Inga Sæland fordæmir vinnubrögð RÚV

Inga Sæland, þingkona og formaður Flokks fólksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún gagnrýnir umfjöllun fréttastofu Ríkisútvarpsins um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Inga Sæland, þing­kona og for­maður Flokks fólks­ins, hefur sent frá sér­ ­yf­ir­lýs­ing­u þar sem hún gagn­rýnir umfjöllun Rík­is­út­varps­ins um frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra um þung­un­ar­rof. „Rík­is­út­varpið sem á að vera vett­vangur skoð­ana­skipta og umræðu í sam­fé­lagi okkar hefur brugð­ist þeirri skyldu sinni að fjalla um nýtt fóst­ur­eyð­inga­frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra. Nán­ast engin sam­fé­lags­um­ræðu hefur farið fram um þetta mál þó ljóst sé að það er bæði við­kvæmt og afar umdeilt,“ segir Inga Sæland í yfir­lýs­ing­unn­i. 

For­dæmir vinnu­brögð frétta­stofu

Í yfir­lýs­ing­unni gagn­rýnir Inga jafn­framt sjón­varps­við­tal RÚV við konu sem gekkst und­ir­ þung­un­ar­rof á tutt­ug­ustu og annarri viku með­göngu eftir að fóstrið greind­ist með alvar­legt til­felli vatns­höf­uðs. „Í kvöld­fréttum gær­dags­ins, kvöldið áður en loka­at­kvæða­greiðsla í þessu erf­iða og við­kvæma máli fer fram á þingi, kaus frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins að senda út sjón­varps­við­tal við móður barns sem hafði séð sig til­neydda til að fara í fóst­ur­eyð­ingu. Þarna kaus frétta­stofan að fjalla um jað­ar­til­felli harms og sárs­auka í því skyni að búa til rétt­læt­ingu fyrir því að skil­yrð­is­laust verði heim­ilt að eyða fóstrum allt til fram að 23. viku með­göng­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Jafn­framt gagn­rýnir hún RÚV fyrir að fjalla ekki um önnur til­felli. „Frétta­stofan hefur aldrei á neinum tíma­punkti reynt að varpa ljósi á önnur til­felli ljóss og gleði þar sem fyr­ir­burar hafa lifað og vaxið upp sem heil­brigð börn. Í síð­ustu viku sendi ég fyrir hvatn­ingu og með sam­þykki for­eldra öllum fjöl­miðlum eitt slíkt dæmi með ljós­mynd­um. Frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins sá enga ástæðu til að fjalla um það.“

Auglýsing

Þá segir hún að henni hafi ekki verið gef­inn kostur á að svara þeim „ásök­un­um“ sem fram komu í við­tal­inu. „Frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins hefur ekki gefið mér kost á neinu tæki­færi til að svara fyrir þá ásökun sem kom fram í ofan­greindu sjón­varps­við­tali í gær­kvöldi, að konan hefði verið kölluð morð­ingi. Í þess­ari frétt var hins vegar með ísmeygi­legu mynd­máli aug­ljós­lega gefið til kynna að ég væri sek um að hafa látið slík orð falla. Það hef ég aldrei gert. “

Að lokum segir Inga að með þess­ari yfir­lýs­ingu for­dæmi hún vinnu­brögð frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent