Ráðist á konur í stjórnmálum fyrir það eitt að vera konur

Evr­ópu­ráðs­þingið hefur samþykkt þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­rríkja Evrópuráðs­ins um aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi í póli­tík í álfunni. Kjarninn leit betur á þetta stóra og mikilvæga mál.

Evrópuráðsþingið í Strassborg
Evrópuráðsþingið í Strassborg
Auglýsing

Evr­ópu­ráðs­þingið samþykkti á vorþingi sínu í Strassborg í síðustu viku þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­rríkja Evr­ópu­ráðs­ins um aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi í póli­tík. Nokkuð var fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum en ætla má að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir fjölda fólks sem starfar á þjóðþingum víðsvegar um Evrópu.

Þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, var framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi og -áreitni á þjóðþingum. Hún mælti jafnframt fyrir þingsályktuninni og kom fram með tilmælin til aðildarríkjanna.

Auglýsing

Kynferðisleg áreitni snýst frekar um völd

Þórhildur Sunna segir í samtali við Kjarnann að skýrslan hafi mikið vægi fyrir ríki sem ekki eru komin jafn langt í jafnréttismálum og Ísland. „Á mörgum stöðum er kynferðisleg áreitni ekki einu sinni viðurkennd,“ segir hún.

Á mörgum stöðum er kyn­ferð­is­leg áreitni ekki einu sinni við­ur­kennd.

„Þess vegna er þetta svona mikilvægt fyrir konur í pólitík – sérstaklega í miðri og austanverðri Evrópu,“ segir hún og bætir því við að kynferðisleg áreitni og ofbeldi hafi lítið með kynlíf að gera og snúist frekar um völd. „Það er ráðist á þær fyrir það eitt að vera konur í pólitík,“ segir Þórhildur Sunna. Þess vegna sé þessi samþykkt svo mikilvæg því þarna fái þessar konur ákveðin verkfæri í hendurnar. Hún segist vera stoltust af því að fá að taka þátt í að gefa þeim það.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Brynjar Snær

Sláandi niðurstöður

Skýrsla Þórhildar Sunnu byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins. Í henni voru tekin viðtöl við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2 prósent þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi og 25 prósent kynferðisofbeldi. Tæp 47 prósent kvenna sem spurðar voru höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58 prósent þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem höfðu kynferðislegan undirtón.

Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5 prósent þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69 prósent tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni.

Áhersla lögð á viðurlög við brotum

Aðgerðirnar sem samþykktar voru í síðustu viku eru þríþættar. Í fyrsta lagi stendur til að efla fræðslu og rannsóknir og koma á fót átaksverkefnum til vitundarvakningar. Átakið #NotInMyParliament hefur þegar verið sett á laggirnar en það snýst um að hvetja þingmenn til að fordæma áreitni og ofbeldi á þingi.


Í öðru lagi eru gerð tilmæli til aðildarríkja Evrópuráðsins að setja upp óháða nefnd eða stofnun fyrir þá sem verða fyrir áreitni eða ofbeldi. Sá vettvangur yrði hugsaður sem stuðningur við þolendur.

Í þriðja lagi verður lagt til að þing uppfæri siðareglur sínar og setji lög sem muni ná yfir þingmenn sem og starfsmenn þjóðþinganna. Enn fremur verður lögð áhersla á að viðeigandi viðurlög verði sett við slíkri ósæmilegri hegðun í samræmi við brotið.

Málið í gegn á methraða

Þórhildur Sunna segist gríðarlega ánægð með tilmælin. Liðin séu næstum tvö ár frá því metoo-umræður hófust fyrir alvöru án þess að teljandi viðbrögð hafi borist frá Evrópuráðinu. Hún bendir á að málið hafi farið í gegnum þingið á methraða og telur hún þann árangur vera ærinn. Þingsályktunartillagan sjálf hafi fengið mjög góð viðbrögð en 75 þingmenn voru á henni og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti hana. „Þetta var tekið alvarlegar og fastari tökum en ég átti von á,“ segir hún.

Þetta var tekið alvarlegar og fastari tökum en ég átti von á.

Hún segir það skipta máli að tala hátt og skýrt um hlutina eins og þeir eru en hún hafði upplifað að jafnréttismál fengju minni athygli á þinginu.

Varðandi það hvernig Íslendingar standa sig í þessum málum þá segir Þórhildur Sunna að þeir uppfylli ekki þær kröfur sem ætlast sé til. Til að mynda séu engin viðurlög við að brjóta gegn fólki og engin sjálfstæð stofnun sem tekur við ferlinu. Hún bendir á að sjálfstæð rannsókn sé í burðarliðnum um hvernig málum sé nákvæmlega háttað á Alþingi Íslendinga og fagnar hún því. Þó sé ýmislegt ógert.

Evrópuráðið

Alþingi hefur átt aðild að Evr­ópu­ráðs­þing­inu síðan 1950. Stofn­ríki Evr­ópu­ráðs­ins voru tíu en upp úr lokum kalda stríðs­ins fjölg­aði þeim veru­lega og um mitt ár 2007 voru aðild­ar­ríkin orðin 47. Í þessum ríkjum búa um 804 millj­ónir manna. Auk þeirra eiga þrjú ríki áheyrn­ar­að­ild með rúm­lega 570 millj­ónir manna. Eitt ríki, Hvíta-Rúss­land, hefur stöðu sér­staks gests. Þá eiga tvö ríki, Palest­ína og Marokkó, í sér­stöku lýð­ræð­is­sam­starfi við Evr­ópu­ráðs­þingið og senda þau full­trúa sína á fundi þings­ins.Á vef Alþingis kemur fram að mark­mið Evr­ópu­ráðs­ins sé að standa vörð um hug­sjónir aðild­ar­­­ríkj­anna um mann­rétt­indi og lýð­ræði og stuðla að efna­hags­legum og félags­legum fram­förum innan þeirra. Starf­semi Evr­ópu­ráðs­ins nái í reynd til allrar ríkja­sam­vinnu, að und­an­skildum örygg­is- og varn­ar­málum í her­fræði­legum skiln­ingi. Skil­yrði til inn­göngu í Evr­ópu­ráðið sé að við­kom­andi ríki hafi full­gilt mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og sé ráðið þannig við­miðun fyrir þær þjóðir sem eru að stofna eða end­ur­reisa lýð­ræði og rétt­ar­ríki í sínu landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar