Spillingarhættur lobbíismans

Prófessor við Háskóla Íslands sem var formaður Starfshóps um eflingu trausts í stjórnmálum og stjórnsýslu fjallar um spillingarhættu sem getur falist í opnum og óheftum aðgangi tiltekinna sérhagsmunaafla að stjórnkerfinu.

Auglýsing

Fyrir rétt rúmu ári skil­aði starfs­hópur for­sæt­is­ráð­herra um efl­ingu trausts á stjórn­málum og stjórn­sýslu skýrslu sem vakti nokkra athygli um það leyti sem hún kom út. Ólíkt mörgum skýrslum sem fram­leiddar eru á vegum eða í tengslum við stjórn­sýsl­una hefur hún líka haft viss áhrif. Stjórn­völd gengu til samn­inga við Sið­fræði­stofnun um ráð­gjöf um sið­fræði­leg efni eins og hóp­ur­inn lagði til. Sömu­leiðis hefur frum­varp um vernd upp­ljóstr­ara verið lagt fram og von er á frum­varpi um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum hjá æðstu hand­höfum fram­kvæmda­valds. Fleiri mál sem til­lögur hóps­ins náðu til eru í far­vatn­inu, en þær voru 25 tals­ins. 

Enn bólar þó ekki á að farið sé eftir því sem kannski má – ekki síst í ljósi Sam­herj­a­máls­ins – telja hvað mik­il­væg­ustu til­lögu starfs­hóps­ins. Þessi til­laga, þær eru reyndar tvær, varðar sér­stak­lega leiðir til að ná betur utan um lobbí­isma í íslenskum stjórn­málum og stjórn­sýslu með því að ann­ars vegar að láta lobbí­ista – sem í skýrsl­unni eru nefndir hags­muna­verðir – skrá sig, hins vegar með því að gera vand­aða úttekt á því hvers­konar reglur eðli­legt væri að setja um lobbí­isma á Íslandi.

Auglýsing
Hvers vegna er þetta svona mik­il­vægt? Sam­herj­a­málið minnir okkur óþyrmi­lega á þá stað­reynd að fyr­ir­ferða­miklir hags­muna­að­ilar telja það ekki eftir sér að reyna að ná tang­ar­haldi stjórn­kerfi rík­is­ins og þá gegnir einu máli hvort ríkið er Ísland eða Namibía. Í Namibíu reyn­ist leiðin ein­föld. Með því að múta nokkrum lyk­il­mönnum í kerf­inu má tryggja sér opin­bera vernd og óheftan aðgang að auð­lind­um. Þó að þessi leið sé ólík­leg hér eru til aðrar leiðir sem kannski geta reynst jafn skil­virk­ar. Þær fel­ast í opnum og stöð­ugum aðgangi að ráða­mönn­um, vina­tengsl­um, frænd­semi og tengslum í gegnum flokka, félög skóla og vinnu­staði.

Marg­sinnis hefur verið bent á hví­lík spill­ing­ar­hætta getur falist í opnum og óheftum aðgangi til­tek­inna sér­hags­muna­afla að stjórn­kerf­inu, en því miður mega full­trúar atvinnu­lífs­ins ekki heyra á það minnst að á því sé tek­ið. Bæði Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Við­skipta­ráð fóru hörðum orðum um þessar til­lögur Traust­skýrsl­unnar og töldu reglur um lobbí­isma sér­stak­lega til þess fallnar gera fyr­ir­tækjum erfitt fyr­ir.

En þetta er mikil skamm­sýni. Vand­inn hér er einmitt sá að lobbí­ismi er ekki form­gerður og þess vegna halda menn gjarnan að hann sé ekki til. Það gagn­ast það bæði atvinnu­líf­inu, stjórn­völdum og almenn­ingi að átta sig í fyrsta lagi á umfangi og eðli hans og í fram­haldi af því átta sig á hvernig koma megi í veg fyrir mis­notk­un. Það er sorg­legt að mik­il­væg sam­tök á borð við Sam­tök atvinnu­lífs­ins skuli ekki taka þátt í því með stjórn­völdum að setja eðli­legar reglur um hags­muna­vörslu – lobbí­isma sem tryggja gagn­sæi og geta leitt til þess að auka sjálf­stæði stjórn­kerf­is­ins gagn­vart sterkum hags­muna­að­il­um.

Það er ekk­ert að lobbí­isma sem slíkum – það er ósköp eðli­legt að hags­muna­að­ilar reyni að ná eyrum stjórn­valda og séu jafn­vel með fólk í vinnu við það. En þessi sam­skipti eru ekki gagnsæ í dag. Því fer fjarri. Þess vegna eru íslensk stjórn­sýsla og stjórn­mál að mörgu leyti jafn ber­skjölduð fyrir spill­ingu og kolleg­arnir í Namib­íu, þótt með ólíkum hætti sé.

Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands og var for­maður Starfs­hóps um efl­ingu trausts í stjórn­málum og stjórn­sýslu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar