Þóra Kristín býður sig fram til formennsku í SÁÁ

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í SÁÁ. Hún segir að þegar upp koma erfið mál innan samtakanna eða á sjúkrastofnunum þeirra verði alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeldis.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Auglýsing

Þóra Kristín Ásgeirs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Kára Stef­áns­sonar for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til for­mennsku í SÁÁ eftir áskorun frá fjöl­mörgum innan sam­tak­anna.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu Þóru Krist­ínar í dag.

„Það geri ég í trausti þess að ég fái stuðn­ing til að hrinda í fram­kvæmd tíma­bærum breyt­ingum á starf­sem­inni sem ekki er hægt að skor­ast undan lengur í ljósi síð­ustu atburða. Okkar sam­eig­in­legu hags­mun­ir, bæði þeirra sem hafa glímt við fíkni­vanda og/eða eiga ást­vini í þeim spor­um, og sam­fé­lags­ins alls, eru að við gerum allt sem við getum til að að styðja veika alkó­hólista til betra lífs, með með­ferð, end­ur­hæf­ingu, sál­rænum stuðn­ingi og eft­ir­fylgd,“ skrifar hún.

Auglýsing

Alltaf verði að taka stöðu með þolendum

Einar Her­manns­son hætti sem sem for­maður SÁÁ í síð­ustu viku. Ástæðan sem hann gaf var að hann hefði svarað aug­lýs­ingu fyrir nokkrum árum þar sem „í boði var kyn­líf gegn greiðslu“. Stundin birti í fram­hald­inu skjá­skot sem sýna hann semja um vændis­kaup og þakka fyrir þau eftir á.

Þóra Kristín segir í færslu sinni á Face­book að SÁÁ sé sam­an­safn ólíkra ein­stak­linga með mjög fjöl­breyttan far­angur mann­legra breysk­leika. Sam­tökin vilji taka utan um alla, hjálpa öll­um. Það megi aldrei breyt­ast.

„Þegar það koma upp erfið mál innan sam­tak­anna eða á sjúkra­stofn­unum þeirra verðum við alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeld­is. Þetta getur verið flókið en það þýðir ekki að það megi gefa afslátt af öryggi fólks eða mann­legri reisn. Þetta er flókið við­fangs­efni vegna þess að við erum öll saman í þessu, karl­ar, konur og ung­menni, bæði ger­endur og þolendur ofbeld­is­brota. Eitruð karl­mennska og harka er fylgi­fiskur harðrar neyslu og þótt fólk komi úr alls­konar aðstæðum höfum við flest verið föst inni í víta­hring og útsett fyrir margs­konar ofbeldi og sár­ind­um. Konur hafa oft veik­ari félags­lega stöðu og minni lík­ams­burði til að verja sig.

En það er til mik­ils að vinna. Ofneysla áfeng­is, lyfja og ann­arra vímu­efna er algeng­asta dán­ar­or­sök ungs fólks í dag. Bak­við slys, afbrot, ofbeldi, ótíma­bæra örorku, geð­sjúk­dóma, og hræði­leg barna­vernd­ar­mál, felur þessi sjúk­dómur sig oft í bak­grunn­inum sem orsök eða með­virk­andi þátt­ur,“ skrifar hún.

Vill setja saman sann­leiks­nefnd

Þóra Kristín segir enn fremur að brýnt sé að setja saman sann­leiks­nefnd til að taka á ofbeld­is- og áreitn­is­málum innan vébanda sam­tak­anna í for­tíð og fram­tíð. Nýkjörin stjórn þurfi að setja sér siða­reglur til að tryggja að það hafi sjálf­krafa í för með sér brott­vísun úr öllum trún­að­ar­stöðum ef fólk innan sam­tak­anna verði upp­víst að því að brjóta á veiku fólki eða mis­nota aðstöðu sína.

„SÁÁ eru gras­rót­ar­sam­tök ólíkra ein­stak­linga sem hafa borið uppi með­ferð alkó­hólista og vímu­efna­sjúk­linga ára­tugum sam­an. Karlar og kon­ur, fólk úr öllum stéttum sam­fé­lags­ins, hafa tekið höndum saman í bar­átt­unni og sú sam­kennd ásamt vel­vild þjóð­ar­innar er dýr­mætasta eign sam­tak­anna.

Sam­tökin hafa haft ótrú­legan með­byr í sam­fé­lag­inu vegna þess ótví­ræða árang­urs sem hefur náðst. Þar hafa margir ein­stak­lingar lyft grettistaki og ég ber ómælda virð­ingu fyrir þeim öll­um. Ég bið um ykkar stuðn­ing til að leiða umbóta­starfið framund­an,“ skrifar hún að lok­um.

Eftir áskorun frá fjöl­mörgum innan sam­tak­anna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til for­mennsku í SÁÁ. Það geri ég í...

Posted by Þóra Kristín Ásgeirs­dóttir on Monday, Janu­ary 31, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent