Inga Sæland fordæmir vinnubrögð RÚV

Inga Sæland, þingkona og formaður Flokks fólksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún gagnrýnir umfjöllun fréttastofu Ríkisútvarpsins um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Inga Sæland, þing­kona og for­maður Flokks fólks­ins, hefur sent frá sér­ ­yf­ir­lýs­ing­u þar sem hún gagn­rýnir umfjöllun Rík­is­út­varps­ins um frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra um þung­un­ar­rof. „Rík­is­út­varpið sem á að vera vett­vangur skoð­ana­skipta og umræðu í sam­fé­lagi okkar hefur brugð­ist þeirri skyldu sinni að fjalla um nýtt fóst­ur­eyð­inga­frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra. Nán­ast engin sam­fé­lags­um­ræðu hefur farið fram um þetta mál þó ljóst sé að það er bæði við­kvæmt og afar umdeilt,“ segir Inga Sæland í yfir­lýs­ing­unn­i. 

For­dæmir vinnu­brögð frétta­stofu

Í yfir­lýs­ing­unni gagn­rýnir Inga jafn­framt sjón­varps­við­tal RÚV við konu sem gekkst und­ir­ þung­un­ar­rof á tutt­ug­ustu og annarri viku með­göngu eftir að fóstrið greind­ist með alvar­legt til­felli vatns­höf­uðs. „Í kvöld­fréttum gær­dags­ins, kvöldið áður en loka­at­kvæða­greiðsla í þessu erf­iða og við­kvæma máli fer fram á þingi, kaus frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins að senda út sjón­varps­við­tal við móður barns sem hafði séð sig til­neydda til að fara í fóst­ur­eyð­ingu. Þarna kaus frétta­stofan að fjalla um jað­ar­til­felli harms og sárs­auka í því skyni að búa til rétt­læt­ingu fyrir því að skil­yrð­is­laust verði heim­ilt að eyða fóstrum allt til fram að 23. viku með­göng­u,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Jafn­framt gagn­rýnir hún RÚV fyrir að fjalla ekki um önnur til­felli. „Frétta­stofan hefur aldrei á neinum tíma­punkti reynt að varpa ljósi á önnur til­felli ljóss og gleði þar sem fyr­ir­burar hafa lifað og vaxið upp sem heil­brigð börn. Í síð­ustu viku sendi ég fyrir hvatn­ingu og með sam­þykki for­eldra öllum fjöl­miðlum eitt slíkt dæmi með ljós­mynd­um. Frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins sá enga ástæðu til að fjalla um það.“

Auglýsing

Þá segir hún að henni hafi ekki verið gef­inn kostur á að svara þeim „ásök­un­um“ sem fram komu í við­tal­inu. „Frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins hefur ekki gefið mér kost á neinu tæki­færi til að svara fyrir þá ásökun sem kom fram í ofan­greindu sjón­varps­við­tali í gær­kvöldi, að konan hefði verið kölluð morð­ingi. Í þess­ari frétt var hins vegar með ísmeygi­legu mynd­máli aug­ljós­lega gefið til kynna að ég væri sek um að hafa látið slík orð falla. Það hef ég aldrei gert. “

Að lokum segir Inga að með þess­ari yfir­lýs­ingu for­dæmi hún vinnu­brögð frétta­stofu Rík­is­út­varps­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent