Fíllinn í þorpinu

Ingunn Rós Kristjánsdóttir segir að við verðum að skapa pláss fyrir gerendur til þess að taka ábyrgð og taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis.

Auglýsing

Önnur bylgja #metoo hefur riðið yfir íslenskt sam­fé­lag síð­ustu vik­ur, sem hefur ýft upp gömul sár hjá mörgum og sett jafn­framt liðna tíð í annað sam­hengi. Öll þekkjum við þolendur og öll þekkjum við ger­end­ur, þó svo að við séum ekk­ert endi­lega alltaf með­vituð um það.

Á litlu landi verða svona hlutir óhjá­kvæmi­lega flóknir með­ferðar og auð­velt er oft að þegja og segja ekki neitt þegar mögu­legur ger­andi er ein­hver þér náinn. Þessi vandi getur oft orðið enn stærri í þeim litlu sam­fé­lögum sem eru úti á lands­byggð­inni.

Þegar ég hugsa til baka til æsku minnar og ung­lings­ára á Ísa­firði, þá voru margir þolendur sem hlutu lít­inn sem eng­ann stuðn­ing frá sam­fé­lag­inu vegna þess að ger­andi þeirra var „góður strák­ur“, var vel lið­inn og vel tengdur innan okkar litla sam­fé­lags.

Auglýsing

Vitað var af mörgum sem höfðu brotið af sér, voru með orð á sér að vera „tæp­ir“ og okkur sagt að passa sig á ákveðnum aðilum á djamm­inu. Þetta var samt allt undir rós því engan mátti nú styggja.

Ég þekki per­sónu­lega marga þolendur sem urðu fyrir ofbeldi en treystu sér aldrei til þess að segja frá vegna þess að þau vildu ekki fá á sig þann stimpil að vera að eyði­leggja orð­spor „góða stráks­ins“ eða „góðu stelpunn­ar“.

Við þekkjum líka sög­urnar þar sem þolendum er bein­línis bolað í burtu úr bæj­ar­pláss­inu vegna ofbeldis sem þau urðu fyr­ir. Sumar þeirra eru opin­berar og hefur verið fjallað um í fjöl­miðlum en þær eru svo miklu fleiri sem eru það ekki. Það gerir þær hins vegar ekk­ert minna raun­veru­leg­ar.

Kyn­ferð­is­of­beldi er alltaf alvar­legt hvar sem það ger­ist og því miður ger­ist það alls stað­ar. Þegar þú býrð í litlu sam­fé­lagi þar sem fáir búa og allir þekkj­ast er mun erf­ið­ara að forð­ast bæði ger­anda þinn, vini hans og vanda­menn og þann orðróm­inn um það sem gerð­ist. Þolendur standa þá oft frammi fyrir tveimur afar­kost­um; flytja burt til þess að flýja aðstæður eða vera um kyrrt, með þeirri van­líðan sem því fylg­ir.

Við eigum að taka sam­talið í litlu sam­fé­lög­unum okkar úti á landi. Við verðum að auka fræðslu og for­varn­ir, og hafa hana til jafns milli þeirra sem eldri eru og fyrir börnin okkar og ung­linga. Eins mikið og mér þykir vænt um minn heimabæ og elskaði að alast þar upp, þá var þetta sam­fé­lags­legt mein sem því miður er enn við lýði. Við verðum að taka höndum saman og upp­ræta það, í eitt skipti fyrir öll.

Sköpum pláss fyrir sam­tal­ið, sköpum pláss fyrir ger­endur til þess að taka ábyrgð og tökum skýra afstöðu með þolendum ofbeld­is. Þessi fal­lega sam­staða sem fyr­ir­finnst í okkar litlu sam­fé­lögum á lands­byggð­inni þarf núna að yfir­fær­ast líka yfir á þolendur ofbeld­is. Við eigum að gera betur og við getum gert bet­ur.

Höf­undur er Vest­firð­ingur og skipar 4. sæti Við­reisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands efur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar