Þú ert svo sæt svona réttindalaus

Ásta Svavarsdóttir skrifar um kröfu sumra karlmanna að ókunnugar konur brosi. Þær séu nefnilega svo miklu sætari þegar þær brosa.

Auglýsing

Und­an­farin ár hefur verið mikil umræða um femín­isma á Íslandi og hinum vest­ræna heimi. Þess­ari umræðu hafa fylgt nokkur átök enda alltaf erfitt fyrir ráð­andi öfl að láta völd sín af hendi. Það er líka erfitt að átta sig á og við­ur­kenna að eitt­hvað sem „er“ og hefur „alltaf ver­ið“ er í raun gróft mis­rétti. Hvernig eiga kynin nú að draga sig saman eftir #metoo bylt­ing­una! 

Eitt af því sem hefur verið rætt er hin und­ar­lega krafa sumra karl­manna að ókunn­ugar konur brosi, þær eru nefni­lega svo miklu sæt­ari þegar þær brosa. (Sjá t.d. It’s Import­ant For Men to Und­er­stand That They Need To Stop Tell­ing Women to Smile og The Sex­ism of Tell­ing Women to Smi­le: Your Stor­ies.) 

Bros er eitt­hvað fal­legt og ein­lægt, eitt­hvað sem sýnir að við­kom­andi líði vel. Það líta allir vel út þegar þeim líður vel. Samt er það svo und­ar­legt að körlum er mjög sjaldan sagt af ókunn­ugum að brosa. 

Auglýsing

Þekktur femínisti lenti í því á dög­unum að sitja á kaffi­húsi og vinna í fyr­ir­lestri. 

Femínist­inn segir frá því á face­book og frá­biður sér fjöl­miðlaum­fjöll­un, að eldri maður hafi „vappað" í kringum hana og svo undið sér að henni og sagt henni að brosa meira því hún væri svo miklu sæt­ari þannig. Femm­inn fer­legi brosti smá og sendi karl­inum svo fing­ur­inn.

Sumir eru alveg bit, kjaft­stopp og hlessa. Ekki vegna dóna­skap­ar­ins í mann­inum að trufla kon­una þar sem hún er nið­ur­sokkin í vinnu sína. Ekki vegna þeirrar kröfu hans að hún eigi að brosa burt­séð frá líðan sinni. Að hún eigi að sitja með frosið bros, ein yfir kaffi­boll­anum sín­um, svo umhverfi hans sé huggu­legra. Nei, fólk er alveg bit vegna þess að hún sendi þessum upp­á­þrengj­andi, ókurt­eisa og til­ætl­un­ar­sama manni fing­ur­inn.

Af því þetta er svo ein­falt og svo und­ar­legt að femínas­ist­arnir skuli ekki skilja þetta:

Tími kvenna skiptir ekki máli.

Vinna kvenna skiptir ekki máli.

Líðan kvenna skiptir ekki máli.

Face­book hefur verið vin­sæll sam­skipta­mið­ill í 15 ár og flest vitum við hvernig hann virk­ar. Sjálf veljum við þá „vini“ sem okkur hugnast, fólk sem er á svip­aðri línu og við sjálf. Ef ein­hver er dóna­legur og/eða með leið­indi er við­kom­andi hent út. Það að ræða eitt­hvað á face­book er ekki það sama og ræða það í fjöl­miðl­um.

Samt ákváðu sumir fjöl­miðlar að virða ekki ósk hennar um að ræða þetta ekki í fjöl­miðlum og sögðu að við­kom­andi væri „áhrifa­valdur í íslenskum stjórn­mál­u­m“. Þessi kona hefur aldrei tekið opin­beran þátt í íslenskri póli­tík. Eina ástæðan fyrir „frétt­inni“ er að les­endur fjöl­mið­ils­ins hat­ast við kon­una og leggja sig í líma við að úthúða henni á allan hátt. Allar fréttir af þess­ari konu eru smell­beitur og þar með mögu­leiki á meiri aug­lýs­inga­tekj­um. Látum það vera að einni konu sé hent fyrir hat­urs­fulla karl­rembu­úlfa til nið­ur­rifs.

Af því þetta er svo ein­falt og svo und­ar­legt að femínistar skuli ekki skilja þetta:

Óskir kvenna skipta ekki máli

Frið­helgi kvenna skiptir ekki máli

Konur skipta ekki máli.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar