Inga Sæland fordæmir vinnubrögð RÚV

Inga Sæland, þingkona og formaður Flokks fólksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún gagnrýnir umfjöllun fréttastofu Ríkisútvarpsins um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Inga Sæland, þing­kona og for­maður Flokks fólks­ins, hefur sent frá sér­ ­yf­ir­lýs­ing­u þar sem hún gagn­rýnir umfjöllun Rík­is­út­varps­ins um frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra um þung­un­ar­rof. „Rík­is­út­varpið sem á að vera vett­vangur skoð­ana­skipta og umræðu í sam­fé­lagi okkar hefur brugð­ist þeirri skyldu sinni að fjalla um nýtt fóst­ur­eyð­inga­frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra. Nán­ast engin sam­fé­lags­um­ræðu hefur farið fram um þetta mál þó ljóst sé að það er bæði við­kvæmt og afar umdeilt,“ segir Inga Sæland í yfir­lýs­ing­unn­i. 

For­dæmir vinnu­brögð frétta­stofu

Í yfir­lýs­ing­unni gagn­rýnir Inga jafn­framt sjón­varps­við­tal RÚV við konu sem gekkst und­ir­ þung­un­ar­rof á tutt­ug­ustu og annarri viku með­göngu eftir að fóstrið greind­ist með alvar­legt til­felli vatns­höf­uðs. „Í kvöld­fréttum gær­dags­ins, kvöldið áður en loka­at­kvæða­greiðsla í þessu erf­iða og við­kvæma máli fer fram á þingi, kaus frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins að senda út sjón­varps­við­tal við móður barns sem hafði séð sig til­neydda til að fara í fóst­ur­eyð­ingu. Þarna kaus frétta­stofan að fjalla um jað­ar­til­felli harms og sárs­auka í því skyni að búa til rétt­læt­ingu fyrir því að skil­yrð­is­laust verði heim­ilt að eyða fóstrum allt til fram að 23. viku með­göng­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Jafn­framt gagn­rýnir hún RÚV fyrir að fjalla ekki um önnur til­felli. „Frétta­stofan hefur aldrei á neinum tíma­punkti reynt að varpa ljósi á önnur til­felli ljóss og gleði þar sem fyr­ir­burar hafa lifað og vaxið upp sem heil­brigð börn. Í síð­ustu viku sendi ég fyrir hvatn­ingu og með sam­þykki for­eldra öllum fjöl­miðlum eitt slíkt dæmi með ljós­mynd­um. Frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins sá enga ástæðu til að fjalla um það.“

Auglýsing

Þá segir hún að henni hafi ekki verið gef­inn kostur á að svara þeim „ásök­un­um“ sem fram komu í við­tal­inu. „Frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins hefur ekki gefið mér kost á neinu tæki­færi til að svara fyrir þá ásökun sem kom fram í ofan­greindu sjón­varps­við­tali í gær­kvöldi, að konan hefði verið kölluð morð­ingi. Í þess­ari frétt var hins vegar með ísmeygi­legu mynd­máli aug­ljós­lega gefið til kynna að ég væri sek um að hafa látið slík orð falla. Það hef ég aldrei gert. “

Að lokum segir Inga að með þess­ari yfir­lýs­ingu for­dæmi hún vinnu­brögð frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent