Kynna áform um bann við leit og vinnslu olíu við Ísland

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um niðurfellingu laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Markmiðið er að tryggja að ekki fari fram olíuleit eða vinnsla í íslenskri efnahagslögsögu.

Engin leit að olíu er stunduð við Ísland í dag.
Engin leit að olíu er stunduð við Ísland í dag.
Auglýsing

Í sam­ræmi við stefnu rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem sett var fram í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja, hefur umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið birt í sam­ráðs­gátt stjórn­valda áform um nið­ur­fell­ingu laga um leit, rann­sóknir og vinnslu kol­vetnis sem felur í sér bann við leit og vinnslu olíu í íslenskri efna­hags­lög­sögu.

Í stjórn­ar­sátt­mála Fram­sókn­ar­flokks, Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna frá því í nóv­em­ber er sett fram það mark­mið að Ísland nái kolefn­is­hlut­leysi og fullum orku­skiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarð­efna­elds­neyti fyrst ríkja. Rík­is­stjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíu­leitar í efna­hags­lög­sögu Íslands.

Auglýsing

Sam­kvæmt lögum nr. 73/1990 um eign­ar­rétt íslenska rík­is­ins að auð­lindum hafs­botns­ins má eng­inn leita að efnum til hag­nýt­ingar á, í eða undir hafs­botn­inum utan net­laga í land­helgi, efna­hags­lög­sögu og land­grunni utan net­laga nema að fengnu skrif­legu leyfi Orku­stofn­un­ar. Með lögum nr. 13/2001 um leit, rann­sóknir og vinnslu kol­vetnis var í lög­gjöf­inni settur rammi um leyf­is­veit­ingu fyrir leit, rann­sóknir og vinnslu kol­vetn­is.

Þannig gerir núgild­andi lög­gjöf ráð fyrir að hægt sé að upp­fylltum skil­yrðum að fá útgefið leyfi til rann­sóknar og vinnslu kol­vetnis í efna­hags­lög­sögu Íslands.

Engin olíu­leit stunduð í dag

Nú er áformað að fella brott lög nr. 13/2001 um leit, rann­sóknir og vinnslu kol­vetnis í takti við þá stefnu stjórn­valda að gefa ekki út leyfi til olíu­leitar í efna­hags­lög­sögu Íslands. Til sam­ræmis við þá stefnu er enn­fremur áformað að „orða með jákvæðum hætt­i“, líkt og segir í gögnum sem birt hafa verið í sam­ráðs­gátt, bann við leit og vinnslu kol­vetnis í efna­hags­lög­sögu Íslands í lögum nr. 73/1990 um eign­ar­rétt íslenska rík­is­ins að auð­lindum hafs­botns­ins.

Engir aðilar stunda í dag leit, rann­sókn eða vinnslu kol­vetnis í efna­hags­lög­sög­unni.

„Áformin eru í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda um umhverf­is­vernd og sjálf­bæra þró­un. Þar sem áformin fela í sér að lagt verið bann við starf­semi sem ekki er í reynd stunduð (leit og vinnsla olíu) hafa áformin ekki bein áhrif á umhverfi og sjálf­bæra þróun nema að því leyti að þeim er ætlað að tryggja að ekki verði teknar ákvarð­anir um að heim­ila til­tekna starf­semi sem er til þess fallin að hafa nei­kvæð áhrif á umhverfi og sjálf­bæra þró­un,“ segir í gögnum ráðu­neyt­is­ins í sam­ráðs­gátt­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent