Páfinn viðurkennir kynferðisofbeldi gagnvart nunnum innan kirkjunnar

Frans páfi segir að kynferðislegt ofbeldi presta í garð nunna sé viðvarandi vandamál innan kaþólsku kirkjunnar. Fjöldi nunna hefur stigið fram og greint frá misnotkun presta á undanförnum árum en þetta er í fyrsta skiptið sem páfi viðurkennir vandamálið.

Frans páfi á blaðamannafundi
Frans páfi á blaðamannafundi
Auglýsing

Frans páfi segir kynferðislegt ofbeldi presta í garð nunna viðvarandi vandamál innan kaþólsku kirkjunnar. Undanfarin ár hafa nunnur víða um heim stigið fram og sagt frá meintri kynferðislegri misnotkun presta en þetta er talið í fyrsta skiptið sem páfi viðurkennir vandamálið. Frans páfi fullyrðir að Páfagarður vinni að því að bæta stöðu mála og nú þegar hafi prestum verið vísað úr starfi. Frá þessu er greint á vef BBC

Nunnur notaðar sem kynlífsþrælar 

Fréttamenn spurðu Frans út í ásakanirnar um borð í flugvél páfa þegar hann var á leið heim til Rómar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Páfinn staðfesti þá að kynferðislegt ofbeldi gagnvart nunnun af hendi presta og biskupa væri viðvarandi vandamál innan kaþólsku kirkjunnar. Frans sagði frá því að forveri sinn í embætti, Benedikt sextándi, hefði árið 2005 neyðst til þess að loka heilli nunnureglu í Frakklandi eftir að upp komst að nunnurnar sættu kynferðislegu ofbeldi af hálfu prestanna. Auk þess hefði í eitt skipti nunnur verið notaðar sem kynlífsþrælar í einni reglu. Hann fullyrti að ofbeldið ætti sér enn stað innan kirkjunnar en þó aðallega í vissum söfnuðum og þá sérstaklega nýjum söfnuðum. 

Í umfjöllun BBC seg­ir að þetta sé í fyrsta skiptið sem Frans páfi viður­kenni kynferðisofbeldi presta í garð nunna. Páfinn fullyrti að Páfagarður ynni að því að taka á vandamálinu og bætti því við að nú þegar hefði einhverjum prestum verið vísað úr starfi.

Auglýsing

Fordæma ofbeldið og leyndarhyggjuna

Í nóvember á síðasta ári sendu Alþjóðasamtök kaþólskra nunna, The Catholic Church's global organisation for nuns, frá sér tilkynningu um að samtökin fordæmdu þöggunarmenninguna og leyndarhyggjuna sem ætti sér stað innan kirkjunnar og kæmi í veg fyrir að nunnur stigju fram. 

Fyrir nokkrum dögum fordæmdi kvenna­tíma­rit Vatík­ans­ins, Women Church World,  einnig mis­notk­un­ina og sagði frá því að í sum­um til­fell­um hefðu nunn­ur neyðst til að fara í þungunarrof, en þungunarof eru bönnuð sam­kvæmt kaþólskri trú.  Ritstjóri blaðsins, Lucetta Scaraffia, sagði jafnframt að viðurkenning páfans á ofbeldinu væri skref í rétta átt en ítrekaði að kirkjan þyrfti að grípa til aðgerða. „Ef kirkjan heldur áfram að loka augunum fyrir hneykslinu, þá mun kúgun kvenna í kirkjunni aldrei breytast,“ sagði Lucetta. Hún sagði jafnframt að það væri metoo-hreyfingunni að þakka að fleiri nunnur væru að stíga fram. 

Grimmdarverk presta gegn börnum 

Í ágúst í fyrra sendi Frans páfi kaþólikkum um allan heim bréf þar sem hann afsakaði og harmaði grimmdarverk presta innan kaþólsku kirkjunnar gagnvart börnum. Hann gerði það í kjölfar nýupp­komins máls í Pann­syl­vaníu ríki, þar sem þús­undir barna voru mis­notuð af prestum kaþ­ólsku kirkj­unnar yfir ára­tuga­tíma­bil. Það beindi  kast­ljós­inu enn einu sinni að þeim grimmd­ar­verkum sem prestar innan kaþ­ólsku kirkj­unnar bera ábyrgð á. Þá hafa margir af æðstu mönnum kirkjunnar gerst sekir um yfirhylmingu, með því að tilkynna ekki um glæpi presta til lögreglu þrátt fyrir vitneskju um þá.

Í bréfi sínu sagði Frans páfi, að hann fordæmdi alla þá glæpi sem komið hafa upp á yfirborðið. „Það er nauðsynlegt að við getum viðurkennt og fordæmt, með sorg og skömm, þau grimmdarverk sem framin hafa verið af vígðum einstaklingum, og öllum þeim sem falið hefur verið að vernda þá sem minna mega sín.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Hver er stefna stjórnmálaflokkanna í umhverfismálum?
Kjarninn 16. september 2021
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Boðuð útgjaldaaukning Pírata er ekki fullfjármögnuð
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Halldóru Mogensen um að kosningaloforð Pírata séu fullfjármögnuð með nýjum tekjuöflunarleiðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jón Steindór Valdimarsson
Drifkraftur nýrra lausna í loftslagsmálum
Kjarninn 16. september 2021
Mikil skekkja er í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunarleiðinni sem flokkurinn sá fyrir að fjármagna kosningaloforð sín með.
Tugmilljarða skekkja í útreikningum Pírata á helstu tekjuöflunaraðgerð þeirra
Þingmaður Pírata segir að flokkurinn sé að endurskoða útreikninga sína á áhrifum 3,75 prósentustiga hækkunar efsta þreps tekjuskattskerfisins, eftir að bent var á að þar skeikaði tugmilljörðum.
Kjarninn 16. september 2021
Jóhann S. Bogason
Vesalings Færeyingarnir
Kjarninn 16. september 2021
Kolefnisgjald leggst meðal annars á bensín og dísil olíu.
Meirihluti stjórnmálaflokka vill hækka kolefnisgjald
Passa verður að kolefnisgjald leggist ekki þyngst á þau sem minnst hafa á milli handanna að mati þeirra flokka sem vilja hækka kolefnisgjald. Útblástur frá vegasamgöngum er helsta uppspretta losunar sem er á beinni ábyrgð Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Liðin tíð að Bandaríkin veiti Íslandi aðstoð „vegna góðvildar“
Íslendingar þurfa tromp á hendi til að vekja áhuga Bandaríkjanna til að styðja landið diplómatísk í alþjóðasamfélaginu og veita viðskiptalegar eða efnahagslegar ívilnanir, að því er fram kemur í þættinum Völundarhús utanríkismála Íslands.
Kjarninn 16. september 2021
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völunarhús utanríksmála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 3: Áhugi Bandaríkjanna á Íslandi
Kjarninn 16. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent