Formaður SÁÁ segir af sér eftir að hafa svarað auglýsingu um vændiskaup

Einar Hermannsson er hættur sem formaður SÁÁ. Ástæðan er að hann svaraði auglýsingu fyrir nokkrum árum þar sem „í boði var kynlíf gegn greiðslu“. Hann biður alla sem málið varðar afsökunar á framferði sínu.

Einar Hermannsson
Einar Hermannsson
Auglýsing

Einar Her­manns­son, sem kjör­inn var for­maður SÁÁ sum­arið 2020, hefur sagt af sér emb­ætt­inu. Ástæðan er sú að hann svar­aði fyrir nokkrum árum aug­lýs­ingu á net­inu „þar sem í boði var kyn­líf gegn greiðslu.“ 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem almanna­teng­ill hefur sent til fjöl­miðla fyrir hönd Ein­ars.

Þar er haft eftir Ein­ari að sú hegðun sem hann hafi sýnt sé „ófyr­ir­gef­an­leg en ég taldi mér rang­lega trú um að þau sam­skipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er ein­ungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem for­mað­ur.“

Hann seg­ist iðr­ast að hafa farið þessa leið og um leið valdið fjöl­skyldu sinni sárs­auka með hegðun sinni. „Bið ég alla þá sem málið varðar afsök­unar á fram­ferði mín­u.“

Einar seg­ist ekki ætla að tjá sig frekar um mál­ið. 

Skömmu eftir að yfir­lýs­ing Ein­ars var send birti Stundin umfjöllun um málið þar sem greint var frá því að mið­ill­inn hefði unnið að rann­sókn á vændis­kaupum Ein­ars á árunum 2016-2018. Sú umfjöllun er studd gögnum sem sýna meðal ann­ars sam­skipti konu og Ein­ars í skila­boðum á Face­book. Í umfjöll­un­inni segir meðal ann­ars: „Stundin hefur rætt við kon­una sem nú er á bata­vegi eftir langvar­andi fíkni­efna­neyslu. Hún seg­ist hafa leiðst út í vændi til að fjár­magna eit­ur­lyfja­neyslu sína. Á því tíma­bili hafi Einar keypt af henni kyn­lífs­þjón­ustu. Eftir að hún náði bata ætl­aði hún að leita réttar síns og ræddi við sér­fræð­inga en þegar á hólm­inn var komið varð hún hrædd og kærði ekki. Nú er málið fyrnt.“

Í umfjöllun Stund­ar­innar segir að Emb­ætti land­læknis hafi verið upp­lýst um málið árið 2020 og að minnsta kosti einn stjórn­ar­maður í fram­kvæmda­stjórn SÁÁ hafi sama ár vitað að því að Einar hefði keypt vændi af veikum fíkni­efna­neyt­anda.

Fá 1,2 millj­arð króna á fjár­lögum

SÁÁ, sam­tök áhuga­­fólks um áfeng­is- og vímu­efna­vand­ann, eru félaga­­sam­tök sem sjá þeim sem eiga við áfeng­is- eða vímu­efna­­vanda, og aðstand­endum þeirra, fyrir sjúkra­­með­­­ferð og end­­ur­hæf­ingu. Auk þess vinna sam­tökin að for­vörn­­um. Um er að ræða umfangs­­mesta með­­­ferð­­ar­úr­ræði sem er til staðar vegna áfeng­is- og vímu­efna­­vanda hér­­­lend­­is. 

Auglýsing
Hið opin­bera fjár­­­magnar meira en tvo þriðju hluta af starf­­sem­inni að jafn­­aði en það sem út af stendur er fjár­­­magnað af sam­tök­unum sjálf­um, meðal ann­­ars með árlegri álfasölu. Sam­tökin fengu 1.203 millj­­ónir króna á fjár­­lögum í fyrra og fjár­­heim­ild til þeirra eru 1.211 millj­­ónir króna á ári út árið 2024 sam­­kvæmt síð­­­ustu sam­­þykktu fjár­­lög­­um.

Sú stofnun sem greiðir út þær fjár­­hæðir er Sjúkra­­trygg­ingar Íslands, á grund­velli þjón­ust­u­­samn­inga sem hið opin­bera hefur gert við SÁÁ. 

Krafa um end­ur­greiðslu á 174,5 millj­ónum

Gustað hefur um SÁÁ und­an­farið en harð­vít­ugar deilur hafa geisað um hvort félaga­sam­tök­unum hafi verið heim­ilt að fá greiðslur úr rík­is­sjóði fyrir þjón­ustu á tímum kór­ón­veiru­far­ald­urs sem var með öðru sniði en áður.

­Sjúkra­trygg­ingar Íslands telja enga slíka heim­ild vera í gerðum samn­ingum og hafa krafið sam­tökin um end­ur­greiðslu á 174,5 millj­ónum króna.

Auk þess hefur málið verið sent til hér­aðs­sak­sókn­ara vegna grun­semda um lög­brot. SÁÁ hefur hafnað öllum ásök­unum og for­svars­menn sam­tak­anna sagst slegnir yfir stöð­unni sem upp er kom­in. Í yfir­lýs­ingu fram­kvæmda­stjórnar sam­tak­ana, sem send var út í síð­ustu viku, sagði meðal ann­ars: „„Fram­­kvæmda­­stjórn SÁÁ harmar þann far­­veg sem málið er komið í. Af hálfu SÁÁ hefur verið reynt að skýra hvernig verk­lagi var hátt­að, en í bréfi Ara Matt­h­í­a­s­­son­­ar, deild­­ar­­stjóra eft­ir­lits­­deildar SÍ, sem dag­­sett er 29. des­em­ber 2021 og birt er á vis­­ir.is, er ekki tekið til­­lit til þeirra skýr­inga.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent