Blaðamenn telja sig eiga yfir 50 milljónir inni hjá útgefanda Fréttablaðsins

Blaðamenn og aðrir rétthafar á Fréttablaðinu telja sig eiga rétt á allt að helmingi þeirrar upphæðar sem Sýn hefur greitt útgefanda blaðsins fyrir efni úr því til að birta á Vísi.is síðastliðin tæp tvö ár. Upphæðin er í heild yfir 100 milljónir króna.

Fréttablaðið
Auglýsing

Unnið er að kröfu­gerð fyrir hönd blaða­manna og ann­arra rétt­hafa á Frétta­blað­inu til að inn­heimta hlut­deild þeirra í efni sem Torg ehf., útgef­anda Frétta­blaðs­ins, seldi og birt­ist á Vísi.­is. Frá þessu er greint í Mann­lífi sem kom út í dag þar sem Aðal­heiður Ámunda­dótt­ir, blaða­maður á Frétta­blað­inu og trún­að­ar­maður starfs­manna, stað­festir að unnið sé að kröfu sem hljóði upp á tug­millj­ónir króna og að lík­legt sé að málið rati fyrir dóm­stóla.

Sam­komu­lagið sem um ræðir var gert þegar 365 miðlar seldu ljós­vaka­miðla sína og Vísi.is til Voda­fo­ne, sem nú heitir Sýn, síðla árs 2017. Þá var gert við­bót­ar­sam­komu­lag um að efni úr Frétta­blað­inu, sem varð eftir hjá eig­endum 365 miðla og var síðar fært inn í félagið Torg ehf., myndi halda áfram að birt­ast á Vísi.is þangað til í byrjun des­em­ber 2019. Fyrir þetta fékk Torg ehf. greitt frá Sýn. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans nemur heild­ar­um­fang samn­ings­ins 110 millj­ónum króna. 

Skýrt ákvæði í kjara­samn­ingum

Ekki stóð til að þessi upp­hæð færi annað en til Torgs ehf. Í kjara­samn­ingum blaða­manna kemur hins vegar fram að gera þarf sér­stakt sam­komu­lag við þá ef efni þeirra er selt til þriðja aðila. Sam­kvæmt því ættu þeir sem hafa unnið efni fyrir Frétta­blaðið sem selt var til Sýnar að fá helm­ing þeirra upp­hæðar sem greidd var fyrir efnið á þeim 24 mán­uðum sem sam­komu­lagið náði yfir, eða allt að 55 millj­ónir króna. 

Auglýsing

Heim­ildir Kjarn­ans herma að málið hafi komið upp fyrir rúmu ári síðan og að reynt hafi verið að finna lausn á því síð­an. Blaða­manna­fé­lag Íslands var látið vita og hefur verið starfs­mönn­unum sem um ræðir innan hand­ar. 

Samn­ing­ur­inn að renna út

Þegar 365 miðlar seldu ljós­vaka­miðla sína og Vísi.is til félags­ins sem nú heitir Sýn var upp­haf­lega gerður samn­ingur um að efni úr Frétta­blað­inu myndi birt­ast áfram á Vísi.is í 44 mán­uði. Sam­keppn­is­eft­ir­litið lét aðila máls­ins hins vegar stytta þann samn­ing vegna þess að það taldi hann vera of lang­an. Nið­ur­staðan var að samn­ing­ur­inn myndi gilda frá 1. des­em­ber 2017, þegar miðl­arnir færð­ust form­lega yfir til Sýn­ar, og til 1. des­em­ber 2019.

Torg ehf. hefur alla tíð síðan verið að byggja upp nýjan frétta­vef, Fretta­bla­did.­is. Þar birt­ist líka efni úr Frétta­blað­inu, sem er frí­blað sem er borð í tug þús­undir húsa á hverjum degi. Því hefur sama efnið birst að morgni á tveimur mis­mun­andi vefum í nálægt tvö ár. 

Vöxtur Fretta­bla­did.is hefur verið hraður og und­an­farið hefur hann verið aug­lýstur upp með umfangs­mik­illi sjón­varps­aug­lýs­inga­her­ferð. Tíma­setn­ing þeirrar her­ferðar er ekki til­vilj­un, þar sem að það stytt­ist veru­lega í að Fretta­bla­did.is sitji eitt að efn­inu úr blað­inu á vefn­um. 

Svipt­ingar í sumar

Eig­andi Torg ehf. var upp­haf­lega Ingi­björg Stef­anía Pálma­dótt­ir, en hún og eig­in­maður hennar Jón Ásgeir Jóhann­es­son höfðu átt og stýrt 365 miðlum meira og minna á þess­ari öld í ýmsum form­um. 

Í sumar seldi Ingi­björg helm­ings­hlut í Torg ehf. til Helga Magn­ús­son­ar, fjár­­­festis og fyrr­ver­andi stjórn­­­ar­­for­­manns Líf­eyr­is­­sjóðs verzl­un­­ar­­manna. Hann sett­ist í kjöl­farið í stjórn félags­ins. 

Skömmu áður hafði Davíð Stef­áns­son, sem hafði aðal­lega starfað við ráð­gjöf og almanna­tengsl, verið ráð­inn rit­stjóri Frétta­blaðs­ins við hlið Ólafar Skafta­dótt­ur. 

Fyrir viku síðan var svo greint frá því að Kristín Þor­­steins­dótt­ir, sem starfað hefur sem aðal­­­rit­­stjóri og útgef­andi Frétta­­blaðs­ins og tengdra miðla und­an­farin ár, hefði látið af störfum hjá mið­l­in­­um. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent