Formaður SÁÁ segir af sér eftir að hafa svarað auglýsingu um vændiskaup

Einar Hermannsson er hættur sem formaður SÁÁ. Ástæðan er að hann svaraði auglýsingu fyrir nokkrum árum þar sem „í boði var kynlíf gegn greiðslu“. Hann biður alla sem málið varðar afsökunar á framferði sínu.

Einar Hermannsson
Einar Hermannsson
Auglýsing

Einar Her­manns­son, sem kjör­inn var for­maður SÁÁ sum­arið 2020, hefur sagt af sér emb­ætt­inu. Ástæðan er sú að hann svar­aði fyrir nokkrum árum aug­lýs­ingu á net­inu „þar sem í boði var kyn­líf gegn greiðslu.“ 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem almanna­teng­ill hefur sent til fjöl­miðla fyrir hönd Ein­ars.

Þar er haft eftir Ein­ari að sú hegðun sem hann hafi sýnt sé „ófyr­ir­gef­an­leg en ég taldi mér rang­lega trú um að þau sam­skipti væru grafin og gleymd og þau hafa ekki haft áhrif á störf mín fyrir SÁÁ. Ljóst er hins vegar að umræða um þetta mál er ein­ungis til þess fallin að varpa rýrð á SÁÁ ef ég sit þar áfram sem for­mað­ur.“

Hann seg­ist iðr­ast að hafa farið þessa leið og um leið valdið fjöl­skyldu sinni sárs­auka með hegðun sinni. „Bið ég alla þá sem málið varðar afsök­unar á fram­ferði mín­u.“

Einar seg­ist ekki ætla að tjá sig frekar um mál­ið. 

Skömmu eftir að yfir­lýs­ing Ein­ars var send birti Stundin umfjöllun um málið þar sem greint var frá því að mið­ill­inn hefði unnið að rann­sókn á vændis­kaupum Ein­ars á árunum 2016-2018. Sú umfjöllun er studd gögnum sem sýna meðal ann­ars sam­skipti konu og Ein­ars í skila­boðum á Face­book. Í umfjöll­un­inni segir meðal ann­ars: „Stundin hefur rætt við kon­una sem nú er á bata­vegi eftir langvar­andi fíkni­efna­neyslu. Hún seg­ist hafa leiðst út í vændi til að fjár­magna eit­ur­lyfja­neyslu sína. Á því tíma­bili hafi Einar keypt af henni kyn­lífs­þjón­ustu. Eftir að hún náði bata ætl­aði hún að leita réttar síns og ræddi við sér­fræð­inga en þegar á hólm­inn var komið varð hún hrædd og kærði ekki. Nú er málið fyrnt.“

Í umfjöllun Stund­ar­innar segir að Emb­ætti land­læknis hafi verið upp­lýst um málið árið 2020 og að minnsta kosti einn stjórn­ar­maður í fram­kvæmda­stjórn SÁÁ hafi sama ár vitað að því að Einar hefði keypt vændi af veikum fíkni­efna­neyt­anda.

Fá 1,2 millj­arð króna á fjár­lögum

SÁÁ, sam­tök áhuga­­fólks um áfeng­is- og vímu­efna­vand­ann, eru félaga­­sam­tök sem sjá þeim sem eiga við áfeng­is- eða vímu­efna­­vanda, og aðstand­endum þeirra, fyrir sjúkra­­með­­­ferð og end­­ur­hæf­ingu. Auk þess vinna sam­tökin að for­vörn­­um. Um er að ræða umfangs­­mesta með­­­ferð­­ar­úr­ræði sem er til staðar vegna áfeng­is- og vímu­efna­­vanda hér­­­lend­­is. 

Auglýsing
Hið opin­bera fjár­­­magnar meira en tvo þriðju hluta af starf­­sem­inni að jafn­­aði en það sem út af stendur er fjár­­­magnað af sam­tök­unum sjálf­um, meðal ann­­ars með árlegri álfasölu. Sam­tökin fengu 1.203 millj­­ónir króna á fjár­­lögum í fyrra og fjár­­heim­ild til þeirra eru 1.211 millj­­ónir króna á ári út árið 2024 sam­­kvæmt síð­­­ustu sam­­þykktu fjár­­lög­­um.

Sú stofnun sem greiðir út þær fjár­­hæðir er Sjúkra­­trygg­ingar Íslands, á grund­velli þjón­ust­u­­samn­inga sem hið opin­bera hefur gert við SÁÁ. 

Krafa um end­ur­greiðslu á 174,5 millj­ónum

Gustað hefur um SÁÁ und­an­farið en harð­vít­ugar deilur hafa geisað um hvort félaga­sam­tök­unum hafi verið heim­ilt að fá greiðslur úr rík­is­sjóði fyrir þjón­ustu á tímum kór­ón­veiru­far­ald­urs sem var með öðru sniði en áður.

­Sjúkra­trygg­ingar Íslands telja enga slíka heim­ild vera í gerðum samn­ingum og hafa krafið sam­tökin um end­ur­greiðslu á 174,5 millj­ónum króna.

Auk þess hefur málið verið sent til hér­aðs­sak­sókn­ara vegna grun­semda um lög­brot. SÁÁ hefur hafnað öllum ásök­unum og for­svars­menn sam­tak­anna sagst slegnir yfir stöð­unni sem upp er kom­in. Í yfir­lýs­ingu fram­kvæmda­stjórnar sam­tak­ana, sem send var út í síð­ustu viku, sagði meðal ann­ars: „„Fram­­kvæmda­­stjórn SÁÁ harmar þann far­­veg sem málið er komið í. Af hálfu SÁÁ hefur verið reynt að skýra hvernig verk­lagi var hátt­að, en í bréfi Ara Matt­h­í­a­s­­son­­ar, deild­­ar­­stjóra eft­ir­lits­­deildar SÍ, sem dag­­sett er 29. des­em­ber 2021 og birt er á vis­­ir.is, er ekki tekið til­­lit til þeirra skýr­inga.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent