Telja frumvarp hamla upplýsingagjöf til almennings

Fréttastofa Sýnar og Blaðamannafélag Íslands gagnrýna frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um meðferð einkamála. Frumvarpið segja þau ganga gegn þeirri meginreglu að réttarhöld séu opin.

Héraðsdómur Reykjavíkur - Salur 101
Auglýsing

Blaða­manna­fé­lagið og frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar sem er hluti af Sýn hf., gera alvar­legar athuga­semdir við til­lögur dóms­mála­ráð­herra á lögum um einka­mál. Sam­kvæmt frum­varp­inu yrði sam­tíma­end­ur­sögn af dóms­málum óheimil og ein­ungis dóm­stólum yrði heim­ilt að taka upp hljóð- eða myndefni af þing­haldi. Telja frétta­stofan og Blaða­manna­fé­lagið til­lög­urnar ganga gegn lýð­ræð­is­legum starfs­háttum dóm­stóla og regl­unni um opin rétt­ar­höld. Þórir Guð­munds­son, rit­stjóri frétta­stof­unn­ar, segir í umsögn­inni að frum­varpið hamli upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings og muni rýra traust almenn­ings á dóm­stóla. 

Opin rétt­ar­höld meg­in­regla rétt­ar­fars

Í umsögn frétta­stofu Vís­is, Stöðvar 2 og Bylgj­unnar segir að reglan um opin rétt­ar­höld sé ein af meg­in­reglum rétt­ar­fars í lýð­ræð­is­ríkj­um. Þar kemur fram að eftir athuga­semd Lög­manna­fé­lags Íslands við fyrri útgáfu frum­varps­ins, um að það gengi gegn þeirri meg­in­reglu að rétt­ar­höld skuli vera opin hafi bannið verið tak­markað við skýrslu­tök­ur. Frétta­stofan telur það að tak­marka bann við sam­tíma­end­ur­sögn við skýrslu­tökur gangi enn gegn þeirri meg­in­reglu að rétt­ar­höld skulu opin. Í umsögn­inni kemur fram að nær­tækara væri að opna dóm­stóla frekar fyrir almenn­ingi og varað er við þeirri við­leitni að loka aðgengi að þeim.

Blaða­manna­fé­lag Íslands segir í athuga­semdum sínum að þæg­ind­ara­mmi lög­manna, dóm­ara og sak­born­inga eigi ekki að ráða för við breyt­ingar á við þær sem boð­aðar eru í frum­varp­inu. Þá telur félagið að nauð­syn fyrir breyt­ing­unum hafi ekki verið rök­studd með nægj­an­legum hætti. Íslenskt sam­fé­lag þurfi að styrkja fjöl­miðla við að opna umræðu um mik­il­væg mál og dóms­mál megi ekki vera þar und­an­skilin og frum­varpið komi til með að tak­marka upp­lýs­inga­gjöf til almenn­ings. Dóm­ari hafi fullt for­ræði í dóm­sal og geti lokað rétt­ar­höldum telji hann hættu vera á því að rétt­ar­spjöll geti orð­ið.

Auglýsing

Upp­tökur hafi áhrif á starfs­fólk

Í gild­andi lögum kemur fram að vitni skuli yfir­heyrt án þess að önnur vitni séu við­stödd og er ástæða fyrir banni af sam­tíma­end­ur­sögn sögð vera til að koma í veg fyrir að vitni geti haft áhrif á vitn­is­burð ann­arra. Sam­kvæmt grein­ar­gerð með frum­varp­inu eru engar breyt­ingar lagðar til á heim­ildum um birt­ingu end­ur­rita eða dóm­skjala sem hafa að geyma sömu upp­lýs­ingar og eru í vitn­is­burð­um.

Í grein­ar­gerð­inni kemur jafn­framt fram að sam­kvæmt gild­andi lögum geti vitni verið í sjálfs­vald sett hvort það birti hljóð- eða myndupp­töku af vitn­is­burði sem það hefur veitt fyrir dómi. Bent er á að vitn­is­burður sé sjaldn­ast einka­mál þess sem gefur skýrslu og því sé nauð­syn­legt að koma í veg fyrir að vitni geti birt upp­tökur af vitn­is­burði sín­um.

Þá geti slíkar upp­tökur einnig haft þau áhrif að starfs­fólk hagi störfum sínum með öðrum hætti en það myndi ann­ars gera, ef það teldi sig eiga á hættu að mynd­band af því gæti birst á net­inu. Því sé nauð­syn­legt að banna öðrum en dóm­stólum að taka upp efni við þing­hald. Í grein­ar­gerð­inni er einnig sagt að nauð­syn­legt sé að víkka bannið vegna til­komu nýrrar fjar­skipta­tækni sem geri það kleyft að miðla bæði hljóð- og myndefni til stærri eða smærri hópa.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent