Forsætisnefnd skoðar mál Ágústs Ólafs ekki frekar

Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að erindi nefndarinnar um meint brot Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á siðareglum fyrir alþingismenn gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu.

Forsætisnefnd Alþingis
Forsætisnefnd Alþingis
Auglýsing

Forsætisnefnd Alþingis hefur haft til meðferðar erindi um meint brot Ágústs Ólafs Ágústssonar, alþingismanns, á siðareglum fyrir alþingismenn vegna kynferðislegs áreiti hans gagnvart konu. Kristján Hall, sem bauð sig meðal annars fram fyrir Miðflokkinn í sveitastjórnarkosningum í fyrra, sendi erindið inn en engin gögn eða nánari upplýsingar um málavexti fylgdu erindinu. Forsætisnefnd hefur nú birti niðurstöðu sína en þar kemur fram að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. 

Siðanefnd sá sér ekki fært að leggja mat á erindið

Í bókun forsætisnefndar sem birt var í dag segir að við mat á því hvort hátterni Ágústs teljist opinber framganga sem falli undir gildissvið siðareglna fyrir alþingismenn hafi nefndin leitað eftir ráðgefandi áliti siðanefndar. Í svari siðanefndar er hins vegar vísað til þess að eins og málið liggi fyrir telji siðanefndin sér ekki fært að leggja mat á þau álitaefni sem felast í erindi forsætisnefndar til sín. 

Vísaði nefndin þar til þess að erindið væri ekki rökstutt með vísan til tilgreindra ákvæða siðareglna fyrir alþingismenn. Þá yrði ekki fram hjá því litið að sá aðili sem hið meinta hátterni bitnaði á hefði ekki leitað til forsætisnefndar vegna meints brots á siðareglum. Í bókun forsætisnefndar er þó tekið fram að siðareglur fyrir alþingismenn gera ekki þá kröfu að sá sem leggur fram erindi tengist máli eða að hátterni þingmanns hafi bitnað á honum. 

Auglýsing

Málavextir óumdeildir

Jafnframt segir í bókun forsætisnefndar að af þessu megi ráða að mat siðanefndarinnar sé að slík staðreynd geti eins og horfi við í málinu skipt meira máli en hvort mál falli undir siðareglur fyrir alþingismenn, þar sem afla þyrfti upplýsinga frá aðila sem ekki hefði óskað eftir afskiptum forsætisnefndar af því. Í bókuninni segir að forsætisnefnd fallist á að slíkar aðstæður geti skipt máli enda sé þá litið til sjónarmiða um nærgætni og sanngirni gagnvart þeim sem hlut eigi að máli. 

Þá segir jafnframt að af fyrirliggjandi gögnum megi ráða að málavextir séu óumdeildir. „Af fyrirliggjandi gögnum má ráða að málavextir séu óumdeildir og að Ágúst hafi fallist á niðurstöðu trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Sú niðurstaða sem þar er lýst verður að telja alvarlegan áfellisdóm um hátterni þingmannsins,“ segir í bókuninni. 

Að lokum segir að það sé niðurstaða forsætisnefndar að fyrirliggjandi erindi Kristjáns gefi ekki tilefni til frekar athugunar af hálfu nefndarinnar. „Þegar litið er til niðurstöðu siðanefndar og þess áfellisdóms sem opinberlega liggur fyrir í niðurstöðu trúnaðarnefndarinnar, er það hins vegar niðurstaða forsætisnefndar, að undangengnu heildstæðu mati, að fyrirliggjandi erindi gefi ekki tilefni til frekari athugunar af hennar hálfu. Er þá einkum höfð hliðsjón af 1. málsl. 1. mgr. 18. gr. siðareglna fyrir alþingismenn,“ segir í bókuninni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent