Íhaldssamt öfga-hægri sem stendur gegn kvenfrelsi

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að orðræða sumra þingmanna um þungunarrofsfrumvarpið endurspegli bakslag í íslenskum stjórnmálum og pólitíska sveiflu íhaldssamra öfga-hægri sjónarmiða.

Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

„Mér fannst dapurlegt að við skulum vera að upplifa það árið 2019 að það sé talað með þessum hætti. En þetta endurspeglar náttúrulega ákveðna pólitíska sveiflu sem er í löndunum í kringum okkar, sem er ákveðið íhaldssamt öfga-hægri sem stendur að jafnaði líka gegn kvenfrelsi.“

Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, þegar þau ræddu orðræðu ýmissa þingmanna um þungunarrof í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem sýndur var í vikunni.

Hægt er að sjá stiklu úr viðtalinu hér að neðan.


Umræðan um þungunarrofsmálið, sem var afgreitt sem lög frá Alþingi á þriðjudag, var oft mjög hörð og þar tókust gjörólík sjónarmið á. Meðal annars skilaði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, inn minnihlutaáliti í velferðarnefnd þar sem hann sagðist vera þeirrar skoð­unar að þeg­ar líf sé myndað af tveimur ein­stak­lingum þá sé „of langt gengið að annar ein­stak­ling­ur­inn hafi einn ákvörð­un­ar­vald um það hvort enda skuli með­göng­una. Þannig er mikil ábyrgð lögð á verð­andi móður eina.“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði í pontu á Alþingi að verið væri að „taka ákvörðun um það að 22 vikna gamalt barn verði drepið í móðurkviði,“ og Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, sagðist í sjónvarpsþætti óttast að fóstrum yrði eytt „vegna kyns“ ef frumvarpið yrði samþykkt.

Auglýsing
Svandís sagði að þessi staða endurspegli einnig ákveðið pólitískt bakslag í íslenskum stjórnmálum. „Við höfum verið, held ég að jafnaði þeirrar skoðunar, að við vildum standa með þeirri sjálfsmynd íslenskra stjórnmála að við stæðum framarlega á heimsvísu í kynjajafnréttismálum. þessar raddir toguðu í hina áttina.“

Aðspurð um hvort að þungunarrofsmálið hafi reynst ríkisstjórninni erfitt, þar sem ekki var einhugur innan stjórnarflokkanna um það, segir hún svo ekki vera. „Ég held að ástæðan hafi verið sú að þegar ég kynnti málið við ríkisstjórnarborðið til að byrja með þá kynnti ég það sem mál sem að ég gerði ekki kröfu til þess að allir stjórnarþingmenn gengu að borðinu eins og gildir að jafnaði um stjórnarfrumvörp, vegna þess að ég áttaði mig á því þá þegar að málið væri mjög gjarnan þvert á flokka og þvert á pólitískar skoðanir.“

Síðan hafi málið þróast þannig þinginu að fimm stjórnmálaflokkar hafi staðið heilir á bakvið málið. „Þar af eru tveir stjórnarflokkar og þrír stjórnarandstöðuflokkar. Ég held að það sé líka svolítið einsdæmi um það hvernig land liggur í lok atkvæðagreiðslu. En ég held að þetta mál sé þeirrar gerðar að það verði aldrei fyrst og fremst stjórnarfrumvarp.“

Svandís segir að hún hafi kynnt málið fyrir þingflokkum hinna tveggja stjórnarflokkanna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, áður en hún mælti fyrir því í þinginu. „Og raunar líka einhverjum stjórnarandstöðuflokkum vegna þess að ég vissi að þetta mál ætti sér breiðari stuðning en sem nemur okkur í ríkisstjórninni sem stöndum að málinu.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent