Landlæknir: Ég hef áhyggjur af ungum konum í heilbrigðisstéttum

Alma Möller landlæknir segir að skoða þurfi stöðu ungra kvenna í heilbrigðisstéttum í kjölfar #MeToo sagna og niðurstaðna kannana sem sýna að læknar eru undir miklu álagi og þá sérstaklega konur.

Alma Dagbjört Möller, landlæknir.
Alma Dagbjört Möller, landlæknir.
Auglýsing

Alma Möller landlæknir segir að skoða þurfi stöðu ungra kvenna í heilbrigðisstéttum í kjölfar niðurstaðna könnunar um líðan og starfsaðstæður lækna. Niðurstöðurnar sýna að um helmingur kvenkyns lækna hafa orðið fyrir kynferðislegu áreitni. Jafnframt kemur fram í niðurstöðunum að meirihluti kvenlækna telja sig undir miklu á álagi en Alma bendir jafnframt á að rannsóknir hafi sýnt að konur skili enn inn fleiri vinnustundum heima. Þetta kemur fram í viðtali við Ölmu í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. 

Tæplega helmingur kvenkyns lækna orðið fyrir kynferðislegu áreiti

Á lækna­dögum í Hörpu í jan­úar síð­ast­liðnum voru kynntar nið­ur­stöður könn­un­ar um líðan og starfs­að­stæður lækna. Könn­unin var unnin í októ­ber á síð­asta ári en alls bár­ust svör frá 728 lækn­um, eða ríf­lega helm­ingi allra lækna á Ís­landi. 

Í könn­un­inni kemur fram að tæp­­lega fimm­­tíu pró­­sent kven­kyns lækna hafa orðið fyrir kyn­­ferð­is­­legu áreiti ein­hvern tím­ann á starfsæv­inni. Auk þess sögðu 7 pró­sent kven­lækna að þær höfðu orðið fyrir kyn­ferð­is­legu áreiti á vinnu­stað á síð­ustu þremur mán­uð­um. Þá höfðu 1 prósent karla orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað á síð­­­ustu þremur mán­uðum og 13 pró­­sent yfir starfsæv­ina.  

Auglýsing

„Mér brá auðvitað þegar ég las sögurnar sem íslenskir kvenlæknar deildu í sambandi við #MeToo. Svo brá mér líka við könnunina sem Læknafélagið gerði. Það hefði verið áhugavert að vita, ef búið er að vinna með þá könnun frekar, hvort þar sæjust ólíkar niðurstöður miðað við kyn og aldur,“ segir Alma Möller, landlæknir í samtali við Læknablaðið. 

Alma segir jafnframt að hún hafi spurt Læknafélag Íslands hvort búið sé að greina könnunina frekar og hvernig tekið hafi verið á málum eftir að niðurstöðurnar birtust

Kvenlæknar í þungri vinnu með þung heimili

Í sömu könnun kom jafnframt fram að 67 prósent lækna töldu sig undir of miklu álagi, að 65 prósent töldu sig hafa fundið fyrir einkennum streitu síðustu 6 mánuði eða lengur og í þessum tilvikum mun fleiri konur en karlar.

„Þá hefur maður áhyggjur af ungum kvenlæknum í þungri vinnu með þung heimili, hvernig þeim gangi að samræma vinnu og einkalíf. Það eru gerðar sífellt meiri kröfur í einkalífinu, ekki aðeins í vinnunni,“ segir Alma og bendir á að fjölmargar rannsóknir sýni að enn þann dag í dag skili konur fleiri vinnustundum innan heimilis.

Alma segir því að mikilvægt sé að skoða stöðu ungra kvenna í heilbrigðisstéttum í ljósi hás hlutfalls  kynferðislegra áreitni í vinnu og mikils álags.

Tryggja að heilbrigðisstofnanir séu með áætlun gagnvart áreitni

Læknafélag Íslands hefur falið nefnd að fjalla um málefni fyrrnefndar könnunar um líðan og starfsaðstæður íslenskra lækna. Nefndinni er ætlað að sjá til þess að fræðsla og forvarnir séu virk og að Landspítali fari að lögum og komi í veg fyrir einelti og áreitni.

Ólöf Sara Árnadóttir, handa- og skurðlækni, hefur verið skipuð formaður nefndarinnar en hún leiddi hóp 433 kvenlækna og læknanema sem sendu frá sér yfirlýsingu vegna kynbundinnar mismununar, kynferðislegrar áreitni og ofbeldis undir myllumerkinu #ekkiþagnarskylda í desember fyrir rétt tæpum tveimur árum.

„Við ætlum að þrýsta á stofnanir og tryggja að þær séu með áætlun til að koma í veg fyrir áreitni og einelti og fylgja því eftir,“ segir Ólöf.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent