Þóra Kristín býður sig fram til formennsku í SÁÁ

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í SÁÁ. Hún segir að þegar upp koma erfið mál innan samtakanna eða á sjúkrastofnunum þeirra verði alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeldis.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Auglýsing

Þóra Kristín Ásgeirs­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi Kára Stef­áns­sonar for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til for­mennsku í SÁÁ eftir áskorun frá fjöl­mörgum innan sam­tak­anna.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu Þóru Krist­ínar í dag.

„Það geri ég í trausti þess að ég fái stuðn­ing til að hrinda í fram­kvæmd tíma­bærum breyt­ingum á starf­sem­inni sem ekki er hægt að skor­ast undan lengur í ljósi síð­ustu atburða. Okkar sam­eig­in­legu hags­mun­ir, bæði þeirra sem hafa glímt við fíkni­vanda og/eða eiga ást­vini í þeim spor­um, og sam­fé­lags­ins alls, eru að við gerum allt sem við getum til að að styðja veika alkó­hólista til betra lífs, með með­ferð, end­ur­hæf­ingu, sál­rænum stuðn­ingi og eft­ir­fylgd,“ skrifar hún.

Auglýsing

Alltaf verði að taka stöðu með þolendum

Einar Her­manns­son hætti sem sem for­maður SÁÁ í síð­ustu viku. Ástæðan sem hann gaf var að hann hefði svarað aug­lýs­ingu fyrir nokkrum árum þar sem „í boði var kyn­líf gegn greiðslu“. Stundin birti í fram­hald­inu skjá­skot sem sýna hann semja um vændis­kaup og þakka fyrir þau eftir á.

Þóra Kristín segir í færslu sinni á Face­book að SÁÁ sé sam­an­safn ólíkra ein­stak­linga með mjög fjöl­breyttan far­angur mann­legra breysk­leika. Sam­tökin vilji taka utan um alla, hjálpa öll­um. Það megi aldrei breyt­ast.

„Þegar það koma upp erfið mál innan sam­tak­anna eða á sjúkra­stofn­unum þeirra verðum við alltaf að taka stöðu með þolendum ofbeld­is. Þetta getur verið flókið en það þýðir ekki að það megi gefa afslátt af öryggi fólks eða mann­legri reisn. Þetta er flókið við­fangs­efni vegna þess að við erum öll saman í þessu, karl­ar, konur og ung­menni, bæði ger­endur og þolendur ofbeld­is­brota. Eitruð karl­mennska og harka er fylgi­fiskur harðrar neyslu og þótt fólk komi úr alls­konar aðstæðum höfum við flest verið föst inni í víta­hring og útsett fyrir margs­konar ofbeldi og sár­ind­um. Konur hafa oft veik­ari félags­lega stöðu og minni lík­ams­burði til að verja sig.

En það er til mik­ils að vinna. Ofneysla áfeng­is, lyfja og ann­arra vímu­efna er algeng­asta dán­ar­or­sök ungs fólks í dag. Bak­við slys, afbrot, ofbeldi, ótíma­bæra örorku, geð­sjúk­dóma, og hræði­leg barna­vernd­ar­mál, felur þessi sjúk­dómur sig oft í bak­grunn­inum sem orsök eða með­virk­andi þátt­ur,“ skrifar hún.

Vill setja saman sann­leiks­nefnd

Þóra Kristín segir enn fremur að brýnt sé að setja saman sann­leiks­nefnd til að taka á ofbeld­is- og áreitn­is­málum innan vébanda sam­tak­anna í for­tíð og fram­tíð. Nýkjörin stjórn þurfi að setja sér siða­reglur til að tryggja að það hafi sjálf­krafa í för með sér brott­vísun úr öllum trún­að­ar­stöðum ef fólk innan sam­tak­anna verði upp­víst að því að brjóta á veiku fólki eða mis­nota aðstöðu sína.

„SÁÁ eru gras­rót­ar­sam­tök ólíkra ein­stak­linga sem hafa borið uppi með­ferð alkó­hólista og vímu­efna­sjúk­linga ára­tugum sam­an. Karlar og kon­ur, fólk úr öllum stéttum sam­fé­lags­ins, hafa tekið höndum saman í bar­átt­unni og sú sam­kennd ásamt vel­vild þjóð­ar­innar er dýr­mætasta eign sam­tak­anna.

Sam­tökin hafa haft ótrú­legan með­byr í sam­fé­lag­inu vegna þess ótví­ræða árang­urs sem hefur náðst. Þar hafa margir ein­stak­lingar lyft grettistaki og ég ber ómælda virð­ingu fyrir þeim öll­um. Ég bið um ykkar stuðn­ing til að leiða umbóta­starfið framund­an,“ skrifar hún að lok­um.

Eftir áskorun frá fjöl­mörgum innan sam­tak­anna hef ég ákveðið að bjóða mig fram til for­mennsku í SÁÁ. Það geri ég í...

Posted by Þóra Kristín Ásgeirs­dóttir on Monday, Janu­ary 31, 2022

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent