Fíllinn í þorpinu

Ingunn Rós Kristjánsdóttir segir að við verðum að skapa pláss fyrir gerendur til þess að taka ábyrgð og taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis.

Auglýsing

Önnur bylgja #metoo hefur riðið yfir íslenskt sam­fé­lag síð­ustu vik­ur, sem hefur ýft upp gömul sár hjá mörgum og sett jafn­framt liðna tíð í annað sam­hengi. Öll þekkjum við þolendur og öll þekkjum við ger­end­ur, þó svo að við séum ekk­ert endi­lega alltaf með­vituð um það.

Á litlu landi verða svona hlutir óhjá­kvæmi­lega flóknir með­ferðar og auð­velt er oft að þegja og segja ekki neitt þegar mögu­legur ger­andi er ein­hver þér náinn. Þessi vandi getur oft orðið enn stærri í þeim litlu sam­fé­lögum sem eru úti á lands­byggð­inni.

Þegar ég hugsa til baka til æsku minnar og ung­lings­ára á Ísa­firði, þá voru margir þolendur sem hlutu lít­inn sem eng­ann stuðn­ing frá sam­fé­lag­inu vegna þess að ger­andi þeirra var „góður strák­ur“, var vel lið­inn og vel tengdur innan okkar litla sam­fé­lags.

Auglýsing

Vitað var af mörgum sem höfðu brotið af sér, voru með orð á sér að vera „tæp­ir“ og okkur sagt að passa sig á ákveðnum aðilum á djamm­inu. Þetta var samt allt undir rós því engan mátti nú styggja.

Ég þekki per­sónu­lega marga þolendur sem urðu fyrir ofbeldi en treystu sér aldrei til þess að segja frá vegna þess að þau vildu ekki fá á sig þann stimpil að vera að eyði­leggja orð­spor „góða stráks­ins“ eða „góðu stelpunn­ar“.

Við þekkjum líka sög­urnar þar sem þolendum er bein­línis bolað í burtu úr bæj­ar­pláss­inu vegna ofbeldis sem þau urðu fyr­ir. Sumar þeirra eru opin­berar og hefur verið fjallað um í fjöl­miðlum en þær eru svo miklu fleiri sem eru það ekki. Það gerir þær hins vegar ekk­ert minna raun­veru­leg­ar.

Kyn­ferð­is­of­beldi er alltaf alvar­legt hvar sem það ger­ist og því miður ger­ist það alls stað­ar. Þegar þú býrð í litlu sam­fé­lagi þar sem fáir búa og allir þekkj­ast er mun erf­ið­ara að forð­ast bæði ger­anda þinn, vini hans og vanda­menn og þann orðróm­inn um það sem gerð­ist. Þolendur standa þá oft frammi fyrir tveimur afar­kost­um; flytja burt til þess að flýja aðstæður eða vera um kyrrt, með þeirri van­líðan sem því fylg­ir.

Við eigum að taka sam­talið í litlu sam­fé­lög­unum okkar úti á landi. Við verðum að auka fræðslu og for­varn­ir, og hafa hana til jafns milli þeirra sem eldri eru og fyrir börnin okkar og ung­linga. Eins mikið og mér þykir vænt um minn heimabæ og elskaði að alast þar upp, þá var þetta sam­fé­lags­legt mein sem því miður er enn við lýði. Við verðum að taka höndum saman og upp­ræta það, í eitt skipti fyrir öll.

Sköpum pláss fyrir sam­tal­ið, sköpum pláss fyrir ger­endur til þess að taka ábyrgð og tökum skýra afstöðu með þolendum ofbeld­is. Þessi fal­lega sam­staða sem fyr­ir­finnst í okkar litlu sam­fé­lögum á lands­byggð­inni þarf núna að yfir­fær­ast líka yfir á þolendur ofbeld­is. Við eigum að gera betur og við getum gert bet­ur.

Höf­undur er Vest­firð­ingur og skipar 4. sæti Við­reisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar