Veiran gæti jafnvel verið búin að smita um 130 þúsund manns hérlendis

Staðfest kórónuveirusmit hérlendis til þessa eru rúmlega 58 þúsund talsins. Kári Stefánsson segist telja að veiran gæti jafnvel verið búin að smita 130 þúsund Íslendinga, samkvæmt fyrstu niðurstöðum úr mótefnarannsókn fyrirtækisins.

Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Auglýsing

Kári Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, segir að nið­ur­stöður úr skimun fyr­ir­tæk­is­ins eftir mótefnum gegn kór­ónu­veirunni, í blóð­sýnum sem tekin voru skömmu fyrir ára­mót, sýni það að umtals­vert fleiri hafi smit­ast af kór­ónu­veirunni en búið hafi verið að greina í PCR-­prófum á þeim tíma­punkti.

Hversu mikið fleiri er erfitt að segja, að sögn Kára, en hann segir nið­ur­stöð­urnar gefa til kynna að um 20 pró­sent af þeim sem séu undir 40 ára aldri hafi smit­ast af kór­ónu­veirunni og segir við Kjarn­ann að jafn­vel séu vís­bend­ingar um að allt að 130 þús­und íbúar á Íslandi hafi smit­ast af kór­ónu­veirunni nú þeg­ar.

„En allir þessir útreikn­ingar eru allir hrika­lega óná­kvæmir og að öllum lík­indum eru töl­urnar sem ég er að tala um aðeins meiri en raun­veru­leik­inn segir okk­ur, en það er ekk­ert víðs­fjarri,“ segir Kári við blaða­mann.

Myndin verði skýr­ari í febr­úar

Kári segir við Kjarn­ann að þessar nið­ur­stöður sem hann sé að draga álykt­anir út frá eigi við um sam­fé­lagið eins og það var fyrir um fjórum vikum síð­an.

Síðan þær blóðprufur voru teknar hafa greind smit í PCR-­prófum síðan nær und­an­tekn­inga­laust verið yfir þús­und tals­ins á degi hverj­um. Frek­ari blóðprufur voru teknar af hálfu Íslenskrar erfða­grein­ingar fyrir rúmri viku síðan og nið­ur­stöður úr grein­ingu á þeim eru vænt­an­legar um miðjan febr­ú­ar, segir Kári. Þá verður meira hægt að segja um stöð­una eins og hún er í dag.

Auglýsing

Í dag eru alls 11.109 manns með stað­fest smit og í ein­angr­un, sam­kvæmt tölum á töl­fræði­vef yfir­valda og stað­fest smit á land­inu orðin 58.409 – sem jafn­gildir því að um 16 pró­sent íbúa á Íslandi hafi fengið COVID-19.

Pestin gæti verið búin að hlaupa sitt skeið í apríl

Kári telur þó að hlut­fallið sé enn hærra og notar töl­una 2,7 sem marg­feldi til þess að áætla raun­veru­lega útbreiðslu veirunnar um sam­fé­lag­ið, og byggir það á nið­ur­stöð­unum úr blóðpruf­unum í lok des­em­ber.

Hann vill ekki full­yrða of mikið í sam­tali við blaða­mann, en segir nið­ur­stöð­urnar úr blóð­tök­unni í lok des­em­ber þó veita þær vís­bend­ingar að smit í sam­fé­lag­inu séu tölu­vert útbreidd­ari en opin­berar tölur sýni.

„Þetta er nátt­úr­lega algjör­lega óleið­rétt fyrir aldri og öllu slíku, það eina sem þetta segir okkur er að í dag erum við að öllum lík­indum komin með ansi mikið smit í sam­fé­lag­ið. En við komum til með að vita þetta eftir um það bil þrjár vik­ur,“ segir Kári.

„Mér sýnist, eins og maður horfir á þetta núna, að þessi pest verði búin að hlaupa sitt skeið í apr­íl, eða svo,“ segir Kári.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent