Fjárhagslegur ávinningur er af sameiginlegum lyfjainnkaupum

Svandís Svavarsdóttir segir að það bæði ríkissjóður og notendur lyfja muni njóta góðs af samstarfi við hin Danmörk og Noreg um innkaup á lyfjum. Innkaup verði hagstæðari og öryggi í afhendingu meira.

Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

„Ef ég skrúfa væntingarnar upp þá getur hún skilað umtalsverðum fjárhagslegum árangri fyrir ríkið.“

Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um samstarf Íslands, Danmerkur og Noregs á sviði lyfjamála sem staðfest var með undirritun samkomulags í Reykjavík í apríl. Hún segir að ávinningurinn verði bæði fyrir notendur lyfja og skattgreiðendur. Innkaup verði hagstæðari og þar af leiðandi verði minni hluta af fjármagni ríkissjóðs í lyf en öryggi í lyfjainnkaupum muni einnig aukast vegna samtakamáttarins sem fæst með samstarfinu.

Svandís var gestur Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut í vikunni.

Hægt er að sjá stiklu úr þættinum hér að neðan.

Svandís benti á að í fyrra hafi kostnaður hins opinbera vegna innkaupa á svokölluðu S-lyfjum, sem eru sjúkrahúslyf, verið 7,5 milljarðar króna. Á þessu ári er áætlað að hann veðri tíu milljarðar króna. Hún segir það ekki flókið reikningsdæmi að ef útgjöld halda áfram að aukast á slíkum hraða þá muni ganga mjög hratt á aðra þætti heilbrigðisþjónustunnar og alls opinbera kerfisins. „ Við verðum að reyna að stilla saman strengi til þess að ná þessu og þetta var verulegur áfangi. Það hefur verið að þessu keppt í mörg herrans ár.“

Auglýsing
Byrjað verður smátt með innkaup á mjög dýrum lyfjum en vonir standi til þess að hægt verði að landa stærri samningum þegar fram líða stundir.

Aðspurð hvort að þetta samstarf muni leiða til þess að milliliðir milli hins opinbera sem kaupanda lyfja, og framleiðenda þeirra sem seljanda, verði einfaldlega sniðgengnir í framtíðinni og keypt yrði beint frá framleiðanda, segir Svandís að það gæti orðið hluti af lausninni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent