Blaðamenn telja sig eiga yfir 50 milljónir inni hjá útgefanda Fréttablaðsins

Blaðamenn og aðrir rétthafar á Fréttablaðinu telja sig eiga rétt á allt að helmingi þeirrar upphæðar sem Sýn hefur greitt útgefanda blaðsins fyrir efni úr því til að birta á Vísi.is síðastliðin tæp tvö ár. Upphæðin er í heild yfir 100 milljónir króna.

Fréttablaðið
Auglýsing

Unnið er að kröfu­gerð fyrir hönd blaða­manna og ann­arra rétt­hafa á Frétta­blað­inu til að inn­heimta hlut­deild þeirra í efni sem Torg ehf., útgef­anda Frétta­blaðs­ins, seldi og birt­ist á Vísi.­is. Frá þessu er greint í Mann­lífi sem kom út í dag þar sem Aðal­heiður Ámunda­dótt­ir, blaða­maður á Frétta­blað­inu og trún­að­ar­maður starfs­manna, stað­festir að unnið sé að kröfu sem hljóði upp á tug­millj­ónir króna og að lík­legt sé að málið rati fyrir dóm­stóla.

Sam­komu­lagið sem um ræðir var gert þegar 365 miðlar seldu ljós­vaka­miðla sína og Vísi.is til Voda­fo­ne, sem nú heitir Sýn, síðla árs 2017. Þá var gert við­bót­ar­sam­komu­lag um að efni úr Frétta­blað­inu, sem varð eftir hjá eig­endum 365 miðla og var síðar fært inn í félagið Torg ehf., myndi halda áfram að birt­ast á Vísi.is þangað til í byrjun des­em­ber 2019. Fyrir þetta fékk Torg ehf. greitt frá Sýn. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans nemur heild­ar­um­fang samn­ings­ins 110 millj­ónum króna. 

Skýrt ákvæði í kjara­samn­ingum

Ekki stóð til að þessi upp­hæð færi annað en til Torgs ehf. Í kjara­samn­ingum blaða­manna kemur hins vegar fram að gera þarf sér­stakt sam­komu­lag við þá ef efni þeirra er selt til þriðja aðila. Í kjara­samn­ingnum seg­ir: „Stjórn Torgs hefur verið með­vituð um þetta frá því í sept­em­ber og ekki viljað svara fund­ar­boðum o.s.frv. Svo nú í gær þá á sér stað fund­ur, sem Kristín Þor­steins­dóttir vilj­andi skróp­ar. Stíf fund­ar­höld hafa verið meðal stjórnar í dag vegna þess­arar kröf­u.“ Sam­kvæmt því ættu þeir sem hafa unnið efni fyrir Frétta­blaðið sem selt var til Sýnar að fá helm­ing þeirra upp­hæðar sem greidd var fyrir efnið á þeim 24 mán­uðum sem sam­komu­lagið náði yfir, eða allt að 55 millj­ónir króna. 

Auglýsing

Heim­ildir Kjarn­ans herma að málið hafi komið upp fyrir rúmu ári síðan og að reynt hafi verið að finna lausn á því síð­an. Blaða­manna­fé­lag Íslands var látið vita og hefur verið starfs­mönn­unum sem um ræðir innan hand­ar. 

Samn­ing­ur­inn að renna út

Þegar 365 miðlar seldu ljós­vaka­miðla sína og Vísi.is til félags­ins sem nú heitir Sýn var upp­haf­lega gerður samn­ingur um að efni úr Frétta­blað­inu myndi birt­ast áfram á Vísi.is í 44 mán­uði. Sam­keppn­is­eft­ir­litið lét aðila máls­ins hins vegar stytta þann samn­ing vegna þess að það taldi hann vera of lang­an. Nið­ur­staðan var að samn­ing­ur­inn myndi gilda frá 1. des­em­ber 2017, þegar miðl­arnir færð­ust form­lega yfir til Sýn­ar, og til 1. des­em­ber 2019.

Torg ehf. hefur alla tíð síðan verið að byggja upp nýjan frétta­vef, Fretta­bla­did.­is. Þar birt­ist líka efni úr Frétta­blað­inu, sem er frí­blað sem er borð í tug þús­undir húsa á hverjum degi. Því hefur sama efnið birst að morgni á tveimur mis­mun­andi vefum í nálægt tvö ár. 

Vöxtur Fretta­bla­did.is hefur verið hraður og und­an­farið hefur hann verið aug­lýstur upp með umfangs­mik­illi sjón­varps­aug­lýs­inga­her­ferð. Tíma­setn­ing þeirrar her­ferðar er ekki til­vilj­un, þar sem að það stytt­ist veru­lega í að Fretta­bla­did.is sitji eitt að efn­inu úr blað­inu á vefn­um. 

Svipt­ingar í sumar

Eig­andi Torg ehf. var upp­haf­lega Ingi­björg Stef­anía Pálma­dótt­ir, en hún og eig­in­maður hennar Jón Ásgeir Jóhann­es­son höfðu átt og stýrt 365 miðlum meira og minna á þess­ari öld í ýmsum form­um. 

Í sumar seldi Ingi­björg helm­ings­hlut í Torg ehf. til Helga Magn­ús­son­ar, fjár­­­festis og fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­manns Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna. Hann sett­ist í kjöl­farið í stjórn félags­ins. 

Skömmu áður hafði Davíð Stef­áns­son, sem hafði aðal­lega starfað við ráð­gjöf og almanna­tengsl, verið ráð­inn rit­stjóri Frétta­blaðs­ins við hlið Ólafar Skafta­dótt­ur. 

Fyrir viku síðan var svo greint frá því að Kristín Þor­­steins­dótt­ir, sem starfað hefur sem aðal­­­rit­­stjóri og útgef­andi Frétta­­blaðs­ins og tengdra miðla und­an­farin ár, hefði látið af störfum hjá mið­l­in­­um. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Birgir Hermannsson
Vinstri græn og kjötið
Kjarninn 21. október 2019
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast
Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent