Þú ert svo sæt svona réttindalaus

Ásta Svavarsdóttir skrifar um kröfu sumra karlmanna að ókunnugar konur brosi. Þær séu nefnilega svo miklu sætari þegar þær brosa.

Auglýsing

Und­an­farin ár hefur verið mikil umræða um femín­isma á Íslandi og hinum vest­ræna heimi. Þess­ari umræðu hafa fylgt nokkur átök enda alltaf erfitt fyrir ráð­andi öfl að láta völd sín af hendi. Það er líka erfitt að átta sig á og við­ur­kenna að eitt­hvað sem „er“ og hefur „alltaf ver­ið“ er í raun gróft mis­rétti. Hvernig eiga kynin nú að draga sig saman eftir #metoo bylt­ing­una! 

Eitt af því sem hefur verið rætt er hin und­ar­lega krafa sumra karl­manna að ókunn­ugar konur brosi, þær eru nefni­lega svo miklu sæt­ari þegar þær brosa. (Sjá t.d. It’s Import­ant For Men to Und­er­stand That They Need To Stop Tell­ing Women to Smile og The Sex­ism of Tell­ing Women to Smi­le: Your Stor­ies.) 

Bros er eitt­hvað fal­legt og ein­lægt, eitt­hvað sem sýnir að við­kom­andi líði vel. Það líta allir vel út þegar þeim líður vel. Samt er það svo und­ar­legt að körlum er mjög sjaldan sagt af ókunn­ugum að brosa. 

Auglýsing

Þekktur femínisti lenti í því á dög­unum að sitja á kaffi­húsi og vinna í fyr­ir­lestri. 

Femínist­inn segir frá því á face­book og frá­biður sér fjöl­miðlaum­fjöll­un, að eldri maður hafi „vappað" í kringum hana og svo undið sér að henni og sagt henni að brosa meira því hún væri svo miklu sæt­ari þannig. Femm­inn fer­legi brosti smá og sendi karl­inum svo fing­ur­inn.

Sumir eru alveg bit, kjaft­stopp og hlessa. Ekki vegna dóna­skap­ar­ins í mann­inum að trufla kon­una þar sem hún er nið­ur­sokkin í vinnu sína. Ekki vegna þeirrar kröfu hans að hún eigi að brosa burt­séð frá líðan sinni. Að hún eigi að sitja með frosið bros, ein yfir kaffi­boll­anum sín­um, svo umhverfi hans sé huggu­legra. Nei, fólk er alveg bit vegna þess að hún sendi þessum upp­á­þrengj­andi, ókurt­eisa og til­ætl­un­ar­sama manni fing­ur­inn.

Af því þetta er svo ein­falt og svo und­ar­legt að femínas­ist­arnir skuli ekki skilja þetta:

Tími kvenna skiptir ekki máli.

Vinna kvenna skiptir ekki máli.

Líðan kvenna skiptir ekki máli.

Face­book hefur verið vin­sæll sam­skipta­mið­ill í 15 ár og flest vitum við hvernig hann virk­ar. Sjálf veljum við þá „vini“ sem okkur hugnast, fólk sem er á svip­aðri línu og við sjálf. Ef ein­hver er dóna­legur og/eða með leið­indi er við­kom­andi hent út. Það að ræða eitt­hvað á face­book er ekki það sama og ræða það í fjöl­miðl­um.

Samt ákváðu sumir fjöl­miðlar að virða ekki ósk hennar um að ræða þetta ekki í fjöl­miðlum og sögðu að við­kom­andi væri „áhrifa­valdur í íslenskum stjórn­mál­u­m“. Þessi kona hefur aldrei tekið opin­beran þátt í íslenskri póli­tík. Eina ástæðan fyrir „frétt­inni“ er að les­endur fjöl­mið­ils­ins hat­ast við kon­una og leggja sig í líma við að úthúða henni á allan hátt. Allar fréttir af þess­ari konu eru smell­beitur og þar með mögu­leiki á meiri aug­lýs­inga­tekj­um. Látum það vera að einni konu sé hent fyrir hat­urs­fulla karl­rembu­úlfa til nið­ur­rifs.

Af því þetta er svo ein­falt og svo und­ar­legt að femínistar skuli ekki skilja þetta:

Óskir kvenna skipta ekki máli

Frið­helgi kvenna skiptir ekki máli

Konur skipta ekki máli.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar