Telja frumvarp hamla upplýsingagjöf til almennings

Fréttastofa Sýnar og Blaðamannafélag Íslands gagnrýna frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um meðferð einkamála. Frumvarpið segja þau ganga gegn þeirri meginreglu að réttarhöld séu opin.

Héraðsdómur Reykjavíkur - Salur 101
Auglýsing

Blaða­manna­fé­lagið og frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar sem er hluti af Sýn hf., gera alvar­legar athuga­semdir við til­lögur dóms­mála­ráð­herra á lögum um einka­mál. Sam­kvæmt frum­varp­inu yrði sam­tíma­end­ur­sögn af dóms­málum óheimil og ein­ungis dóm­stólum yrði heim­ilt að taka upp hljóð- eða myndefni af þing­haldi. Telja frétta­stofan og Blaða­manna­fé­lagið til­lög­urnar ganga gegn lýð­ræð­is­legum starfs­háttum dóm­stóla og regl­unni um opin rétt­ar­höld. Þórir Guð­munds­son, rit­stjóri frétta­stof­unn­ar, segir í umsögn­inni að frum­varpið hamli upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings og muni rýra traust almenn­ings á dóm­stóla. 

Opin rétt­ar­höld meg­in­regla rétt­ar­fars

Í umsögn frétta­stofu Vís­is, Stöðvar 2 og Bylgj­unnar segir að reglan um opin rétt­ar­höld sé ein af meg­in­reglum rétt­ar­fars í lýð­ræð­is­ríkj­um. Þar kemur fram að eftir athuga­semd Lög­manna­fé­lags Íslands við fyrri útgáfu frum­varps­ins, um að það gengi gegn þeirri meg­in­reglu að rétt­ar­höld skuli vera opin hafi bannið verið tak­markað við skýrslu­tök­ur. Frétta­stofan telur það að tak­marka bann við sam­tíma­end­ur­sögn við skýrslu­tökur gangi enn gegn þeirri meg­in­reglu að rétt­ar­höld skulu opin. Í umsögn­inni kemur fram að nær­tækara væri að opna dóm­stóla frekar fyrir almenn­ingi og varað er við þeirri við­leitni að loka aðgengi að þeim.

Blaða­manna­fé­lag Íslands segir í athuga­semdum sínum að þæg­ind­ara­mmi lög­manna, dóm­ara og sak­born­inga eigi ekki að ráða för við breyt­ingar á við þær sem boð­aðar eru í frum­varp­inu. Þá telur félagið að nauð­syn fyrir breyt­ing­unum hafi ekki verið rök­studd með nægj­an­legum hætti. Íslenskt sam­fé­lag þurfi að styrkja fjöl­miðla við að opna umræðu um mik­il­væg mál og dóms­mál megi ekki vera þar und­an­skilin og frum­varpið komi til með að tak­marka upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings. Dóm­ari hafi fullt for­ræði í dóm­sal og geti lokað rétt­ar­höldum telji hann hættu vera á því að rétt­ar­spjöll geti orð­ið.

Auglýsing

Upp­tökur hafi áhrif á starfs­fólk

Í gild­andi lögum kemur fram að vitni skuli yfir­heyrt án þess að önnur vitni séu við­stödd og er ástæða fyrir banni af sam­tíma­end­ur­sögn sögð vera til að koma í veg fyrir að vitni geti haft áhrif á vitn­is­burð ann­arra. Sam­kvæmt grein­ar­gerð með frum­varp­inu eru engar breyt­ingar lagðar til á heim­ildum um birt­ingu end­ur­rita eða dóm­skjala sem hafa að geyma sömu upp­lýs­ingar og eru í vitn­is­burð­um.

Í grein­ar­gerð­inni kemur jafn­framt fram að sam­kvæmt gild­andi lögum geti vitni verið í sjálfs­vald sett hvort það birti hljóð- eða myndupp­töku af vitn­is­burði sem það hefur veitt fyrir dómi. Bent er á að vitn­is­burður sé sjaldn­ast einka­mál þess sem gefur skýrslu og því sé nauð­syn­legt að koma í veg fyrir að vitni geti birt upp­tökur af vitn­is­burði sín­um.

Þá geti slíkar upp­tökur einnig haft þau áhrif að starfs­fólk hagi störfum sínum með öðrum hætti en það myndi ann­ars gera, ef það teldi sig eiga á hættu að mynd­band af því gæti birst á net­inu. Því sé nauð­syn­legt að banna öðrum en dóm­stólum að taka upp efni við þing­hald. Í grein­ar­gerð­inni er einnig sagt að nauð­syn­legt sé að víkka bannið vegna til­komu nýrrar fjar­skipta­tækni sem geri það kleyft að miðla bæði hljóð- og myndefni til stærri eða smærri hópa.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent