Enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt að mynda ríkisstjórnina

Svandís Svavarsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé „fantagóð“ í því að stýra ríkisstjórn þeirra þriggja ólíku flokka sem nú sitja að völdum á Íslandi. Stundum þurfi að takast á við ríkisstjórnarborðið.

Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

„Ég er eiginlega sannfærðari en ég var fyrir rúmlega ári. Fyrst og fremst vegna þess að nú hef ég reynsluna við að sitja við ríkisstjórnarborðið og stýra heilbrigðismálunum.“

Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra aðspurð um hvort að hún sé enn jafn sannfærð og hún var áður um að það hafi verið rétt ákvörðun hjá Vinstri grænum að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.

Sjálf segist hún hafa náð að stíga ákveðin skref sem hún telji mjög mikilvæg í sínum málaflokki, sem ein og sér réttlæti aðkomu Vinstri grænna að stjórninni. „Bæði með því að auka fjármagn inn í kerfið og líka ákveðnum lagaumbótum sem eru mikilvæg, eins og þessum lögum um þungunarrof.“

Svandís var gestur Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í vikunni.

Hægt er að sjá stiklu úr þættinum hér að neðan.


Svandís segir að ríkisstjórnarsamstarfið, sem teygir sig frá hægri, yfir miðju og til vinstri, sé vissulega óvenjulegt. Við ríkisstjórnarborðið sé hins vegar gríðarlega mikil reynsla. „Mesta reynslan á Alþingi safnast saman í þessum þremur flokkum sem núna mynda ríkisstjórnina. Það gerir það að verkum að það þarf töluvert til að koma þessum hópi úr jafnvægi. Það er kannski það sem er dýrmætast í stjórnmálunum í dag og hefur verið undanfarin ár og misseri, það er það að missa ekki taktinn þó að það blási á móti og stundum þarf maður að hnýta undir kverk og labba áfram út í rokið.“

Auglýsing
Aðspurð hvort að það sé stundum tekist á við ríkisstjórnarborðið eða hvort að við lýði sé samkomulag um að láta augljósa núningsfleti kyrra liggja segir Svandís raunveruleikann væri beggja blands. „Stundum þarf að takast á og stundum, oftast, er það þannig að við vitum nákvæmlega hvaðan við erum að koma. Þessir flokkar eru þekkt stærð í hugum hinna.

Það sem skipti gríðarlega miklu máli í ríkisstjórninni sé hins vegar verkstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Að forsætisráðherra sé með augun á boltanum og viti nákvæmlega hvar núningsfletirnir liggja í hvaða máli á hverjum tíma. Vinnusamari forsætisráðherra held ég að sé ekki hægt að finna. Hún er fantagóð í að stýra þessum þremur ólíku flokkum saman og er lagin í því bæði pólitískt og mannlegi þátturinn er líka þar mikilvægur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent