Hommahróp á vellinum

Þegar nokkrir danskir áhorfendur á fótboltaleik kölluðu „Victor Fischer er homo“ á leikmann andstæðinganna grunaði þá tæpast að það hefði eftirmál. Þar skjátlaðist þeim illilega.

William Kvist og Victor Fischer að keppa fyrir danska landsliðsins.
William Kvist og Victor Fischer að keppa fyrir danska landsliðsins.
Auglýsing

Sunnu­dag­inn 7. apríl síð­ast­lið­inn fékk danska fót­boltaliðið OB (Odense bold­klub) FCK (FC Køben­havn) í heim­sókn. Þessi lið leika bæði í dönsku úrvals­deild­inni (Superliga­en) og eru þessa dag­ana í hópi þeirra efstu. Fjöl­mennt var á áhorf­endapöll­unum en fram­koma stuðn­ings­manna OB hafði eft­ir­mál sem ekki sér fyrir end­ann á.

Danir eru miklir áhuga­menn um fót­bolta. Flest, ef ekki öll, lið eiga sér dygga aðdá­endur sem mæta á alla leiki, heima og heim­an. Þeir hvetja sína menn með hrópum og láta sömu­leiðis leik­menn and­stæð­ing­anna vita af sér. Þótt ekki sé bein­línis hægt að kalla þetta sál­fræði­hernað skiptir stuðn­ing­ur­inn leik­menn miklu máli, og baul and­stæð­ing­anna hefur líka sín áhrif. 

Á áhorf­endapöll­unum verður iðu­lega heitt í kol­unum og bæði dóm­ari og leik­menn „fá það óþveg­ið“ þegar „dóm­ar­arn­ir“ á pöll­unum tjá sig  um það sem fram fer á vell­in­um.

Auglýsing

Á und­an­förnum árum hefur þeim sem mæta á völl­inn fækkað tals­vert frá því sem áður var. Fyrir því eru, að mati sparksér­fræð­inga, einkum tvær ástæð­ur: til­koma sjón­varps­út­send­inga frá leikjum og hærra miða­verð. Lengi eftir að sjón­varpið kom til sög­unnar var ekki sýnt beint frá leikj­um, það var bein­línis gert til að draga ekki úr aðsókn. Miða­verðið hefur hækkað mikið á und­an­förnum árum. Fyrir því eru ýmsar ástæð­ur, ekki síst þau ofur­laun leik­manna sem nú tíðkast en voru óþekkt hér áður fyrr. 

Aum­ingi, hálf­viti, idjót, kerl­ing, sleði 

Ofan­greind orð, og fleiri í sama dúr hafa lengi heyrst á fót­bolta­leikj­um. Hróp og köll af þessu tagi þykja nán­ast sjálf­sögð þegar áhorf­endum hleypur kapp í kinn. Leik­menn­irnir á vell­inum kippa sér sjaldn­ast upp við slíkar athug­semd­ir, þótt orð­unum sé ætlað að vera niðr­andi í þessu sam­hengi eru þau nán­ast við­ur­kennd og þykja til­heyra stemn­ing­unni. Öðru máli gegnir um tvö orð sem upp á síðkastið eru farin að heyr­ast frá áhorf­endapöll­un­um. Þetta eru orðin negri og hommi, og öðrum for­dóma­fullum athuga­semdum er svo gjarna hnýtt við.

Hrópað að Victor Fischer

Einn þekkt­asti leik­maður FCK er Victor Fischer, 24 ára mið­vall­ar­spil­ari. Árið 2012 gekk hann til liðs við Ajax í Hollandi þar sem hann var í fjögur ár. Hann gerði síðan stuttan stans hjá Midd­les­brough í Englandi og Mainz í Þýska­landi en sneri heim Dan­merkur árið 2017 og hefur síðan leikið með FCK.Mynd: Odense Boldklub

Það var í áður­nefndum leik 7. apr­íl, í Óðins­véum, sem stuðn­ings­menn OB hróp­uðu hvað eftir annað „Victor Fischer er homo“. Leiknum lauk með sigri FCK 1- 0 og eftir að flautað var til leiksloka gekk Victor Fischer í átt að stúkunni þar sem stuðn­ings­menn OB héldu sig og sendi þeim fing­ur­koss.

Rétt er að geta þess að Victor Fischer er ekki, svo vitað sé, í neinum skáp og hefur ekki ver­ið, hann er trú­lof­aður og býr með kærust­unni í Kaup­manna­höfn. 

Sterk við­brögð

Í við­tölum eftir leik­inn og dag­inn eftir sagði Victor Fischer að hann hefði ákveðið að leiða ekki hjá sér homma­hrópin og þar með við­ur­kenna að þau væru sjálf­sagður hlut­ur. Það væri kom­inn tími til að eitt­hvað yrði gert varð­andi fram­komu áhorf­enda, sem sífellt yrði gróf­ari og dóna­legri. Þetta væri ekki í fyrsta skipti sem homma­hróp hefðu heyrst á dönskum fót­bolta­velli, og þar hefði líka verið baulað á þeldökkan leik­mann og hann upp­nefnd­ur. Þetta væri til hábor­innar skamm­ar.

Síð­ast­lið­inn mánu­dag, einum degi eftir þetta leik­inn í Óðins­véum hróp­uðu nokkrir stuðn­ing­menn Brøndby liðs­ins þessi sömu slag­orð um Victor Fischer (sem var víðs­fjarri, enda í hvor­ugu lið­inu) frá áhorf­endapöll­unum þegar liðið mætti FC Nordsjæll­land.

Óhætt er að segja að með því að leiða ekki hjá sér homma­hrópin hafi Victor Fischer opnað flóð­gátt­ir. For­svars­menn OB og Brøndby lýstu strax yfir að fram­koma eins og stuðn­ings­menn lið­anna tveggja hefðu sýnt væri ólíð­andi og gripið yrði til aðgerða í því skyni að hindra slíkt. Danska knatt­spyrnu­sam­bandið (DBU) og sam­tök leik­manna hafa lýst yfir að fram­koma af þessu tagi verði ekki lið­in. For­dómar eigi ekki heima á fót­bolta­leikjum frekar en ann­ars stað­ar. 

Ráð­herr­ann og aga­nefnd bregð­ast við

Mette Bock ráð­herra menn­ing­ar- og íþrótta­mála var harð­orð í við­tölum við fjöl­miðla. Sagði að hátta­lag af þessu tagi væri algjör­lega ólíð­andi og ráð­herr­ann sagð­ist vænta þess að að refs­ingum yrði beitt. Til­greindi þó ekki nánar í hverju þær ættu að fel­ast. 

Aga­nefnd danska knatt­spyrnu­sam­bands­ins til­kynnti sl. föstu­dag, 12. apríl að félögin OB og Brøndby skuli greiða sekt, hvort um sig 25 þús­und krónur ( 450 þús­und íslenskar). Í yfir­lýs­ingu aga­nefnd­ar­innar segir að Victor Fischer hafi hugs­an­lega átt þátt í hegðun áhorf­enda með því að senda þeim fing­ur­koss. Victor Fischer seg­ist sal­tillur vegna þess­ara orða. „Aga­nefndin lítur algjör­lega fram­hjá vanda­mál­inu með því að skella skuld­inni að hluta á mig. Nær hefði verið að nefndin þakk­aði mér, þótt ég ætlist ekki til þess, fyrir að hafa vakið máls á því að brýnt sé að taka á fram­komu sumra áhorf­enda.“ 

UEFA hrósar Victor Fischer og ítrekar regl­urnar

Aleksander Ceferin for­seti Knatt­spyrnu­sam­bands Evr­ópu hrós­aði Victor Fischer og sagð­ist fagna hverjum þeim sem mót­mæli hvers kyns for­dómum sem því miður fari vax­andi innan knatt­spyrn­unn­ar. Jafn­framt hefur UEFA ítrekað reglur sam­bands­ins. Ef áhorf­endur hrópa niðr­andi, eða for­dóma­full, orð að leik­mönnum skal dóm­ari stöðva leik­inn og til­kynnt verði gegnum hátal­ara­kerfi að slík hróp skuli hætta. Dugi það ekki stöðvar dóm­ari leik­inn aftur og leik­menn yfir­gefa völl­inn og til­kynn­ing end­ur­tek­in. Dugi það ekki verður leik­ur­inn stöðv­aður í þriðja sinn og svo er það hlut­verk dóm­ara að meta hvort haldið skuli áfram eða leik­ur­inn ein­fald­lega blás­inn af. 

Dóm­arar segj­ast til­búnir

Danskir dóm­arar hafa und­an­farna daga ráðið ráðum sínum varð­andi homma­hróp­in. Í dag, 14. apríl mæt­ast Brøndby og FCK (lið Vict­ors Fischer) í deilda­keppn­inni. Dóm­ari leiks­ins Jørgen Daug­bjerg Burchardt seg­ist vel und­ir­bú­inn, hann kunni regl­urnar og hann muni umsvifa­laust bregð­ast við ef hrópuð verði for­dóma­full orð að leik­mönn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar