Þórhallur Gunnarsson ráðinn til Sýnar

Sýn hefur ráðið tvo nýja stjórnendur, annars vegar til að stýra fjölmiðlum félagsins og hins vegar fjármálastjóra.

Sýn - Suðurlandsbraut
Auglýsing

Sýn hf., hefur ráðið Þór­hall Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóra Kast­ljóss, sem fram­kvæmda­stjóra Miðla hjá fyr­ir­tæk­inu. Hann tekur við starf­inu 22. maí næst­kom­andi en undir sviðið heyra meðal ann­ars fjöl­miðl­arnir Stöð 2, Stöð 2 sport og útvarps­stöðv­arnar Bylgj­an, FM957 og Xið977 auk Vís­is.

Þá hefur Signý Magn­ús­dóttir verið ráðin fjár­mála­stjóri Sýnar frá og með 1. júní næst­kom­andi en stutt er síðan að Heiðar Guð­jóns­son, einn stærsti eig­andi Sýn­ar, var ráð­inn for­stjóri félags­ins.

Í til­kynn­ingu til Kaup­hallar kemur fram að Þór­hallur sé ­með meistara­gráðu í sjón­varps­þátta­gerð frá Goldsmiths, Uni­versity of London og hefur und­an­farin sex ár verið fram­kvæmda­stjóri sjón­varps og kvik­mynda­deildar Sagafilm. „Þar áður var hann dag­skrár­stjóri RÚV, rit­stjóri Kast­ljóss, auk þess sem hann hefur stýrt fjöl­mörgum sjón­varps­þáttum af öllu tagi, m.a. Íslandi í dag á Stöð 2. Þór­hallur hefur átt sæti í fram­kvæmda­stjórn RÚV og stjórn Sagafilm. Hann hefur und­an­farin ár verið fram­leið­andi margra stærstu sjón­varps­þátta á Íslandi, hvort sem um er að ræða leiknar sjón­varps­þátta­ser­í­ur, heim­ild­ar­mynd­ir, fræðslu­efni eða skemmti­þætti. Þór­hallur kennir einnig miðlun upp­lýs­inga við MBA nám Háskóla Íslands.“

Auglýsing
Signý er með meistara­gráðu í reikn­ings­skilum og end­ur­skoðun frá Háskóla Íslands og hlaut lög­gild­ingu til end­ur­skoð­unar árið 2011. Hún hóf störf hjá Deloitte árið 2006 og varð með­eig­andi á end­ur­skoð­un­ar­sviði félags­ins árið 2013. Signú er yfir­maður reikn­ings­skila­þjón­ustu Deloitte ásamt því að vera í for­svari fyrir líf­tækni- og heil­brigð­is­hóp Deloitte auk þess sem hún situr í Reikn­ings­skila­ráði.

Keyptu fjöl­miðla

Sýn varð til þegar Fjar­skipti, móð­ur­fé­lag Voda­fone á Íslandi, breytti nafni sínu á aðal­fundi sínum í mars í fyrra. Nokkrum mán­uðum áður, nánar til­tekið í des­em­ber 2017, höfðu Fjar­skipti sam­einað fjöl­miðla­starf­semi inn í rekstur félags­ins sem fól í sér meðal ann­ars Stöð 2, Stöð2 Sport, Vísi, Bylgj­una, FM957 og Xið 977. Miðl­ana höfðu Fjar­skipti keypt af 365 miðl­um. Nafna­breyt­ingin var fram­kvæmd svo að heitið væri meira lýsandi fyrir starf­semi hins sam­ein­aða félags.

Miklar svipt­ingar hafa verið hjá Sýn und­an­farin miss­eri, en kaupin á fjöl­miðl­unum hafa ekki skilað þeim árangri sem áætl­anir gerðu ráð fyr­ir. Hagn­aður félags­ins í fyrra var til að mynda 473 millj­ónir króna, sem var langt undir vænt­ing­um. Ekk­ert félag í Kaup­höll­inni lækk­aði meira í virði en Sýn á síð­asta ári, en virði bréfa þess fór niður um 38,3 pró­sent. 

Þá misstu fjöl­miðlar Sýn rétt­inn af einni af sínum vin­sæl­ustu vörum, Enska bolt­an­um, í lok árs í fyrra og fær­ast sýn­ingar á honum yfir til Sím­ans frá og með næsta haust­i. 

Stjórn­ar­for­mað­ur­inn ráð­inn for­stjóri

Þrír stjórn­endur Sýnar hafa verið látnir fara á þessu ári. Í lok febr­ú­ar, rúmum tveimur mín­útum eftir að upp­gjör félags­ins vegna árs­ins 2018 var birt, barst til­kynn­ing um að Stefán Sig­urðs­son, for­stjóri félags­ins, hefði náð sam­komu­lagi um að hætta störf­um. 

Í byrjun árs voru tveir aðrir rekn­ir, þar á meðal Björn Víglunds­son, sem var yfir miðlum félags­ins. Hans hlut­verk hafði sér­stak­lega verið að leiða sam­þætt­ingu fjöl­miðla­hluta Sýnar við aðrar ein­ingar Fjar­skipta og vinna að vöru­þró­un.

Fyrir viku síðan var greint frá því að Heiðar Guð­jóns­son, hag­fræð­ingur og fjár­fest­ir, hefði verið ráð­inn for­stjóri Sýn­ar. Hann hætti á sama tíma sem stjórn­ar­for­maður félags­ins, en Heiðar er einn stærsti hlut­hafi Sýnar með 6,4 pró­sent eign­ar­hlut. Heiðar hafði gegnt starfi for­stjóra tíma­bundið í nokkrar vikur áður en að hann var ráð­inn í starf­ið. 

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent