Ráðist á konur í stjórnmálum fyrir það eitt að vera konur

Evr­ópu­ráðs­þingið hefur samþykkt þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­rríkja Evrópuráðs­ins um aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi í póli­tík í álfunni. Kjarninn leit betur á þetta stóra og mikilvæga mál.

Evrópuráðsþingið í Strassborg
Evrópuráðsþingið í Strassborg
Auglýsing

Evr­ópu­ráðs­þingið samþykkti á vorþingi sínu í Strassborg í síðustu viku þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­rríkja Evr­ópu­ráðs­ins um aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi í póli­tík. Nokkuð var fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum en ætla má að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir fjölda fólks sem starfar á þjóðþingum víðsvegar um Evrópu.

Þingflokksformaður Pírata og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, var framsögumaður skýrslu um aðgerðir gegn kynferðisofbeldi og -áreitni á þjóðþingum. Hún mælti jafnframt fyrir þingsályktuninni og kom fram með tilmælin til aðildarríkjanna.

Auglýsing

Kynferðisleg áreitni snýst frekar um völd

Þórhildur Sunna segir í samtali við Kjarnann að skýrslan hafi mikið vægi fyrir ríki sem ekki eru komin jafn langt í jafnréttismálum og Ísland. „Á mörgum stöðum er kynferðisleg áreitni ekki einu sinni viðurkennd,“ segir hún.

Á mörgum stöðum er kyn­ferð­is­leg áreitni ekki einu sinni við­ur­kennd.

„Þess vegna er þetta svona mikilvægt fyrir konur í pólitík – sérstaklega í miðri og austanverðri Evrópu,“ segir hún og bætir því við að kynferðisleg áreitni og ofbeldi hafi lítið með kynlíf að gera og snúist frekar um völd. „Það er ráðist á þær fyrir það eitt að vera konur í pólitík,“ segir Þórhildur Sunna. Þess vegna sé þessi samþykkt svo mikilvæg því þarna fái þessar konur ákveðin verkfæri í hendurnar. Hún segist vera stoltust af því að fá að taka þátt í að gefa þeim það.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Mynd: Brynjar Snær

Sláandi niðurstöður

Skýrsla Þórhildar Sunnu byggir á rannsókn Evrópuráðsins og Alþjóðaþingmannasambandsins. Í henni voru tekin viðtöl við 123 konur frá 45 Evrópulöndum en 85,2 prósent þingkvenna sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi á meðan þær sátu á þingi og 25 prósent kynferðisofbeldi. Tæp 47 prósent kvenna sem spurðar voru höfðu orðið fyrir líflátshótunum og/eða hótunum um barsmíðar og 58 prósent þeirra höfðu orðið fyrir árásum á netinu sem höfðu kynferðislegan undirtón.

Tæp 15 prósent kvennanna sögðust hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og 40,5 prósent þeirra kváðust hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á meðan þær voru við störf í þinginu. Í 69 prósent tilfella voru karlkyns þingmenn að verki samkvæmt svörum kvennanna í rannsókninni.

Áhersla lögð á viðurlög við brotum

Aðgerðirnar sem samþykktar voru í síðustu viku eru þríþættar. Í fyrsta lagi stendur til að efla fræðslu og rannsóknir og koma á fót átaksverkefnum til vitundarvakningar. Átakið #NotInMyParliament hefur þegar verið sett á laggirnar en það snýst um að hvetja þingmenn til að fordæma áreitni og ofbeldi á þingi.


Í öðru lagi eru gerð tilmæli til aðildarríkja Evrópuráðsins að setja upp óháða nefnd eða stofnun fyrir þá sem verða fyrir áreitni eða ofbeldi. Sá vettvangur yrði hugsaður sem stuðningur við þolendur.

Í þriðja lagi verður lagt til að þing uppfæri siðareglur sínar og setji lög sem muni ná yfir þingmenn sem og starfsmenn þjóðþinganna. Enn fremur verður lögð áhersla á að viðeigandi viðurlög verði sett við slíkri ósæmilegri hegðun í samræmi við brotið.

Málið í gegn á methraða

Þórhildur Sunna segist gríðarlega ánægð með tilmælin. Liðin séu næstum tvö ár frá því metoo-umræður hófust fyrir alvöru án þess að teljandi viðbrögð hafi borist frá Evrópuráðinu. Hún bendir á að málið hafi farið í gegnum þingið á methraða og telur hún þann árangur vera ærinn. Þingsályktunartillagan sjálf hafi fengið mjög góð viðbrögð en 75 þingmenn voru á henni og samþykkti yfirgnæfandi meirihluti hana. „Þetta var tekið alvarlegar og fastari tökum en ég átti von á,“ segir hún.

Þetta var tekið alvarlegar og fastari tökum en ég átti von á.

Hún segir það skipta máli að tala hátt og skýrt um hlutina eins og þeir eru en hún hafði upplifað að jafnréttismál fengju minni athygli á þinginu.

Varðandi það hvernig Íslendingar standa sig í þessum málum þá segir Þórhildur Sunna að þeir uppfylli ekki þær kröfur sem ætlast sé til. Til að mynda séu engin viðurlög við að brjóta gegn fólki og engin sjálfstæð stofnun sem tekur við ferlinu. Hún bendir á að sjálfstæð rannsókn sé í burðarliðnum um hvernig málum sé nákvæmlega háttað á Alþingi Íslendinga og fagnar hún því. Þó sé ýmislegt ógert.

Evrópuráðið

Alþingi hefur átt aðild að Evr­ópu­ráðs­þing­inu síðan 1950. Stofn­ríki Evr­ópu­ráðs­ins voru tíu en upp úr lokum kalda stríðs­ins fjölg­aði þeim veru­lega og um mitt ár 2007 voru aðild­ar­ríkin orðin 47. Í þessum ríkjum búa um 804 millj­ónir manna. Auk þeirra eiga þrjú ríki áheyrn­ar­að­ild með rúm­lega 570 millj­ónir manna. Eitt ríki, Hvíta-Rúss­land, hefur stöðu sér­staks gests. Þá eiga tvö ríki, Palest­ína og Marokkó, í sér­stöku lýð­ræð­is­sam­starfi við Evr­ópu­ráðs­þingið og senda þau full­trúa sína á fundi þings­ins.Á vef Alþingis kemur fram að mark­mið Evr­ópu­ráðs­ins sé að standa vörð um hug­sjónir aðild­ar­­­ríkj­anna um mann­rétt­indi og lýð­ræði og stuðla að efna­hags­legum og félags­legum fram­förum innan þeirra. Starf­semi Evr­ópu­ráðs­ins nái í reynd til allrar ríkja­sam­vinnu, að und­an­skildum örygg­is- og varn­ar­málum í her­fræði­legum skiln­ingi. Skil­yrði til inn­göngu í Evr­ópu­ráðið sé að við­kom­andi ríki hafi full­gilt mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu og sé ráðið þannig við­miðun fyrir þær þjóðir sem eru að stofna eða end­ur­reisa lýð­ræði og rétt­ar­ríki í sínu landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar