Tæplega helmingur kvenkyns lækna orðið fyrir kynferðislegu áreiti í starfi

Mikill meirihluti lækna telja sig vera undir of miklu álagi í starfi í nýrri könnun Læknafélags Íslands. Tæplega fimmtíu prósent kvenkyns lækna hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti einhvern tímann á starfsævinni og um 7 prósent á síðustu þremur mánuðum.

landspitalinn_16010792546_o.jpg
Auglýsing

Síðasta árið hafa um það bil helmingur lækna hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum en mikill meirihluti lækna telja sig vera undir of miklu álagi. Þetta kemur fram könnun á líðan og starfsaðstæðum læna,  sem unnið var í október á síðasta ári. Enn fremur kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar að tæplega fimmtíu prósent kvenkyns lækna hefur orðið fyrir kynferðislegu áreiti einhvern tímann á starfsævinni

Mikill meirihluti lækna telji sig vera undir of miklu álagi

Jafnframt kemur fram í könnunni að mikill meirihluti lækna telja sig vera undir of miklu álagi með tilheyrandi streitueinkennum, truflandi vanlíðan og sjúkdómseinkennum. Rúmlega helmingur hefur fundist að þeir geti ekki uppfyllt kröfur eða ráðið við streitu í starfi og auk þess eru svefntruflanir á meðal lækna algengar. 

Í tilkynningu frá Læknafélaginu segir að því miður virðist einelti og kynbundið ofbeldi innan stéttarinnar vera sambærilegt við margar aðrar starfsstéttir. En tæplega helmingur kvenkyns lækna eða 47 prósent, hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti einhvern tímann  á starfsævinni og um 7 prósent höfðu orðið kynferðislegu áreiti á vinnustað á síðustu þremur mánuðum, samkvæmt könnuninni. Sambærilegar tölur hjá körlum voru 1 prósent á síðustu þremur mánuðum og 13 prósent yfir starfsævina. 

Sjö prósent svarenda í könnunni taldi sig hafa orðið fyrir einelti á síðustu þremur mánuðum og 26 prósent einhvern tímann á starfsævinni.

Auglýsing

Yfir 60 prósent lækna vilja færa Landspítalann 

Yfir 60 prósent lækna töldu staðsetningu Landspítala við Hringbraut óheppilega og þörf á nýju staðarvalsmati vegna byggingar nýs spítala. Einungis um fjórðungur allra starfsstöðva taldist vera hæfilega mannaður en í um 72 prósent tilvika þóttu þær vera undirmannaðar. Um helmingur svarenda taldi þó að íslensk heilbrigðisþjónusta væri sambærileg við það sem þeir þekktu í nágrannalöndum.

Í könnunni skiptist afstaða til launakjara skiptist í tvo álíka stóra hópa. 45 prósent svarenda voru mjög eða frekar ósammála því að laun þeirra væru sanngjörn en aftur á móti svöruðu 42 prósent svarenda að þau væru því mjög eða frekar sammála því að laun þeirra væru sanngjörn. Að meðaltali var vinnuvika um fjórðungs þátttakenda á bilinu 61 til 80 klukkustundir og 4 prósent voru með yfir 80 unnar klukkustundir á viku. 

Árlegir Læknadagar eru haldnir í Hörpu í þessari viku og í dag verða niðurstöður könnunarinnar kynntar og ræddar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent