Þetta með #MeToo

Matthildur Björnsdóttir fjallar um tilgang #metoo í aðsendri grein.

Auglýsing

Kemur í hug minn við að lesa um harm­leik­inn varð­andi leik­hús­málin og ásak­anir sem þolendur hafa ekki viljað standa fyrir í eigin per­sónu.

Hér í Ástr­alíu fékk Geof­frey Rush leik­ari miklar skaða­bætur út af slíku. Konan sem ásak­aði hann um slæma kyn­ferð­is­lega hegðun í vinnu þeirra í leik­húsi vildi halda nafni sínu og and­liti leyndu fyrir þjóð­inni.

Ég er 72 ára og fagna #MeToo-hreyf­ing­unni af öllu hjarta og sé hana sem mikið tæki­færi fyrir alla að færa sig lengra fram-á-við í tján­ingu okkar um alla þessa hluti nauðg­an­ir, óæski­lega snert­ingu og allt þar á milli í öllu lit­rófi til­finn­inga. En ég hef séð að sumir ein­stak­lingar af báðum kynjum ná því ekki og vilja við­halda gömlu frum­skóg­ar-lög­mál­unum um alla þessa hluti. Og vilja ekki skoða sinn innri mann um þessi atriði.

Auglýsing

Karl­veldið réð hrein­lega öllu um snert­ingar um aldir og komst upp með nauðg­anir um ald­ir. Við sjáum hvernig það er að taka margar þjóðir langan tíma að breyta bæði við­horfum og þá auð­vitað líka lögum um þau mál og hvernig þau séu unn­in.

Ég upp­lifði íslensku þjóð­ina mjög til­finn­inga­lega fatl­aða þegar ég var þar og ég heyrði aldrei neina umræðu um að læra að skilja eigin til­finn­ingar til fulln­ustu og helst átti að bæla þær og kæfa og nota smá bara spari því að rök­hyggjan var séð sem mik­il­væg­ari sem umferð­ar­reglur lífs­ins.

Hvernig gat maður skilið það öðru­vísi þegar manni var bannað að sýna tár á almanna­færi, og að það væri séð flott­ara fyrir syrgj­endur að herða sig í jarð­ar­för ást­vinar og ekki láta neinn sjá neina vælu­skjóðu hegðun með tárum á almanna­færi, þó að barn eða maki eða náinn vinur hefði dáið og það kannski mjög óvænt?

Þess konar skila­boð fékk ég frá móður minni ef ég fór í jarð­ar­för sem hún fór ekki í og það var um að fá tæki­færi til að dæma við­kom­andi ef ég myndi segja, að já tárin flæddu niður kinn­arn­ar. En ég sagði aldrei neitt nema já þau stóðu sig vel og minnt­ist ekki einu orði á hvort tár sáust eða ekki, því að ég var svo ósam­mála þessu við­horfi.

Það var ekki fyrr en eftir að koma hingað til Ástr­alíu og að sjá nýja bók koma út sem kall­ast Emotional Intelli­g­ence sem ég gat farið að byrja á taka öll þessi atriði í sundur og sjá þau fyrir það sem þau eru. Og ég hef aldrei verið fær um að koma með það sem kall­ast „krókó­díla­tár“.

Hin djúpa lotn­ing fyrir kyn­þörfum karla

Þrátt fyrir jafn­rétt­is­bar­átt­una sem hafði verið í gangi á virkan hátt í nokkra ára­tugi voru konur af kyn­slóð for­eldra minna og þar með sú sem fæddi mig í heim­inn enn með skrán­ing­una um að kyn­hvöt karla væri mik­il­væg­ari en nokkuð annað og mætti sko alls ekki storka henni, né þeim. Mamma taldi sig jafn­rétt­is­sinn­aða en þegar kom að ein­hverju um karl­kyn þá hurfu þær hugs­anir og til­finn­ingar yfir um.

Þegar ég að lokum sagði henni árið 2000 frá einni erf­ið­ustu atlögu að sjálfi mínu og mér sem ung­lings­stúlku, og það af manni sem hún þekkti deili á og var nógu gam­all til að geta verið afi minn, og hafði verið fyrr­ver­andi yfir­maður á opin­berum vinnu­stað birt­ust þau við­horf á mjög áber­andi hátt. Þau sýndu og sönn­uðu það við­horf hennar að hann og þarfir hans voru allt í huga henn­ar, en til­finn­ingar mínar við þá upp­lifun skiptu hana engu máli. Þarfir hans voru mik­il­væg­ari. Og þessi margra alda heila­þvottur á konum um karla er enn við­loð­andi í sellum lík­ama margra og við sáum það þegar þær frönsku sýndu nei­kvæðni til þess að #MeToo-hreyf­ingin fór af stað.

Ég hafði heim­sótt þennan vinnu­stað eftir að hætta að vinna þar til að heilsa upp á kon­urnar sem unnu þar. Þessi maður hafði ávarpað mig um leið og ég kom inn og beðið mig um að koma inn í skrif­stofu hans þegar ég væri búin að tala við þær. Ég skildi alls ekki af hverju eða hvað hann gæti viljað mér af því að það voru engar teng­ingar við hann fyrir utan að hann hafði verið þessi yfir­maður og var enn.

Það var af hreinni kurt­eisi sem ég fór svo inn í þessa skrif­stofu til að læra hvert erindið við mig væri. Ég sett­ist í stól­inn beint á móti honum og þá kom spurn­ingin til sextán ára stelpu sem var mun seinni en aðrar til að vera kyn­þroska, hvort að ég hefði haft kyn­mök. Ég sagði nei. Þá kom hann með þessa miklu ræðu um hversu mik­il­vægt það væri að fyrsti mað­ur­inn myndi „vita hvað hann væri að gera“ og bauð sig fram til þess að vera sá kenn­ari. Ég svar­aði honum ekki, stóð upp gul og rauð og græn í framan og kom aldrei inn á þann vinnu­stað aft­ur. Og það tók mig tíma að ná að hafa kjark til að segja einni konu sem vann þar hvað ég hafði upp­lif­að.

Það var svo um fjórum ára­tugum síðar sem ég loks­ins hafði það and­lega sjálf­stæði að geta sagt móður minni af þess­ari upp­lifun og var frest­unin í nokkra ára­tugi af því að eitt­hvað í mér vissi að hún myndi ekki styðja mig. Þegar ég sagði henni sög­una fékk ég þessi orð: Af hverju ertu að segja mér þetta núna? Af hverju hugsar þú ekki um mann­orð hans og hann sem er dáinn?

Í þeim orðum lá að hún hefði frekar viljað að ég hefði þegið boð­ið. En hvort hún hefði orðið glöð yfir ef þungun hefði orðið er hin mikla spurn­ing eftir allar þær hót­anir sem ég hafði fengið ef mér yrði á að verða lauslát.

Kon­um, stelpum var inn­prentað að taka á sig og í alla smán, alla sekt og alla ábyrgð um það sem snerti kyn­líf og afleið­ingar þess, ef við vorum ekki trú­lof­aðar eða gift­ar. Strákum var aldrei kennt um.

Móðir vin­konu minnar hafði enga sam­hygð með börnum sínum heldur þegar þau tóku stjúp­föður sinn fyrir rétt fyrir mis­notkun á sér. Sam­hygð hennar var ein­göngu með mann­in­um, ekki börnum hennar og það hefur verið saga ótal margra um allan heim.

Hversu til­búið er mann­kyn í raun til að þroskast með #MeToo?

Nú er þessi hreyf­ing sem er kölluð #MeToo að kalla mann­kyn til að þroskast á nýtt stig í sér um alla þessa með­vit­und um til­finn­ingar okk­ar, kyn­hvöt, kröfur um að vita nákvæm­lega hvernig eigi að full­nægja okkur og vera með allan tón­stiga til­finn­inga á hreinu. Það sorg­lega er, að ef og þegar við höfum ekki alist upp við að fá kennslu í því frá blautu barns­beini, þá eigum við langt í land með allan þann heim og tóna allra þess­ara til­finn­inga, og þess að kunna að senda þær yfir í rök­hyggj­una á réttan hátt.

Og það sama á við um karl­menn sem hafa greini­lega ann­ars­konar til­finn­inga­kerfi. Og ég veit ekki um neina konu sem fékk þá leið­bein­ingu á þeim árum.

Ég hef aldrei drukkið eða notað önnur vímu­efni, svo að ég hef því enga reynslu í hvernig þessi efni virka í með­vit­und um hvað sé í lagi þá stund­ina sem ein­hver vilji mök, hvort þá sé með­vit­undin nógu skörp til að stoppa slæma reynslu áður en hún ger­ist.

Svo að þá geta hlutir gerst sem lenda á gráu svæði um túlkun á já-i eða nei-i.

Sem betur fer eru margir karl­menn komnir um borð og styðja þessa hreyf­ingu heils hug­ar.

Leik­hús- og kvik­mynda­heimar eru svo eigin ver­öld

Eftir að #MeToo kom upp hér og svo margar kvart­anir komu frá konum um senur sem krefj­ast nándar sem eru í raun á mörkum mjög per­sónu­legra sena ef saga í verk­inu krefst þess að sam­farir séu sýndar sem og ann­arra mjög lík­am­lega og til­finn­inga­lega náinna atriða sem kraf­ist er í verkum sem sýnd eru, var komið upp með að hafa hlut­lausan aðila sem er vel að sér um slíkt og sér um að tjá sig við þá sem hlut eiga í máli svo að báðir aðilar upp­lifi það í lagi sem sé viljað af leik­stjóra.

Ég veit ekki hvort þetta er í öllum leik­húsum hér eða kvik­mynda­gerð, en það hljómar og virkar sem mjög jafn­andi og gott að hafa slíka mann­veru í þeim til­fell­um. Og kemur von­andi í veg fyrir að mis­mun­andi skiln­ingur og túlkun í slíkum atvik­um, eða kærur komi upp.

Ég upp­lifði aldrei þetta slæma káf sjálf. Því að þegar ég fór á böll dans­aði ég bara við menn sem ég fíl­aði að kæmu rétt fram, og þá var ferlið frá dans­gólf­inu og heim eðli­legt ef dæmið fór það langt. Ef eitt­hvað var, þá þráði ég meiri snert­ingu í lífi mínu en ég fékk.

Svo eru það huldu vanda­málin sem koma ekki upp fyrr en á reynir

Ég veit núna að konur sem urðu fyrir kyn­ferð­is­legri mis­notkun sem börn eiga erfitt með að aðrir snerti þær nema að fá form­legt leyfi til slíks fyrst. En ef þær eru í leik­list þá er mögu­leiki á að þær nái ekki að vera það með­vit­aðar um afleið­ingar hugs­an­legrar gleymdrar mis­notk­unar fyrr en snert­ing ger­ist sem þá kallar upp gamla reynslu, að þá fara öll kerfin eftir á í Ba-Bú ástand og þær upp­lifa sig eftir á hafa orðið fyrr enn einni mis­notk­un.

Ef stelpur og konur hafa alist upp við að taka alla smán og skömm af hvaða mis­notkun sem var sjálfar inn á sig og skipað að þegja. Svo að við að nándin í hlut­verk­inu getur vakið upp reynslu í lík­am­anum sem rök­hyggjan man ekki, en lík­am­inn man eru atriði sem leik­stjórar þyrftu að kynna sér og gera þær ráð­staf­anir sem hjálpa við­kom­andi ein­stak­ling­um..

Kannski að það sé þess virði að fara í nánar sam­ræður við leik­ara, konur sem karla um hvort þau telji sig geta hafa orðið fyrir til dæmis kyn­ferð­is­legri mis­notkun sem gæti verið hindrun fyrir þau að taka að sér slík hlut­verk eins og að eiga að vera par að elskast.

Þá þarf að skoða það þegar svona til­felli koma upp og fara ofan í saumana á því þegar dæmið virð­ist á gráum svæð­um.

Leifar gömlu við­horf­anna eru enn í gangi hér og þar

Sú stað­reynd að margir karl­menn túlka svip­brigði og útlit kvenna á sinn hátt í heila­bú­inu sem jákvætt fyrir sig, og það án þess að sjá um að kynna sér hvort það sé raunin eða ekki, er svo annar flötur í þessu og ótal karl­menn sem hafa verið teknir fyrir lög og rétt sáu sig eiga rétt á aðgangi að þessum kon­um. Þoldu ekki neitun og not­uðu kúgun til að hræða þær og fá sínu fram. En það eru ekki öll til­felli í þeim geira.

Þegar ég sé ein­stak­linga kenna #MeToo-hreyf­ing­unni um að eitt­hvað megi ekki leng­ur, sé ég það sem við­kom­andi hafi í raun ekki náð hver til­gang­ur­inn sé með þess­ari #MeToo-hreyf­ingu. En það er auð­vitað mann­legt og trú­lega eðli­legt að þeir ein­stak­lingar sem hafa kom­ist upp með alls­konar snert­ingu í ára­tugi sjái það þannig. Það að kona kvart­aði yfir að nú væri rass­inn á þeim ekki kreistur lengur og hún vill greini­lega að rass­inn á sér sé kreist­ur, og myndi sakna þess ef það gerð­ist ekki og það allt út af #MeToo er dæmi um þessa sorg­legu rang­túlkun um ætlun og mark­mið hreyf­ing­ar­inn­ar.

Eins og ég hef nefnt áður voru konur af kyn­slóð for­eldra minna ansi mikið alger­lega undir valdi og áhrifum og ákvarð­ana­töku karl­manna sem síðan smaug mikið inn í mína kyn­slóð þó að við höfðum náð að rumska með jafn­rétt­is­hreyf­ingum um rétt okkar alla vega að nokkru leyti án þess að þetta með að þroska til­finn­ingar okkar hafi komið inn í dæmið á þeim tím­um. Áherslan þá var mikið meira sú að mál­efni sem tengd­ust rök­hyggj­unni voru greini­lega í for­gangi. Svo að hin atriðin um til­finn­ingar okkar var alger­lega óunnið verk­efni í því ferli að ná algeru jafn­rétti, og til­finn­inga­lega sjálfs­virð­ingu í okkur í sam­böndum við hitt kyn­ið.

Við sjáum það enn þann dag í dag með því til dæmis hversu margar konur eru myrtar af eig­in­mönnum sínum hér í Ástr­alíu eða fyrr­ver­andi eig­in­mönnum sem þola ekki að þeim sé hafnað þannig og ná því miður ekki að sjá eigin hegðun sem hefur valdið því. Og konur á Íslandi verða líka fyrir heim­il­is­of­beldi þrátt fyrir allt montið um að landið sé það besta í heim­inum fyrir kon­ur. Það er greini­lega ekki, og er mest fyrir þær sem hafa stöður og menntun en ekki hin­ar.

Það mun taka langan tíma fyrir bæði kynin að þró­ast upp í jafn­ræði í öllum þessum mál­um. En ég heyrði samt sögu hér um konu sem hafði þann kjark fyrir meira en hund­rað árum til að yfir­gefa ofbeld­is­fullan eig­in­mann með öll börnin sín, og flytja langt í burtu í aðra borg hér til að bjarga sér og börnum sínum frá að verða að lifa við það ofbeldi. Enda er Ástr­alía 75 sinnum stærra land en Ísland.

Almennt séð er það auð­vitað hreinna að þeir sem kvarti undan og vilji kæra aðila fyrir ranga hegðun hvort sem það sé í einka­lífi eða skemmt­ana­líf­inu eða í leik­list­ar­heim­inum komi fram í per­sónu og nafni.

En á meðan að til­finn­inga­legur þroski og erfið reynsla í for­tíð þeirra eru það sem þær eru, þarf að finna milli­leið sem skapar ekki það órétt­læti sem virð­ist vera í gangi með þetta núna, hvort sem það sé á Íslandi eða í öðrum löndum heims. Hver mann­vera á að eiga rétt á að vita fyrir hvað hann eða hún er ásökuð um. Hvernig það er unnið ætti að geta verið breyti­legt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli
Allir komufarþegar eiga að fara í skimun og 4-5 daga sóttkví
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að allir sem til Íslands koma þyrftu frá og með 19. ágúst að fara í skimun á landamærum, svo í sóttkví í 4-5 daga og að því búnu aftur í skimun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Í skýrslu HMS segir að fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafi hækkað um 5,1 prósent milli ára.
Hlutfall fyrstu kaupenda á fasteignamarkaði hefur aldrei verið jafn hátt
Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að það sem af er ári hefur hlutfall fyrstu kaupenda verið nærri 30 prósentum. Fasteignamarkaðurinn er einkar líflegur nú um stundir en umsvif eru að jafnaði minni á sumrin en á öðrum árstíðum.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Grand hótel í Reykjavík er eitt hótela Íslandshótela hf.
Stærsta hótelkeðja landsins biður skuldabréfaeigendur um greiðslufrystingu
Íslandshótel hefur lagt til við skuldabréfaeigendur í tæplega 2,9 milljarða skuldabréfaflokki að samþykkt verði að engar greiðslur berist vegna skuldabréfanna fyrr en seinni hluta árs 2021.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Eitt innanlandssmit og fólki í einangrun fer fækkandi
Aðeins eitt nýtt innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Átta sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 112 manns eru með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Minnisblöð Þórólfs: Frá tillögum til ráðlegginga
Þórólfur Guðnason hefur í tæplega 20 minnisblöðum sínum til ráðherra lagt til, mælt með og óskað eftir ákveðnum aðgerðum í baráttunni gegn COVID-19. En nú kveður við nýjan tón: Mögulegar aðgerðir eru reifaðar en það lagt í hendur stjórnvalda að velja.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
Kjarninn 14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Margrét Tryggvadóttir
Hlaupið endalausa
Leslistinn 13. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar