Telja frumvarp hamla upplýsingagjöf til almennings

Fréttastofa Sýnar og Blaðamannafélag Íslands gagnrýna frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um meðferð einkamála. Frumvarpið segja þau ganga gegn þeirri meginreglu að réttarhöld séu opin.

Héraðsdómur Reykjavíkur - Salur 101
Auglýsing

Blaðamannafélagið og fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem er hluti af Sýn hf., gera alvarlegar athugasemdir við tillögur dómsmálaráðherra á lögum um einkamál. Samkvæmt frumvarpinu yrði samtímaendursögn af dómsmálum óheimil og einungis dómstólum yrði heimilt að taka upp hljóð- eða myndefni af þinghaldi. Telja fréttastofan og Blaðamannafélagið tillögurnar ganga gegn lýðræðislegum starfsháttum dómstóla og reglunni um opin réttarhöld. Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofunnar, segir í umsögninni að frumvarpið hamli upplýsingagjöf til almennings og muni rýra traust almennings á dómstóla. 

Opin réttarhöld meginregla réttarfars

Í umsögn fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar segir að reglan um opin réttarhöld sé ein af meginreglum réttarfars í lýðræðisríkjum. Þar kemur fram að eftir athugasemd Lögmannafélags Íslands við fyrri útgáfu frumvarpsins, um að það gengi gegn þeirri meginreglu að réttarhöld skuli vera opin hafi bannið verið takmarkað við skýrslutökur. Fréttastofan telur það að takmarka bann við samtímaendursögn við skýrslutökur gangi enn gegn þeirri meginreglu að réttarhöld skulu opin. Í umsögninni kemur fram að nærtækara væri að opna dómstóla frekar fyrir almenningi og varað er við þeirri viðleitni að loka aðgengi að þeim.

Blaðamannafélag Íslands segir í athugasemdum sínum að þægindarammi lögmanna, dómara og sakborninga eigi ekki að ráða för við breytingar á við þær sem boðaðar eru í frumvarpinu. Þá telur félagið að nauðsyn fyrir breytingunum hafi ekki verið rökstudd með nægjanlegum hætti. Íslenskt samfélag þurfi að styrkja fjölmiðla við að opna umræðu um mikilvæg mál og dómsmál megi ekki vera þar undanskilin og frumvarpið komi til með að takmarka upplýsingagjöf til almennings. Dómari hafi fullt forræði í dómsal og geti lokað réttarhöldum telji hann hættu vera á því að réttarspjöll geti orðið.

Auglýsing

Upptökur hafi áhrif á starfsfólk

Í gildandi lögum kemur fram að vitni skuli yfirheyrt án þess að önnur vitni séu viðstödd og er ástæða fyrir banni af samtímaendursögn sögð vera til að koma í veg fyrir að vitni geti haft áhrif á vitnisburð annarra. Samkvæmt greinargerð með frumvarpinu eru engar breytingar lagðar til á heimildum um birtingu endurrita eða dómskjala sem hafa að geyma sömu upplýsingar og eru í vitnisburðum.

Í greinargerðinni kemur jafnframt fram að samkvæmt gildandi lögum geti vitni verið í sjálfsvald sett hvort það birti hljóð- eða myndupptöku af vitnisburði sem það hefur veitt fyrir dómi. Bent er á að vitnisburður sé sjaldnast einkamál þess sem gefur skýrslu og því sé nauðsynlegt að koma í veg fyrir að vitni geti birt upptökur af vitnisburði sínum.

Þá geti slíkar upptökur einnig haft þau áhrif að starfsfólk hagi störfum sínum með öðrum hætti en það myndi annars gera, ef það teldi sig eiga á hættu að myndband af því gæti birst á netinu. Því sé nauðsynlegt að banna öðrum en dómstólum að taka upp efni við þinghald. Í greinargerðinni er einnig sagt að nauðsynlegt sé að víkka bannið vegna tilkomu nýrrar fjarskiptatækni sem geri það kleyft að miðla bæði hljóð- og myndefni til stærri eða smærri hópa.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Þeirra er ævintýralega ósanngjarna lýðræðið sem við búum við“
Björn Leví segir að skipting sæta milli þingflokka sé mjög ójöfn. Auðveldasta lausnin til að leysa vandamálið sé að fjölga jöfnunarsætum – það sé ekki flókið né ósanngjarnt.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent