Þú ert svo sæt svona réttindalaus

Ásta Svavarsdóttir skrifar um kröfu sumra karlmanna að ókunnugar konur brosi. Þær séu nefnilega svo miklu sætari þegar þær brosa.

Auglýsing

Und­an­farin ár hefur verið mikil umræða um femín­isma á Íslandi og hinum vest­ræna heimi. Þess­ari umræðu hafa fylgt nokkur átök enda alltaf erfitt fyrir ráð­andi öfl að láta völd sín af hendi. Það er líka erfitt að átta sig á og við­ur­kenna að eitt­hvað sem „er“ og hefur „alltaf ver­ið“ er í raun gróft mis­rétti. Hvernig eiga kynin nú að draga sig saman eftir #metoo bylt­ing­una! 

Eitt af því sem hefur verið rætt er hin und­ar­lega krafa sumra karl­manna að ókunn­ugar konur brosi, þær eru nefni­lega svo miklu sæt­ari þegar þær brosa. (Sjá t.d. It’s Import­ant For Men to Und­er­stand That They Need To Stop Tell­ing Women to Smile og The Sex­ism of Tell­ing Women to Smi­le: Your Stor­ies.) 

Bros er eitt­hvað fal­legt og ein­lægt, eitt­hvað sem sýnir að við­kom­andi líði vel. Það líta allir vel út þegar þeim líður vel. Samt er það svo und­ar­legt að körlum er mjög sjaldan sagt af ókunn­ugum að brosa. 

Auglýsing

Þekktur femínisti lenti í því á dög­unum að sitja á kaffi­húsi og vinna í fyr­ir­lestri. 

Femínist­inn segir frá því á face­book og frá­biður sér fjöl­miðlaum­fjöll­un, að eldri maður hafi „vappað" í kringum hana og svo undið sér að henni og sagt henni að brosa meira því hún væri svo miklu sæt­ari þannig. Femm­inn fer­legi brosti smá og sendi karl­inum svo fing­ur­inn.

Sumir eru alveg bit, kjaft­stopp og hlessa. Ekki vegna dóna­skap­ar­ins í mann­inum að trufla kon­una þar sem hún er nið­ur­sokkin í vinnu sína. Ekki vegna þeirrar kröfu hans að hún eigi að brosa burt­séð frá líðan sinni. Að hún eigi að sitja með frosið bros, ein yfir kaffi­boll­anum sín­um, svo umhverfi hans sé huggu­legra. Nei, fólk er alveg bit vegna þess að hún sendi þessum upp­á­þrengj­andi, ókurt­eisa og til­ætl­un­ar­sama manni fing­ur­inn.

Af því þetta er svo ein­falt og svo und­ar­legt að femínas­ist­arnir skuli ekki skilja þetta:

Tími kvenna skiptir ekki máli.

Vinna kvenna skiptir ekki máli.

Líðan kvenna skiptir ekki máli.

Face­book hefur verið vin­sæll sam­skipta­mið­ill í 15 ár og flest vitum við hvernig hann virk­ar. Sjálf veljum við þá „vini“ sem okkur hugnast, fólk sem er á svip­aðri línu og við sjálf. Ef ein­hver er dóna­legur og/eða með leið­indi er við­kom­andi hent út. Það að ræða eitt­hvað á face­book er ekki það sama og ræða það í fjöl­miðl­um.

Samt ákváðu sumir fjöl­miðlar að virða ekki ósk hennar um að ræða þetta ekki í fjöl­miðlum og sögðu að við­kom­andi væri „áhrifa­valdur í íslenskum stjórn­mál­u­m“. Þessi kona hefur aldrei tekið opin­beran þátt í íslenskri póli­tík. Eina ástæðan fyrir „frétt­inni“ er að les­endur fjöl­mið­ils­ins hat­ast við kon­una og leggja sig í líma við að úthúða henni á allan hátt. Allar fréttir af þess­ari konu eru smell­beitur og þar með mögu­leiki á meiri aug­lýs­inga­tekj­um. Látum það vera að einni konu sé hent fyrir hat­urs­fulla karl­rembu­úlfa til nið­ur­rifs.

Af því þetta er svo ein­falt og svo und­ar­legt að femínistar skuli ekki skilja þetta:

Óskir kvenna skipta ekki máli

Frið­helgi kvenna skiptir ekki máli

Konur skipta ekki máli.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar