Þú ert svo sæt svona réttindalaus

Ásta Svavarsdóttir skrifar um kröfu sumra karlmanna að ókunnugar konur brosi. Þær séu nefnilega svo miklu sætari þegar þær brosa.

Auglýsing

Und­an­farin ár hefur verið mikil umræða um femín­isma á Íslandi og hinum vest­ræna heimi. Þess­ari umræðu hafa fylgt nokkur átök enda alltaf erfitt fyrir ráð­andi öfl að láta völd sín af hendi. Það er líka erfitt að átta sig á og við­ur­kenna að eitt­hvað sem „er“ og hefur „alltaf ver­ið“ er í raun gróft mis­rétti. Hvernig eiga kynin nú að draga sig saman eftir #metoo bylt­ing­una! 

Eitt af því sem hefur verið rætt er hin und­ar­lega krafa sumra karl­manna að ókunn­ugar konur brosi, þær eru nefni­lega svo miklu sæt­ari þegar þær brosa. (Sjá t.d. It’s Import­ant For Men to Und­er­stand That They Need To Stop Tell­ing Women to Smile og The Sex­ism of Tell­ing Women to Smi­le: Your Stor­ies.) 

Bros er eitt­hvað fal­legt og ein­lægt, eitt­hvað sem sýnir að við­kom­andi líði vel. Það líta allir vel út þegar þeim líður vel. Samt er það svo und­ar­legt að körlum er mjög sjaldan sagt af ókunn­ugum að brosa. 

Auglýsing

Þekktur femínisti lenti í því á dög­unum að sitja á kaffi­húsi og vinna í fyr­ir­lestri. 

Femínist­inn segir frá því á face­book og frá­biður sér fjöl­miðlaum­fjöll­un, að eldri maður hafi „vappað" í kringum hana og svo undið sér að henni og sagt henni að brosa meira því hún væri svo miklu sæt­ari þannig. Femm­inn fer­legi brosti smá og sendi karl­inum svo fing­ur­inn.

Sumir eru alveg bit, kjaft­stopp og hlessa. Ekki vegna dóna­skap­ar­ins í mann­inum að trufla kon­una þar sem hún er nið­ur­sokkin í vinnu sína. Ekki vegna þeirrar kröfu hans að hún eigi að brosa burt­séð frá líðan sinni. Að hún eigi að sitja með frosið bros, ein yfir kaffi­boll­anum sín­um, svo umhverfi hans sé huggu­legra. Nei, fólk er alveg bit vegna þess að hún sendi þessum upp­á­þrengj­andi, ókurt­eisa og til­ætl­un­ar­sama manni fing­ur­inn.

Af því þetta er svo ein­falt og svo und­ar­legt að femínas­ist­arnir skuli ekki skilja þetta:

Tími kvenna skiptir ekki máli.

Vinna kvenna skiptir ekki máli.

Líðan kvenna skiptir ekki máli.

Face­book hefur verið vin­sæll sam­skipta­mið­ill í 15 ár og flest vitum við hvernig hann virk­ar. Sjálf veljum við þá „vini“ sem okkur hugnast, fólk sem er á svip­aðri línu og við sjálf. Ef ein­hver er dóna­legur og/eða með leið­indi er við­kom­andi hent út. Það að ræða eitt­hvað á face­book er ekki það sama og ræða það í fjöl­miðl­um.

Samt ákváðu sumir fjöl­miðlar að virða ekki ósk hennar um að ræða þetta ekki í fjöl­miðlum og sögðu að við­kom­andi væri „áhrifa­valdur í íslenskum stjórn­mál­u­m“. Þessi kona hefur aldrei tekið opin­beran þátt í íslenskri póli­tík. Eina ástæðan fyrir „frétt­inni“ er að les­endur fjöl­mið­ils­ins hat­ast við kon­una og leggja sig í líma við að úthúða henni á allan hátt. Allar fréttir af þess­ari konu eru smell­beitur og þar með mögu­leiki á meiri aug­lýs­inga­tekj­um. Látum það vera að einni konu sé hent fyrir hat­urs­fulla karl­rembu­úlfa til nið­ur­rifs.

Af því þetta er svo ein­falt og svo und­ar­legt að femínistar skuli ekki skilja þetta:

Óskir kvenna skipta ekki máli

Frið­helgi kvenna skiptir ekki máli

Konur skipta ekki máli.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar