Svandís: Tíðni þungunarrofa eykst ekki með lengingu leyfilegs tíma

Heilbrigðisráðherra segir ekkert benda til þess að færsla á ramma til þungunarrofs í 22. viku meðgöngu auki tíðni síðbúinna rofa. Sem femínista hafi verið einboðið fyrir hana að setja málið á dagskrá.

Svandís Svavarsdóttir
Auglýsing

„Tölfræðin segir okkur það að verði ekki til þess að þungunarrof sé framkallað síðar.“ Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra aðspurð um það hvort að því fylgi aukning í þungunarrofi ef að ramminn til að framkvæma slíkt er lengdur.

Hún bendir á að tölur frá Hollandi, þar sem ramminn fyrir þungunarrof er 22 vikur, Bretlandi, þar sem ramminn er 24 vikur, og frá Kanada, þar sem enginn rammi er, styðji þetta. „

„Í raun og veru þá virðist þetta hafa virkað þannig að þegar fresturinn er lengri þá virðist svo vera að tíðnin aukist ekki síðar. Það verður ekki til þess að það verði algengara að þungunarrof sé framkvæmt seint. Heldur þvert á móti.“

Þetta er meðal þess sem Svandís sagði í viðtali við Þórð Snæ Júlíusson, ritstjóra Kjarnans, í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut sem sýndur var í gær.

Hægt er að sjá stiklu úr viðtalinu hér að neðan.


Þung­un­ar­rofs­frum­varp Svan­dísar var sam­þykkt á Alþingi á þriðjudag með 40 atkvæðum gegn 18, en þrír sátu hjá, í atkvæða­greiðsl­unni. Málið var umdeilt og klauf flokka. Þannig greiddi t.d. Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, atkvæði gegn frum­varp­inu, einn ráð­herra í rík­is­stjórn­.

Auglýsing
Helsta andstaðan var við grein laganna sem heimilar þungunarrof fram á 22. viku meðgöngu óháð því hvaða ástæður liggja að baki. Áður þurfti ákvörðun um þungunarrof svo seint á meðgöngu að fara fyrir nefnd sem varð að gefa leyfi.

Svandís bendir á að frumvarpið hafi notið mikils stuðnings, sem hafi farið þvert á hefðundnar víglínur stjórnar og stjórnarandstöðu. Á endanum hafi fimm flokkar staðið heilir á bakvið frumvarpið, tveir úr stjórn og þrír úr stjórnarandstöðu. „Stuðningur við frumvarpið varð, þegar öll er á botninn hvolft, mjög mikill og umtalsvert meiri en sem nemur venjulegum stjórnarmeirihluta því að stuðningurinn var 40 atkvæði.“

Hún segir að það hafi verið rætt á sínum tíma þegar síðasta löggjöf um málið var sett, á áttunda áratug síðustu aldar, að sjálfsákvörðunarréttur kvenna ætti að vera kjarni þeirrar löggjafar. „Það var í raun og veru brotið á bak aftur og búin til einhverskonar málamiðlun sem að fól það í sér a ðnefnd þyrft iað koma að. Ég hef verið þeirrar skoðunar alla tíð að þetta hafi verið barns síns tíma í raun og veru strax og löggjöfin varð til 1975. Það eru 44 ár síðan.“

Svandís segir að þegar hún kom heilbrigðisráðuneytið hafi verið tilbúin drög að frumvarpi um málið sem síðustu tveir ráðherrar málaflokksins, Kristján Þór Júlíusson og Óttars Proppé, höfðu komið að. „Þegar ég kem að borðinu, sem femínisti og baráttukona fyrir jafnri stöðu kynjanna, þá fannst mér algjörlega einboðið að fara í þetta mál.“

Verið sé að færa löggjöfina til nútímans og styrkja stöðu kvenna á sama tíma og löggjöf í ýmsum löndum í kringum okkur og sérstaklega í Bandaríkjunum er að að toga í hina áttina. „Áskorunin var ennþá meiri vegna þess að við eru ekki á frjálslyndisbylgu akkúrat núna heldur meira að vinna gegn afturhaldsbylgju.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent