Auglýsing

Bloomberg greindi frá því gær að Amazon væri nú með uppi áform um að opna allt að 3 þús­und versl­anir sem byggja á sjálfs­af­greiðslu­tækni fyr­ir­tæk­is­ins, sem það hefur þróað und­an­farin ár. Ein verslun hefur verið opin fyrir starfs­fólki Amazon í næstum þrjú ár, á höf­uð­stöðva­svæði fyr­ir­tæk­is­ins í Seatt­le, en hún var opnuð fyrir almenn­ingi í lok árs 2016.

Versl­unin heitir Amazon Go. Við­skipta­vinir ganga inn í búð­ina, skrá sig inn með Appi í síma, finna vörur og ganga síðan út. Engir búð­ar­kassar og engar rað­ir.

Þús­undir stað­setn­inga

Frétt Bloomberg var ekki ný af nál­inni fyrir þá sem hafa fylgst vel með þessum áformum Amazon. Fyrir rúm­lega tveimur árum greindi Wall Street Journal frá því að Amazon hefði með leyni­legum hætti tryggt sér meira en 2 þús­und stað­setn­ingar fyrir versl­anir í borgum í Banda­ríkj­un­um, þar sem Amazon Go tæknin yrði grunn­ur­inn að versl­un­inni.

Auglýsing

Amazon neit­aði að stað­festa frétt­ina og sendi frá sér yfir­lýs­ingu um að áformin væru ekki uppi á borð­um. Fyrir skráð félag geta svona stór­tæk áform verið stór­mál vita­skuld. Í ágúst í fyrra steig Amazon stórt skref inn á hefð­bund­inn versl­ana­markað með kaupum á Whole Foods upp á 13,7 millj­arða Banda­ríkja­dala. Whole Foods er með um 500 versl­an­ir, á verð­mætum stöð­um, og hefur auk þess inn­leitt gæða­staðla­kerfi sem þykir með því áreið­an­leg­asta og besta sem völ er á.

Fyrir alla þá sem hafa farið í Amazon Go verslun fyr­ir­tæk­is­ins þá blasir við að tæknin kúvendir smá­sölu­verslun eins og við þekkjum hana. Það er upp­lifun að ganga inn og út, og fá svo strim­il­inn sendan í sím­ann, sem sýnir meðal ann­ars hvað við­skipta­vin­ur­inn var lengi inn í versl­un­inni upp á sek­úndu.

Ýmsir hafa lýst yfir áhyggjum af því að tæknin muni eyða mörg hund­ruð þús­und störfum í smá­sölu í Banda­ríkj­unum og lík­lega millj­ónum á heims­vísu í fram­tíð­inni. En það er fleira sem hangir á spýt­unni og ekki ólík­legt að önnur störf komi í stað­inn.

Þegar strik­a­merkin komu fram í verslun var mikil umræða um svip­aða hluti. Störfin myndu fara og versl­unin verða óper­sónu­legri og upp­lifun við­skipta­vina verri. Þetta má til sanns vegar færa en eng­inn efast um að strik­a­merkin - sem þeir Bón­us­feðgar Jón Ásgeir Jóhann­es­son og Jóhannes Jóns­son leiddu fyrst fram hér á landi - hafa gert verslun hag­kvæm­ari og stuðlað að lægra verði. Önnur störf hafa sprottið upp í stað þeirra sem hag­kvæmnin ruddi úr vegi.

Helsti ávinn­ing­ur­inn er líka meiri yfir­sýn í rekstri sem auð­veldar hina enda­lausu leit að jafn­vægi á milli inn­kaupa og síðan sölu til við­skipta­vina.



Mikil afleidd áhrif

Tæknin hjá Amazon byggir á mynda­véla- og skynjara­bún­aði í lofti versl­ana sem fylgist með og nemur það sem er að ger­ast hjá við­skipta­vinum af mik­illi nákvæmni.

Ég próf­aði þetta sjálfur um dag­inn og tók skyr­dollu úr hillu og setti í pok­ann hjá þeim sem var með mér, alveg þétt við hlið­ina á mér. Þetta dugði ekki til, ég fékk reikn­ing­inn (Þetta barst í tal í umfjöllun Tækni­varps­ins, þar sem Amazon Go heim­sókn var til umfjöll­unar). Það er ómögu­legt að stela úr versl­un­inni ef þú kemst inn í hana á annað borð með inn­skrán­ingu. Því App-ið er ekki upp­sett nema með teng­ingu við greiðslu­kort og svæðið þitt hjá Amazon. Reikn­ing­ur­inn fer þangað að lok­um, alveg sama hvað fólk reyn­ir.

Bún­að­ur­inn frá Amazon gerir versl­unum mögu­legt að nýta mun betur versl­un­ar­rými og skipu­leggja hvern fer­metra bet­ur. Bæði hvað varðar lager - sem í til­felli Amazon er að mestu tölvu­stýrður með sjálf­virkum áfyll­ingum í „bak­enda“ versl­un­ar­innar - og inn í versl­un­inni sjálfri. 

Tölu­vert hefur verið skrifað um það í grein­ingum á Amazon Go tækn­inni að svo gæti farið að tæknin sjálf verði það sem Amazon muni leggja áherslu á í fram­tíð­inni. Þannig geti versl­anir keypt tækn­ina til notk­unar og fyr­ir­tækið síðan greitt mán­að­ar­gjald til Amazon fyrir nota tækn­ina.

Ekki liggur fyrir ennþá hvernig þetta verður hugsað en margt bendir til þess að Amazon ætli sér að verða að risa í hefð­bund­inni smá­sölu alveg eins og í verslun á net­inu. Þannig verður Amazon án ef stærsti kaup­maður á horni sem fyr­ir­finnst í ver­öld­inni, áður en langt um líð­ur, og vex síðan með ótrú­legum hraða í net­verslun sömu­leið­is.

Sam­keppn­is­spurn­ingar vakna

Þó þessi magn­aða tækni Amazon sé heill­andi - og auð­velt að sjá fyrir sér að hún muni gjör­breyta verslun og þjón­ustu almennt (stutt í að lest­ar­stöðvar og slíkir staðir verða með slíka tækni) - þá vakna einnig spurn­ingar um hvort þessi risa­væð­ing í tækn­inni sé æski­leg.

Amazon hefur t.d. nú þegar stigið stór skref inn í fjár­mála­geir­ann með greiðslu­tækni sinni, Amazon Pay, og einnig nýjum lausn­um. Í vor hóf fyr­ir­tækið að bjóða Amazon Prime not­end­um, sem er nú rúm­lega 120 millj­ón­ir, að fá Amazon greiðslu­kort í sam­starfi við við­skipta­banka, þar sem eru fastir afslættir ef verslað er við Amazon (5 pró­sent) og síðan 2 pró­sent afsláttur af allri annarri velt­u. 

Þetta þykja góð kjör en kortið er frítt og er inn í árgjaldi Amazon Prime not­enda. 

Hvar eiga mörkin að liggja? Hvenær er ein­ok­un­ar­staða búin að myndast? Hvernig verða mark­aðir skil­greindir í fram­tíð­inni, þegar tæknin virð­ist vera að brjóta upp hefð­bundnar mark­aðs­skil­grein­ingar og setja þannig lög og reglur að mörgu leyti í upp­nám? Á það að verða eðli­legt að smá­sölu­fyr­ir­tæki geti líka verið fjár­mála­fyr­ir­tæki? Getur verið að tæknirisarnir séu nú þegar búnir að gjör­breyta sam­keppn­isum­hverf­inu þannig að núver­andi lög­gjöf er ein­fald­lega úrelt?

Mark­aðs­hlut­deild Amazon er nú þegar orðin mikil á Íslandi, svo dæmi sé tek­ið, með verslun á net­inu. Mark­aðsvirði Amazon nemur í dag 950 millj­örðum Banda­ríkja­dala, en til sam­an­burðar þá nemur virði allra skráðra félaga á Íslandi um 10 millj­örðum Banda­ríkja­dala.

Mik­il­vægt er fyrir lög­gjafann á Íslandi, og reyndar smá­sölu­geir­ann í heild, að greina þessar spurn­ingar vel, sam­hliða því að þessi tækni er nú að fara ryðj­ast yfir heim­inn með fyr­ir­sjá­an­legum breyt­ing­um. 

Alveg eins og þegar Jón Ásgeir og Jóhannes komu fram með strik­a­merk­in, þá verður ekki aftur snúið þegar ný og bylt­ing­ar­kennd tækni er tekin í notkun eins og sú sem Amazon hefur þró­að. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari