Vill ekki rýmri rétt til fóstureyðinga heldur hjálpa „verðandi mæðrum í vanda“ að eignast börn

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er eini stjórnarþingmaðurinn í velferðarnefnd sem leggst gegn því að frumvarp um þungunarrof verði samþykkt. Hann vísar meðal annars í umsögn biskups Íslands máli sínu til stuðnings.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Auglýsing

Ásmundur Frið­riks­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og nefnd­ar­maður í vel­ferð­ar­nefnd, hefur skilað minni­hluta­á­liti og leggst gegn því að frum­varp um þung­un­ar­rof verði sam­þykkt. Hann er eini stjórn­ar­þing­mað­ur­inn sem situr í nefnd­inni sem leggst gegn sam­þykkt frum­varps­ins.

Í nefnd­ar­á­liti Ásmundar seg­ist hann vera þeirrar skoð­unar að þeg­ar líf sé myndað af tveimur ein­stak­lingum þá sé „of langt gengið að annar ein­stak­ling­ur­inn hafi einn ákvörð­un­ar­vald um það hvort enda skuli með­göng­una. Þannig er mikil ábyrgð lögð á verð­andi móður eina.“

Í áliti Ásmundar segir einnig að fóst­ur­eyð­ing eða þung­un­ar­rof hljóti alltaf að vera neyð­ar­ráð­stöfun og að mati hans hljóti hún helst að koma til greina ef þung­unin ógnar lífi eða heilsu hinnar verð­andi móður eða ef ljóst þykir að fóstrið sé ekki líf­væn­legt. Fremur en að tala um að rýmka rétt til fóst­ur­eyð­inga væri okkur nær að finna leiðir til að hjálpa verð­andi mæðrum í vanda að eign­ast börn sín.“

Auglýsing
Ásmundur vitnar svo í umsögn bisk­ups Íslands um frum­varpið þar segir að sam­kvæmt „krist­inni trú okkar er lífið heil­agt, náð­ar­gjöf sem Guð gefur og Guð tek­ur. Það er hlut­verk manns­ins að varð­veita það og vernda eftir fremsta megni og bera virð­ingu fyrir mann­helg­inni, sköp­un­inni og skap­ar­an­um.“ Ásmundur seg­ist taka undir þau orð og leggst gegn frum­varp­inu á þeim.

Verði leyft fram að 22. viku með­göngu

Svan­­dís Svav­­­ar­s­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra lagði fram frum­varp á Alþingi um breyt­ingar á lögum um þung­un­ar­rof í jan­úar síð­ast­liðn­um. Í frum­varpi Svan­­dísar er lagt til að þung­un­ar­rof verði leyft fram að 22. viku með­­­göngu og að ein­stak­l­ingar þurfi ekki að gefa upp neinar ástæður fyrir þung­un­­ar­rof­in­u.

Í grein­­ar­­gerð frum­varps­ins sagði að ef frum­varpið verði að lögum sé um mikla breyt­ingu að ræða sem ætluð er að tryggja konum sjálfs­­for­ræði yfir eigin lík­­ama og eigin fram­­tíð hvað barn­­eignir varðar þannig að þær hafi öruggan aðgang að heil­brigð­is­­þjón­­ustu óski þær eftir þung­un­ar­rofi.

Meiri­hluti vel­ferð­ar­nefndar skil­aði nefnd­ar­á­liti á þriðju­dag þar sem hann lagði til að frum­varpið yrði sam­þykkt með breyt­ing­um. Þær breyt­ingar snúa þó ekki að því hversu lengi þung­un­ar­rof verður leyft. Meiri­hlut­inn vill enn að heim­ild til þess verði fram á 22. viku með­göngu.

Meiri­hlut­inn sam­anstendur af þing­mönnum sex flokka þar af öðrum full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks í nefnd­inni, Vil­hjálmi Árna­syni, full­trúa Fram­sókn­ar­flokks, Höllu Signýju Krist­jáns­dóttur og Ólafi Þór Gunn­ars­syni frá Vinstri græn­um. Tveir nefnd­ar­menn úr stjórn­ar­and­stöðu, nefnd­ar­for­mað­ur­inn Hall­dóra Mog­en­sen frá Pírötum og Guð­jón Brjáns­son frá Sam­fylk­ingu, skrifa einnig undir álitið auk þess sem Hanna Katrín Frið­riks­son, áheyrn­ar­full­trúi í nefnd­inni fyrir hönd Við­reisn­ar, lýsir sig sam­þykka álit­inu.

Þrír nefnd­ar­menn á móti

Á móti eru hins vegar þrír þing­menn: frá þremur flokk­um. Þ.e. stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum Mið­flokki og Flokki fólks­ins og áður­nefndar Ásmundur Frið­riks­son frá Sjálf­stæð­is­flokki.

Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, nefnd­ar­maður Flokks fólks­ins, segir í sínu áliti að hann telji að miða eigi heim­ild til fóst­ur­eyð­inga áfram við 12. vikur eins og er í gild­andi lög­um, nema „fyrir hendi séu ótví­ræðar lækn­is­fræði­legar ástæður og lífi og heilsu kon­unnar sé stefnt í meiri hættu með lengri með­göngu og/eða fæð­ingu. Það er almennt við­ur­kennt að í nær öllum til­vikum er konum full­kunn­ugt um þungun sína fyrir 12. viku með­göngu og því ætti það að heyra til und­an­tekn­inga ef konur geta ekki leitað þess úrræðis sem fóst­ur­eyð­ing er fyrir þann tíma. 3. minni hluti virðir að sjálf­sögðu sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt kvenna og yfir­ráð þeirra yfir eigin lík­ama, en dregur að þessu leyti mörkin gagn­vart lífs­rétti hins ófædda barns.“

Auglýsing
Guðmundur Ingi leggst einnig gegn notkun á hug­tak­inu þung­un­ar­rof.  Í áliti hans seg­ir: „Fóst­ur­eyð­ing er hug­tak sem end­ur­speglar þann verknað sem felst í aðgerð­inni. Hug­takið þung­un­ar­rof er hins vegar til­raun til þess að horfa fram hjá alvar­leika aðgerð­ar­innar og freista þess að færa hana í bún­ing hefð­bund­innar lækn­is­að­gerðar svo mögu­lega verði horft fram hjá því að verið er að binda enda á líf ófædds barns í móð­ur­kvið­i.“

Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, nefnd­ar­maður Mið­flokks­ins, leggur áherslu á það í sínu minni­hluta­á­liti að „að samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks bannar mis­munun á grund­velli fötl­un­ar. Með því að heim­ila þung­un­ar­rof fram til loka 22. viku sé ekki komið í veg fyrir mis­munun í raun enda sé rök­stuðn­ing­ur­inn fyrir því að heim­ila þung­un­ar­rof svo seint á með­göngu að hægt verði að bregð­ast við þegar fötlun kemur í ljós við 20 vikna fóst­ur­skim­un. Telur 1. minni hluti þá leið sem farin er í frum­varp­inu ekki fela í sér afnám mis­mun­unar í raun.“

Hún felst heldur ekki á það sjón­ar­mið að með því að heim­ila þung­un­ar­rof til loka 22. viku muni konur í erf­iðum félags­legum aðstæðum njóta meiri vernd­ar. „Telur 1. minni hluti að enn verði hægt að bregð­ast við aðstæðum þeirra kvenna fyrir lok 18. viku og að fjöldi kvenna sem fer í þung­un­ar­rof muni ekki breyt­ast með því að heim­ila þung­un­ar­rof fram til loka 22. viku.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent