Bára Huld Beck

Sífellt fleira ungt fólk með neysluskuldir á bakinu

Vaxandi hópur ungs fólks er að hefja sitt fjárhagslega sjálfstæða líf með neysluskuldir í farteskinu. Með fjölgun lánveitenda og rafrænna lánsmöguleika er auðveldara að taka fjölda skyndilána á stuttum tíma og því margir sem steypast í skuldir hratt. Gífurleg aukning hefur orðið í yngsta aldurshópnum sem leitar sér aðstoðar hjá umboðsmanni skuldara og segir embættið því nauðsynlegt að grípa til aðgerða vegna skyndilána.

Á und­an­förnum árum hefur orðið gíf­ur­leg aukn­ing í ald­urs­hópnum 18 til 29 ára sem leitar til Umboðs­manns skuld­ara vegna alvar­legs fjár­hags­vanda en 79 pró­sent þeirra eru með svokölluð skyndilán. Þá er ekki aðeins verið að tala um hin víð­frægu smá­lán heldur býður nú fjöldi fjár­tækni­fyr­ir­tækja og banka upp á svokölluð skyndilán. Það eru lán sem tekin eru raf­rænt og eiga það sam­eig­in­legt að ein­falt er að sækja um þau á hvaða tíma sól­ar­hrings og eru þau afgreidd afar skjótt. ­Kostn­aður slíkrar lán­töku ­getur orðið mjög hár og hefur fólk steypst í skuldir hratt með töku margra slíkra lána á stuttum tíma.

Umboðs­maður skuld­ara hefur kallað eftir aðgerðum vegna ­vax­and­i ­vanda fólks vegna skyndilána hér á landi. Starfs­hópur um end­­ur­­skoðun á starfs­um­hverf­i s­má­lána­­fyr­ir­tækja hefur einnig skilað umhverf­is­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra til­lögum til úrbóta. Þá er meðal ann­ars lagt til að efla fjár­mála­læsi í grunn­skólum og tak­marka mark­aðs­setn­ingu skyndilána en henni er beint í miklum mæli að yngri kyn­slóð­inni ásamt öðrum við­kvæmum hóp­um. Auk þess er lagt til að setja á lagg­irn­ar mið­lægan skulda­grunn.

Síversn­and­i skulda­staða ungs fólks

Umsóknum um fjár­hags­að­stoð hefur fjölgað í heild­ina hjá Umboðs­mann­i skuld­ara und­an­farin ár og þá sér­stak­lega hjá ald­urs­hópnum 18 til 29 ára. Sá ald­urs­hópur hefur farið úr því að vera 5 pró­sent um­sækj­enda um fjár­hags­að­stoð hjá emb­ætt­inu árið 2012 í 27 pró­sent árið 2018. Umboðs­maður skuld­ara segir það vera veru­leg­t á­hyggju­efni að enn skuli fjölga í hópi umsækj­enda á þessum aldri. 

Mynd:Umboðsmaður skuldara

Í þeim ald­urs­hópi voru 79 pró­sent umsækj­enda með skyndilán. Umboðs­maður skuld­ara hefur skil­greint skyndilán sem þau lán sem tekin eru á vef­síðum eða með notkun smá­forrita í far­sím­um. Þau eiga það sam­eig­in­legt að ein­falt er að sækja um þau og eru þau afgreidd afar skjótt. Bæði getur verið um að ræða lán sem tekið er sam­hliða kaupum á vöru eða þjón­ustu en einnig lán þar sem ákveðin fjár­hæð er lögð inn á reikn­ing lán­taka með stuttum láns­tíma. ­Sam­­kvæmt emb­ætt­inu eiga þeir ein­stak­l­ingar sem leit­uðu til þeirra það sam­eig­in­­legt að hafa tekið fjölda skyndilána á ­stuttum tíma og komið sér í tölu­verðar skuld­­ir. Á ár­inu 2018 var hlut­­fall skyndilána 22 pró­­sent af heild­ar­fjár­skuld­bind­ingu þess­a hóps.  

Smá­lán heyra ekki sög­unni til

Eftir efna­hags­hrunið árið 2008 birt­ust á sjón­ar­svið lands­manna smá­lána­fyr­ir­tæki sem buðu upp á svokölluð SMS-lán. Fyr­ir­tækin lán­uðu lágar upp­hæðir til skamms tíma. Kostn­aður vegna lán­anna gat verið gríð­ar­lega hár en fyrir 10.000 króna lán hjá smá­lána­fyr­ir­tæk­inu Kredi­a voru nafn­vextir á árs­grund­velli tæp 608 pró­sent. Í við­tali við Morg­un­blaðið í októ­ber 2009 sagði Leifur Har­alds­son, þáver­andi for­stjóri Kredi­a, að litið væri á þessa þóknun sem lán­töku­kostnað fremur en vext­i. 

Eftir mikla opin­bera og ­gagn­rýna um­ræðu um starf­semi og „of­ur­vexti“ smá­lána­fyr­ir­tækja voru í nóv­em­ber 2013 sam­þykkt lög um neyt­enda­lán á Alþing­i. ­Með þeim voru starf­sem­inni settar skorður og þak sett á þann kostnað sem lán­veit­andi má leggja á lán­in. Í nýlegri skýrslu starfs­hóps nýsköp­un­ar-, iðn­að­ar- og ferða­mála­ráð­herra um end­ur­skoðun á starfs­um­hverfi smá­lána­fyr­ir­tækja er greint frá því að í fyrstu hafi smá­lána­­fyr­ir­tæki, sem hófu starf­­semi sína fyrir gild­is­­töku laga um neyt­enda­lán, mark­visst reynt að snið­­ganga ákvæði lag­anna, þó með tak­­mörk­uðum árangri. 

Nú hafa þau hins vegar öll hætt starf­­semi sinni hér á landi en vöru­­merki þess­­ara smá­lána­­fyr­ir­tækja lifa þó enn og þjón­ustan stendur íslenskum neyt­endum enn þá til boða í gegnum erlenda lög­­að­ila. Í skýrsl­unni segir að ætla verði að ástæðu umrædds fyr­ir­komu­lags megi rekja til ófrá­víkj­an­­legra reglna um hámark árlegrar hlut­­falls­­tölu kostn­aðar í neyt­enda­lánslög­um. Því hafi það að færa þjón­ust­una til útlanda verið enn ein leið­in til að kom­­ast hjá fyrr­­greindu kostn­að­­ar­­þaki.

Bára Huld Beck

Aðgengi að lánum mun sjálf­virkara og auð­veld­ara

Með til­komu smá­lána átti sér stað aukin sjálf­virkni­væð­ing í lána­starf­semi hér á landi sem er þó einnig alþjóð­leg þró­un. Mikil fjölgun hefur orðið á fyr­ir­tækjum sem bjóða nú upp lög­leg neyt­enda­lán, eða svo­nefnd skyndilán, þar sem hægt er að fá lán raf­rænt á bil­inu frá nokkrum tugum þús­unda til nokk­urra millj­óna króna og fá það nán­ast sam­stundis eða innan sól­ar­hrings. Meðal þeirra fyr­ir­tækja eru fjár­tækni­fyr­ir­tæki líkt og Aur, Net­gíró og Fram­tíðin en Fram­tíðin býður nú einnig upp á raf­rænt fast­eigna­lán. Auk þess bjóða nú ­Arion ­banki og Íslands­banki upp á raf­ræn skamm­tíma­lán sem hægt er sækja um í gegnum síma eða tölvu og fá það greitt nán­ast sam­stundis eða innan sól­ar­hrings. 

Skyndilán bera að jafn­aði háa vexti enda oft­ast tekin til skamms tíma en auk þess ­fylgja þeim lánum ýmis gjöld og kostn­að­ur, til dæmis lán­töku­gjald og greiðslu­gjald. Kostn­að­ur­inn við lánin getur því verið gríð­ar­lega hár án þess að ­neyt­and­i átt­i ­sig á því. Því er notuð árleg hlut­fallstala kostn­að­ar­, Á­HK, sem er pró­sentu­tala þar sem allur árlegur kostn­aður af lán­inu er settur í eina pró­sentu­tölu. Á vef­síð­unni Aur­björg er hægt að bera sam­an­ Á­HK ­skamm­tíma­lán en algengt er að ársvextir skamm­tíma­lána geti verið kringum 10 til 13 pró­sent en við það bæt­ist til að mynda 4 pró­sent lán­töku­gjald og annar kostn­aður líkt og greiðslu­gjald. Við það getur árleg hlut­fallstala kostn­aðar farið allt upp í 40 til 50 pró­sent en í neyt­enda­lánslögum kemur fram að ÁHK megi ekki vera hærra en 50 pró­sent að við­bættum stýri­vöxt­u­m. 

Árlegur hlut­falls­legur kostn­aður breyt­ist einnig eftir tíma, fjár­hæð láns­ins sem og láns­hæf­is­mati lán­taka. Sam­kvæmt neyt­enda­lögum ber lán­veit­endum að óska eftir láns­hæf­is­mati lán­taka og býðst neyt­endum skamm­tíma­lána mis­mun­andi kjör eftir því í hvaða láns­hæf­is­flokki neyt­andi er. Ásta Sig­rún Helga­dóttir sem gegnir emb­ætti Umboðs­manns skuld­ara segir í sam­tali við Kjarn­ann að neyt­endur átti sig því oft ekki á heild­ar­kostn­aði skyndilána. Neyt­endum birt­ast fyrst bestu mögu­legu kjör neyt­enda­lána eða fyrir þá lán­taka sem eru í láns­hæf­is­flokki A en Ásta Sig­rún­ bendir á að meiri­hluti þeirra aðila sem taki skyndilán eru ekki í A flokki. Mis­­mun­andi er eftir fyr­ir­tækjum hvar í ferl­inu hægt sé að nálg­­ast slíkar upp­­lýs­ing­­ar, en oft sé það ekki fyrr en á loka­­stigum lán­tök­unn­ar þegar lán­hæf­is­mat er stað­fest.

Einstaklingar sem leita sér aðstoðar hjá Umboðsmanni skuldara eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stuttum tíma og komið sér í töluverðar skuldir.
Umboðsmaður skuldara

Má ekki gleyma að greiðslu­erf­ið­leikar eru alvar­legt vanda­mál

Með fjölgun lán­veit­enda verður æ auð­veld­ara að taka lán en einnig auð­veld­ara að taka mörg lán á stuttum tíma. Í mörgum til­fellum nýrra fjár­tækni­fyr­ir­ækja er engri við­skipta­sögu að dreifa á milli ein­stak­linga og lán­veit­anda. Í bönkum er hægt að byggja láns­hæf­is­mat ein­stak­linga út frá for­sendum um skil­vísi lán­taka, við­skipta­sögu og taka til­lit til launa áður en til dæmis skyndilán eru veitt. Fyr­ir­tæki  geta sótt­ láns­hæf­is­mat lán­tak­enda til­ Credit­info en þar fást ekki upp­lýs­ingar um önnur skamm­tíma­lán nema lán­taki hafi lent á van­skila­skrá. 

Ásta Sigrún Helgadóttir, Umboðsmaður skuldara. Mynd: Umboðsmaður AlþingisÁsta Sig­rún segir að því sé hægt að taka mörg skyndilán hjá mis­mun­andi fyr­ir­tækjum á stuttum tíma og skuld­setn­ing neyt­enda geti því átt sér stað gríð­ar­lega hratt. Hjá þeim hópi sem leitar til Umboðs­manns skuld­ara segir hún að algengt sé að fólk hafi lent í víta­hring og tekið skyndilán til að borga önnur skyndilán og steypst því gríð­ar­lega hratt í miklar skuld­ir. 

Ásta Sig­rún bendir jafn­framt á að því megi ekki gleyma  að greiðslu­erf­ið­leikar séu mjög alvar­legt vanda­mál. Hún minnir á að þeir ein­stak­lingar sem leiti til Umboðs­manns skuld­ara sé aðeins brot af þeim sem lenda í fjár­hags­vanda vegna skuld­setn­ingar og emb­ættið sé í raun eins­konar bráða­mót­taka og margir finni aðrar leiðir til að leysa úr fjár­hags­vanda. Því séu töl­ur emb­ætt­is­ins ­jafn­vel aðeins topp­ur­inn á ísjak­an­um. 

Svip­aða þróun má sjá á nýskrán­ingum á van­skila­skrá Creditifno en þeim hefur farið fjölg­andi hjá síð­ustu mán­uðum eftir stöðuga fækkun árin á und­an. Í mars 2019 voru tæp­lega nítján þús­und manns á van­skila­skrá, þar af eru yfir þús­und manns á aldr­inum 21 til 24 ára og 166 ung­menni á aldr­inum 18 til 20 ára. Að lenda á van­skila­skrá getur haft afleið­ingar til langs tíma en Credit­in­fo hefur heim­ildir til að nota fyrrum skrán­ingar við gerð láns­hæf­is­mats í allt að fjögur ár.

Sam­kvæmt grein­ingu Um­boðs­manns skuld­ara er meiri­hluti umsækj­enda um fjár­hags­að­stoð ein­stak­lingar eða ein­stæðir for­eldr­ar. Jafn­framt er meiri­hluti þeirra sem sækja um aðstoð oft í við­kvæmri fjár­hags­legri stöðu. Meiri­hlut­i um­sækj­anda er á leigu­mark­aði og með lágar tekjur en með­al­tekjur umsækj­anda eru nettó 335.132 krónur á mán­uði. Þá eru eru 34 pró­sent umsækj­enda í vinnu, 38 pró­sent á örorku eða líf­eyri, 22 pró­sent atvinnu­lausir og 3 pró­sent í námi.

Mynd: Umboðsmaður skuldaraKanna hvort að tak­marka eigi mark­aðs­setn­ingu

Umboðs­maður skuld­ara hefur því kallað eftir aðgerðum í ljósi þess að sífellt fleiri lenda í vanda vegna skyndilána og þá sér­stak­lega ungt fólk. Í til­kynn­ingu frá emb­ætt­inu í mars síð­ast­liðnum lagði emb­ættið til þrjár aðgerðir til að spyrna við þess­ari þró­un. Í fyrsta lagi að kannað yrði hvort að setja eigi skorður á mark­aðs­­setn­ing­u ­skyndilána. 

Emb­ætt­ið ­segir að ­mark­aðs­setn­ing skyndilána sé öflug og áber­andi og í miklum mæli beint að yngri kyn­slóð­inni með áherslu á auð­velt aðgengi. Á vef­síðu Aurs, eitt þeirra fyr­ir­tækja sem býður upp á skyndilán, segir til dæmis „Þú færð Aur lán sam­stund­is. Það er alltaf opið og engin þörf á að mæta og skrifa und­ir.“ Annað dæmi er að á heima­síðu Íslands­banka seg­ir: „Þarftu að eiga fyrir óvæntum útgjöld­um? Nú ­get­urð­u ­fengið lán í korta­app­in­u á örfáum mín­út­u­m.“ 

SMS- auglýsingar frá smálánafyrirtækiÍ fyrr­nefndri skýrslu starfs­hóps um smá­lána­fyr­ir­tæki var meðal ann­ars fjallað um ágenga og óum­beðna mark­aðs­setn­ingu í gegnum SMS-skila­boð í boði smá­lána­fyr­ir­tækja. Reynt hefur á lög­mæti þess háttar óum­beð­inna skila­boða frá Hrað­pen­ing­um, 1909, mula.is og smal­an.is, en úrskurð­ar­nefnd fjar­skipta- og póst­mála komst að þeirri nið­ur­stöðu í fyrra að brotið hefði verið gegn 46. gr. fjar­skipta­laga eftir að neyt­endur höfðu óskað eftir því að sms-­send­ingum yrð­i hætt. 

Umrædd vöru­merki eru þó enn í rekstri ann­ars lög­að­ila og vef­síður eru skráðar á dönsk lén. Sam­kvæmt skýrslu starfs­hóps­ins við­heldur við­kom­andi aðili sömu mark­aðs­setn­ingu í gegn­um SMS-skila­boð og úrskurð­ar­nefnd fjar­skipta- og póst­mála úrskurð­aði að það bryti í bága við lög.

Aftur á móti segir í skýrslu starfs­hóps­ins að ekki hafi verið könnuð sér­stak­lega mark­aðs­setn­ing á lög­legum neyt­enda­lán­um. Í skýrsl­unni er þó fjallað um laga­setn­ingu um ­mark­aðs­setn­ing­u ­skyndilána í Nor­egi og Sví­þjóð. Í Sví­þjóð er kveðið á um hóf­lega mark­aðs­setn­ingu og sam­kvæmt laga­setn­ingu þar í landi er kveðið á um að ef neyt­enda­lán eru með háan árlegan hlut­falls­legan kostn­að, Á­HK, þá beri lán­veit­anda að veita neyt­anda sér­stakar upp­lýs­ingar um áhætt­una sem fylgir lán­tök­unni. Í norskum lögum er hins vegar lagt bann við því að setja fram upp­lýs­ingar um hversu auð­velt sé að taka lán. Til dæmis hversu hratt hægt sé að fá lán, hversu hratt megi búast við að fá svar við fyr­ir­spurn um lán, hversu ein­falt umsókn­ar­ferlið sé og svo fram­veg­is.

Mið­lægur skulda­grunnur og fjár­mála­fræðsla 

Umboðs­maður skuld­ara lagði einnig til að settur yrði á fót mið­lægur skulda­grunn­ur. ­Ljóst er – líkt og fjallað var um hér að ofan – að ein­stak­lingar geta auð­veld­lega tekið mörg lán á stuttum tíma hjá ólíkum þjón­ustu­að­ilum og þannig skuld­sett sig langt umfram greiðslu­getu. Því telur Umboðs­maður að með því að skrá skulda­stöðu ein­stak­linga væri hægt að koma í veg fyrir að sami ein­stak­lingur tæki mörg lán hjá ólíkum aðilum með ofan­greindum afleið­ing­um. Slík skrán­ing myndi auk þess veita yfir­sýn yfir umfang útlána af þessu tagi sem ekki er fyrir hendi í dag. Ásta Sig­rún segir að því væri slíkur mið­lægur gagna­grunnur hags­muna­mál fyrir rík­ið, lán­veit­endur og lán­tak­end­ur. Hún bendir jafn­fram­t á að aðkoma lög­gjafans sé nauð­syn­leg en að fyr­ir­myndir um slíkan skulda­grunn megi finna erlend­is, bæði rík­is- og einka­rekna. 

Enn fremur bendir Umboðs­maður skuld­ara á að til þess að ungt fólk hefji ekki sitt fjár­hags­lega ­sjálf­stæða líf með neyslu­skuldir á bak­inu þá verði að tryggja að ein­stak­l­ingar hafi for­­sendur til að taka upp­lýstar ákvarð­anir í fjár­mál­um. Því telur Umboðs­maður að mennta- og vel­­ferð­­ar­­kerf­ið, fjár­mála­fyr­ir­tæki og fleiri aðilar þurfi að vinna saman til að tryggja sam­ræmda fjár­mála­fræðslu ­barna og ung­­menna og að sú fræðsla þurfi að byrja snemma. ­Starfs­hópur ferða­mála-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra fjall­aði einnig um bætt fjár­mála­læsi í til­lögum sínum og lagði hóp­ur­inn til að fund­inn verði staður í námskrá fyrir fjár­mála­fræðslu í grunn­skól­u­m. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir Mynd: Bára HuldÍ skýrslu starfs­hóps­ins er auk þess lagt til að gerðar verði kröfur um aukna upp­­lýs­inga­­gjöf lán­veit­enda sem ekki eru ­eft­ir­lit­s­skyld­ir til eft­ir­lits­að­ila. Hóp­­ur­inn lagði auk þess til að lögum verði breytt þannig að ­neyt­andi verði ekki kraf­inn um greiðslu vaxta og kostn­aðar af láni ef skil­­málar láns­ins brjóta í bága við lög­­bundið hámark á árlegri hlut­­falls­­tölu kostn­að­­ar, þar á meðal ef lánið er tekið hjá erlendum lög­að­il­um. Hóp­ur­inn lagði til fjölda ann­arra til­löga að úrbótum en þær má finna hér. Í til­kynn­ingu frá atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu í mars síð­ast­liðnum kom fram að unnið yrði áfram með til­lögur starfs­hóps­ins í sam­ráði við þar til bærra aðila og stofn­ana. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar