Afleitur handavandi

Sumir karlar hafa „afleitan handavanda“ og eiga það til að fálma utan í konur. Svo segir í bók eftir Rannveigu Schmidt sem ber nafnið Kurteisi og kom út árið 1945.

Auglýsing

Rann­veig Þor­varð­ar­dóttir fædd­ist árið 1892. Hún flutt­ist til Banda­ríkj­anna árið 1925 með seinni eig­in­manni sín­um, Adam Vil­helm Schmidt. Árið 1944 kom út bók hennar Hugsað heim. Í for­mál­anum eftir Hall­dór Kiljan Lax­ness lýkur hann lofs­orði á hve menn­ing­ar­leg Rann­veig hafi verið og skarað fram úr kyn­systrum sínum í þeim efn­um. Rann­veig lést í San Frans­isco sex­tug að aldri árið 1952.

Rann­veigu, líkt og Lax­ness, virð­ist hafa verið mikið í mun að reyna að sið­bæta og fága sam­landa sína. Í bók­inni Kurt­eisi nefnir hún að sumir spyrji hvers vegna fara eigi eftir föstum reglum í umgengni og hvort ekki sé best að hver komi til dyr­anna eins og hann er klæddur í stað þess að fylgja „alls konar hégilj­u­m“. Í svari sínu við þessum vanga­veltum bendir Rann­veig á mik­il­vægi þess að kunna að haga sér innan um annað fólk og að í raun sé kurt­eisi fólgin í því að taka til­lit til ann­arra og meta það meir en það sem manni sjálfum finnst þægi­leg­ast og hent­ug­ast. Hún hvetur mæður til að kenna börnum sínum að losna við feimni og heim­ótt­ar­skap, læra að hegða sér prúð­mann­lega og vera upp­lits­djörf án allrar til­gerð­ar, blátt áfram og ein­arð­leg í fram­komu, því að þá séu meiri líkur á að þeim vegni vel.

Bókin er eðli­lega barn síns tíma og margar ráð­legg­ingar sem eiga ekki lengur við sbr. hver eigi að kveikja í sígar­ettu fyrir hvern og hvernig kynin eigi að koma fram hvort við ann­að. Grunn­tónn­inn er hins vegar sannur og ljóst að Rann­veig hefur viljað leggja sitt af mörkum til að bæta líf fólks.

Auglýsing

Kurt­eisi og kropps­leg umhirða

Ein­föld áminn­ing Rann­veigar um að muna eftir að taka hátt­vís­ina með þegar við förum út úr dyr­unum á heim­ili okkar er alltaf jafn þörf. Einnig mættu margir taka til sín ráð um að taka þrifa­bað dag­lega – líka þá sem hafa „vatns­skrekk“ – og klæða sig á hverjum morgni „eins og þeir mundu verða fyrir slysi þann dag­inn“. Meiri háð­ung er vart hægt að hugsa sér en að hjúkr­un­ar­fólk verði vitni að sóða­legum nær­klæðn­aði manns og krímugum krik­um.

Að kunna á síma

Rann­veig er með­vituð um fram­rás tím­ans með öllum sínum breyt­ing­um. Sumt er jákvætt og nefnir hún að smátt og smátt hafi útvarpið og sím­inn breytt kurt­eis­is­regl­unum í heim­inum og gert sam­kvæm­is­regl­urnar miklu auð­veld­ari og ein­fald­ari. Að mörgu er þó að gæta og brýnir hún fyrir fólki að muna þegar það talar í síma að við­mæl­and­inn sjái það ekki. „Við segjum oft ýmis­legt í gamni og brosum um leið ... en sá sem er við hinn enda síma­lín­unnar sér ekki brosið okk­ar.“ Vera má að skarp­skyggni Rann­veigar hafi stuðlað að til­urð broskarla og ann­arra til­finn­inga­tákna sem sann­ar­lega hafa leyst þennan sam­skipta­vanda að hluta í seinni tíð.

Þótt tæknin hafi auð­veldað líf okkar er ekki eins öruggt að Rann­veig kynni að meta allar kurt­eis­is­venjur nútíma­manns­ins t.d. hvað varðar síma­notkun á almanna­færi. Einn ósið nefnir hún sem hefur aug­sýni­lega ekki batnað í tím­ans rás með til­komu tækn­inn­ar. „Við fyr­ir­lestra sér maður oft skrítin fyr­ir­brigði – og oft ókurt­eisi. Ég hef séð fólk sitja með bók og vera að lesa í henni meðan ein­hver fyr­ir­les­ari hefur verið að tala. Það er ekki aðeins rudda­legt, en blátt áfram ill­gjarnt að gera slíkt.“

Afleitur handa­vandi

Í seinni tíð hefur athyglin góðu heilli beinst að því hve óvið­eig­andi athæfi dóna­karla er. Til skamms tíma töldu margir að þeir væru að upp­fylla karl­mann­lega skyldu sína með því að klípa og þukla kven­fólk líkt og hvern annan búpen­ing, ásamt því að auð­sýna marg­vís­legan og ólíð­andi frunta­skap af öðru tagi. Vissu­lega er sá vandi ekki úr sög­unni, en Rann­veig kemur inn á þennan ósóma í kafl­anum „Fruss­arar og ann­að“ þar sem hún gefur m.a. ráð „við áleitnum karl­mönn­um“. Þar nefnir hún dæmi um konu í sófa með eldri karli sem hefur „ungar til­hneig­ing­ar“ og fálmar utan í kon­una „já, hefur afleitan handa­vanda“. Á þessum tíma var umræðan um kyn­ferð­is­lega áreitni varla á frum­stigi. Rann­veig ráð­leggur kon­unni því að hvísla að dón­anum að hún þori ekki að sitja hjá honum leng­ur, þar sem hann sé „allt of hættu­leg­ur“ og átti hann að taka því sem gull­hömr­um. Eins gott að styggja ekki siðleysingja á þessum árum.

Rann­veig Schmidt var víð­reist kona og náði góðu sjón­ar­horni á hegðun sam­landa sinna jafnt og ann­arra. Hún ítrek­aði að þótt sinn siður væri í hverju landi og víst að umgengn­is­reglur tækju breyt­ingum í takt við tím­ann, þá héld­ist þörfin fyrir hátt­vísi og til­lits­semi óbreytt um aldur og ævi. Því verður seint á móti mælt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar