Þóra Kristín býður sig fram til formennsku í SÁÁ

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í SÁÁ. Hún segir að þegar upp koma erfið mál innan samtakanna eða á sjúkrastofnunum þeirra verði alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeldis.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Auglýsing

Þóra Kristín Ásgeirs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Kára Stef­áns­sonar for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til for­mennsku í SÁÁ eftir áskorun frá fjöl­mörgum innan sam­tak­anna.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu Þóru Krist­ínar í dag.

„Það geri ég í trausti þess að ég fái stuðn­ing til að hrinda í fram­kvæmd tíma­bærum breyt­ingum á starf­sem­inni sem ekki er hægt að skor­ast undan lengur í ljósi síð­ustu atburða. Okkar sam­eig­in­legu hags­mun­ir, bæði þeirra sem hafa glímt við fíkni­vanda og/eða eiga ást­vini í þeim spor­um, og sam­fé­lags­ins alls, eru að við gerum allt sem við getum til að að styðja veika alkó­hólista til betra lífs, með með­ferð, end­ur­hæf­ingu, sál­rænum stuðn­ingi og eft­ir­fylgd,“ skrifar hún.

Auglýsing

Alltaf verði að taka stöðu með þolendum

Einar Her­manns­son hætti sem sem for­maður SÁÁ í síð­ustu viku. Ástæðan sem hann gaf var að hann hefði svarað aug­lýs­ingu fyrir nokkrum árum þar sem „í boði var kyn­líf gegn greiðslu“. Stundin birti í fram­hald­inu skjá­skot sem sýna hann semja um vændis­kaup og þakka fyrir þau eftir á.

Þóra Kristín segir í færslu sinni á Face­book að SÁÁ sé sam­an­safn ólíkra ein­stak­linga með mjög fjöl­breyttan far­angur mann­legra breysk­leika. Sam­tökin vilji taka utan um alla, hjálpa öll­um. Það megi aldrei breyt­ast.

„Þegar það koma upp erfið mál innan sam­tak­anna eða á sjúkra­stofn­unum þeirra verðum við alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeld­is. Þetta getur verið flókið en það þýðir ekki að það megi gefa afslátt af öryggi fólks eða mann­legri reisn. Þetta er flókið við­fangs­efni vegna þess að við erum öll saman í þessu, karl­ar, konur og ung­menni, bæði ger­endur og þolendur ofbeld­is­brota. Eitruð karl­mennska og harka er fylgi­fiskur harðrar neyslu og þótt fólk komi úr alls­konar aðstæðum höfum við flest verið föst inni í víta­hring og útsett fyrir margs­konar ofbeldi og sár­ind­um. Konur hafa oft veik­ari félags­lega stöðu og minni lík­ams­burði til að verja sig.

En það er til mik­ils að vinna. Ofneysla áfeng­is, lyfja og ann­arra vímu­efna er algeng­asta dán­ar­or­sök ungs fólks í dag. Bak­við slys, afbrot, ofbeldi, ótíma­bæra örorku, geð­sjúk­dóma, og hræði­leg barna­vernd­ar­mál, felur þessi sjúk­dómur sig oft í bak­grunn­inum sem orsök eða með­virk­andi þátt­ur,“ skrifar hún.

Vill setja saman sann­leiks­nefnd

Þóra Kristín segir enn fremur að brýnt sé að setja saman sann­leiks­nefnd til að taka á ofbeld­is- og áreitn­is­málum innan vébanda sam­tak­anna í for­tíð og fram­tíð. Nýkjörin stjórn þurfi að setja sér siða­reglur til að tryggja að það hafi sjálf­krafa í för með sér brott­vísun úr öllum trún­að­ar­stöðum ef fólk innan sam­tak­anna verði upp­víst að því að brjóta á veiku fólki eða mis­nota aðstöðu sína.

„SÁÁ eru gras­rót­ar­sam­tök ólíkra ein­stak­linga sem hafa borið uppi með­ferð alkó­hólista og vímu­efna­sjúk­linga ára­tugum sam­an. Karlar og kon­ur, fólk úr öllum stéttum sam­fé­lags­ins, hafa tekið höndum saman í bar­átt­unni og sú sam­kennd ásamt vel­vild þjóð­ar­innar er dýr­mætasta eign sam­tak­anna.

Sam­tökin hafa haft ótrú­legan með­byr í sam­fé­lag­inu vegna þess ótví­ræða árang­urs sem hefur náðst. Þar hafa margir ein­stak­lingar lyft grettistaki og ég ber ómælda virð­ingu fyrir þeim öll­um. Ég bið um ykkar stuðn­ing til að leiða umbóta­starfið framund­an,“ skrifar hún að lok­um.

Eftir áskorun frá fjöl­mörgum innan sam­tak­anna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til for­mennsku í SÁÁ. Það geri ég í...

Posted by Þóra Kristín Ásgeirs­dóttir on Monday, Janu­ary 31, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Breytingatillögur ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu milli umræðna liggja fyrir.
Bæta þarf fjórum milljörðum króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar
Á milli umræðna um fjárlög hefur ríkisstjórnin ákveðið að bæta fimm milljörðum króna í útgjöld vegna flóttamanna og fjóra milljarða króna í endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar, sem verða rúmlega þrisvar sinnum hærri en áður var reiknað með.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent