SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun

SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“

Vogur
Auglýsing

Fram­kvæmda­stjórn SÁÁ for­dæmir í yfir­lýs­ingu sem send var í kvöld hegðun Ein­ars Her­manns­son­ar, fyrrum for­manns sam­tak­anna. Einar sagði af sér for­mennsku í gær eftir að Stundin hóf rann­sókn á kaupum hans á vændi af konu sem glímdi við fíkni­vanda og var síðar skjól­stæð­ingur SÁÁ.

Í yfir­lýs­ing­unni segir að „traust og trún­aður skjól­stæð­inga okk­ar, starfs­manna og lands­manna allra er lyk­ill­inn að til­veru SÁÁ. Undir því trausti viljum við rísa. Við munum ráð­ast í gagn­gera skoðun og nauð­syn­legar umbætur á öllu okkar starfi og kapp­kosta að tryggja öryggi skjól­stæð­inga okkar sem margir eru í við­kvæmri stöð­u.“

Þar kemur enn fremur fram að fram­kvæmda­stjórn SÁÁ muni boða til fundar í aðal­stjórn SÁÁ föstu­dag­inn 28. jan­úar næst­kom­andi kl. 17.15 til að kjósa nýjan for­mann sam­tak­anna. „Um­fram allt stöndum við með þolend­um.“

Auglýsing
Einar sendi frá sér yfir­­lýs­ingu í gær þar sem hann greindi frá afsögn sinni. Þar sagði hann ástæð­una vera þá að hann svar­aði fyrir nokkrum árum aug­lýs­ingu á net­inu „þar sem í boði var kyn­líf gegn greiðslu.“ Einar gengst ekki við því að hafa keypt vændi í yfir­­lýs­ing­unni en að hegðun hans hafi verið „ófyr­ir­­­gef­an­­­leg en ég taldi mér rang­­­lega trú um að þau sam­­­skipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er ein­ungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem for­­­mað­­­ur.“

Hann sagð­ist iðr­­­ast að hafa farið þessa leið og um leið valdið fjöl­­­skyldu sinni sár­s­auka með hegðun sinni. „Bið ég alla þá sem málið varðar afsök­unar á fram­­­ferði mín­u.“ 

Einar sagð­ist enn fremur ekki ætla að tjá sig frekar um mál­ið. 

­Skömmu eftir að yfir­­­lýs­ing Ein­­­ars var send birti Stundin umfjöllun þar sem greint var frá því að mið­ill­inn hefði unnið að rann­­­sókn á vænd­is­­­kaupum Ein­­­ars á árunum 2016-2018. Í umfjöll­un­inni sagði meðal ann­­­ars: „Stundin hefur rætt við kon­una sem nú er á bata­­­vegi eftir langvar­andi fíkn­i­efna­­­neyslu. Hún seg­ist hafa leiðst út í vændi til að fjár­­­­­magna eit­­­ur­lyfja­­­neyslu sína. Á því tíma­bili hafi Einar keypt af henni kyn­lífs­­­þjón­­­ustu. Eftir að hún náði bata ætl­­­aði hún að leita réttar síns og ræddi við sér­­­fræð­inga en þegar á hólm­inn var komið varð hún hrædd og kærði ekki. Nú er málið fyrnt.“

í frek­ari umfjöllun Stund­­ar­innar um málið, sem birt­ist í morg­un, voru birt skjá­­skot af sam­­skiptum þeirra í Messen­ger-­­for­­rit­in­u, en Einar á að hafa keypt vændi af kon­unni á árunum 2016 til 2018.

Á þeim tíma sat hann í stjórn SÁÁ, en hún er sjálf á meðal skjól­­stæð­inga sam­tak­anna sem hafa hjálpað henni að ná bata við fíkn sinni. Einar var for­­maður SÁÁ frá miðju ári 2020 og þangað til að hann sagði af sér í gær.

Í sam­­skipt­unum sem Stundin birtir kemur skýrt fram að Einar fal­­ast eftir því að hitta kon­una, þar er til­­­greint að það muni kosta 30 þús­und krónur og til­­­greint klukkan hvað þau ætli að hitt­­ast. Eftir að um semst sendi Einar kon­unni skila­­boð og sagð­ist „hlakka til“. Í öðrum skila­­boðum seg­ist Einar vera á leið­inni til kon­unn­­ar, að það séu tíu mín­útur í sig. Einum og hálfum tíma síðar sendir hann önnur skila­­boð og seg­ir: „Takk fyrir mig. Gaman að kynn­­ast þér. Er að fíla þig mjög vel.“

Kaup á vændi eru ólög­­leg á Íslandi en sök fyrn­ist á tveimur árum.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent