Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!

Lóa Margrét Hauksdóttir, 11 ára, skrifar álitsgrein í tilefni af alþjóðlegum degi barna sem haldinn er hátíðlegur í dag. Þá gefum við börnum orðið.

Auglýsing

Ég heiti Lóa Mar­grét og er ell­efu ára. Ég á heima í Reykja­vík, þar sem búa rúm­lega hund­rað og tutt­ugu þús­und manns.

Ég hef verið að kynna mér sögur stelpna í Malaví og mér finnst staðan vera hræði­leg fyrir þær. Í Mala­ví, sem er í suð-austur Afr­íku, búa um sautján og hálf milljón á svæði sem er tölu­vert minna en Ísland. Helm­ingur allra íbúa þar býr við sára fátækt. Um helm­ingur stelpn­anna eru neyddar til að gift­ast eldri mönn­um. Þannig fær fjöl­skylda þeirra aðeins meiri pen­ing því menn­irnir kaupa þær af for­eldr­un­um. Um þriðj­ungur stelpn­anna verða óléttar og eign­ast börn fyrir átján ára ald­ur. Í mörgum til­fellum eru stelpur orðnar tveggja barna mæður við sextán ára ald­ur. Allt niður í ell­efu ára gamlar stelpur ganga með og fæða börn. Þær eru mis­not­aðar kyn­ferð­is­lega og eru lík­legri til að verða beittar heim­il­is­of­beldi. Eitt það sorg­leg­asta við þetta er að þetta er ekki bara svona í Malaví heldur í fátækum löndum út um allan heim þar sem fólk veit ekki hvaða afleið­ingar þetta getur haft fyrir stelp­urn­ar.

Auglýsing
Ég er mjög þakk­lát fyrir að búa á landi þar sem þetta er ekki svona. Ég gæti ekki hugsað mér að vera ólétt og fæða barn aðeins ell­efu ára. Mér finnst að það eigi að banna þetta með lögum og það ætti að refsa þeim sem gera þetta. Á meðan þessir hræði­legu atburðir eiga sér stað eru ell­efu ára stelpur ann­ars staðar í heim­inum kannski enn þá að leika sér með dót. Ég er ekki viss um að ég gæti borið ábyrgð á nýfæddu barni svona ung. Ég held að stelpur í fátæku lönd­unum kunni það ekk­ert frek­ar.

Með því að gifta barn­ungar stelpur er verið að ræna æsku þeirra. Mað­ur­inn sem kaupir þær og gift­ist þeim ræður yfir þeim. Hann er eldri og sterk­ari, kannski eldri en pabbi þeirra. Þær verða eins og þrælar manna sinna. Þær fá ekki að fara í skól­ann og ekki að leika sér. Ég myndi ekki geta hugsað mér að fá ekki að fara í skól­ann. Það að vera ekki í skól­anum og vita af því að ég er að missa af ein­hverju er hálf­gerð martröð fyrir mér. Mér finnst að öll börn um allan heim eigi að geta farið í skóla og menntað sig. Mér finnst ég vera heppin að fá tæki­færi til að mennta mig, læra og gera það sem ég hef áhuga á.

Ég hef verið að berj­ast gegn því að byggt verði á alveg sjálf­grónu, grænu leik­svæði sem er í hverf­inu þar sem ég bý á meðan stelpur eins og í Malaví fá ekki einu sinni að leika sér. Það að leika sér er stór hluti af æsk­unni og líf­inu. Það að fá að búa í sam­fé­lagi þar sem ég get tjáð mig frjálst um það sem mér finnst að betur megi fara eru for­rétt­indi. Að fá að tala við stjórn­mála­menn, eins og borg­ar­stjór­ann okk­ar, og láta hann vita að við Vatns­hól­inn ­leiki sér mjög mörg börn og það sé mik­il­vægt að börn fái svæði fyrir ævin­týrin sín.

Mér finnst samt að full­orðn­ir, sér­stak­lega stjórn­mála­menn, eigi að taka meira mark á börn­um. Börn sjá heim­inn öðru­vísi fyrir sér en full­orðn­ir. Í fram­tíð­inni eru það við börnin sem munu búa í þessum heimi sem stjórn­mála­menn eru að reyna að skapa.

Mér finnst við á Íslandi samt heppin og hafa unnið vel með jafn­rétti kynj­anna. Samt eru konur ekki alveg jafnar körlum sem mér finn­st ­fá­rán­legt. Við búum á sömu jörð og mann­kynið þarf á báðum kynjum að halda til að lifa af. Ísland var til dæmis fyrsta þjóðin til að vera með kven­for­seta, Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur. Núna erum við samt með mjög góðan for­seta, Guðn­a Th. Jóhann­es­son og með kven­for­sæt­is­ráð­herra, Katrínu Jak­obs­dótt­ur. Þau segja bæði að það skipti máli að hlusta á börn og virða skoð­anir þeirra. Þau segja líka að það þurfi að passa ­upp á öll börn í heim­in­um. En svo eru Banda­ríkin ekki með neitt frá­bæran for­seta, Don­ald Trump. Hann tekur flótta­fjöl­skyldur sem reyna að kom­ast yfir landa­mærin inn til Banda­ríkj­anna og setur börnin í búr en for­eld­rana í fang­elsi. Sum börnin kom­ast aldrei aftur til for­eldra sinna. Börn þurfa á for­eldrum sínum og örygg­inu sem fylgir þeim að halda til að lifa. Þar finnst mér ekki rétt að einn maður geti ráðið svona miklu. Málið er að það er ekki endi­lega fáfrótt fólk í Banda­ríkj­unum sem styður það sem Trump ­ger­ir. En hann kemst samt upp með þetta og margt annað sem mér finnst ekki rétt.

Á stöðum eins og í Malaví er skól­inn oft það eina sem stelp­urnar elsk­uðu. Þar fannst þeim þær öruggar og fannst þær vera að gera eitt­hvað sem skipti máli. Þegar þær eru giftar fá þær ekki lengur að fara í skól­ann. Þar með deyr draumur margra þeirra um að fá að mennta sig.

Ég er mjög þakk­lát fyrir að búa á Íslandi. Ég get leikið mér frjáls og mér finnst ég vera örugg úti. Hér er mikil nátt­úra sem fær mig til að búa til ævin­týri. Mér finnst það vera for­rétt­indi að ég get fengið að mennta mig svo ég geti orðið geim­fari eins og mig langar að verða. Mér finnst að öll börn í heim­inum eigi að hafa það jafn gott.

Takk fyrir að lesa þetta.

Kær kveðja,

Lóa Mar­grét Hauks­dótt­ir.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit