Jón Þór gagnrýnir niðurstöðu forsætisnefndar

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, samþykkti ekki niðurstöðu forsætisnefndar um að skoða mál Ágústs Ólafs Ólafssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, ekki frekar.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður í forsætisnefnd, gagnrýnir þá ákvörðun forsætisnefndar að túlka meinta kynferðislega áreitni Ágústs Ólafs Ólafssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, ekki sem brot á siðareglum og jafnframt bóka að erindið gefi ekki tilefni til frekari athugunar. Þetta kemur fram í bókun Jón Þórs við afgreiðslu forsætisnefndar á máli Ágústs Ólafs.

Skelfileg skilaboð til að senda konum

For­sætis­nefnd Alþingis hefur haft til með­ferðar erindi um meint brot Ágústs Ólafs Ágústs­son­ar, alþing­is­manns, á siða­regl­u­m ­fyrir alþing­is­menn vegna kyn­ferð­is­legs áreiti hans gagn­vart konu. Krist­ján Hall, sem bauð sig meðal ann­ars fram fyrir Mið­flokk­inn í sveita­stjórn­ar­kosn­ing­um í fyrra, sendi erindið inn. Á mánudaginn birti for­sætis­nefnd nið­ur­stöðu sína en þar kemur fram að fyr­ir­liggj­andi erindi gefi ekki til­efni til frek­ari athug­unar af hennar hálf­u. 

Í forsætisnefnd sitja Steingrímur J. Sigfússon, Guðjón S. Brjánsson, Brynjar Níelsson, Þorsteinn Sæmundsson, Willum Þór Þórsson, Jón Þór Ólafsson, Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson. Áheyrnafulltrúar í nefndinni eru Þorsetinn Víglundsson og Inga Sæland.

Auglýsing

Jón Þór bendir á bókun sinni að þrátt fyrir að forsætisnefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að málavextir málsins séu óumdeildir og að Ágúst Ólafur hafi fallið á þá niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar að fella hátterni þingmanns undir kynferðislega áreitni. Þá hafi samt sem áður flestir í nefndinni ákveðið að túlka það ekki sem brot á siðareglum  Í bókunni segir að betra hefði verið að forsætisnefnd hefði lokið málinu með hliðsjón af 3. mgr. 18. gr. siðareglna „með því að láta í ljós álit sitt á því [að] athafnir þingmanns brjóti í bága við meginreglur um hátterni og hátternisskyldur hans samkvæmt siðareglum“ 

Í bókuninni segir að Jón Þór hafi varað við þessari afgreiðslu nefndarinnar. Hann hafi ekki samþykkt hana og lagt til aðrar leiðir. Hann bendir á að þessi niðurstaða nefndarinnar kemur minna en ári eftir að Alþingi ályktaði að breyta siðareglum fyrir Alþingismenn. „Slík málsmeðferð vekur ekki traust á að forsætisnefnd ætli að virða vilja Alþingis varðandi kynferðislega áreitni sem eru skelfileg skilaboð að senda konum og þeim sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni.“

Betra ef Ágúst Ólafur hefði óskað eftir því að málið færi fyrir siðanefnd

Jafnframt kemur fram í bókuninni að Jón Þór þyki það gott að Ágúst Ólafur hafi svarað forsætisnefndinni þannig að hann geri ekki athugasemd við þá túlkun forsætisnefndarinnar að niðurstaða trúnaðarnefndarinnar sé alvarlegur áfellisdómur um hátterni þingmannsins. Jón Þór segir hins vegar að betri hefði verið að Ágúst Ólafur hefði óskað eftir því að málið færi fyrir siðanefnd í stað þess að óska eftir því í upphafi að því væri vísað frá.

Auk þess segir í bókuninni að betra hefði verið að siðanefnd hefði gefið skýr svör út frá þeim upplýsingum sem konan, sem hátterni þingmannsins beindist gegn, hafði þegar greint opinberlega frá. Í stað þess svaraði siðanefndin því að nefndinni væri ekki fært að leggja mat á þau álitaefni því til þess þyrfti nefndin að afla upplýsinga frá konunni. ​Jón Þór bendir hins vegar á að konan hefði líka lýst því yfir að: „Það er ekki hægt að gera þá kröfu til þol​anda að hann ákveði afleið​ing​ar. Það er Ágústar Ólafs, Sam​fylk​ing​ar​innar og eftir atvikum Alþingis að ákveða það.“ Hann bendir jafnframt á að siðanefnd Alþingis hafi haft allar þessar upplýsingar. 

Að lokum segir í bókuninni að mikilvægt sé að taka það fram að Jón Þór hafi spurt við afgreiðslu málsins hvort að sú afgreiðsla sem samþykkt var af flestum í forsætisnefnd myndi á einhvern hátt takmarka rétt konunnar sem hátterni þingmannsins beindist gegn til að óska sjálf eftir því að málið færi fyrir siðanefnd Alþingis. „Skrifstofa Alþingis og forseti Alþingis svöruðu mjög skýrt að svo væri ekki. Konan getur því enn óskað eftir að málinu sé vísað til siðanefndar Alþingis,“ segir í bókuninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent