Hommahróp á vellinum

Þegar nokkrir danskir áhorfendur á fótboltaleik kölluðu „Victor Fischer er homo“ á leikmann andstæðinganna grunaði þá tæpast að það hefði eftirmál. Þar skjátlaðist þeim illilega.

William Kvist og Victor Fischer að keppa fyrir danska landsliðsins.
William Kvist og Victor Fischer að keppa fyrir danska landsliðsins.
Auglýsing

Sunnudaginn 7. apríl síðastliðinn fékk danska fótboltaliðið OB (Odense boldklub) FCK (FC København) í heimsókn. Þessi lið leika bæði í dönsku úrvalsdeildinni (Superligaen) og eru þessa dagana í hópi þeirra efstu. Fjölmennt var á áhorfendapöllunum en framkoma stuðningsmanna OB hafði eftirmál sem ekki sér fyrir endann á.

Danir eru miklir áhugamenn um fótbolta. Flest, ef ekki öll, lið eiga sér dygga aðdáendur sem mæta á alla leiki, heima og heiman. Þeir hvetja sína menn með hrópum og láta sömuleiðis leikmenn andstæðinganna vita af sér. Þótt ekki sé beinlínis hægt að kalla þetta sálfræðihernað skiptir stuðningurinn leikmenn miklu máli, og baul andstæðinganna hefur líka sín áhrif. 

Á áhorfendapöllunum verður iðulega heitt í kolunum og bæði dómari og leikmenn „fá það óþvegið“ þegar „dómararnir“ á pöllunum tjá sig  um það sem fram fer á vellinum.

Auglýsing

Á undanförnum árum hefur þeim sem mæta á völlinn fækkað talsvert frá því sem áður var. Fyrir því eru, að mati sparksérfræðinga, einkum tvær ástæður: tilkoma sjónvarpsútsendinga frá leikjum og hærra miðaverð. Lengi eftir að sjónvarpið kom til sögunnar var ekki sýnt beint frá leikjum, það var beinlínis gert til að draga ekki úr aðsókn. Miðaverðið hefur hækkað mikið á undanförnum árum. Fyrir því eru ýmsar ástæður, ekki síst þau ofurlaun leikmanna sem nú tíðkast en voru óþekkt hér áður fyrr. 

Aumingi, hálfviti, idjót, kerling, sleði 

Ofangreind orð, og fleiri í sama dúr hafa lengi heyrst á fótboltaleikjum. Hróp og köll af þessu tagi þykja nánast sjálfsögð þegar áhorfendum hleypur kapp í kinn. Leikmennirnir á vellinum kippa sér sjaldnast upp við slíkar athugsemdir, þótt orðunum sé ætlað að vera niðrandi í þessu samhengi eru þau nánast viðurkennd og þykja tilheyra stemningunni. Öðru máli gegnir um tvö orð sem upp á síðkastið eru farin að heyrast frá áhorfendapöllunum. Þetta eru orðin negri og hommi, og öðrum fordómafullum athugasemdum er svo gjarna hnýtt við.

Hrópað að Victor Fischer

Einn þekktasti leikmaður FCK er Victor Fischer, 24 ára miðvallarspilari. Árið 2012 gekk hann til liðs við Ajax í Hollandi þar sem hann var í fjögur ár. Hann gerði síðan stuttan stans hjá Middlesbrough í Englandi og Mainz í Þýskalandi en sneri heim Danmerkur árið 2017 og hefur síðan leikið með FCK.Mynd: Odense Boldklub

Það var í áðurnefndum leik 7. apríl, í Óðinsvéum, sem stuðningsmenn OB hrópuðu hvað eftir annað „Victor Fischer er homo“. Leiknum lauk með sigri FCK 1- 0 og eftir að flautað var til leiksloka gekk Victor Fischer í átt að stúkunni þar sem stuðningsmenn OB héldu sig og sendi þeim fingurkoss.

Rétt er að geta þess að Victor Fischer er ekki, svo vitað sé, í neinum skáp og hefur ekki verið, hann er trúlofaður og býr með kærustunni í Kaupmannahöfn. 

Sterk viðbrögð

Í viðtölum eftir leikinn og daginn eftir sagði Victor Fischer að hann hefði ákveðið að leiða ekki hjá sér hommahrópin og þar með viðurkenna að þau væru sjálfsagður hlutur. Það væri kominn tími til að eitthvað yrði gert varðandi framkomu áhorfenda, sem sífellt yrði grófari og dónalegri. Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem hommahróp hefðu heyrst á dönskum fótboltavelli, og þar hefði líka verið baulað á þeldökkan leikmann og hann uppnefndur. Þetta væri til háborinnar skammar.

Síðastliðinn mánudag, einum degi eftir þetta leikinn í Óðinsvéum hrópuðu nokkrir stuðningmenn Brøndby liðsins þessi sömu slagorð um Victor Fischer (sem var víðsfjarri, enda í hvorugu liðinu) frá áhorfendapöllunum þegar liðið mætti FC Nordsjællland.

Óhætt er að segja að með því að leiða ekki hjá sér hommahrópin hafi Victor Fischer opnað flóðgáttir. Forsvarsmenn OB og Brøndby lýstu strax yfir að framkoma eins og stuðningsmenn liðanna tveggja hefðu sýnt væri ólíðandi og gripið yrði til aðgerða í því skyni að hindra slíkt. Danska knattspyrnusambandið (DBU) og samtök leikmanna hafa lýst yfir að framkoma af þessu tagi verði ekki liðin. Fordómar eigi ekki heima á fótboltaleikjum frekar en annars staðar. 

Ráðherrann og aganefnd bregðast við

Mette Bock ráðherra menningar- og íþróttamála var harðorð í viðtölum við fjölmiðla. Sagði að háttalag af þessu tagi væri algjörlega ólíðandi og ráðherrann sagðist vænta þess að að refsingum yrði beitt. Tilgreindi þó ekki nánar í hverju þær ættu að felast. 

Aganefnd danska knattspyrnusambandsins tilkynnti sl. föstudag, 12. apríl að félögin OB og Brøndby skuli greiða sekt, hvort um sig 25 þúsund krónur ( 450 þúsund íslenskar). Í yfirlýsingu aganefndarinnar segir að Victor Fischer hafi hugsanlega átt þátt í hegðun áhorfenda með því að senda þeim fingurkoss. Victor Fischer segist saltillur vegna þessara orða. „Aganefndin lítur algjörlega framhjá vandamálinu með því að skella skuldinni að hluta á mig. Nær hefði verið að nefndin þakkaði mér, þótt ég ætlist ekki til þess, fyrir að hafa vakið máls á því að brýnt sé að taka á framkomu sumra áhorfenda.“ 

UEFA hrósar Victor Fischer og ítrekar reglurnar

Aleksander Ceferin forseti Knattspyrnusambands Evrópu hrósaði Victor Fischer og sagðist fagna hverjum þeim sem mótmæli hvers kyns fordómum sem því miður fari vaxandi innan knattspyrnunnar. Jafnframt hefur UEFA ítrekað reglur sambandsins. Ef áhorfendur hrópa niðrandi, eða fordómafull, orð að leikmönnum skal dómari stöðva leikinn og tilkynnt verði gegnum hátalarakerfi að slík hróp skuli hætta. Dugi það ekki stöðvar dómari leikinn aftur og leikmenn yfirgefa völlinn og tilkynning endurtekin. Dugi það ekki verður leikurinn stöðvaður í þriðja sinn og svo er það hlutverk dómara að meta hvort haldið skuli áfram eða leikurinn einfaldlega blásinn af. 

Dómarar segjast tilbúnir

Danskir dómarar hafa undanfarna daga ráðið ráðum sínum varðandi hommahrópin. Í dag, 14. apríl mætast Brøndby og FCK (lið Victors Fischer) í deildakeppninni. Dómari leiksins Jørgen Daugbjerg Burchardt segist vel undirbúinn, hann kunni reglurnar og hann muni umsvifalaust bregðast við ef hrópuð verði fordómafull orð að leikmönnum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar