Þoþfbsoemssoh

Svavar Guðmundsson veltir fyrir sér starfsemi Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu.

Auglýsing

Ofan­greind fyr­ir­sögn er algjör­lega óskilj­an­leg því hún segir manni ekki neitt. Þessi ákveðna fyr­ir­sögn er engu að síður skamm­stöfun mín á Þjón­ustu- og þekk­ing­ar­mið­stöð fyrir blinda, sjón­skerta og ein­stak­linga með sam­þætta sjón- og heyrn­ar­skerð­ingu. (Þoþfbsoems­soh). Þetta er klár­lega lengsta stofn­ana­heitið á íslensku og því er ætlað að þjóna hags­munum blindra og sjón­skertra.

Heiti á við­kom­andi stofnun þvælist jafn mikið fyrir blindum og lög­blindum ein­stak­ling­um, eins og hugs­ast get­ur. Þessi grein kæm­ist aldrei fyrir í blað­inu nema nafn stofn­un­ar­innar sé stytt og skamm­stafað, en alls eru í nafn­inu 95 bók­staf­ir.

Ég velti oft fyrir mér hvort sá sem kom að þess­ari nafn­gift sé ekki örugg­lega með 7 háskóla­gráður og yfir­burða­greindir á öllum öðrum sviðum og á góðri leið með að stofna Stofn­ana-­nafna­nefnd til að við­halda þessum bjána­skap. Stofnun fyrir blinda ætti í besta falli að heita Óli eða Ása eða bara Von­ar­Sýn.

Ástæðan fyrir þessum greina­skrifum mínum er að mér finnst svo margt óskilj­an­legt í starf­semi þess­arar ákveðnu stofn­un­ar.

Auglýsing

Hjarta mitt tekur stundum óþarf­lega mörg auka­slög þegar for­stjóri (Þoþfbsoems­soh) lýsir því yfir í við­tölum að stofn­unin sé með eitt hæsta þjón­ustu­stigið á meðal rík­is­stofn­ana. Nýlega rakst ég á við­tal við for­stjór­ann og er það að hluta til kveikjan að þessum skrifum mín­um.

Sem dæmi höfum við, nokkrir félags­menn Blindra­fé­lags­ins, ítrekað bent bæði fyrr­ver­andi og núver­andi for­stjóra (auk nokk­urra ann­arra starfs­manna) á fyrstu grunn­regl­una í sam­skiptum við blinda/lög­blinda.

Þessi fyrsta grunn­regla er sú að okkur sé heilsað að fyrra bragði og sagt til nafns af alsjá­andi starfs­mönnum stofn­un­ar­innar og höfum við þegið þó nokkrar afsök­un­ar­beiðn­irn­ar, en ég vista mínar á bleiku skýi því mér þykir svo vænt um þær. Ég er alveg hand­viss um að þessi gleymska hinna alsjá­andi sé að verða úr sög­unni því þegar einn blindur kennir – þá læra tveir alsjá­andi.

Átti að eyða lífs­orku minni í alls­konar kæru- og dóms­mál

Ég skrif­aði síð­ast grein um starf­semi (Þoþfbsoems­soh) í des­em­ber 2017 undir fyr­ir­sögn­inni „Gler­augun í kass­an­um“ en í henni lýsti ég hræði­legri lífs­reynslu minni í sam­skiptum við starfs­fólk stofn­un­ar­innar sem hafði afar slæm áhrif á sál­ar­líf mitt þá, en ég var ein­ungis að óska eftir að fá að prófa gler­augun í kass­anum sem lágu á borð­inu hjá þeim í 7 mán­uði. Það tókst loks eftir 6 mán­uði að fá að setja þau á nef­brodd­inn minn – en það tókst með aðstoð Morg­un­blaðs­ins, þ.e.a.s. ég þurfti að reka erindi mitt í blað­inu þegar allar brýr höfðu brostið þrátt fyrir tár­votar bænir mínar að fá að prófa gler­aug­un. Síðan sótti ég um að fá gler­augun til afnota en því var umsvifa­laust hafnað og tók það aðeins 4 daga að hafna skrif­legri umsókn minni, ég átti að fara kæru­leið­ina og þ.m.t. dóm­stóla­leið­ina næstu árin. Ég átti sem sagt að eyða lífs­orku minni í alls­konar kæru- og dóms­mál sem var nið­ur­staða þriggja blað­síðna úrskurðar stofn­un­ar­inn­ar, sem auð­veld­lega hefði verið hægt að stytta niður í eina blað­síðu hefði fullt nafn stofn­un­ar­innar ekki verið skrifað og end­ur­tekið 15 sinnum í úrskurð­in­um. Stofn­unin sjálf hefur ekki gert svo mikið sem eitt hand­tak sl. 2 ár í því að hjálpa ungu fólki með fram­tíð­ina framundan til að fá þessi eða svipuð gler­augu og ekki Blindra­fé­lagið held­ur.

Á þessum tíma, þ.e. í des­em­ber 2017 hét (Þoþfbsoems­soh) Þjón­ustu- og þekk­ing­ar­mið­stöð fyrir blinda, sjón­skerta og dauf­blinda ein­stak­linga (ÞOÞFBSODE) og þá voru ein­ungis 71 stafir í nafn­inu. Nú eru þeir orðnir 95 tals­ins, nokkuð vel af sér vikið á tímum skað­mennt­unar og sam­þætt­ingu ein­fald­leik­ans.

Sá sem er best til þess fall­inn að fara með nafnið villu­laust 5 sinnum í röð án þess að fá munn­þurrk eða bara hrein­lega gef­ast upp, er sím­svar­inn hjá (Þoþfbsoems­soh). Komið hefur upp hug­mynd innan Blindra­sam­fé­lags­ins að lög­reglan myndi mæla ölv­unar­á­stand bíl­stjóra með því að láta þá end­ur­taka nafnið nokkrum sinnum til að meta ástand þeirra.

Sjálfur kallar for­stjór­inn (Þoþfbsoems­soh) rík­is­stofn­un­ina „Mið­stöð­ina“ og ef maður slær því upp á já.is, þá kemur upp ein­hver pípu­lagna­þjón­usta suður með sjó og eitt­hvað Guð­speki­fé­lag við Reykja­vík­ur­tjörn.

Eftir að ég varð lög­blindur hand­skrifa ég bók­stafi mjög stórt, svona svipað eins og leik­skólakrakki. Ég reyndi einu sinni að skrifa 95 stafa heitið utan á A4 umslag til stofn­un­ar­inn­ar, gerði ég nokkrar til­raunir en tókst það ekki svo ég reip til þess ráðs að fá utan­að­kom­andi aðstoð. Já, það er vissu­lega erfitt fyrir alsjá­andi að skilja svona fín­gerða smá­muna­semi.

Opin­bert orða­salat

Oftar en ekki felur það í sér jákvæða merk­ingu þegar sagt er að ein­hver standi undir eigin nafni, en því miður get ég ekki sagt hið sama um starf­semi (Þoþfbsoems­soh), nóg er nú nafnið þjón­ustu- og þekk­ing­ar­hlað­ið.

Svo vitnað sé í orð núver­andi for­stjóra í grein sem hún skrif­aði fyrir stuttu síðan í Morg­un­blað­ið.

„Óhætt er að full­yrða að sjald­gæft er að rík­is­stofnun sé með hug­takið þjón­usta sem grunn­heiti og er und­ir­rituð mjög stolt af því að vinna hjá jafn fram­sæk­inni stofnun sem er með höf­uð­á­herslu á að þjón­usta þann hóp sem hún vinnur fyr­ir.“

Fram­an­greind full­yrð­ing er ein­hvers­konar opin­bert orða­salat sem mér er ekki tamt að skilja, minnir mig helst á bless­un­ar­ríkt, óljóst sjálfs­hól.

Ég er líka vissu­lega þakk­látur fyrir að vera uppi nú á tímum tækn­innar sem til er í dag sem hjálpar blindum og sjón­skertum til að ein­falda sitt dag­lega líf, en oft hef ég þurft að ganga ansi óþarfa­lega lengi eftir þjón­ust­unni, ekki síður en margir aðr­ir. Ég leita því oft nýrrar þekk­ingar í blindra­tækni erlend­is, sbr. gler­augun í kass­anum o.fl., því að sögn starfs­manna (Þþþþþþþþ) mega þeir ekki benda á fram­leið­endur og tækni þeirra í ljósi þess að (Þþþþþþþ) er rík­is­stofn­un.

Ef það þarf að brjóta upp hvers­dags­leik­ann í starf­semi stofn­un­ar­innar svo auka megi og efla skiln­ing og þjón­ustu, þá þarf að sækja meiri fjár­veit­ingu á fjár­lög, eins og mér og félaga mínum var tjáð á fundi í vor.

Á fund­inum var okkur einnig tjáð að starfs­menn Þþþþþþþþ væru mikið í Evr­ópu­verk­efn­um, en að fundi loknum vorum við félag­arnir litlu nær um hverju það hefði skilað til Blindra­sam­fé­lags­ins á Íslandi.

Auglýsing

Á fyrr­greindum fundi benti fram­sæk­inn blindur félagi minn þeim á að ekki hefur komið ein ein­asta frétt frá Þþþþþþþ um nýj­ungar í blindra­tækni í þrjú og hálft ár, þrátt fyrir tíðar utan­ferðir sumra starfs­manna und­an­farin ár sem okkur var kunn­gert um. Lof­uðu þau í lok fundar að skoða málið og fara í ferla­grein­ingar og úrbæt­ur.

Nú sem fyrr furða ég mig oft á hversu illa hinum fram­sækna for­stjóra (Þþþþþþþ) gengur að svara tölvu­póstum sem gætu skipt sköpum fyrir skjól­stæð­inga Þþþþþþþþþ, eða bara svara þeim alls ekki.

Engin svör frá­ Þþþþþþþþ

Eins og ég sagði fyrr fylgist ég mikið með fram­þróun í blindra­tækni erlend­is. Fyrir rúmum tveimur mán­uðum var mér kynnt í höf­uð­stöðvum bresku Blindra­sam­tak­anna í London ný teg­und af blindra­staf sem eykur sýni­leika og þar með öryggi blindra og sjón­skertra í umferð­inni til muna. Þetta er bráð­snjall stafur því hann er með ljósi í neðri hlut­an­um, sem lýsir upp staf­inn og umhverf­ið. Bresku blindra­sam­tökin (RNIB) ásamt fleirum hafa tekið þennan staf í notkun ásamt öðrum nýj­ung­um. Ég tengdi fram­leið­anda stafs­ins og for­stjóra Þþþþþþþþ saman í tölvu­pósti á sama tíma, þ.e. fyrir tveimur mán­uðum síð­an, til að kanna hvort ekki væri áhugi á að skoða málið og nýja staf­inn og fá hann til Íslands til prufu. Sam­kvæmt nýj­ustu upp­lýs­ingum þá hefur for­stjóri Þþþþþþ hvorki svarað tölvu­póst­unum frá fram­leið­anda stafs­ins né mér en staf­ur­inn er nú kom­inn í notkun í tugum landa víða um heim og sjálfur keypti ég mér einn slík­an.

For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins sem fram­leiðir staf­inn átt­aði sig ekki á áhuga- og svar­leys­inu frá Þþþþþþþþ, ég svar­aði því til að þeim væri alveg fyr­ir­munað að skrá ný hjálp­ar­tæki á skrá líkt og raunin var með gler­augun í kass­an­um, heldur snú­ist allt um að kæra ein­hverjar nið­ur­stöður svo stofn­unin haldi fjár­veit­ingum sín­um. Miðað við reynslu mína er varla nær­tæk­ari skýr­ingu að fá en að þetta gæti hugs­an­lega skert fjár­veit­ingar til stofn­un­ar­inn­ar, þ.e. að bæta við ein­fald­ari hjálp­ar­tækj­um.

Redd­aði mál­unum á korteri

Úr varð því að fram­leið­and­inn bauð mér að taka verk­efnið að mér hér­lendis sem ég ákvað að gera, þar sem mér finnst það áhuga­vert og skipta sköpum í öryggi margra ólíkra gang­andi veg­far­enda. Þetta er fal­legur ljós­stafur sem hefur LED ljós í neðsta hluta stafs­ins sem lýsir upp hluta hans svo hann verður mun sýni­legri fyrir alla aðila sem vilja ganga örugg­lega úti í myrkr­inu. Ég á bara eftir að finna ljós­stafnum fal­legt íslenskt nafn, því hann á það svo sann­ar­lega skilið að fá fal­legt nafn. Köld eru blinds manns kjör – en aum­ari eru skiln­ings­laus opin­ber svör eða eng­in. Ég not­ast við svo­kall­aðan tal­gerfil til þess að geta skrifað því ég sé ekk­ert á tölvu. Þennan tal­gerfil og inn­setn­ingu hans fæ ég hjá (Þoþfbsoems­soh) og engum öðr­um. Í fyrra­vetur tók það Þþþþþþþ rúma tvo mán­uði að reyna setja tal­gerfil­inn upp í nýju Lenovo­tölv­una mína svo ég gæti hlustað á skrif­aðar fréttir og skrifað sjálfur og ég veit um tvær aðrar mann­eskjur sem hafa beðið mun lengur en ég til þess eins að geta sent tölvu­póst.

Eftir ábend­ingu vinar var það utan­að­kom­andi „tölvunörd“ sem redd­aði mál­unum á korteri og hafði hann nú enga þekk­ingu á tal­ger­fl­um, enda starfar hann hjá mann­úð­ar­sam­tök­um. Í­mynd­aðu þér að vera án tölvu í tvo mán­uði í nútíma­sam­fé­lagi og þú ert samt með fulla sjón. Í þessa tvo mán­uði gat ég heldur ekk­ert unnið mér til gagns og tekna. Vegna þekk­ing­ar­leysis hjá Þþþþþþþþþþþþþ. Það er annað hvort svona mikið áhuga­leysi eða skortur á getu, kannski hvort tveggja, til að leysa hin ein­föld­ustu mál sem hið alsjá­andi auga leitar eft­ir. Svona yfir­borðs­kenndar stofn­anir pirra bara og eru upp­fullar af „send­umér­tölvu­póst“ heil­kenn­inu.

Nú loks er kom­inn afbragðs flottur starfs­maður sem kann margt fyrir sér í tölvu­málum blindra og sjón­skertra og fyrir það ber að þakka, en æði oft hefði verið hægt að kom­ast hjá óþarfa pirr­ingi und­an­farin ár með vilja og skiln­ing á aðstæðum að vopni.

En talandi um að vera pirr­að­ur, ég er ekki sá eini að vera ekki laus við hann. Ég kemst ekki yfir götu hjálp­ar­laust í höf­uð­borg­inni, nema við gang­braut með hljóð­merki eða með blindra­staf­inn, svo hvert smá­at­riði er mik­il­vægt fyrir blinda og sjón­skerta veg­far­end­ur. Að reyna aðrar aðferðir er lífspurs­mál. Já, þetta er oft spurn­ing upp á líf og dauða og ef ég væri ekki með mína pínu nýt­an­legu rat­sjón væri ég ekki að skrifa þessa grein svo mikið er full­víst. Það hefur oft staðið mjög tæpt að kom­ast yfir göt­urnar þrátt fyrir að rétt­ur­inn sé allur mín megin og ég er ekki að grín­ast.

Ég hef í nokkur skipti átt sam­tal við for­stöðu­mann Umferð­ar­deildar lög­regl­unar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og eitt af því sem hann hefur tjáð mér er að árleg aukn­ing þeirra sem aka undir ávana- og fíkni­efnum er um 70% á milli ára og ekki hjálpar það þegar fólk er með athygl­ina á sím­anum í stað fram­rúð­unn­ar.

Auglýsing

Skortur á hljóð­merkjum

Ég hef oft furðað mig á því hversu fáir götu­vitar í borg­inni hafa í sér hljóð­merki og þá sér­stak­lega við gang­braut­ir, en hljóð­merkin getur maður virkjað í litlum kassa, ef hann er á annað borð á staurn­um. Á mörgum staur­anna þar sem er hljóð­merkja­box „finn­st“ er eng­inn hnappur til að ýta á sem mér finnst stórfurðu­legt, þannig er ferða­ör­yggið tak­mark­andi fyrir þá sem þurfa að treysta á hljóð­merkja­box­in.

Miðað við aðrar stór­borgir sem ég þekki til og hversu erfitt er að kom­ast um sökum fárra hljóð­merkja í Reykja­vík hafði ég sam­band við Umferð­ar­deild Reykja­vík­ur­borgar sl. vor. Þar var í for­svari greina­góð Guð­björg yfir­verk­fræð­ingur sam­göngu­mála. Útskýrði ég það sem að ofan greinir og áhyggjum mínum af of fáum hljóð­merkjum og á því að margir hljóð­merkja­kass­anna væri ekki hægt að ýta á því eng­ann hnapp væri á þeim að finna og því mjög tak­mark­andi að kom­ast um. Þá útskýrði hún fyrir mér að borgin hefði tekið í notkun nýja teg­und hljóð­merkja­boxa vorið 2017, sem væru reyndar sniðnir að þörfum blindra og sjón­skertra og auð­vitað ann­arra líka. Þeir væru nú víða um borg­ina. Hnapp­ur­inn til að virkja hljóð­merkið er nú undir á box­inu sem gefur frá sér mis­mun­andi tíðni­hljóð og víbring sem er nýj­ung því maður heyrir ekki í hljóð­merk­inu í roki. Þessi nýj­ung er því frá­bær, veitir aukna örygg­is­til­finn­ingu fyrir blinda/lög­blinda og sjón­skerta ef þeir eru á gangi í vind­i/roki.

Ég spurði hana því af hverju borgin hafi ekki komið þessu á fram­færi og sér­stak­lega við þá sem koma að mál­efnum blindra og sjón­skertra þar sem þetta er nú eitt okkar allra mesta örygg­is­tæki í umferð­inni, þ.e. hljóð­merkin við gang­braut­ir. Hún svar­aði mér um hæl og stað­festi það við mig einnig í tölvu­póst að hún lét, svo notuð séu hennar orð: „Við létum stofn­un­ina með langa nafnið vita, get ómögu­lega farið með það, eitt­hvað Þjón­ustu bla, bla,bla um leið og við tókum hljóð­merkin í notkun 2017, en þau eru nú víða um borg­ina,“ og taldi hún upp margar stað­setn­ingar fyrir mig sem hún að auki sendi mér einnig í pósti.

„Manstu hvaða starfs­manni þú til­kynntir þetta?“ spurði ég hana. „Dok­aðu við, ég ætla fletta því upp,“ og svo gaf hún mér nafnið á starfs­mann­inum hjá (Þoþfbsoems­soh).

Ég kalla það ekk­ert annað en víta­vert gáleysi að hafa í um tvö ár látið undir höfð leggj­ast að koma þessum mik­il­vægu upp­lýs­ingum til blindra­sam­fé­lags­ins (blindra og sjón­skertra) en þar á bæ kann­að­ist eng­inn við þessi nýju hljóð­merkja­box.

Menntun gerir fólk ekki að mann­eskju

Það er fjarri lagi að öllum sé gefið að setja sig í spor ann­arra og æði margir ná ansi stutt í að reyna setja sig í þau. Víst er að menntun gerir fólk ekki að mann­eskju.

Það myndi nú ein­hver öku­mað­ur­inn brjálast ef rauð ljós væru þau einu sem blikk­uðu á götu­vit­anum þannig að hann kæm­ist aldrei yfir gatna­mót­in. Í því sam­hengi er ég að benda á hversu erfitt það er að kom­ast yfir ef við höfum ekki hljóð­merki til að treysta á til að kom­ast yfir göt­una.

Ég sendi því póst á for­stjóra (Þoþfbsoems­soh) og spurð­ist fyrir um hvers vegna væri ekki búið að koma á fram­færi til blindraasam­fé­lags­ins þessum breyt­ingum á nýju hljóð­merkj­unum í heil tvö ár.

Hér er svarið henn­ar:

„Komdu sæll og bless­aður Svav­ar.

Vísað er í tölvu­póst sem dag­settur er þann 16. apríl s.l. þar sem að þú óskaðir eftir skrif­legu svari um það af hverju var ekki komið á fram­færi breyt­ingu á hljóð­merkjum hjá Reykja­vík­ur­borg. Þjón­ustu- og Þekk­ing­ar­mið­stöð fyrir blinda, sjón­skerta og ein­stak­linga með sam­þætta sjón- og heyrna­skerð­ingu hér kölluð Mið­stöð­in, veitir ráð­gjöf til þeirra sem til hennar leita þegar kemur að aðgeng­is­málum þar á meðal hjá Reykja­vík­ur­borg. Mið­stöðin á almennt ekki að venj­ast því að sam­skiptin við þá aðila séu mjög form­lega þegar leitað er ráð­gjafar í aðgeng­is­mál­um.

Mið­stöðin er að fara í gegnum heima­síðu emb­ætt­is­ins svo og sam­fé­lags­miðla og mun ábend­ing þín nýt­ast í þeirri vinnu við að móta stefnu þegar kemur að því að koma upp­lýs­ingum á fram­færi.

Með kveðju,

Mar­grét María for­stjóri“

Hvers á þetta svar að gjalda? Klár­lega er þetta svar alger­lega takt­laust og minnir einna helst á olíu­brák því það er alger­lega inni­halds­laust, það flýtur bara ofan á, segir ekk­ert og svarar engu ... já, óður­inn til stjórn­sýsl­unnar er napur eins og hún sjálf.

Stundum er best að setja haus undir væng eins og far­fugl­arn­ir, bíta bara í sté­lið á sér og fara með Faðir vorið oftar en maður gerir vana­lega á degi hverj­um. En fyrir þá sem vilja kynn­ast betur þess­ari fram­sæknu stofnun þá er hún stað­sett á Blind­götu 17 hér í borg.

Höf­undur er sjáv­ar­út­vegs­fræð­ingur og margt fleira með sam­þættar gáfur frá báðum for­eldr­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Árni óskar eftir viðræðum um myndun nýs meirihluta með Framsókn
Samfylkingin bætti við sig um níu prósentustigum af fylgi í Hafnarfirði og er nú með jafn marga bæjarfulltrúa og Sjálfstæðisflokkur, sem tapaði einum. Framsókn er samt með öll tromp á hendi og getur valið með hvorum flokknum myndaður verður meirihluti.
Kjarninn 16. maí 2022
Nýtt valdajafnvægi á Norður-Írlandi – Sögulegur kosningasigur en snúin staða
Í fyrsta skipti í hundrað ára sögu Norður-Írlands er lýðveldisflokkur með flestu sætin á þinginu í Stormont. Óljóst er hins vegar hvort kosning um sameiningu Írlands sé í sjónmáli.
Kjarninn 15. maí 2022
Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.
Vinstri græn vilja ekki taka þátt í meirihlutaviðræðum
Oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir niðurstöðu kosninganna vonbrigði. Flokkurinn ætlar ekki að sækjast eftir því að sitja áfram í meirihluta. Oddviti Viðreisnar vonast hins vegar til að starfa áfram í meirihluta.
Kjarninn 15. maí 2022
„Börn eiga fyrst og fremst að leika sér og hlæja – ekki þjást og gráta“
Myndlistarmaðurinn Jón Magnússon safnar fyrir prentun á myndlistarbókinni „Á meðan ...“ sem er til styrktar starfi Unicef í Úkraínu.
Kjarninn 15. maí 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Skýrt ákall um breytingar en erfitt að draga heildstæða ályktun
Formenn ríkisstjórnarflokkanna segja niðurstöður sveitarstjórnarkosningar skýrar en túlka hana með mismunandi hætti. Formaður Framsóknarflokksins segir flokkinn í borginni, sem vann mikinn kosningasigur, fara í meirihlutaviðræður af yfirvegun.
Kjarninn 15. maí 2022
Einar Þorsteinsson, ddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, sem vann stóran sigur, segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Borgarstjórastóllinn ekki markmið í sjálfu sér
Oddvitar stærstu flokkanna í Reykjavík eru varkárir í yfirlýsingum um nýtt meirihlutasamstarf en telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi. Oddviti Framsóknarflokksins segir borgarstjórastólinn ekki vera markmið í sjálfu sér.
Kjarninn 15. maí 2022
Ótvíræður sigurvegari kosninganna, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu, er Framsóknarflokkurinn.
Sigrar og töp sveitarstjórnarkosninganna
Framsóknarflokkurinn vann sveitarstjórnarkosningarnar, ekki bara í Reykjavík heldur á landsvísu. Sjálfstæðisflokkur mátti þola nokkur erfið töp en vann sigra inn á milli. Vinstri grænum gengur ekkert ná fótfestu í stærstu sveitarfélögum landsins.
Kjarninn 15. maí 2022
Danska kvennasveitin Reddi komst ekki áfram á úrslitakvöld Eurovision á laugardag. Danmörku var eina Norðulandaþjóðin sem komst ekki áfram í úrslit og Danir velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis.
Gangtruflanir í dönsku Eurovision vélinni
Í annað skipti í röð mistókst Dönum að komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar. Danskir Eurovision sérfræðingar segja ekki nóg að flytjendur standi sig vel, lagið þurfi að höfða til áhorfenda og dómara.
Kjarninn 15. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar