Spillingarhættur lobbíismans

Prófessor við Háskóla Íslands sem var formaður Starfshóps um eflingu trausts í stjórnmálum og stjórnsýslu fjallar um spillingarhættu sem getur falist í opnum og óheftum aðgangi tiltekinna sérhagsmunaafla að stjórnkerfinu.

Auglýsing

Fyrir rétt rúmu ári skil­aði starfs­hópur for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu skýrslu sem vakti nokkra athygli um það leyti sem hún kom út. Ólíkt mörgum skýrslum sem fram­leiddar eru á vegum eða í tengslum við stjórn­sýsl­una hefur hún líka haft viss áhrif. Stjórn­völd gengu til samn­inga við Sið­fræði­stofnun um ráð­gjöf um sið­fræði­leg efni eins og hóp­ur­inn lagði til. Sömu­leiðis hefur frum­varp um vernd upp­ljóstr­ara verið lagt fram og von er á frum­varpi um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmda­valds. Fleiri mál sem til­lögur hóps­ins náðu til eru í far­vatn­inu, en þær voru 25 tals­ins. 

Enn bólar þó ekki á að farið sé eftir því sem kannski má – ekki síst í ljósi Sam­herj­a­máls­ins – telja hvað mik­il­væg­ustu til­lögu starfs­hóps­ins. Þessi til­laga, þær eru reyndar tvær, varðar sér­stak­lega leiðir til að ná betur utan um lobbí­isma í íslenskum stjórn­málum og stjórn­sýslu með því að ann­ars vegar að láta lobbí­ista – sem í skýrsl­unni eru nefndir hags­muna­verðir – skrá sig, hins vegar með því að gera vand­aða úttekt á því hvers­konar reglur eðli­legt væri að setja um lobbí­isma á Íslandi.

Auglýsing
Hvers vegna er þetta svona mik­il­vægt? Sam­herj­a­málið minnir okkur óþyrmi­lega á þá stað­reynd að fyr­ir­ferða­miklir hags­muna­að­ilar telja það ekki eftir sér að reyna að ná tang­ar­haldi stjórn­kerfi rík­is­ins og þá gegnir einu máli hvort ríkið er Ísland eða Namibía. Í Namibíu reyn­ist leiðin ein­föld. Með því að múta nokkrum lyk­il­mönnum í kerf­inu má tryggja sér opin­bera vernd og óheftan aðgang að auð­lind­um. Þó að þessi leið sé ólík­leg hér eru til aðrar leiðir sem kannski geta reynst jafn skil­virk­ar. Þær fel­ast í opnum og stöð­ugum aðgangi að ráða­mönn­um, vina­tengsl­um, frænd­semi og tengslum í gegnum flokka, félög skóla og vinnu­staði.

Marg­sinnis hefur verið bent á hví­lík spill­ing­ar­hætta getur falist í opnum og óheftum aðgangi til­tek­inna sér­hags­muna­afla að stjórn­kerf­inu, en því miður mega full­trúar atvinnu­lífs­ins ekki heyra á það minnst að á því sé tek­ið. Bæði Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráð fóru hörðum orðum um þessar til­lögur Traust­skýrsl­unnar og töldu reglur um lobbí­isma sér­stak­lega til þess fallnar gera fyr­ir­tækjum erfitt fyr­ir.

En þetta er mikil skamm­sýni. Vand­inn hér er einmitt sá að lobbí­ismi er ekki form­gerður og þess vegna halda menn gjarnan að hann sé ekki til. Það gagn­ast það bæði atvinnu­líf­inu, stjórn­völdum og almenn­ingi að átta sig í fyrsta lagi á umfangi og eðli hans og í fram­haldi af því átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir mis­notk­un. Það er sorg­legt að mik­il­væg sam­tök á borð við Sam­tök atvinnu­lífs­ins skuli ekki taka þátt í því með stjórn­völdum að setja eðli­legar reglur um hags­muna­vörslu – lobbí­isma sem tryggja gagn­sæi og geta leitt til þess að auka sjálf­stæði stjórn­kerf­is­ins gagn­vart sterkum hags­muna­að­il­um.

Það er ekk­ert að lobbí­isma sem slíkum – það er ósköp eðli­legt að hags­muna­að­ilar reyni að ná eyrum stjórn­valda og séu jafn­vel með fólk í vinnu við það. En þessi sam­skipti eru ekki gagnsæ í dag. Því fer fjarri. Þess vegna eru íslensk stjórn­sýsla og stjórn­mál að mörgu leyti jafn ber­skjölduð fyrir spill­ingu og kolleg­arnir í Namib­íu, þótt með ólíkum hætti sé.

Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands og var for­maður Starfs­hóps um efl­ingu trausts í stjórn­málum og stjórn­sýslu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Forstjóri Samherja vill aftur í stjórn Sjóvá
Tímabundinn forstjóri Samherja steig úr stól stjórnarformanns Sjóvá í nóvember í fyrra vegna anna. Hann sækist nú eftir því að setjast aftur í stjórnina á komandi aðalfundi. Samherji á tæpan helming í stærsta eiganda Sjóvá.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Kristín Þorsteinsdóttir.
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins vill í stjórn Sýnar
Á meðal þeirra sem vilja taka sæti í stjórn eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis Íslands er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar