neðan má lesa yfir­lýs­ing­una í heild sinni:

Kæru þolend­ur, við í stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands trúum ykkur og biðjum ykkur inni­lega afsök­un­ar. Við vitum að við sem ábyrgð­ar­að­ilar höfum brugð­ist ykkur og við ætlum okkur að gera bet­ur. Stjórnin hefur fundað und­an­farna daga um þær alvar­legu ásak­anir sem beinst hafa að sam­band­inu að und­an­förnu um þöggun kyn­ferð­is­brota. Við lítum málið afar alvar­legum aug­um. Nú þegar hefst vinna með utan­að­kom­andi fag­að­ilum um að end­ur­skoða öll við­brögð við kyn­ferð­is­brotum og ofbeldi innan hreyf­ing­ar­innar og hvernig staðið var og verður að stuðn­ingi við þolend­ur. Fag­hópur verður settur á lagg­irnar og heitir stjórn KSÍ því að taka á þessum málum af alvöru og festu og fylgja ráð­legg­ingum fag­hóps­ins. Við viljum auk þess biðja þolendur eða aðra sem hafa upp­lýs­ingar um alvar­legt ofbeldi innan hreyf­ing­ar­innar að leita til okk­ar. Við munum taka vel á móti ykk­ur, við viljum að málin fari í við­eig­andi far­veg og viljum tryggja að ábyrgð ofbeldis verði sett á réttan stað, á herðar ger­enda en ekki þolenda.

Við ætlum að lag­færa þá hluti sem farið hafa aflaga og skoða frá grunni þá menn­ingu sem við lýði er innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar með það fyrir augum að öll sem að starfi þess koma fái upp­lifað vel­ferð og öryggi, um leið og hlustað er á þolendur og til­lit tekið til þeirra hags­muna.

Vegna yfir­lýs­ingar sem stjórnin sendi frá sér þann 17. ágúst sl. þar sem brugð­ist var við ásök­unum um ofbeldi leik­manna karla­lands­liðs­ins, er rétt að taka fram að yfir­lýs­ingin byggð­ist á tak­mörk­uðum upp­lýs­ingum sem þá lágu fyrir hjá stjórn, en þar vant­aði gögn og frek­ari upp­lýs­ing­ar, sem hafa komið í ljós á síð­ari stig­um. Við biðjum Hönnu Björgu Vil­hjálms­dóttur og aðra sem stóðu í fram­línu þess að benda á ofbeldið innan KSÍ afsök­unar á yfir­lýs­ing­unni sem gerði lítið úr þeirra ásök­unum og var laus við alla ábyrgð og ein­lægni.

Fyrir liggur að for­maður stjórnar KSÍ hefur sagt af sér og þannig geng­ist við ábyrgð á með­ferð þeirra mála sem til umfjöll­unar hafa ver­ið. Þar til annað verður ákveðið munu vara­for­menn stjórnar sinna verk­efnum sem eru á hendi for­manns. Allir stjórn­ar­menn hafa íhugað stöðu sína. Til að tryggja órofna starf­semi sam­bands­ins þá er nið­ur­staða stjórnar að skyn­sam­legt sé að hún sitji áfram fram að næsta árs­þingi KSÍ sem haldið verður í febr­úar á næsta ári en þá verður kosið til stjórn­ar.

Við viljum ítreka að almennt starfs­fólk KSÍ hefur unnið verk sín af alúð og trú­mennsku og ber enga ábyrgð á þeirri atburð­ar­rás sem hefur verið í gangi.

Þessi mikla bylgja sem dunið hefur á síð­ustu vikur hreyfði við okkur öll­um. Sem hluti af stærstu sjálf­boða­liða­hreyf­ingu á Íslandi­skiptir máli hvað KSÍ segir og ger­ir. Við höfum aldrei verið jafn með­vituð um þetta eins og núna og munum leita hjálpar sam­fé­lags­ins til að gera rót­tækar breyt­ing­ar, hlúa að þolendum og vera hluti af lausn­inni. Þetta verk­efni mun taka tíma, en við ætlum að hefj­ast handa strax.

Knatt­spyrnu­hreyf­ingin er hluti af sam­fé­lag­inu, og við þurfum öll sem sam­fé­lag að gera betur í því að taka utan um þolendur og berj­ast gegn kyn­ferð­is­of­beldi.

Stjórn KSÍ: Ásgeir Ásgeirs­son, Bjarni Ólafur Birk­is­son, Björn Frið­þjófs­son, Borg­hildur Sig­urð­ar­dótt­ir, Gísli Gísla­son, Guð­jón Bjarni Hálf­dán­ar­son, Ingi Sig­urðs­son, Jakob Skúla­son, Jóhann Torfa­son, Magnús Gylfa­son, Orri Vignir Hlöðvers­son, Ragn­hildur Skúla­dótt­ir, Tómas Þór­odds­son, Val­geir Sig­urðs­son, Þor­steinn Gunn­ars­son og Þór­oddur Hjalta­lín.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent