Ekkert nýtt úr gömlu

Ekkert lát er á mótmælum almennings í Alsír. Eftir að forsetinn lét af völdum hefur reiði mótmælenda beinst að ráðherrum og öðrum valdamönnum.

Mótmæli í Alsír
Auglýsing

„Við getum ekki haldið kjafti leng­ur,“ sögðu alsírskar konur sem á Alþjóð­legum bar­áttu­degi kvenna þann átt­unda mars, flykkt­ust út á götur í Alsír og hófu upp raust sína innan um aðra mót­mæl­end­ur. Ólíkt fyrri bar­áttu­dögum kvenna í Alsír voru engir söngv­arar á veit­inga­stöð­um, og engin blóm gefin til við­skipta­vina. „Í dag munu kon­urnar ekki dansa heldur láta mál­stað sinn heyrast,“ sagði hin 24 ára Malia við blaða­mann Le Monde þar sem hún sat með móður sinni, Malika, á gang­stétt. Báðar voru þær með bros á vör. Sou­hila, sem var mætt með tveimur dætrum sínum seg­ist spyrja sig hvernig sam­fé­lag hún vilji skilja eftir fyrir dætur sín­ar.

Þetta var vísir að því sem koma skyldi í mót­mæl­unum sem hófust þegar Abdel­aziz Bou­teflika for­seti Alsír til­kynnti að hann myndi bjóða sig fram í fimmta sinn. Mót­mæli kvenn­ana eru til marks um sam­heldni mót­mæl­enda sem sýna ekki á sér neitt far­ar­snið þó að Bou­teflika hafi nú sagt af sér. Fólkið sem safn­ast nú saman á götum Alsír krefst bæði stjórn­ar- og sam­fé­lags­breyt­inga. En þó að mót­mælin hafi að mestu leyti farið frið­sam­lega fram leyn­ist undir niðri ótti sem fáir vilja ljá orðs á. Mest­allan tíunda ára­tug­inn og fram yfir alda­mót geis­aði blóðug borg­ara­styrj­öld í land­inu og margir eru hræddir að mót­mælin muni leiða til átaka. „Ótt­inn er enn til stað­ar,“ segir Malika en bætir því við að það veiti fólki von að sjá hversu frið­sam­leg mót­mælin hafa ver­ið.



Mót­mælin halda áfram

Eftir að mót­mælin hófust reyndi Bou­teflika að lægja öld­urnar með því að draga fram­boð sitt til baka en frestaði um leið kosn­ing­unum sem fara áttu fram nú í apríl en það fór illa í almenn­ing sem hélt ótrauður áfram að mót­mæla. Annan apríl síð­ast­lið­inn sagði hann svo óvænt af sér, en allt hefur komið fyrir ekki og mót­mælin hafa haldið áfram. Nú er talið lík­leg­ast að Abdelka­dir Bensalah, for­seti efri deildar alsírska þings­ins muni taka við sem bráða­birgða­for­seti. Það verður þó að telj­ast ólík­legt að það muni slá á óánægju þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing
Bensalah, auk for­sæt­is­ráð­herr­ans Nouredine Bedoui og Tayeb Bela­iz, for­manni stjórn­ar­skrár­nefndar Alsír til­heyra hópi sem mót­mæl­endur hafa kallað „B-in þrjú”. Í kjöl­far afsagnar Bou­teflika hafa „B-in þrjú” orðið að skot­spóni mót­mæl­enda sem þykja þre­menn­ing­arnir vera tákn­myndir vald­níðsl­unnar og spill­ing­ar­innar sem ríki innan stjórn­kerf­is­ins. Þess utan þykja þeir standa Bou­teflika of nærri og vera of inn­vinkl­aðir í stjórn­kerfið til að geta orðið hluti af nýju Alsír. Eða eins og einn mót­mæl­enda sagði þá „gerir maður ekki nýtt úr gömlu.”

Það er kannski til marks um trú alsírks almenn­ings á að stjórn­völd muni gera breyt­ingar að á Twitter gengur sá brand­ari að Bou­teflika sé nú í óða önn að semja við bræður sína um það hver muni taka við for­seta­stóln­um. Sam­kvæmt lögum verður þó að kjósa nýjan for­seta innan þriggja mán­aða frá því að for­seti segir af sér en enn hefur ekki verið boðað til kosn­inga. En það er ljóst að eftir hátt í 60 ár af sjálf­stæði er ljóst að alsírska þjóðin hefur loks kom­ist að því hvernig stjórn­kerfi hún vill og mun ekki slá af kröfum sín­um.

Abdelaziz Bouteflika Mynd: EPA

Við­kvæm staða

Mörgum Alsír­ingum hefur þótt þögn hers­ins og aðgerða­leysi hans í mót­mæl­unum vera hávær, og ótt­ast að mót­mælin muni leiða af sér átök milli hópa með ólíka fram­tíð­ar­sýn lands­ins. Þeir telja þögn hers­ins vera til marks um að hann ætli að leyfa ástand­inu í land­inu að versna í þeim til­gangi að geta tekið yfir stjórn lands­ins.

Það er eðli­legt að Alsír­ingar ótt­ist margir að mót­mælin muni leiða til átaka. Landið var stærstan hluta tíunda ára­tug­ar­ins og fram á 21. öld­ina þjakað af borg­ara­styrj­öld þar sem her lands­ins barð­ist gegnum íslömskum öfga­hóp­um. Eftir arab­íska vorið, sem átti að sá fræjum frelsis og lýð­ræðis í araba­heim­inu, haustaði einnig snemma í Sýr­landi og nágranna­land­inu Líbýu eftir að arab­íska vorið hóf­st, þó að lýð­ræði hafi að ein­hverju leyti náð að skjóta rótum í Tún­is.

Leiða má að því líkum að ein­hverjum strang­trú­ar­mönnum á Alsír svíði enn þá tapið í borg­ara­styrj­öld­inni og muni nýta sér mót­mælin og mögu­legar sam­fé­lags­breyt­ingar sem skálka­skjól til að við sig fylgi. Það gerð­ist til að mynda í Túnis þar sem þús­undir gengu til liðs við Íslamska ríkið í kjöl­far arab­íska vors­ins.

Þó að kröfur bók­stafs­trú­ar­fólks hafi ekki verið háværar í mót­mæl­unum hafa þau verið nátengd trú­ar­sam­fé­lag­inu. Flest mót­mælin hafa átt sér stað eftir föstu­dags­bænir og klerkar hafa hvatt sókn­ar­fólk sitt til að mót­mæla stjórn­völd­um. Þá hafa fámennir hópar meðal mót­mæl­enda kallað eftir því að í land­inu verði tekin upp íslömsk sjar­í­a-lög.

Stjórn­mála­menn voru einnig óhræddir við að nota stríðið í Sýr­landi og önnur átök í kjöl­far arab­íska vors­ins til að hræða mót­mæl­end­ur. Ahmed Ouyahia, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra sem sagði af sér skömmu eftir að mót­mælin hófust, reyndi að hræða mót­mæl­endur með því að stríðið í Sýr­landi hefði líka byrjað með frið­sam­legum mót­mæl­um.

Almenn­ingur hefur hins­vegar látið þann áróður sem vind um eyru þjóta og flykk­ist enn út á götur lands­ins. Saga lands­ins og návígi þess við sterk vígi íslamskra öfga­manna í Líbýu, Malí og Túnis gera það hins­vegar að verkum að lítið má út af bregða. Leiði mót­mælin til átaka getur landið orðið að próf­steini á það hvort að ISIS sam­tökin standi jafn höllum fæti og sagt er. En hvernig sem fer er ljóst að Alsír er statt á mjóum fjalls­hrygg og á honum getur það ekki staðið til langs tíma.



Hver er Bouteflika?

Hinn 82 ára gamli Bou­teflika til­kynnti um fram­boð sitt á sama tíma og hann var staddur í Sviss hvar hann var sagður vera í reglu­bund­inni lækn­is­skoð­un, en hann fékk heila­blóð­fall fyrir nokkrum árum og hefur verið heilsu­veill síðan þá. Fjöl­miðlar og almenn­ingur eru hins­vegar þeirrar skoð­unar að hann hafi verið í Sviss til að sækja sér lækn­is­með­ferð; enda eru 13 dagar ansi langur tími fyrir lækn­is­skoð­un.



For­eldrar Abdel­aziz Bou­teflika voru af alsírskum ætt­um, en hann er fæddur og alinn upp í bænum Oujda í Marokkó. Þrátt fyrir að hafa fæðst í Marokkó spil­aði hann stórt hlut­verk í að Alsír öðl­að­ist sjálf­stæði frá Frakk­landi árið 1962. Það er til marks um völd Bou­teflika í alsírsku sam­fé­lagi á þessum tíma að þegar Charles de Gaulle óskaði alsírsku þjóð­inni vel­farn­aðar og árn­að­ar­óska í til­efni þess að þrjú ár voru liðin frá því að hún öðl­að­ist sjálf­stæði, var bréfið stílað á Bou­teflika. Eftir að hafa starfað sem emb­ætt­is­maður í stjórn­kerfi Alsír á fyrsta ári sjálf­stæðs Alsír var hann árið 1963 gerður að utan­rík­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Ahmed Ben Bella. Árið 1965 spil­aði hann svo stórt hlut­verk þegar her­inn steypti Ben Bella af stóli og í kjöl­farið hélt hann sæti sínu sem utan­rík­is­ráð­herra allt til árs­ins 1978. Hann hefur því verið alltum­lykj­andi í alsírsku sam­fé­lagi frá því að landið hlaut sjálf­stæði frá Frökk­um, þó að hann hafi ekki sest í sæti for­seta fyrr en árið 1999.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnGuðjón Ingi Sigurðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar