Blaðamenn telja sig eiga yfir 50 milljónir inni hjá útgefanda Fréttablaðsins

Blaðamenn og aðrir rétthafar á Fréttablaðinu telja sig eiga rétt á allt að helmingi þeirrar upphæðar sem Sýn hefur greitt útgefanda blaðsins fyrir efni úr því til að birta á Vísi.is síðastliðin tæp tvö ár. Upphæðin er í heild yfir 100 milljónir króna.

Fréttablaðið
Auglýsing

Unnið er að kröfu­gerð fyrir hönd blaða­manna og ann­arra rétt­hafa á Frétta­blað­inu til að inn­heimta hlut­deild þeirra í efni sem Torg ehf., útgef­anda Frétta­blaðs­ins, seldi og birt­ist á Vísi.­is. Frá þessu er greint í Mann­lífi sem kom út í dag þar sem Aðal­heiður Ámunda­dótt­ir, blaða­maður á Frétta­blað­inu og trún­að­ar­maður starfs­manna, stað­festir að unnið sé að kröfu sem hljóði upp á tug­millj­ónir króna og að lík­legt sé að málið rati fyrir dóm­stóla.

Sam­komu­lagið sem um ræðir var gert þegar 365 miðlar seldu ljós­vaka­miðla sína og Vísi.is til Voda­fo­ne, sem nú heitir Sýn, síðla árs 2017. Þá var gert við­bót­ar­sam­komu­lag um að efni úr Frétta­blað­inu, sem varð eftir hjá eig­endum 365 miðla og var síðar fært inn í félagið Torg ehf., myndi halda áfram að birt­ast á Vísi.is þangað til í byrjun des­em­ber 2019. Fyrir þetta fékk Torg ehf. greitt frá Sýn. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans nemur heild­ar­um­fang samn­ings­ins 110 millj­ónum króna. 

Skýrt ákvæði í kjara­samn­ingum

Ekki stóð til að þessi upp­hæð færi annað en til Torgs ehf. Í kjara­samn­ingum blaða­manna kemur hins vegar fram að gera þarf sér­stakt sam­komu­lag við þá ef efni þeirra er selt til þriðja aðila. Sam­kvæmt því ættu þeir sem hafa unnið efni fyrir Frétta­blaðið sem selt var til Sýnar að fá helm­ing þeirra upp­hæðar sem greidd var fyrir efnið á þeim 24 mán­uðum sem sam­komu­lagið náði yfir, eða allt að 55 millj­ónir króna. 

Auglýsing

Heim­ildir Kjarn­ans herma að málið hafi komið upp fyrir rúmu ári síðan og að reynt hafi verið að finna lausn á því síð­an. Blaða­manna­fé­lag Íslands var látið vita og hefur verið starfs­mönn­unum sem um ræðir innan hand­ar. 

Samn­ing­ur­inn að renna út

Þegar 365 miðlar seldu ljós­vaka­miðla sína og Vísi.is til félags­ins sem nú heitir Sýn var upp­haf­lega gerður samn­ingur um að efni úr Frétta­blað­inu myndi birt­ast áfram á Vísi.is í 44 mán­uði. Sam­keppn­is­eft­ir­litið lét aðila máls­ins hins vegar stytta þann samn­ing vegna þess að það taldi hann vera of lang­an. Nið­ur­staðan var að samn­ing­ur­inn myndi gilda frá 1. des­em­ber 2017, þegar miðl­arnir færð­ust form­lega yfir til Sýn­ar, og til 1. des­em­ber 2019.

Torg ehf. hefur alla tíð síðan verið að byggja upp nýjan frétta­vef, Fretta­bla­did.­is. Þar birt­ist líka efni úr Frétta­blað­inu, sem er frí­blað sem er borð í tug þús­undir húsa á hverjum degi. Því hefur sama efnið birst að morgni á tveimur mis­mun­andi vefum í nálægt tvö ár. 

Vöxtur Fretta­bla­did.is hefur verið hraður og und­an­farið hefur hann verið aug­lýstur upp með umfangs­mik­illi sjón­varps­aug­lýs­inga­her­ferð. Tíma­setn­ing þeirrar her­ferðar er ekki til­vilj­un, þar sem að það stytt­ist veru­lega í að Fretta­bla­did.is sitji eitt að efn­inu úr blað­inu á vefn­um. 

Svipt­ingar í sumar

Eig­andi Torg ehf. var upp­haf­lega Ingi­björg Stef­anía Pálma­dótt­ir, en hún og eig­in­maður hennar Jón Ásgeir Jóhann­es­son höfðu átt og stýrt 365 miðlum meira og minna á þess­ari öld í ýmsum form­um. 

Í sumar seldi Ingi­björg helm­ings­hlut í Torg ehf. til Helga Magn­ús­son­ar, fjár­­­festis og fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­manns Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna. Hann sett­ist í kjöl­farið í stjórn félags­ins. 

Skömmu áður hafði Davíð Stef­áns­son, sem hafði aðal­lega starfað við ráð­gjöf og almanna­tengsl, verið ráð­inn rit­stjóri Frétta­blaðs­ins við hlið Ólafar Skafta­dótt­ur. 

Fyrir viku síðan var svo greint frá því að Kristín Þor­­steins­dótt­ir, sem starfað hefur sem aðal­­­rit­­stjóri og útgef­andi Frétta­­blaðs­ins og tengdra miðla und­an­farin ár, hefði látið af störfum hjá mið­l­in­­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Eigingirni - spilling - vald
Leslistinn 3. ágúst 2020
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent