Finnsk kona segir frá óviðeigandi hegðun Helga Hjörvars

Finnsk kona lýsir óviðeigandi samskiptum Helga Hjörvars á ráðstefnu Norðurlandaráðs í Helsinki árið 2012 í samtali við Stundina. Helgi Hjörvar var þá þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.

Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Finnsk kona segir Helga Hjörvar, fyrr­ver­andi þing­flokks­for­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hafa verið óvið­eig­andi í sam­skiptum en hún hitti hann á ráð­stefn­u Norð­ur­landa­ráðs í Helsinki árið 2012. „Mér varð brugðið þegar hann gaf í skyn að hann gæti haft áhrif á starfs­frama minn hjá Norð­ur­landa­ráði um leið og hann leit­að­ist eftir kyn­ferð­is­legu sam­neyti við mig,“ segir konan í sam­tali við Stund­ina en umfjöllun um málið birt­ist á miðl­inum í dag.

Helgi Hjörvar var for­maður Íslands­deildar þegar atvikið átti sér stað 

Í umfjöllun Stund­ar­innar kemur fram að konan hafi verið á þrí­tugs­aldri þegar atvikið átti sér stað og að hún hafi farið á fund Norð­ur­landa­ráðs á vegum ung­liða­hreyf­ingar finnsks stjórn­mála­flokks. Helgi var for­maður Íslands­deildar ráðs­ins á þessum tíma en hafði tveimur árum áður gegnt emb­ætti for­seta Norð­ur­landa­ráðs. Guð­rún Jóna Jóns­dótt­ir, sem var her­berg­is­fé­lagi finnsku kon­unnar í Helsinki, stað­festir í sam­tali við Stund­ina að konan hafi komið grát­andi til sín eftir sam­skiptin við Helga. „Hún virt­ist hafa orðið fyrir miklu áfalli, hún var hrædd og óör­ugg og grét,“ segir Guð­rún. 

Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd: Anton BrinkHelgi Hjörvar var for­maður Íslands­deildar Norð­ur­landa­ráðs á árunum 2009 til 2013 og for­maður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­innar frá 2013 til 2016. 

Í umfjöllun Stund­­ar­innar segir að málið hafi verið borið upp á stjórn­­­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­innar árið 2016 en að Helgi Hjörvar hafi þver­­tekið fyrir að hafa hegðað sér ósæmi­­lega. Í ljósi þess að ekki var kvartað með for­m­­legum hætti undan hátt­­semi Helga og konan sem átti í hlut vildi ekki koma fram undir nafni eða aðhaf­­ast sér­­stak­­lega vegna máls­ins taldi flokks­­for­ysta Sam­­fylk­ing­­ar­innar sig lítið geta gert.

Auglýsing

Helgi bauð kon­unni upp á hót­el­her­bergi

Stundin hafði upp á finnsku kon­unni eftir ábend­ingar um málið og féllst hún á að segja blað­inu frá sam­skiptum sínum við Helga. Stundin reyndi ítrekað að ræða um málið við Helga Hjörvar en hann hefur ekki svar­að.

Konan segir frá því, í sam­tal­inu við Stund­ina, hvernig hún hitti Helga á k­aríók­b­ar. Hún seg­ist sjálf hafa ver­ið edrú en Helga dálítið drukk­inn en sam­t við­kunn­an­leg­an. „Þegar leið á kvöldið spurði Helgi hvort ég gæti hjálpað honum á hót­elið sitt. Við gætum rölt þangað og ég gæti þá virt fyrir mér borg­ina um leið; þetta yrði smá vett­vangs­ferð. Á end­anum varð samt úr að við tókum leigu­bíl,“ segir kon­an.

Konan segir að þegar á hót­elið var komið hafi Helgi gengið hratt með sér í gegn­um lobbí­ið. „Mér leið skringi­lega og það var líka eins og hann væri dálítið skömmustu­legur og vildi ekki að sæist til okk­ar. Ég studdi hann alveg upp að hót­el­her­berg­i.“ Helgi hafi þá boðið kon­unni inn á hót­el­ber­bergi og boðið henni upp á djús. Konan segir frá því hvernig henni datt í hug að þau gætu spjallað um póli­tík­ina á Íslandi en hún segir Helga hafa ekki verið spenntar fyrir því. „Hann vildi frekar vita hvernig fram­tíð ég sæi fyrir mér. Hann spurði hvað ég vildi vinna við og nefndi stöður hjá Norð­ur­landa­ráði, hvort ég væri til dæmis spennt fyrir rit­ara­stöðu. Mér fannst hann gefa í skyn að hann gæti, sem áhrifa­maður í Norð­ur­landa­ráði, haft áhrif á fram­tíð mína á þessum vett­vang­i.“

Helgi nudd­aði kon­una og fór að kyssa hana þangað til hún gaf honum skýr merki um að hætta

Konan segir að talið hafi síðan beinst að blindu fólki og að hún hafi sagt honum frá gömlum blindum manni frá heima­slóðum sínum sem nuddar fólk gegn hóf­legri greiðslu. Helgi hafi þá stungið upp á því að þau myndu nudda hvort ann­að. „Ég lét til leið­ast og vildi þá byrja á að nudda hann. Þegar röðin kom að honum að nudda mig sagð­ist hann ekki geta gert það nema ég færi úr kjóln­um. Mér fannst það dálítið óþægi­legt en gerði það sam­t.“

Konan segir að í kjöl­farið hafi Helgi gerst ágeng­ari, beygt sig yfir hana og farið að kyssa hana. „Ég fékk óþægi­lega til­finn­ingu í mag­ann og mér fannst eitt­hvað rangt við það sem var að ger­ast, svo ég gaf honum skýr merki um að hætta.“ 

Beðin um að segja engum frá

Konan segir að Helgi hafi beðið hana um að verja nótt­inni hjá sér en hún hafnað því. „Hann lagði áherslu á það við mig, áður en ég fór, að ég mætti ekki segja neinum frá því sem hefði gerst á milli okk­ar. Svo rétti hann mér 20 evra seðil og sagði: Gjörðu svo vel, þetta er fyrir leigu­bíln­um. Mér leið eins og vænd­is­konu, að taka við pen­ingum af manni undir þessum kring­um­stæð­um. Ég fann leigu­bíl og komst heim fyrir 12 evrur en sagði bíl­stjór­anum að hirða afgang­inn því ég gat ekki hugsað mér að halda eftir pen­ing­un­um.“

Konan segir að sér hafi liðið óþægi­lega yfir því að Helgi skyldi tala um starfs­mögu­leika hennar hjá Norð­ur­landa­ráði í sömu andrá og hann reyndi að eiga kyn­ferð­is­legt sam­neyti við hana. Stundin bendir á að á þessum tíma hafi Helgi notið virð­ingar innan Norð­ur­landa­ráðs, hafi verið for­seti ráðs­ins tveimur árum áður og á þessum tíma­punkti for­maður Íslands­deild­ar­inn­ar.

„Mér fannst svo skrítið að þetta væri veru­leik­inn árið 2012, að við værum enn á þessum stað,“ segir konan „Hann sagði að við yrðum að halda þessu okkar á milli, eins og þetta væri ein­hvers konar leynd­ar­mál sem tengdi okkur sam­an. Mér leið eins og ef ég segði ein­hverjum frá þá myndi ég aldrei hafa mögu­leika á því að fá starf hjá Norð­ur­landa­ráð­i.“

Sam­fylk­ing­unni barst ábend­ing um málið árið 2016 

Í umfjöllun Stund­ar­innar segir að þegar Helgi bauð sig fram til for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar árið 2016 hafi trún­að­ar­maður í flokknum leitað til Árna Páls Árna­son­ar, þáver­andi for­manns flokks­ins, og greint honum frá Helsinki-­mál­inu auk orðs­róms um annað sam­bæri­legt mál. Árni Páll, sem hafði á þessum tíma til­kynnt að hann gæfi ekki kost á sér til áfram­hald­andi for­mennsku, hafi þá aflað upp­lýs­inga um málin og kallað Helga á sinn fund ásamt þáver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Krist­jáni Guy. Þeir hafi hvatt Helga ein­dregið til að draga for­manns­fram­boð sitt til baka en Helgi hafi ekki látið segj­ast.

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Mynd: Birgir ÞórEftir að Oddný Harð­ar­dóttir vann for­manns­kjörið ­spurð­ist fljótt út að Helgi ætl­aði að sækj­ast eftir öðru sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík. Kjartan Val­garðs­son var á þessum tíma for­maður full­trúa­ráðs flokks­ins í borg­inni. Sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­innar afl­aði Kjartan upp­lýs­inga um máls­at­vikið eftir að honum var greint frá atburð­inum í Helsinki og boð­aði til fundar með Helga Hjörvari og Páli Hall­dórs­syni, for­manni kjör­stjórnar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Kjartan og Páll hafi þá beðið þá Helga um að hætta við að bjóða sig fram enda hafi þeir litið svo á að málið væri tif­andi tíma­sprengja fyrir flokk­inn, sam­kvæmt umfjöllun Stund­ar­inn­ar. Sagt er að Helgi hafi ekki tekið það í mál og vísað öllum ásök­unum um óeðli­lega hátt­semi í Helsinki á bug. 

Enn fremur kemur fram í umfjöllun Stund­ar­innar að eftir fund­inn hafi Helgi fund­aði með Odd­nýju Harð­ar­dóttur og tjáð henni að hann ætl­aði að halda fram­boði sínu til streitu, enda hefði hann fullan rétt til að bjóða sig fram. Helgi bauð sig síðan fram og lenti í öðru sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður en missti þing­sætið sitt í kosn­ing­unum þar sem flokk­ur­inn beið afhroð.  

Stundin spurð­ist fyrir um málið fyrir tveimur árum

Fyrir tveimur árum spurð­ist Stund­in  fyrir í Sam­fylk­ing­unni um hvort að stjórn flokks­ins hefði borist kvart­anir vegna meints kyn­ferð­is­legs áreit­is Helga Hjörv­ars. Krist­ján Gu­y Burgess þá­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­innar sagði Stund­inni að flokknum hafði borist ábend­ingar í þessa veru og sagði að eins og alltaf væru þær teknar mjög alvar­lega. Í umfjöll­un ­Stund­ar­inn­ar ­segir að á þeim tíma hafi blaðið ekki náð tali af kon­unni og því talið að fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar væru of óljósar til að hægt væri að fjalla með ábyrgum hætti um mál­ið. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent