Spillingarhættur lobbíismans

Prófessor við Háskóla Íslands sem var formaður Starfshóps um eflingu trausts í stjórnmálum og stjórnsýslu fjallar um spillingarhættu sem getur falist í opnum og óheftum aðgangi tiltekinna sérhagsmunaafla að stjórnkerfinu.

Auglýsing

Fyrir rétt rúmu ári skil­aði starfs­hópur for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu skýrslu sem vakti nokkra athygli um það leyti sem hún kom út. Ólíkt mörgum skýrslum sem fram­leiddar eru á vegum eða í tengslum við stjórn­sýsl­una hefur hún líka haft viss áhrif. Stjórn­völd gengu til samn­inga við Sið­fræði­stofnun um ráð­gjöf um sið­fræði­leg efni eins og hóp­ur­inn lagði til. Sömu­leiðis hefur frum­varp um vernd upp­ljóstr­ara verið lagt fram og von er á frum­varpi um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmda­valds. Fleiri mál sem til­lögur hóps­ins náðu til eru í far­vatn­inu, en þær voru 25 tals­ins. 

Enn bólar þó ekki á að farið sé eftir því sem kannski má – ekki síst í ljósi Sam­herj­a­máls­ins – telja hvað mik­il­væg­ustu til­lögu starfs­hóps­ins. Þessi til­laga, þær eru reyndar tvær, varðar sér­stak­lega leiðir til að ná betur utan um lobbí­isma í íslenskum stjórn­málum og stjórn­sýslu með því að ann­ars vegar að láta lobbí­ista – sem í skýrsl­unni eru nefndir hags­muna­verðir – skrá sig, hins vegar með því að gera vand­aða úttekt á því hvers­konar reglur eðli­legt væri að setja um lobbí­isma á Íslandi.

Auglýsing
Hvers vegna er þetta svona mik­il­vægt? Sam­herj­a­málið minnir okkur óþyrmi­lega á þá stað­reynd að fyr­ir­ferða­miklir hags­muna­að­ilar telja það ekki eftir sér að reyna að ná tang­ar­haldi stjórn­kerfi rík­is­ins og þá gegnir einu máli hvort ríkið er Ísland eða Namibía. Í Namibíu reyn­ist leiðin ein­föld. Með því að múta nokkrum lyk­il­mönnum í kerf­inu má tryggja sér opin­bera vernd og óheftan aðgang að auð­lind­um. Þó að þessi leið sé ólík­leg hér eru til aðrar leiðir sem kannski geta reynst jafn skil­virk­ar. Þær fel­ast í opnum og stöð­ugum aðgangi að ráða­mönn­um, vina­tengsl­um, frænd­semi og tengslum í gegnum flokka, félög skóla og vinnu­staði.

Marg­sinnis hefur verið bent á hví­lík spill­ing­ar­hætta getur falist í opnum og óheftum aðgangi til­tek­inna sér­hags­muna­afla að stjórn­kerf­inu, en því miður mega full­trúar atvinnu­lífs­ins ekki heyra á það minnst að á því sé tek­ið. Bæði Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráð fóru hörðum orðum um þessar til­lögur Traust­skýrsl­unnar og töldu reglur um lobbí­isma sér­stak­lega til þess fallnar gera fyr­ir­tækjum erfitt fyr­ir.

En þetta er mikil skamm­sýni. Vand­inn hér er einmitt sá að lobbí­ismi er ekki form­gerður og þess vegna halda menn gjarnan að hann sé ekki til. Það gagn­ast það bæði atvinnu­líf­inu, stjórn­völdum og almenn­ingi að átta sig í fyrsta lagi á umfangi og eðli hans og í fram­haldi af því átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir mis­notk­un. Það er sorg­legt að mik­il­væg sam­tök á borð við Sam­tök atvinnu­lífs­ins skuli ekki taka þátt í því með stjórn­völdum að setja eðli­legar reglur um hags­muna­vörslu – lobbí­isma sem tryggja gagn­sæi og geta leitt til þess að auka sjálf­stæði stjórn­kerf­is­ins gagn­vart sterkum hags­muna­að­il­um.

Það er ekk­ert að lobbí­isma sem slíkum – það er ósköp eðli­legt að hags­muna­að­ilar reyni að ná eyrum stjórn­valda og séu jafn­vel með fólk í vinnu við það. En þessi sam­skipti eru ekki gagnsæ í dag. Því fer fjarri. Þess vegna eru íslensk stjórn­sýsla og stjórn­mál að mörgu leyti jafn ber­skjölduð fyrir spill­ingu og kolleg­arnir í Namib­íu, þótt með ólíkum hætti sé.

Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands og var for­maður Starfs­hóps um efl­ingu trausts í stjórn­málum og stjórn­sýslu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar